Baldur


Baldur - 16.03.1945, Page 1

Baldur - 16.03.1945, Page 1
UTGEFANDI: SÖSlALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 16. marz 1945 7> tölublað. Ávarp til verkalýðs og vinnandi þjóðar Islands. Fréttir og frásagnir. ALÞINGI var slitið 3. þ. ín. Var það lengsta þing, sem háð hefur verið hér á landi. Stóð frá 10. jan. til 11. marz 1914, 10.—20. júni s. á. og 2. sept. 1944 til 3. marz 1945 eða alls 256 daga. Haldnir voru 283 þingfund- ir. Samþykkt 114 lög og 78 þingsályktunartillögur, en alls komu 293 mál til meðferðar á þinginu og tala prentaðra þing- skjala varð alls 1289. Eins og yfirlit þetta ber með sér voru rnörg mál og sum þeirra all merk afgreidd á þessu þingi. Nýja rikisstjórn tókst að mynda, studda af þremur flokkum i þinginu. Flokkum, sem í grundvallarat- riðum eru mjög gagnstæðir í skoðunum, en hafa nú samein- ast um stefnuskrá, er miðar að sköpun alhliða framfara á landi hér. Er þehn Islending- um undarlega farið, sem ekki fagna því að þessi stjórnar- samvinna tókst og ekki óska þess, að hún beri giftusamleg- an árangur. Af öllum gerðum þessa þings ber þó hæst hin giftusamlega afgreiðsla þess á sjálfstæðis- málinu — skilnaðurinn frá Danmörku. Sú afgreiðsla var alþingismönnum öllum og is- lenzku þjóðinni til sóma. Þing- ið, sem afgreiddi þetta „mál málanna" mun alla tið verða merkasta og belgasta þingið, sem háð hefur verið á Islandi. Húsbrunar á Akureyri. Þann 5. þ. m. kl. 9 árdegis varð eldur laus í húsinu Hafn- arstræti 93 á Akureyri. Veður var kyrrt og tókst slökkvilið- inu að ráða niðurlögum elds- ins eftir langa viðureign. Inn- viðir þakhæðar brunnu að mestu og neðri hæðirnar skennndust svo mjög af eldi og vatni, að húsið verður tæpast nothæft aftur. Húsmunir á þakhæð brunnu þvi nær allir, en á öðrum hæðum hússins tókst að bjarga mestu af inn- anstokksmunum, en þeir skemmdust mikið af vatni og hnjaski. Upptök eldsins eru talin þau, að kviknaði i bréfalirúgu und- ir dívan i herbergi á annari hæð hússins. Stúlka, sem bjó í herberginu, gerði tilraun til að slökkva eldinn, er hún varð hans vör, en tókst það ekki og Meir en átta ár eru liðin síð- an Þjóðviljinn hóf göngu sína. Allt frá byrjun hefur Þjóð- viljinn staðið i fylkingarbrjósti verkalýðsins i baráttu hans fyrir bættum kjörum, fyrir frelsi og einingu samtakanna. Sleitulaust hefur Þjóðviljinn barizt fyrir samfylkingu verka- lýðsins og þjóðfylkingu allra lýðræðissinna gegn fasisman- um. Sleitulaust hefur Þjóðviljinn unnið að samstarfi hinna vinn- andi stétta til sjávar og sveita. Þjóðviljinn hefur afsláttar- laust túlkað sjálfstæðiskröfur þjóðarinnar á sviði stjórnar- fars, atvinnu og viðskipta. Hann hefur haft forystu í þeirri framfarabaráttu ís- lenzku þjóðarinnar, sem skjal- fest er orðin i stefnuskrá rikis- st j órnarinnar. Engar fangelsanir, engir brottflutningar, ekkert boð eða bann hafa nokkru sinni megn- að að kæfa eða slæva hina kröftugu rödd Þjóðviljans. Svo mun og verða framvegis. Af þessum ástæðum hefur íslenzk alþýða tekið ástfóstri við blað sitt, Þjóðviljann. Hún hefur skilið, hvert skarð væri fyrir skildi, ef hún ætti ekki jafn traustan málsvara og skipuleggj ara í frelsisbaráttu sinni og Þjóðviljinn er og hef- ur verið. Þess vegna hefur alþýðan livað eftir annað lagt fram fé af fátækt sinni til þess að Þjóð- viljinn þyrfti ekki að hætta að koma út. Hingað til hefur Þjóðviljinn verið gefinn út með tapi. Þetta tap hefur verið bætt upp með frj álsum framlögum alþýðu- fólks og óteljandi fórnum margra karla og kvenna. En nú er kominn tími til þess, að alþýðan skapi blaði sínu slik skilyrði, að Þjóðvilj- inn komist á sem skemmstum tíma á fjárhagslega