Baldur


Baldur - 08.03.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 08.03.1945, Blaðsíða 2
22 B A L D U R % •5*Í*«><“X”>*>*>*X“X~X"X">*X**:**>*>*>*>*>*>*>*>*X**>*>*:":**>*X“:**>*>*>*X**>*X**>*>*>*>*>< •:• ! Skammtad úr skrínunni. Bjarni Sigfusson verkamaður, andaðist 7. þ. m. á heimili sínu, Tangagötu 15 B hér í bænum, af afleið- ingiun af slagi, er lninn fékk fyrir nokkrum dögum við vinnu sína hér fram á Selja- landsdal. Bjarni var fyrir margra hluta sakir merkilegur maður, fróður vel og fylgdist af áhuga með öllum málum, sem á dag- skrá voru. Ilann var einlægur og áhugasamur þátttakandi í hagsmunamálum stéttar sinn- ar og lét aldrei á sér standa i þeirri baráttu. Hann var einn af stofnendum verkalýðsfélags- ins Baldur 1916, var í þvi í'é- lagi alla tið eftir það og heið- ursfélagi þess frá 1941. Bjarni var einn af beztu fé- lögunum í Baldri, og ég held, að þeir fundir hafi verið fáir i félaginu, sem hann sótti ekki. Allir, sem Bjarna kynntust, minnast hans með þakklæti og hlýjum luig. Trúmennska hans í öllum störfum, áhugi fyrir hag og velferð stéttar sinnar, og öllu því, er hann taldi henni til framfará og heilla, var svo einlæg að seint mun gleymast. -------0------ Karitas Hafliðadóttir kennari, andaðist hér á Sjúkrahúsinu í gær, 7. þ. m. Karitas stundaði þarna- kennslu hér á Isafirði því nær óslitið í 55 ár, að undanskildu árinu 1897, en þá dvaldi hún i Kaupmannahöfn til frekara náms í starfsgrein sinni. Þeir eru því orðnii* ærið margir, Isfirðingarnir, sem notið hafa kennslu þessarar á- gætu konu. Og ég hygg, að allir hafi haft gott af dvöl sinni hjá Karitas og minnist hennar með ánægju og þakk- læti, enda var hún samvizku- samur og ágætur kennari. Hún var á fyrsta árinu yfir áttrætt, er hún lézt. -------0 ..... Skíðadagur barna. I dag eru seld hér í hænum merki til ágóða fyrir sérstakan sjóð, er hefur það hlutverk að styrkja fátæk skólabörn til að kaupa skíði og skíðaútbúnað. I. S. I. veitir styrk úr þess- um sjóði eftir vissum reglum. Eij ágóði af merkjasölunni i hverju byggðarlagi rennur til barna þar, þannig rennur á- góði af merkjasölu hér í bæn- um til ísfirzkra skólabarna. Isfirðingar, kaupið merki og styrkið þannig þetta ágæta málefni. Bærinn og nágrennið. Frá fyrsta þingi I. B. I. Eins og fyr er sagt hér i blaðinu var 1. þing 1. 13. 1. háð hér á Isa- firði 11. f. m. Blaðinu hefur horist fundargerð þingsins og birtist hér útdráttur úr henni: VeslfjarSaniólin: Knattspyrnu- mót Vestfjarða I. aldursflokkur var háð á Isafirði 3. sept. s.l. Vestri vann mótið með 2 stigum, Hörður fékk núll stig. Keppt var um Fram- liornið, og hefur hvort félagið, Hörður og Vestri, nú unnið það tvisvar sinnum. Knattspyrnumót Vestfjarða II. aldursflökkur var dæmt ógill. Sama dag voru háð: Handknatt- leiksmót II. aldurflokks kvenna. Stefnir á Suðureyri vann mótið með fimm stigum, — A-lið Vestra fékk þrjú stig, og B-lið Vestra núll stig. Keppt var um bikar gefinn af Alþýðuhúsi Isfirðinga, og hand- knattleiksmót I. aldursfl. kvenna. Hörður vann mótið með fjórum stigum, Valkyrjan fékk tvö stig, og Grettir á Flateyri núíl stig. Keppt var um Ánnannsbikarinn. Iþróttamót Vestfjaröa var háð á Isafirði 10., 12. og 21. sept. s.l. Mót þetta var félagskeppni og var keppt um titilinn: Bezta íþróttafélag Vesl- i'jarða í frjálsum íþróttum, — og