Baldur


Baldur - 24.02.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 24.02.1945, Blaðsíða 3
B A L D U R 19 B A L D U R (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, ísafirði, Pósthólf 124 Rafveitan. Bæjarbúar hafa nú fengið hina venjulegu miðsvetrartil- kynningu rafveitustjórnar. — Fyrst um sinn er lokað fyrir rafmagn l'rá kl. 12 að kvöldi til 7 að morgni og húast má við að fyrirvaralaust verði straumur tekinn af frá kl. 12,45 e. h. og fram að ljósatíma. Þá hefur rafmagn fyrir nokkru síðan verið tekið af ishúsunum og bakaríunum, þvottalaugin getur ekki starf- að vegna rafmagnsskorts og annar iðnaður er stöðvaður að mestu eða öllu leyti. Þessi ráðstöfun er gerð vegna vatnsskorts, og er kannske ekkert hægt að segja við henni úr því sem komið er. En í sambandi við svona til- kynningu, sem að vísu er eng- in nýlunda hér, hljóta menn að spyrja: Hver er framkvæmdarstjóri Rafveitunnar, sem ber ábyrgð á rekstri hennar og svarar til saka um það, sem aflaga fer? Hvar er reglugerð hennar, eða hefur hún aldrei verið sett? Hvernig stendur á þeim mis- skilningi, að Rafveila lsafjarð- ar fær ekki upptöku í sam- band íslenzkra rafveita? Er það vegna þess, að hún hefur hvorki framkvæmdarstjóra né reglugerð? Hvernig hefur eft- irlitið verið og hvernig liður innheimtunni? Er það satt að einstaka menn skuldi þúsundir króna i raf- magni, og ef svo er, hvérs- vegna eru þessar skuldir ekki innheimtar? Hverjum er verið að hlifa? Þessar og fleiri spurningar hljóta að koma fram, þegar Rafveitan ber á góma. Það er að vísu öllum kunn- ugt, að það er raunverulega enginn, sem ber ábýrgð á dag- legum rekstri þess fyrirtækis. Reglugerð fyrir það er heldur ekki til. Hinum spurningunum verður ekki svarað hér. En má ekki búast við, að eitthvað fari afhendis, þar sem enginn fer með ábyrgðarstjórn? Baldri er kunnugt um, að tillaga mun koma eða er þegar komin fram um það, að ráðinn verði framkvæmdarstjóri fyr- ir Rafveituna og henni sett reglugerð. Ærtlar meirihluti bæjarstjórn- ar að samþykkja þá tillögu og uppfylla þannig þær kröfur, sem verður að gera til slíkra fyrirtækj a ? Eða verður þessi tillaga felld og allt látið danka eins og nú er? Reynslan sker úr. Nazisminn skýtur upp höfðinu. Framhald af 2. síðu. Ég veit ekki hvað eigendur verkamannabústaðanna segðu ef stjórn húsanna tæki svo þúsundum skipti og gæfi það í sjóði, sem þeim væri alveg óviðkomandi, það er þetta. sem ég vítti harðlega á fundinum. Er ég hafði rætt reikning- ana skar formaður með vald- boði ræðutíma niður í 5 mínút- uivog litlu siðar var umræðum frestað. Það mun vera eins- dæmi í sögu verkalýðshreyf- ingarinnar að reikningar þeirra séu afgreiddir á þennan hátt. Þá var gengið til stjórnar- kosningar. Formaður sagðist þá verða að fá dagskránni breytt þannig, að lagabreyting- ar yrðu teknar á undan stjórn- arkosningu, og fékk hann það samþ., þrátt fyrir andmæli mín og annara fundarmanna. Formaður flutti þá og fékk samþykkta tillögu er fól í sér algerða breytingu á kosninga- lögum félagsins. 1 stað þess að kjósa í hvert stjórnarsæti i einu, eins og verið hefur, skildi nú fara fram listakosn- ing og þurfti þá ekki að skrifa nema bókstafina A eða B. Kennarinn hefur sjálfsagt lært það af reynslu sinni sem barnafræðari, að hætt er við að fólk gleymi stöfunum séu þeir of margir, t. d. heil mannanöfn. A næsta funai íyrir aðal- fund var kosin þriggja manna uppástungunefnd, eins og venja hefur verið. Þýzkir geðsmunir. Niðurlag. Að meðaltali var um 70 prósent af þessum kærum, sem ekkert mark var takandi á. En það, sem var sérstaklega einkennandi, var að hin 30 prósentin voru kærur, sem ná- kvæmlega mátti fara eftir. Menn, sem voru kærðir fyr- ir undirbúning flóltatilraima, voru raunverulega með flótta- tilraunir í huga, og var komið í veg fyrir það með aðstoð þeirra eigin nazistisku trú- bræðra. I einu tilfelli hafði þýzkur liðsforingi, meðlimur Nazista- flokksins, náð góðum árangri við að falsa skril't yfirmanns fangabúðanna — og hafði fals- að útgönguvegabréf, sem varð- mennirnir hefðu í flestum til- fellum tekið trúanlegt. En af því að hann hafði sést nota blek og penna á þeim tíma, sem ekki var „eðlilegt“ að nota blek og penna, var hann kærður af öðrum liðsforingja — lautinant, sem einnig var meðlimur Nazistaflokksins. Álika tilfelli endurtóku sig dag eftir dag. Hér í fangabúð- Nefndin varð ekki sammála og skilaði tveimur álitum, það eru nefndarálitin, sem Hanni- bal kallar lista. Það komu eng- ir listar fram og