traustan grundvöll og verði rekinn án taps. Frumskilyrði þessa er það, að Þjóðviljinn eignist eigin prentsmiðju. . Til þess að koma upp prent- smiðju fyrir Þjóðviljann verð- ur óhj ákvæmilegt að mynda hlutaféíag um hana. I þessu skyni er nú hafin allsherjarfjársöfnun um land allt til þess að gefa Þjóðviljan- um sem flest hlutabréf í prent- smiðj unni. Og samtímis er hafin hluta- fjársöfnun meðal þeirra manna, er vilja stuðla að fjár- hagslegu öryggi Þjóðviljans. Sósíalistaflokkurinn snýr sér því til verkalýðsins og allrar vinnandi þjóðarinnar með á- skorun um að gera stórfellt á- tak til þess að gefa Þjóðviljan- um prentsmiðju og stíga þar með fyrsta skrefið að því marki að gera Þjóðviljann fjárhagslega sjálfstæðan. Verkamenn og verkakonur! Vinnandi þjóð Islands! Þjóðviljinn er eign Sósíal- istaflokksins, eign alþýðunnar. Flokkurinn og alþýðan vaka yfir Þjóðviljanum sem óska- barni sínu. Þjóðviljinn er ykkur dýr- mætari en svo, að þið megið við áframhaldandi taprekstri hans. Sýnið i verki, að barátta Þjóðviljans fyrir málstað ykk- ar hafi ekki verið til einskis háð. Sýnið i verki, að það er vilji fólksins, að Þjóðviljinn verði ekki aðeins pólitískt heldur og fjárhagslega sjálfstætl dagbláð hinnar vinnandi þjóðar Is- lands. Miðstjúrn Sameiningarflokks alþýðu — Súsialistaflokksins. brenndist all mikið við þá til- raun. Húsið Aðalstræti 93 var gam- alt timburhús 3 hæðir og ris. A neðstu hæð var bifreiða- vörudeild Kaupfélags Eyfirð- firðinga og rakarastofa, en á hinum hæðunum bjuggu fhnm fjölskyldur, tvær ungar stúlk- ur, öldruð kona og skólapiltur. Ennfremur var stödd í húsinu sængurkona með nýfætt barn. Bjó hún hjá ljósmóður, sem átti heima á rishæð hússins, og varð móður og barni, ásamt öðrum íbúum þeirrar hæðar, nauðuglega bjargað. Við þenn- an bruna hafa 5 fjölskyldur og að minnsta kosti 4 einstakling- ar orðið húsnæðislaus og beð- ið stórtjón við missi og skemmdir á húsmunum og öðrum eignum, sem annað- livort voru lítið eða alls ekkert vátryggðar. Þann 14. þ. m. kl. 11 e. h. varð annar stórbruni á Akur- eyri. Kviknaði þá í lnisinu hótel Gulll’oss. Slökkviliði bæj- arins tókst með naumindum að ráða niðurlögum eldsins og verja nærliggjandi hús. Þó tókst að slökkva áður en hús- ið brann til grunna og er það enn uppi standandi, en mikið brunnið innan. Húsmunir á efrihæð brunnu allir inni, en á neðrihæð var þeim Iijargað mikið skemmdum. 1 hótel Gullfoss bjuggu 40 manns, þar af voru 2Ó skóla- piltar. Ekki er kunnugt um upptök eldsins. Bæði þessi hús standa við sömu götu, hvort rétt hjá öðru. Húsbruni í Bolungarvík. 13. þ. m. kom eldur upp í Templarahúsinu í Bolungar- vík. Eldinn tókst að slökkva og stendur ytrabirði hússins uppi, en það skemmdist mikið að innan, sérstaklega leik- sviðið. Ekki er blaðinu kunnugt um upptök eldsins. Verðandi heitir timarit, sem fyrir nokkru hóf göngu sína á Akra- nesi. Hlutverk þess er að flytja persónusögu ýinsi'a merkra manna og kvenna svo og <ms- an sögulegan íróðleik, yfirlits- greinar um heimsviðburði o. fl. Verðandi kemur þvi í stað tímaritanna Sunnanfara og Óð- ins, sem bæði voru mjög vin- sæl rit á sínum tíma. Ritstjóri er Ólafur B. Björns- son, Akranesi, en hinn vinsæli fræðimaður, Gils Guðmunds- son, mun skrifa mikið í tíma- ritið. Verðandi kemur tvisar á ári ca. 200 blaðsiður. Árgangurinn kostar 32 krónur. Tvær bækur eru nýkomnar frá Máli og menningu, Tímaritið þriðja og síðasta hefti 1944 og fyrsta bók- in 1945, Innan sviga, skáldsaga eftir Halldór Stefánsson. Er þétta fvrsta skáldsagan, sem Mál og menning gefur út eftir nútima íslenzkan rithöfund. Á.

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.