Baldur


Baldur - 07.04.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 07.04.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÖSlALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. Arg. ísafjörður, 7. apríl 1945 9. tölublað. Sveinn Björnsson sjálfkjörinn forseti. Þrír stjórnmálaflokkar, — Sj álfstæðisflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn hafa tilkynnt að þeir mvinu styðja Svein Björnsson, forseta, við forseta- kjörið i sumar. Sameiningar- flokkur alþýðu — Sósíalista- flokkurinn •— hefur hinsvegar lýst þvi yfir, að hann styðji ekki kosningu núverandi for- seta, en muni þó ekki hafa mann í kjöri gegn honum að þessu sinni. I gi*einargei-ð flokksins fyrir þessari afstöðu er meðal ann- ars tekið fram: Sósíalistaflokkurinn er ekki fylgjandi kosningu núverandi forseta, en mun ekki heita sér fyrir framhoði gegn honum af eftirgreindum ástæðum: 1 fyrsta iagi: Fjöldasamtök þjóðarinnar hafa ekki séð á- stæðu fií þess að koma sér saman um framnjóðanda og Sósialistaflokkurinn álítur nú sem fyrr að eigi sé brýn ástæða fyrir flokkinn að grípa fram fyrir hendur þeirra. í öðru lagi: Samstarfsflokk- ar Sósíalistaflokksins í ríkis- st j órn, S j álf stæðisf lokkurinn og Alþýðui'lokkurinn, hal'a á- kveðið að standa að framboði núverandi forseta — og sér Sósíalistaflokkurinn ekki á- stæðu til þess að fara að heyja kosningabaráttu, þar sem þess- ir samstarfsflokkar stæðu ond- verðir, þar eð slíkl væri óheppilegt gagnvart þeirri þjóðareiningu, sem þarf - að vera og er að myndast um stefnu ríkisstjórnarinnar. 1 þriðja lagi: Ut á við er það nokkur kostur, meðan lýðveldi vort er að festast í sessi, að sýna þá þjóðareiningu, er i'ram kemur í því að forseti lýðveld- isins sé sjálfkjörinn. Ot frá þessum i'orsendum á- kvað því miðstjórn Sósíalista- flokksins á fundi sínum 22. marz að bjóða eigi fram af háli'u flokksins til forseta- kjörs að þessu sinni. -o- Barnamessa verður í lsafjarðarkirkju á morgun kl. 11 f. h. Almenn messa kl. 2 e. h. Stórkostleg aukning íiskibátaflotans. Rikisstjórnin ákveður smiði 50 iiskibáta innanlands. Fær loforð fyrir 55 nýjum Sviþjóðarbátum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta byggja 50 fiski- báta í skipasmíðastöðvum hér innanlands og á smíðinni að vera lokið á næstu 1—2 árum. Helmingur bátanna verður 35 tonn að stærð, en hinn helmingurinn 55 tonn. Ennfremur hefur ríkisstjórnin fengið loforð um út- flutningsleyfi á 55 fiskiskipum frá Svíþjóð til viðbótar þeim, sem áður hefur verið samið um. stöðvarnar og atvinnu við skipasmíðár, því talið er að við smíði þessara skipa verði fullnotuð öll byggingarafköst allra innlendra skipasmíða- stöðva. Vonandi semst svo um bygg- ingu þessara skipa, að allir megi vel við una, kaupendur skipanna, skipasmiðastöðvarn- ar og þar með allir landsmenn. Og áreiðanlega gerir ríkis- stjórnin ráðstafanir til að það megi takast. Bátar þessir verða seldir ein- staklingum og félögum eða bæjar- og sveitarfélögum. Ný- byggingarráð tekur á móti til- boðum í bátana og annast af- hendingu þeirra. Auglýsir Ný- byggingarráð hér i IjíaðinU í dag eftir tilboðum i þá báta, sem byggðir verða innanlands. Atvinnumálaráðuneytið mun hinsvegar senija við skipa- smiðastöðvarnar um smíði þessara báta og annast fram- kvæmdir, er þar að lúta. Aðal- tilgangurinn með