fagran farandbikar gefinn af 1. R. Er það fyrsta mótið, sem hér er lialdið á þennan liátt. Urslit móts- ins urðu þau að K.s.f. Vestri vann það ineð 85 stigum, K.s.f. Hörður fékk 58, og Ármann 1. — Þátttak- endur voru 3 frá Ármanni í Skut- ulsfirði, 8 frá Vestra og 12 frá Ilerði. — Flestir voru þátttakendur í hlaupuuum eða 10, en fæstir í stangarstökki aðeins 5. — Það vekur eftirtekt, að tvö utau- bæjarfélög, Grettir á Flateyri og Stefnir á Suðureyri skuli taka þátt í handknattleiksmótinu, — og það einnig, að annað félagið, Stefnir, varð Vestfj. meistari í II. aldurs- flokki. Iþróttaferóir. 9 stúlkur frá Isa- firði fóru á vegurn 1. S. 1. til þátt- töku í landsmóti kvenna í hand- knattleik, er háð var í Hafnarfirði í júlí s.l. og lþróttafélag Reykjavík- ur og glímufélagið Ármann sendu hingað fimleikaflokka, karla og kvenna, í sumar. Frá þessu hvoru- jveggja hefur áður verið sagt hér í blaðinu. — lsfirzku stúlkurnar urðu næst beztar á mótinu, og um heim- sóknir Ármanns og 1. R. segir for- maður 1. B. 1.: „Það er víst að heimsóknir beggja félaganna hingað til Vestfjarða höfðu mikil áhrif á útbreiðslu og kynningu íþróttanna meðal al- mennings, enda voru flokkar beggja félaganna það góðir á sínu sviði, að þeir voru sýnilega lilutverki sínu vaxnir. Prúðmennska þeirra og kurteisleg framkoma vakti sér- gtaka athygli“. Skíðaráð Isafjarðar var stofnað 9. des. s.l. Ráðið hefur ákveðið, með samþykki stjórnar 1. B. 1., að standa fyrir Skíðamóti Vestfjarða og Landsmóti skíðamanna er háð verða hér í þessum mánuði. Stjórn 1. B. 1. hefur unnið að því, að ungur íþróttainaður héðan frá Isafirði, Jón Erlendsson, fékk s.l. haust inngöngu í lþróttakenn- araskóla Islands að Laugarvatni, og 1. B. 1. liefur styrkt hann nokkuð fjárhagslega í von um, að liann taki að sér næsta sumar kennslu á bandalagssvæðinu, sérstaklega þó hjá félögunum utan lsafjarðar. Flækingskettirnir. „Þambaravamba þeysi sprettir. Því eru hér svo margir kettir. Agaragagara yndisvænum, illl er að hafa þá marga á bænum“. Svo kvað Æri-Tobbi og ég lield að þetta fari að eiga við hér hjá okkur Isfirðingum. Kattafjöldinn hér i bænum er orðin hrein plága. I öllum úti- liúsum og öllum smugum er fullt af flækingsköttum. Þegar hart er og illt fyrir þessi kvik- indi að ná í björg, er sannar- lega aumkvunarverð sjón að sjá þau dragast áfram hungruð og skinhoruð. Auk þess eru mikil óþrif að þessum katta- íjölda. Ég held, að bæjar- stjórn ætti að gera einhverjar ráðstafanir til þess að út- rýma flækingsköttunum hér í bænum, og dýraverndunarfé- lagið mætti líka láta þetta mál að einhverju leyti til sín taka. Það má kannske segja að þetta sé ekkert stórmál, en það er þó þannig vaxið, að ástæða er til að eitthvað verði i því gert. Við s.l. áramót voru í 1. B. 1. 9 i'élög með samtals 959 félagsm. Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum Bandalagsins, m. a. að nú eiga sæti í liéraðsdómstól 7 menn, en voru áður 3. Niðurstöðutölur, lekju- og gjalda- inegin, af fjárhagsáætlun 1945 eru um 20 þús. kr. Helztu gjaldaliðir eru vegna íþróttakennslu, og stærsti tekjuiið- urinn er styrkur frá 1. S. 1. vegna ■ íþróttakennslu. Helztu ályktanir í sambandi við iþróttamál, er gerðar voru á þing- inu, eru þessar: Stjórn I. B. 1. vinni að: Að tekið verði á móti meistara- flokki í knattspyrnu