Baldur


Baldur - 24.03.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 24.03.1945, Blaðsíða 3
0 B A L D U R ------------pr-- 31 Fróttir og frásagnir. Samningar um sölu sjávarafurða til Englands. Hagalín klýfur Rithöfundafélag Islands og stofnar annað. Ríkisútgáfa kennslubóka. Flugmálastjóri. íslendingar komnir heim. B A L D U R (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, Isafirði, Pósthólf 124 Mjólkurframleiðsla og mjólkurilutningar. 1 fundargerð sýslunefndar V.-lsafj arðarsýslu, sem birt er hér í blaðinu i dag, er frá því sagt, að sýslunefndin hafi samþykkt, eftir beiðni ön- firzkra bænda, að fela oddvita sýslunefndar að vinna að því í samstarfi við bæj arstj órn Isa- fjarðar, að teknar verði upp •vikulegar ferðir til mjólkur- fíutninga milli Isafjarðar og önundarfjarðar þann tíma árs, sem Breiðadalsheiði er ekki bílfær. Þarna er hreyft miklu nauð- synjamáli, bæði fyrir bændur í önundarfirði og okkur Is- firðinga. 1 önundarfirði eru, að kunn- ugra manna áliti, mj>ög góð skilyrði til mj ólkurframleiðslu, en samgönguvandræðin við að- almarkaðsstaðinn, Isafjörð, eru þar, eins og viðar hér á Vestfjörðum, þrándur í götu. Eftir að bílvegur kom yfir Breiðadalsheiði mun mjólkur- framleiðsla i önundarfirði eitthvað hafa aukist, en sú aukning gat ekki orðið mikil, vegna þess að vegurinn er ekki fær nema 2—3 mánuði á ári, og bændur gátu ekki horfið til aukinnar nautgriparæktar upp á þau bíti að sitja uppi með mjólkina mestan hluta ársins Með því að taka upp mjólk- urflutninga allt árið, eins og sýslunefnd leggur til, væri að nokkru leyti bætt úr þessum vandkvæðum. Því fer þó fjarri að þar með séu mjólkurvandræðin endan- lega leyst. Mjólk, sem safnað er saman allt að. viku, er tæp- lega boðleg neyzlumjólk nema í mestu vandræðum, og má í því sambandi geta þess, að mjólkurbúin í nánd við Reykjavík taka alls ekki tvegg j a. sólarhringa gamla mjólk. Mjólkin i Reykjavik er þó ekki talin lostæti, hvað þá ef hún væri yiku gömul eða meira. Varanleg bót á þeim mjólk- urskorti, sem hér er ár eftir ár, fæst ekki fyr en bílvegur er kominn frá Isafirði og til næstu staða, Álftafjarðar og Bolungarvikur. En meðan þessir vegir koma ekki, verður auðvitað áð nota sjóleiðina til mjólkurflutninga og haga þeim þannig, að neyzlumjólk sé flutt daglega frá þeim stöðum, sem næstir eru bænum, en hagnýta aftur á móti þá mjólk SAMNINGAR um sölu á frystum fiskflökum og löndun á ísvörðum fiski í Brellandi voru undirritaðir 8. þ. m. af brezka matvælaráðuneytinu og samninganefnd utanríkisvið- skipta. Hefur þannig verið samið um sölu á þessa árs fram- leiðslu af frystum og ísuðum fiski til Englánd að undan- skildu litlu magni, sem heim- ilt er að ráðstafa til ánnara landa. SÖLUVERÐ á öllum fisk- tegundum er hið sama og s. 1. ár, en bolfislc skal flaka þann- ig að þunnildi séu að mestu skorin af. Verð á frystum hrognum er nokkru lægra en í fyrra. GREIÐSLUSKILMÁLAR eru að því leyti hagkvæmari selj- endum en áður var, að ef fisk- urinn er ekki afskipaður innan 3ja mánaða greiðir kaupandi 85% af andvirðinu og afgang- inn 15% við afskipun, en allur til vinnslu, sem flutt eijengra að. Með slíkri skipan á mjólk- url'lutningum ætti að vera hægt að útvega Isfirðingum nokkurn veginn næga neyzlumjólk og bæta að verulegu leyti úr þeim skorti, sem hér er á smjöri, skyri og öðrum mjólkurvörum. Þessi tilhögun á mjólkur- flutningunum ætti á engan hátt að draga úr kröfunni um bættar samgöngur á landi. Að framkvæmd þeirra ber .vitan- lega að róa öllum árum. En bætt skipulag á mjólkurflutn- ingunum nú þegar er trygging fyrir aukinni ræktun og þá um leið meiri nautgriparækt í sveitum bér nærendis, og verð- ur þá þörfin á bættu vegasam- bandj við Isafjörð ennþá brýnni en nú er. En þessi mál verða ekki leyst nema með náinni sam- vinnu bænda og bæjarbúa og samvinnu bænda innbyrðis, er tryggði bændum, er framleiða vinnslumjólk ekki verri af- komu en hinum, sem neyzlu- mjólk selja. Með því, sem hér hefur ver- ið sagt um þessi mál, er alls ekki verið að draga úr nauð- syn þess að samið verði við ön- firðinga um mjólkurflutninga allt árið, heldur er hér hent á nauðsyn þess að þetta vanda- mál, mjólkurleysið hér á Isa- firði, sé tekið til rækilegrar at- hugunar