Baldur


Baldur - 07.04.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 07.04.1945, Blaðsíða 3
B A L D U R 35 l Það er mikið af fúkyrðum en minna um rök hjá Jóni mínum. B A L D U R (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, Isafirði, Pósthólf 124 Haldið svo fram stefnunni. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum í haust, lágu fýrir loforð um útflutnings- leyfi á 45 fiskibátum frá Sví- þjóð, 50 og 80 smálesta. stór- um. En sá böggull fylgdi skammril’i al hálfu fráfarandi stjórnar, að þvi nær ómögulegt var ^fyrir menn að eignast þessa báta. Fyrsta verk núver- andi atvinnumálaráðherra var að kippa þessu í lag. Nú er svo komið að allir þessir bát- ar eru seldir, og koma þeir fyrstu til landsins strax og sigl- ingar hefjast frá Norðurlönd- um. Nú hefur rikisstjórnin enn hafist handa um útvegun nýrra fiskibáta. Á næstu 1—2 árum verða smíðaðir i skipasmiðastöðvum hér innanlands 50 mótorbátar, 35—50 smálestir að stærð, svo framarlega sem kaupendur fást að þeim og samningar tak- ast um smíði þeirra. Enn- fremur liggja nú fyrir loforð um útfluttningsleyfi 55 báta frá Svíþjóð til viðbótar þeim, sem áður er búið að lofa. Takist að framkvæma þessar ákvarðanir, sem full ástæða er til að ætla, liætast því 150 ný skip, 35—80 lesta, við fiski- skipaflota landsins á þessu og næstu árum. Auk þeirrar miklu þýðingar, sem þessi l'jölgun fiskiskipa hefur fyrir aðalatvinnuveg Islendinga, sj ávarútveginn, er skipasmíðastöðvunum og mönnum, serri vinna við skipa- fjmíðar, tryggð næg atvinna næstu tvö árin, og um leið stig- ið þýðingarmikið spor í þá átt, að öll skip verði byggð hér intranlandS, en að því lrer vit- anlega að ^tefna. - Það hefur um margra ára skeið verið krafa íslenzkra fiskimanna að fá ný og betri skip. Astand íslenzka fisk- veiðaflotans er nú rnjög bág- borið. Skipum hefur fækkað rnjög á seinni árum og meira en helmingur mótorbáta 35— 100 snrálesta er 20 ára og eldri, miðað við smálestatölu. Ekki er ástand togaraflotans betra. Arið 1924 voru hér á landi 49 togarar. Nú eru þeir aðeins 29, og 80% af lestatölu þeirra 20 ára og eldri. Um línugufuskipin og kaup- skipin er sama að segja. Þeim hefur fækkað mjög mikið, og Grein mín um aðalfund Sjó- mannafélags Isfirðinga, sem birtist í Baldri 24. fffbr. s. 1., virðist hal'a haft frekar slæm álrrif á sálarrósemi formanns félagsins, Jóns H. Guðmunds- sonar. 1 tveimur löngum grein- um i Skutli rótast hann um eins og tarfur í flagi með skömmum og svívirðingum á mig persónulega, litur helzt út fyrir að ég sé svo aumur og lítiifjörlegur, eftir þeim skrif- um, að ég sé óalandi og óferj- andi. . Um formennsku mína segir Jón, að ég hafi verið svo upp með mér að ég hal'i ekki átt samleið með skítugum liáset- um, þessu er ekki öðru til að svara, en að ég sigldi aldrei einn á bát, og ár eftir ár voru sömu mennirnir með mér. Hvað bátsstærðirnar snertir, þá var stærð þeirra flest árin frá 14—29 smálestir, svo sögumað- ur Jóns hefur skrökvað svona lítilsháttar að honum, sér til gamans Kennai'inn virðist vera mjög sár yfir því, að ég skyldi minn- ast á fundarsetu „fínu mann- anna“, og finnst ekkert at- hugavert við liana. Þeir sátu frá byrjun fundarins uppi á svölum, segir hann, já, hvað áttu þeir að gera með að þvæl- ast niðri í sal, þar sem þeir vissu, að þeir höfðu engan á- kvörðunarrétt á fundinum og sátu í óþökk margra fundar- manna. Tilgangur þessara manna með fundarsetu getur ekki hafa verið annar en að sjá, hvernig sj ómannafélagið tæki á móti þessum 15 mönnum, er þeir voru að fylgja úr sínu le- lagi „Baldri", eftir að þeir höfðu flestir tekið þátt í stjórn- arkosningu í því félagi, enda ekki, að sögn kennarans, sagt sig úr félaginu fyr en eftir að- alfund þar. Stéttvísi kennarans er mjög eru sum orðin ill nothæf fyrir elli sakir. Hér þarf því skjótra átaka við, eigi Islendingar ekki að dragast aftur úr sem fiskveiða,- þjóð. Ríkisstj órnin má því ekki láta hér staðar numið, heldur halda áfram þeirri stefnu, sem nú hefur verið farin. Auðvitað verða ýmsir erfiðleikar á vega, sem ekki er hægt að segja hvernig tekst að yfirstíga. En ríkisstjórnin hefur l>egar sýnt, að hún hefur fullan lmg á að gera allt, sem unnt er, til úr- lausnar þessum málum, og með stuðningi allra þeirra, sem atvinnu hafa af sj ávarútvegi, þarl’ ekki að efa að henni muni takast