var þess ekki heldur að vænta, þar sem ekki var búist við að kosningarlög- unum yrði breytt á aðalfundi, og því síður að þau yrðu látin koma til framkvæmda strax á fundinum eins og raun varð á, enda er það skýlaust brot á 7. gr. Alþýðusambandslaganna, en hún hljóðar svo: „Umsókn stéttarfélags um upp- töku i sambandiö skul fylgja afrit af lögum félagsins, og er félagi, sem fengiö hefur upptöku í sam- bandiö, óheimilt að láta breyting- ar á lögum sínum koma til fram- kvæmda fyr en stjórn Aljiýöusam- bandsins hefur staöfest þær“. Þegar kosningu var lokið eftir hinum nýju lögum Jóns, komu lagabreytingar aftur á dagskrá á fundinum, og vona ég að mönnum skiljist nú á- stæðan fyrir því að flýta þurfti tillögu Jóns um breytingu á kosningalögunum. Kom nú fram tillaga frá stjórninni um að hækka árs- gjöld félagsmanna úr 25 kr. i 40 kr. Tillagan var meðal ann- ars byggð á því, að Marías Þorvaldsson hélt því fram að skatturinn hefði verið hækkað- ur á síðasta sambandsþingi, en það er alls ckki rétt hjá Mar- íasi, enda fór hann undan í flæmingi, er honum hafði ver- ið á það bent, að hann færi ekki með sannleika, hann sneri þá ræðu sinni að mér og tuggði upp sömu þvæluna og skýrt er frá að framan, var hann þá beðin að hætta slík- um þvættingi, að öðrum kosti gengju allir af fundi, þakkaði unum haí'a Amerikanar og Englendingar fengið fyrstu hugmyndina um þýzkt sálar- líf, eins og það hefur þróast eftir margra ára skipulagða kyrkingu. 1 nágrenni Aachen var einn- ig rannsakað hvernig áhrif áróður bandamanna — með út- varpi og dreifiblöðum á þýzku — hafði á ))ýzku hermennina. Þúsundum af þýzkum föng- um var vísað inn í stóran sal, þar sem þeir fengu pappír og ritföng, og voru beðnir að láta í ljós álit sitt um ákveðin dreifiblöð, sem Bandamenn höfðu nýlega kastað úr flug- vélum yfir stöðvar, þar sem þj'zkur her var. El' þúsund manns af hvaða þjóðerni sem er, hefði verið fengin álíka verkefni í hendur, má ganga frá því sem vísu að a. m. k. 98% myndu hafa svar- að villandi, til að hjálpa ekki fjandmönnunum, heldur villa þeim sýn. En þannig er það ekki með Þj óðverjana! 95% af þeim skrifuðu um verkefnið, sem þeim var feng- ið i hendur, eins nákvæmlega og rétt og þeim var mögulegt. þá 'Marías góða áhegrn og settist. Bjarni Guðnason sagði að menn ættu eklci að fárast út al' því, þó að gjöldin hækkuðu, þau yrðu innheimt hjá út- gerðarmönnum og finndu menn j)á ekkert fyrir hækkun- inni!!! Ég var á móti því að gjöld- in hækkuðu meir en um 5 kr. og færði þau rök fyrir skoðun minni, að þar sem uppK’st var á fundinum að styrktarsjóður er sæmilega stæður, mundi ekki koma til, að hagur hans batnaði við hækkun gjald- anna, þar sem ekki er ætlast til að tillag til hans hækki við það. Ég áleit að ekki kæmi til mála að gjöldin hækkuðu ein- ungis til þess að hægt yrði að starfrækja skrifstofu; varð þá formaður vondur og sagði með þjósti miklum, að ekki yrði tekið eyrisvirði af félagsgjöld- unum til skrifstofuhalds, það mundi koma tillag til hennar frá Alþýðuhúsinu, eins og að undanförnu. Aðspurður hvort Alþýðuhúsið hefði lofað fram- lagi til margra ára, svaraði Jón að svo væri ekki, en hús- nefnd mundi sjá fyrir fram- laginu. Tillaga stj órnarinnar var samþykkt og fundi frestað. Á því, sem hér hefur verið sagt, sést greinilega hvaða lög- leysum og ofbeldi kratarnir hafa beitt á fundinum, og skýrir það<að nokkru starfsemi þeirra innan verkalýðshreyf- ingarinnar á undanförnum ár- um. Það var ekki af því, að þeir væru hlynntir Bandamönnum, heldur af því að sérhvert verk- efni, sem Þjóðverja er fengið í liendur, hvort sem það er frá þeirrá eigin yfirvöldum eða yfirvöldum andstæðinganna, vekur löngun hans til að leysa það af hendi samkvæmt beztu getu. Við annað tækifæri var álíka hópur af Þjóðverjum spurður um álit á vissu flug- riti Bandamanna, sem skoraði á þýzka hermenn að strjúka, og var það um leið einskonar „aðgöngumiði“ í gegnum vig- línu bandamanna. Annar helmingur flugritsins var á þýzku, hinn á ensku. Þýzki textinn hljóðaði á þá leið, að handhafi j)essa blaðs væri þýzkur flóttamaður, sem taka bæri vel á móti, bæði með mat, drykk og læknishjálp, er með þyrfti — og með þá yrði farið svo sem alþjóðalög mæla fvrir um stríðsfanga. Hinn textinn á sömu síðu var ensk þýðing á þýzka textanum. Þjóðverjarnir, sem spurðir voru, skýrðu frá að sumir af félögum þeirra liefðu látið í ljós efa sinn um að enskan á blaðinu væri nákvæm þýðing á Árni Magnússon.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.