frá Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur. Að tekið verði á móti sundflokk frá Glímufél. Ármann í Reykjavík. Að standa fyrir allsherjaríþrótta- móti á lsafirði 17. júní. Að 17. júní verði keppt um Glímubelti Vestfjarða. Að athuga möguleika fyrir því að flokkur íþrcttamanna frá Isafirði fari í keppnis- og kynningarför með flokki frá lþróttafélagi Reykja- víkur til Norður- og Austurlandsins. Að laudsmót kvenna í handknatt- leik verði liáð hér á Isafirði nú á komandi sumri. Baldur Johnsen, héraðslæknir, flutti glöggt og skemmtilegt erindi um læknisskoðun íþróttamanna, og mataræði og lifnaðarhætti þeirru í sambandi við þjálfun. Stjórn 1. B. 1. skipa nú, 1945: Sverrir Guðmundsson, for- maður, og meðstj. Karl Bjarnason, Guðmundur Sveinsson, Magnús Konráðsson og Hafsteinn 0. Hann- esson — og varastjórn: Guðbjarni Þorvaldsson, Haukur Benediktsson og Ágúst Leós. Endurskoðendur: Ólafur Guð- mundsson og Kjartan J. Jóhanns- son. Fulltrúar á þing í. S. 1.: Sverrir Guðmundsson, Magnús Konráðsson, Hafsteinn 0. Hannesson og Jón ö. Bárðarson. Þingið sátu 15 kjörnir fulltrúar, auk þess fulltrúi frá Skíðaráðinu og Bandalagsstjórnin. — Þessi félög, sendu ekki fulltrúa á þingið: Kven- aikátafél. Valkyrjan, Isafirði, Umf. Bolungarvíkur, og Umf. Leiðar- stjarnan í Súðavik. Þessi félög hafa gengið í Banda- lagið á þessu ári: Umf. Þróttur í Hnífsdal, og íþróttafélagið Þróttur í Súðavík, en það sendi engan full- trúa. a Verkalýðsfélagið Baldur hefur sagt upp samningum við atvinnurekendur. Samn- ingstími er útrunninn 1. april. ^ Árshátíð Harðar. Knattspyrnufélagið Hörður liélt árshátíð sína með í'jöl- breyttri og ágætri skemmtun í Alþýðuhúsinu í gærkvöldi. Haukur Benediktsson, formað- ur Harðar, setti skemmtunina með stuttri ræðu, Albert Kai’l Sanders söng gamanvísur um Harðverja í knattspyrnu og öskar Aðal- steinn Guðjónsson rithöfundur las upp úr ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirssonar og kvæðum Davíðs Stefárissonar frá Fagraskógi. Þá kom fram Zigeunaflokk- ur, klæddur marg litum klæð- urn og búinn glitrandi skrauti, er sörig og lék á hljóðl'æri framan við kofa sinn undir heiðblóum alstirndum himni og töfrandi ljósadýrð. Þessir Zigeunar voru: Guð- mundur Finnbjörnsson og Ingvar Jónasson, er lékii á fiðlur, ungfrúrnar Guðmunda Guðmundsdóttir og Þóra S. Þórðardóttir, er léku á gítara, ungfrú Málfríður Árnadóttir, sem lék á píanó, ungfrú Guð- ríður Matthíasdóttir, sem lék á eitthvert „instrúment“, sem ég kann ekki að nefna, og Jónas Helgason, en hann lék aðeins á sín eigin raddbönd. Zigeunaflokkurinn söng og lék mörg skennntileg og falleg lög. Var þeim tekið með mikl- um fögnuði af áheyrendum. Næst var sýndur stuttur og sniðugur gamanleikur, „Sá hlær bezt, sem síðast hlær“. Leikendur voru: Ungfrúrnar Rannveig Jónas- dóttir og Usa Aðalsteinsdóttir. Gunnlaugur Guðmundsson og Þórður Kristjánsson. Að síðustu sýndu nokkrir ungir drengir úr Herði ís- lenzka glímu. Stjórnandi var Herbert Sigurjónsson. Skemmtunin verður endur- tekin í kvöld með þeirri breyt- ingu, að Guðmundur E. Geir- dal, skáld, les þá upp. Ættu þeir, sem ekki fóru í gær- kvöldi, að nota tækifærið og fara í kvöld. M U N IÐ, að dregið verður í 1. fl. 10. marz n. k. Bezt að vera með frá byrjun. Harald Aspelund.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.