það. / * ábótavant, þar sem honum finnst engin ástæða til þess að ég skyldi mótmæla inntöku Eggerts Samúelssonar í l’élag- ið. Mér finnst, að menn, sem starl'a við verzlanir, eigi ekki heima í sjómannafélagi, en kennaranum finnst nú eitthvað annað, þar sem honum virðist ekki nægja hans eigin stéttar- samtök, el' liann er þá í þeim, lieWúr lætur sér sæma að troða sér inn i félagsskap sjómanna, svo að hann ha.fi fríar hendur til aðk' taka brauðið frá ein- hverjum þeirra um hezta bj argræðistímann, því heyrzt liafa raddir, sem ekki eru alls- kostar ánægðar, þegar launað- ir starfsmenn nota sumarfríin til að taka skiprúm frá sjó- mönnum um síldartímann, en sjómenn sitja í laijdi við litla eða cnga atvinnu. iSIikið mega foreldrarnir vera kennaranum þakklátir. Á sumrin tekur hann vinuu frá einhverj um unglingnum eða heimilisföðurnum, en á vet- urna kennir hann börnunum. Og væri nú nokkur fjarstæða að álykta að börnin lesi blaða- greinar kennara síns og taki þær til fyrirmyndar um fall- egt(!) orðbragð. Greinar hans í 10. og 11. tbl. Skutuls eru sannarlega góð fræðsla í því efni. Annars hélt ég að börn lærðu yfirleitt nóg af skömmum og svívirðingum á götum bæjarins, og þyrftu enga frekari kennslu í því hjá kennurum barnaskólans. Nóg um það. Mér finnast gueinar Jóns svo langt frá því að hrekja nokkuð af því sem ég sagðj í Baldri um aðalfundinn í Sjómanna félagi Isfirðinga, en hann við- urkennir öll meginatriðin. Um kafla þann, sem hann ncfnir: „Tvennskonar réttarfar“, er ekki öðru til að svara en því, að hafi hann skilið sjálfan sig, j)á sannlega gengur yfir mig. Á kosninguna, sem fram fór í haust til Alþýðusambands- þings, hélt ég að kennarinn hefði vit til að minnast ekki. Jú, það kusu þar nokkrir menn, sem ekki var húið að samþykkja á félagsfundi, eft- ir sögn kennarans. Hverjum er um að kenna öðrum en stjórn félagsins, og þá fyrst og fremst formanni þess, J. H. G., því að ég býst við, að hann hafi litið á nafnaskrána áður en kosningar hófust. Hygg ég, að Jón hafi talið sér hag í því að haí'a þessa menn á skránni, að öðrum kosti hel’ðu þcir ekki verið settir þar, en Jóni brá heldur ónotalega., þegar búið var að lesa upp kosningaúr- slitin, og hann varð að gera sér að góðu að láta fyrrverandi bónda fara til þings, fyrir ærna kaup, en sitja sjálfur heima við lítinn orðstí. Ég vildi svo. að endingu beina því til kennarans, að næst þegar hann ætlar að rita um verkalýðsmál, verði það ekki tómir útúrsnúningar og villandi rökfærslur og svívirð- ingar um menn, sem hann þekkir sáralitið, ætti kennar- inn heldur að halda sér að því að læra betra orðbragð og kenna svo börnumun það frek- ar en fúkyrði og skammir. Það fer að þykja athugunarvert, þegar kennarar safnast saman á sjómannafélagsfundum, til að ausa skömmum og svívirð- ingum yfir menn, sem þeir aldrei hafa séð fyr og vita tæp- lega hvað heita, og á ég þar við Björgvin Sighvatsson kenn- ara. Ég hafði aldrei séð mann- inn fyr en á sjómannafélags- fundi í vetur, og varð ég því að spyrjast fyrir um hver mað- urinn væri, var mér þá tjáð, að liann væri kennari við barna- skólann og gagnfræðaskólann hér í hæ. Mér þótti þetta ein- kennilegt fyrirbrigði að kenn- arinn skyldi standa þarna og skamma sjómennina eins og þeir væru bjánar. Ég veit nú hver maðurinn er. Iiann er ein af stéttvísu kennurunum úr Baldri. Fleira mætti um þetta segja, en ég læt hér staðar numið í bili. Arni Magnússon. O------- Sigríðnr G. Gnðmundsd. sextug. Þann 3. þ. m. átti ekkjan Sigríður Guðrún Guðmunds- dóttir, Hrannargötu 9 hér í bænum, 60 ára afmæli. llún er fædd í Bolungarvík 3. apríl 1885 og átti þar heima fram til ársins 1932 að hún fluttist hingað til Isafjarðar á- sanit þremur börnum sínum og fóstursyni, sem nú er sjúkling- ur á heimili hennar. Sigríður er ein þeirra al- þýðukvenna sem orðið hafa að bjargast af eigin ramleik með þunga ómegð, og má nærri geta um ýmsa þá örðugleika sem að henni hafa steðjað, en hún hefur yfirstigið þá alla og get- ur nú á sextugsafmælinu horft yfir unnin afrek í lífsbarátt- unni. Kunningjar Sigríðar og vin- ir senda henni hugheilar árn- aðaróskir á þessum tímamót- um ævi hennar. Kunnugur. Bókin Orustan um Stalingrad er komin. Askrifendur vitji hennar til Magnúsar Guðmundssonar, — Sundstræti 31. Einnig er hún til sölu þar.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.