Baldur


Baldur - 24.03.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 24.03.1945, Blaðsíða 1
. UTGEFANDI: SÖSlALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 24. marz 1945 8. tölublað. Hærri laun — Meiri skyldur — Betri tilhögun opinberra starfa. Eitt þeirra stórmála, sem ný- afstaðið Alþingi afgreiddi, var settning nýrra launalaga. Á þessum lögum var fyrir löngu orðin hin mesta þörf. 1 launum opinberra stai'fsmanna gætti hins mesta ósamræmis og fjöldi embættismanna, sem höfðu þýðingarmiklum opin- berum störfum að gegna, áttu við hálfgerð sultarkjör að búa, þótt ekki næðu þau lágmarki almennra verkamannalauna á atvinnuleysisárunum, eins og stundum hefur verið haldið fram. Hér verður ekki rætt um hin nýju launalög í einstökum at- riðum. Um þau verða senni- lega nokkrar deilur og áreið- anlega má finna á þeim ýms vansmíði. Þá munu þau auka útgjöld ríkissjóðs mjög mikið. Vesturland telur að sú aukn- ing muni nema 7 miljónum króna á ári. Er það allmikil fjárhæð og mun meiri en upp- haflega var gert ráð fyrir. En hvað sem þessum auknu út- gjöldum ríkissjóðs líður, þá eiga embættismenn rétt á að fá sæmileg laun. Og það hafa þeir f engið með þessum lögum, enda þótt enn kunni að gæta þar nokkurs ósamræmis. En um leið og ríkið hefur þannig bætt kjör starfsmanna sinna, getur það gert meiri kröfur um embættisskyldur þeirra, og er nú nauðsynlegt, að lög um réttindi og skyldur embættismanna verði endur skoðuð eins og Bandalag starfsmanna ríkis og bæj a hef- ur lagt;til. Það nær vitanlega ekki neinni átt, að menn geti tekið stórlauií fyrir að gera ekki neitt, að t. d. menn, sem ráðnir eru til ákveðinni starfa og eiga að vinna tiltekinn tíma við þau, geti vanrækt þau tímun- um saman, en tekið þó full laun fyrir störf sín, en þessu líkt mun hafa átt sér stað, bæði hér i bæ og viðar. Þá kröfu verður lika að gera til embætt- ismanna, að þeir séu starfi sínu vaxnir" og embætti veitt eftir starfshæfni manna og lær- dómi, en ekki pólitík eða vin- fengi. Ennfremur verður að krefjast þess að opinberir starfsmenn taki ekki að sér svo og svo mörg aukastörf og van- ræki af þeim sökum skýldu- störf sin. Þegar þessir menn. hafa fengið sæmileg kjör, er sú krafa fullkomlega réttmæt. Margt fleira mætti nefna um skyldur embættismanna, en þessi fáu atriði verða að nægj a til þess að sýha að hér er þörf skjótra og róttækra breytinga. Með setningu launalaganna virðist hafa vaknað áhugi ráðamanna þjóðarinnar fyrir bættu skipulagi á rekstri opin- berra stofnana. Var á seinasta Alþingi samþykkt þingsálykt- unartillaga, þar sem ríkis- stjórn er falið „að láta nú þeg- ar fram fara rækilega athugun og rannsókn á því hvernig unnt væri að draga úr rekstr- arútgjöldum rikisins og rikis- stofnana". 1 tillögunni er með- al annars "lögð áherzla á að eftirfarandi atriði verði at- huguð: 1. Að sameina ríkisstofnanir, yfirstjórn þeirra og rekstur, og ennfremur að athuga, hvort unnt væri að draga úr starf- semi þeirra eða jafnvel leggja þær niður að einhverju leyti. 2. Að tekin verði í notkun aukin tækni og hagkvæmari vinnubrögðum beitt við rekst- urinn, vélanotkun í skrifstof- um og við önnur störf, eftir því sem við verður komið. 3. Að komið verði á raun- hæfu allsherjar eftirliti með vinnutilhögun og vinnubrögð- um í skrifstofum ríkisins og stofnunum þess, enda verði eftirliti þessu einnig beint að því að meta og gera tillögur um starfsmannaþörf i hverri skrifstofu eða stofnun. 4. Að komizt verði,, eftir því sem frekast er unnt, hjá eftir- vinnu í skrifstofum. 