Baldur


Baldur - 24.03.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 24.03.1945, Blaðsíða 4
28 B A L D U R 00<X>000000<>000000000000000000000000( Við þökkum Isfirðingum fyrir langa sambúð. Við óskum, að vonir þeirra bjartsýnustu um framtíð Isafjarðar megi rætast. Við sendum Isfirðingum hugheilar kveðjur. Ágústa Þorsteinsdóttir. Bárður G. Tómasson. )oooooooooooooooooooooooooooooooooo<> Tilkynning Viðskiptaráðið hefur ákveðið nýtt hámarksverð á föstu fæði, og er það sem hér segir fyrir hvern mánuð: I. Fullt fæði (morgunverður, hádegisverður, síðdegis- kaffi og kvöldverður). Karlar ..................... Kr. 320,00 Konur ...................... — 300,00 II. Hádegisverður, síðdegisverður og kvöldverður. Karlar ..................... Kr. 290,00 Konur ...................... — 270,00 III. Hádegisverður og kvöldverður. Karlar ..................... Kr. 260,00 Konur ...................... — 245,00 IV. Hádegisverður. Karlar ..................... Kr. 150,00 Konur ...................... — 140,00 Sé innifalið í fæðinu a. m. k. líter mjólkur til drykkjar daglega, má verðið vera kr. 12,00 hærra en að ofan segir. Sé um að ræða fullt fæði og einni máltíð fleira á dag en segir undir lið I hér að framan, má verðið vera kr. 30,00 hærra á mánuði. Verð það, er að ofan greinir, nær til fæðis, sem selt hefir verið frá og með 1. marz 1945. Reykjavík, 16. marz 1945. VERÐLAGSSTJÖRINN. Hvað líður kaupgjalds- samningunum? Framhald af 1. síðu. sýna að orsakir lítillar atvinnu eru aðrar en hátt kaupgjald. Þá er ennfremur talað um að kaupkröfur þurfi að vera sanngjarnar gagnvart atvinnu- vegunum, en á hverju sú sann- girni á að byggjast hefur ekki verið bent, enda mun það erf- itt i auðvaldsþjóðfélagi. 1 þessu sambandi má líka benda á, að ýmsu er hlaðið á atvinnu- vegina, sem minni þörf er á en sæmilegu kaupi til verka- manna, sem við þá vinna, eins og t. d. þegar umfangslítil fyr- irtæki hafa fleiri en einn hátt- launaðan forstjóra, dýrt skrif- stofuhald og annað slíkt, og mætti gjarnan taka það með, þegar talað er um sanngirni gagnvart atvinnuvegunum, en á það heyrist aldrei minnzt. Báðar þessar mótbárur gegn hækkuðu kaupgjaldi eru því harla veigalitlar, enda munu fáir verkamenn láta blekkjast af þeim. Það má því gera ráð fyrir að kmfan um sama kaup hér og í Reykjavík hafi almennt fylgi verkafólks, ef hún verð- ur borin fram. En það getur vexáð ýmislegt fleira í samn- ingunum en kaupgjaldið sjálft, sem verkafólk vill taka til at- hugunai', og þess vegna er það með öllu ótækt að kaupgjalds- málin skuli ekki hafa veiáð rædd ennþá og verkafólki gef- inn kostur á að segja sitt álit. -------O------- Heildsalahneykslið. Viðskiptaráð hefur nú kært alls tólf heildverzlánir fyrir ó- löglega álagningu í Ameríku. Heildverzlanir þessar eru: O. Johnsen & Kaabei*. G. Helgason og Melsted, Guð- mundur ólafsson & Co., Sveri-- ir Bei'nhöft h. f., Friðrik Bert- elsen & Co., A. J. Bertelsen & Co., Ki'istján Gíslason, Heild- verzlunin Hekla, Erlendur Blandan, Heildverzlunin Kol- umbus, Jóhann Kai'lsson & Co. -------0------- Axel V. Thulinius, lögfr. hefur verið skipaður lög- reglustj. í Bolungarv. frá 1. apr. nk. Hin illu forlttg Dr. Polaceks. Smásaga eftir Gerald Kersh. Niðui'lag. Ég talaði við hann. Ég tók upp dálítið af peningum, en hann lét þá velta úr hendi sér, og sagði: „Hvaða gagn er mér i þessu? Ég get kannske lifað á því í þrjár vikur, en hvað tekur þá við? Þá er ég í sama farinu, en hungrið verður mér óbærilegra sökum þess að magi minn hefur aftur vanist á reglulegar máltíðir. Það er . ekkert á jörðunni sem getur stöðvað mig í því að fi'emja sjálfsmorð, er ég fer héðan“. Þá varð ég að taka upp aðrar aðferðir. Ég þóttist vera sammála honum. Ég sagði: „Jæja, ég held að séi'- hver maður hafi rétt til þess að deyja, ef hann langar ekki til að lifa lengur. Ég er lækniy. Komdu með mér til íbúðar minnar, og við skulum tala urn vegi og leiðir dauðans“. Hann kinkaði kolli og kom með mér. Hinn sundur- lausi talsmáti og fumkenndar hreyfingar lians, bentu á sálsýki. En þú veizt livernig maður er alltaf að leitast við að bjarga fólki frá sjálfu sér. Ég gaf honum súpu, lét hann fá sér heitt bað, fékk honum náttföt og lét_hann sofna í rúmi mínu. Ég gaf honum föt, sem ég keypti tilbúin, nærföt til skiptanna og skó. Hann dvaldi hjá mér um hálfsmán- aðartíma. Er sá tími var að verða liðinn, var ég hlægilega hreyk- inn af sjálfum mér, þegar ég sá hve þessi maður hafði fengið mikla sjálfsvirðingu aftur. Augu hans ljómuðu, og göngulag hans var ákvéðið. Ilann hét því að hann skyldi ekki gleyma góðmennsku niinni. En eitt laugardagskvöld er ég kom heim, var hann farinn. Hann hafði tekið með sér verðmæta smásjá, og góða tösku fulla af beztu fötunum mínum. Ég hirti ekki að skýra lögreglunni frá þessu — kallaði sjálfan mig bjána, fór .að vinna og gleymdi þessu bi-átt. Þrátt fyrir það, mundi ég það miklu seinna, er ég sá , mynd af honum með nafni undir, í einu dagblaðinu. Þegar hér er kornið sögu, væri rétt að ég segði þér að nafnið undir myndinni var Adolf Hitler... (Þýtt úr World Digest). Lúðrasveit ísafjarðar. hehldur fund mánudaginn 26. marz kl. 9 e. h. í Barna- skólanum. Þeir, sem hafa undir höndum lúðra, frá Lúðrasveit- inni, eru sérstaklega beðnir um að mæta. STJÖRNIN. Auglýsing um útsvör. Utsvarsgreiðendur í Isafjarðarkaupstað, sem enn hafa ekki lokið fyrstu útsvarsgreiðslu sinni, fyrir árið 1945, sem féll í gjalddaga 1. þ. m., eru vinsamlegast á- minntir um að draga það ekki lengur. Þeir atvinnurekendur, og aðrir kaupgreiðendur, sem hafa ekki gert bæjarsjóði skil á fyrstu útsvarsgreiðslu starfsmanna sinna, samkvæmt auglýsingu frá skrifstofu bæjarstjóra, eru einnig áminntir um að gera skil á greiðslum þessum án frekari dráttar. Utsvarsgreiðslunum ber að skila í skrifstofu bæjar- gjaldkera. Isafii’ði, 16. níarz 1945. SKRIFSTOFA BÆJARSTJÓRA

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.