og þeir, sem hlut eiga að máli, vinni saman að lausn þess. fiskurinn sé að fullu greiddur 31. jan. 1946. Kaupandi greiðir geymslugjald 30 krónur á tonn fyrir þann fisk sem verið hef- ur 3 mánuði eða lengur i geymslu, þó ekki fyr en 1. októ- ber 1945. Ráðgert er að nokkuð af hraðfrystafiskinum verði selt til Frakklands og Hollands. SlLDARLYSI, SlLDAR- OG FISKIMJÖL, sem framleitt verður og flutt út á þessu ári, hefur ennfremur verið selt. Söluverð er sama og s.l. ár að því viðbættu að fiskimjölið er selt sama verði og sildarmjöl- ið. * ÞESSIR SAMNINGAR hafa, að vonum, vakið mikla og al- menna ánægju. Menn höfðu óttast að sjávarafurðir myndu lækka verulega í verði á þessu ári og gengu spádómar, eða jafnvel óskir um að svo yrði, fjöllunum hærra. Af sliku hef- ur, sem betur fer, ekki orðið, og hafa allar hrakspár og ósk- ir um yfirvofandi hrun orðið höfundum sínum til háðungar. * RITHÖFUNDAFÉLAG IS- LANDS hélt aðalfund 20. þ. m. A fundinum gerðust þessi tíðindi: I formannssæti voru tveir í kjöri, rithöfundarnir Halldór Stefánsson og Guð- mundur Gíslason Hagalín, „prófessor“. Halldór var kos- inn með 15 atkvæðum, H^galin fékk 10 og 1 seðill var auður. 1 önnur stjórnarsæti var kosið í einu hljóði og skipa þau þessir: Ritari Snorri Hjartar, gjaldkeri Lárus Sigurbjörns- son og meðstjórnendur Ilall- dór Kiljan Laxness og Magnús Ásgeirsson. „PRÓFESSOR“ HAGALlN kvaddi sér þar næst hljóðs, las hann yfirlýsingu frá sér og 11 öðrum rithöfundum, þar sem þeir tilkynntu brottför úr fé- laginu og boðuðu að annað rithöfundafélag yrði bráðlcga stofnað. Er prófessorinn hafði lokið þeim lestri marseraði hann, og þau tíu saman, af fundi, en það voru auk sjálfs foringjans, Ármann Kr. Ein- arsson, Davíð Stefánsson, Elín- borg Lárusdóttir, Friðrik A. Brekkan, Gunnar M. Magnúss, Jakob Thorarensen, Kjartan Gíslason, Kristmann Guð- mundsson og Sigurður Helga- son. Tveir, sem úr félaginu fóru' voru ekki á fundi, þeir Óskar Aðalsteinn Guðjónsson og Þór- ir Bergsson. Aðrir fundarmenn, 16 að tölu, sátu eftir og héldu fundar- störfum áfram. 1 Rithöfundafélagi Islands munu hafa verið milli 40 og 50 menn. Nánar fregnir af þessum at- burðum hafa enn ekki komið. Þó hefur það frétzt af fund- inum, að þegar formannskjöri var lokið liafi Friðrik Á. Brekkan fyrv. formaður til- kynnt að þeir Hagalíns menn tækju ekki frekari þátt i stj órnarkosningunni, og voru aðrir stjórnarmenn því kosnir 1 einu hljóði. Þeir tólf, sem úr félaginu fóru, hafa nú stofnað nýtt rit- liöfundafélag, sem hlotið hefir nafnið Félag íslenzkra rithöf- unda, og er „prófessoi’inn41 auðvitað formaður þess; UM ORSÖK þessa klofnings hafa engar upplýsingar fengist enn þá. Hinsvegar er það ljóst, að Hagalín hefir undirbúið hann fyrirfram, eins og bezt sézt 'á því að undir yfirlýsing- una skrifa tveir menn, sem ekki voru á fundinum, og ann- ar þeirra handgenginn Haga- lín. Við Isfirðingar getum ósköp vel skilið orsökina. Haga- lín gat vitanlega eklci un- að því lengi að vera valdalaus í Rithöfundafélagi Islands, maður, sem treður sér í valda- sæti í öllum félögunx og sam- tökum, hvort sem liann er þar löglegur félagi eða ólöglegur, og getur ennfreimir ekki verið að hin alkunna ástríða kratans að kljúfa öll félög, senx hann hefur ekki meii'ihluta í, hafi einnig verið hér að verki. * ÞESSIR lSLENDINGAR eru fyrir nokkru komnir lieinx frá Svíþjóð: Dr. Sigurður Þórar- insson jarðfræðingur, Sigui-ður Jóhannesson verkfræðingui', Þoi'bjöx’n Sigui’geirsson mag- ister, Ásgeir Einarsson, Regína Metusalemsdóttir og Sölvi Blöndal hagfræðingur. Láta þau vel yfir dvöl sinni í Svíþjóð og liðan Islendinga þar. * MENNTAMÁLARÁÐHERRA liefur skipað eftirtalda menn í eftirlitsnefnd með ríkisútgáfu kennslubóka: Sigui’ð Thoi’lacius, skóla- stjóx’a, Steinþór Guðnxundsson, kennara, og Sveinbjörn Sigur- jónsson, magister. Ennfremur hefur sami ráð- heri’a sett dr. Björix Sigfússon háskólabókavöi’ð í stað dr. Einars ólafs Sveinssonar, senx nú gegnir prófessorsembætti i íslenzkum fræðum við lláskóla Islands fyrir prófessor Sig- urðar Norðdal, seixx feixgið bef- ur frí frá þeinx störlum. * ERLING ELLIINGSEN, verk- fx’æðingur hefur vei’ið skipaður flugmálast j óx’i.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.