5. Að innheimta tolla og skatta sé gerð einfaldari og umstangsminni en hún er nú. Skal athuga sérstaklega, hvaða formbreytingar á skatta- og • tollalöggjöfinni þyrfti að gera til þess að ná árangri i því efni. Með greinargerð þessarar til- lögu fylgir yfirlit um ýmsar opinberar nefndir 1943 og út- gjöld ríkissjóðs vegna þeirra. Nefndir þessar voru samtals 52 og útgjöld ríkissjóðs vegna þeirra námu 2 676 380,00 krón- um, en talið er að þessi kostn- aður hafi orðið meiri s. 1. ár. Kosningarnar í Finnlandi. Lýðræðisfylking kommúnista og vinstri sósíaldemokrata vinnur glæsilegan kosningasigur. Ekki hafa enn komið ná- kvæmar fréttir um úrslit kosn- inganna til finnska þjóðþings- ins. Samkvæmt síðustu fregn- um er þó vitað að Lýðræðis- fylkingin — kosningabandalag Kommúnistaflokks Finnlands og vinstri sósíaldemokrata — hefur unnið glæsilegan kosn- ingasigur. Atkvæðatölur 18. þ. m. voru þær, að Lýðræðisfylk- ingin hafði þá fengið um 359000 atkvæði, en Sósíaldemó- kratar 368000 atkvæði. Þetta eru ekki úrslitatölur, en telja má víst að hlutföll milli þess- ara flokka breytist ekki veru- lega, og er búist við, að Lj'ð- ræðisfylkingin fái 50 þing- menn en sósíaldemokratar 52 eða 53. Alls greiddu 1300 000 manns atkvæði í kosningunum. Um atkvæðamagn annara flokka, en þessara tveggja, er það kunnugt, að Bændaflokk- urinn hafði 254000 atkvæði og Sænski fólksflokkurinn rúm- lega 100 atkvæði. Þessi kosningasigur finnsku Lýðræðisfylkingarinnar er mjög glæsilegur, þegar þess er gætt að hún er aðeins fárra mánaða gömul, stofnuð af Kommúnistaflokki Finnlands, vinstri mönnum úr Sósíal- demokrataflokknum og sex þingmönnum, sem voru settir í fangelsi fyrir að mótmæla stríðinu gegn Rússum. Allt frá 1918, er hvítliðar sigruðu í Finnlandi og þar til Finnar sömdu um vopnahlé við Rússa s. 1. 'ár, hefur finnski Kommúnistaflokkur- inn verið bannaður. Flokkur- inn hefur því orðið að starfa leynilega síðastliðin 27 ár og félagar hans sætt hinum grimmustu ofsóknum, fangels- unum og pyndingum af hálfu finnskra valdhafa. Þrátt fyrir það hefur flokkurinn alltaf starfað af miklum dugnaði og fórnfýsi og -sýnir þessi glæsi- legi kosningasigur ánægju þess starfs. Finnski Sósíaldemokrata- flokkurinn hefur tapað mjög við þessar kosningar, og aftur- haldssamasti hluti hans, Tann- er og hans lið, treysti sér ekki til að vera í kjöri. Bendir þetta til þess, að finnsk alþýða hafi fengið nóg af leiðsögn þessa flokks, og þess sé ekki langt að bíða, að spádómur Sigurð- ar Einarssonar, í kvæðinu Sordavala, rætist: „Þá rennur ykkar dagur, hinir rauðu hanar gala. Þá rístu á fætur Sordavala". Hvað líður kaupgjaldssamningunum ? 1 lok s. 1. mánaðar sam- þykkti stjórn og trúnaðar- mannaráð verkalýðsfélagsins Báldur að segja upp kaup- gjaldssamningum við atvinnu- rekendur og yar þ'eim tilkynnt uppsögnin á tilsettum tíma. Síðan hefur ekkert um þessi mál heyrzt. Fundir hafa ekki verið haldnir, hvorki í trúnað- arráði né fagfélaginu, og ekk- Margar af þessum nefndum eru með öllu óþarfar og sést á þessu, að „margt er rotið í ríki Dana". Hér er því brýn þörf á skjót- um umbótum, og einmitt með bættri tilhögun og niðurfelling óþarfa útgjalda í opinberum rekstri á að vinna upp aukin útgjöld ríkissjóðs vegna launa- laganna. ert verið gefið upp um hvaða kröfur muni verða settar fram. Ahnennt er þó álitið að grunn-. kaup eigi nú að hækka hér upp í Dagsbrúnar taxta, og hefði það gjarnan mátt vera fyr. Það er harla lítil sann- girni í því, að kaup sé mun lægra hér en í Reykjavik eða í smáþorpum eins og Eyrar- bakka, Stokkseyri, Selfossi, Hveragerði og víðar sunnan- lands. Þvi er oft haldið fram að atvinna minnki með vaxandi kaupi. En reynslan hefur sýnt, að svo er ails ekki. Má því til sönnunar benda á það, að at- vinna hér á Isafirði hefur alls ekki verið meiri en á þeim stöðum, sem kaup er hærra, og fleiri dæmi mætti nefna, sem afsanna þessa kenningu og Framhald á 4. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.