þessum heild- ar-samningum er að koma skipasmíðastöðvunum af stað með smíðarnar, og'einnig eru meiri möguleikar á að fá skip- in ódýrari ef samið er um byggingu þeirra allra í einu, heldur en el' samið væri um smíði hvers einstaks skips. Uni verð á þessum skipum er allt óákveðið ennþá. Fyrir nýár i vetur barst atvinnu- málaráðuneytinu tilboð frá öll- um helztu skipasmiðastöðvum innanlands, um smíði á skip- um frá 27—80 smálestir að stærð, fyrir kr. 7500 á smálest að undanskildu kaupverði véla og spila. Tilboð þetta var mið- að við það, að minnst 2 bátar yrðu smíðaðir á hverri stöð. Miðað við Svíþjóðarbátana er þetta mjög hátt verð, en gera má ráð fyrir að því megi þoka nokkuð niður, þegar samið er um smíði svona margra skipa ogsama skipasmíðastöðin getur haí't fleiri bála sömu gerðar í smiðum í einu. Þá má gcra ráð fyrir að skipasmiðaslöðvarnar geri sér i'ar um að siniða báta þessa eins ódýrt og tök eru á, með því myndu þær tryggja sér atvinnu við smíði þeirra skipa i f'ramtíðinni, sem ann- ars yrðu keypt inn frá útlönd- um. Væntanlegir kaupendur þess- ara skipa geta gert ráð fyrir að f'á út á 1. veðrétt f'iskveiða- sjóðslán að upphæð 3000 kr. á smálest, ennfremur styrktar- lán, vaxtalaust, að upphæð 100 þús. kr. á hvern bát, út á 3. veðrétt. Það, sem til vantar, verða kaupendur svo að leggja sjálfir fram, og taka til þess lán út á 2. veðrétt, ef þeir þurfa. Verður að gera ráð í'yrir að lánstofnanir verði fúsar til að veita lán í þessu skyni. Þessi stórhuga ákvörðun rík- isstjórnarinnar, um smiði 50 fiskibáta innanlands og kaup á 100 fiskibátum frá Svíþjóð, með þeim, sem áður voru pant- aðir þaðan, er ekki aðeins þýð- armikil fyrir aðalatvinnuveg landsmanna, fiskveiðarnar, — lieldur eiunig f'yrir skipasmíða- 361 farþegi með flug, vélum h. f. Loftleiða í marzmánuði. Umboðsmaður h. f. Loftleiða hér á Isafirði, Þorleifur Guðmundsson, framkvæmdar- stjóri, hefur sent blaðinu eftir- farandi frétt: Flugvélar h. f. Loftleiða fluttu í marzmánuði samtals 361 farþega, ög allmikið af pósti. Flogið var til lsafjarðar, Flateyrar, Þingeyrar, Bíldu- dals, Patreksfj arðar, Ingólfs- fjarðai', Djúpuvíkur, Hólma- víkur og til ýmsra staða við Breiðaf j örð. — Ennf remur sjúkraflug austur að Lóni í Kelduhverfi í Noi*ður-Þing- eyjarsýslu. Til Siglufjarðar voru f'arnar nokkrar ferðir. Milli Isafjarðar og Reykjavík- ur voru fluttir 146 farþegar. Þegar þess er gætt, að að-- eins tvær f'erðir voru f'arnar frá 1. marz til 14. marz, má telja árangurínn af fluginu í mánuðinum góðan, þegar höfð er í huga sú f ádæma ótið, sem verið hefir. -----------0----------- Grímur Jónsson, útvegsbóndi í Súðavík, varð sextugur 4. þ. m. Minningarathöfn um þá sem fórust með Dettifossi fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík 27. marz s.l., jafnl'ramt fór í'ram ú.tför þeirra Davíðs Gíslasonar, 1. stýrimanns, Jóns Bogasonar, bryta, og Jóhannesar Sigurðssonar, búrmanns. Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, flutti minningar- ræðuna. Dómkirkjukórinn söng undir stjórn Páls Is- ólí'ssonar. Strengjahljómsveit Tónlistarfélagsins lék. Guðmundur Jónsson söng einsöng og Þórarinn Jónsson lék á fiðlu. Athöfninni var útvarpað. Hér í bænum bíöktu fánar í hálfastöng meðan á minningarathöí'ninni stóð.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.