Baldur


Baldur - 18.04.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 18.04.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÖSIALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 18. apríl 1945 10. tölublað. Roosevelt * látinn. Franklín Delano Roosevelt forseti Bandaríkjanna andaðist að sumarsetri sinu Warm Springs í Georgiu 12. apríl s. 1. Banamein hans var heilablóð- fall. Roosevelt var einn af kunn- ustu stj órnmálamönnum og stjórnskörungum, sem nú eru uppi. Hann var þrisvar sinnum endurkosinn forseti Banda- ríkjanna, siðast núna eftir ára- mót, og naut hins mesta trausts og dálætis með þjóð sinni. Iiann var og einn af áhrifa- mestu leiðtogum þeirrar bar- áttu, sem nú er háð gegn hern- aðaræði nazismans og naut í þeirri haráttu trausts og virð- ingar bandamanna sinna. Vér Islendingar getum með þakklæti og virðingu minnzt hins lálna forseta. ------0------ Fjölnir frá Þingeyri ferst við ásiglingu. Það hörmulega slys varð 10. þ. m. kl. 1 að nóttu, að línu- veiðarinn Fjölnir frá Þingeyri og enskt skip sigldu hvort á annað ljóslaus í náttmyrkri skammt frá Englands strönd- um. Sökk Fjölnir á skammri stundu og fimm skipverjar af tíu manna áhöfn drukknuðu. Þeir, sem fórust: Gísli A. Gíslason, Þorbergs- sonar, frá ísafirði, ungur mað- ur og ókvæntur. Guðmundur Ágústsson frá Aðalvík, ókvæntur. ' Pálmi Jóhannsson frá Mið- krika, Hvolhreppi i Rangár- vallasýslu. Pétur Sigurðsson frá Hvammi í Dýrafirði, ókvæntur. Magnús Jóhannsson frá Ás- garði, Þingeyri, ókvæntur. Fjölnir var 122 smálestir að stærð, eign h. f. Fjölnis á Þing- eyri. Skipið var á leið til Eng- lands með fiskfarm frá Vest- mannaeyj um. Fjölnir er fjórða skipið, sem Dýrfirðingar missa í yfirstand- andi ófriði. Það má því segja að æði oft sé þar vegið í sama knérunninn. Borgarafundur Almennur borgarafundur um áfengismál var haldinn hér í Alþýðuhúsinu 8. þ. m. að til- hlutun þingstúku Isafjarðar. Grímur Kristgeirsson þing- templar setti fundinn. Fundar- stjóri var Elías J. Pálsson, kaupmaður og fundarritari Eyjólfur Jónsson skrifstofu- maður. Þessir tóku til máls: {Jaldur Johnsen héraðslæknir, Guð- mundur Sveinsson skrifstofu- stjóri, Benedikt Benediktsson vélstjóri, Bolungarvík, Grímur Kristgeirsson rakari, Arngrím- ur Fr. Bjarnason kaupmaður, Sigurður Guðmundsson bak- arameistari, Hannibal Valdi- marsson, Jónas Tómasson bók- sali, Haraldur Guðmundsson skipstjóri og Vilhelm Jónsson verkamaður. Fundurinn var all vel sóttur og voru ræðu- menn allir sammála um nauð- syn þess að hafist yrði handa gegn því ófremdarástandi, sem nú ríkir hér á landi í áfengis- málum. Á fundinum voru gerð- ar eftirfarandi samþykktir: Að allir templarar og aðrir, sem bindindi unna, hefji nú um áfengismál. þegar undirbúning að því, að löggjöf verði sett, sem banni sölu, tilbúning og neyzlu á- fengra drykkja í hvaða mynd sem þeir eru. Að öll félög i bænum sam- einist í virkri sókn gegn áfeng- isflóðinu með fundahöldum á- skorunum og öðrum leyfileg- um meðulum. Að ríkisstjórnin láti fara fram atkvæðagreiðslu sam- kvæmt lögum um héraðabönn um afnám áfengisútsölunnar hér á Isafirði. Að bindindisfræðsla í skól- um verði aukin. Að drykkfelldir rnenn verði ekki látnir gegna embættum eða öðrum ábyrgðarmiklum störfum. Nefnd var kosin til að fylgja eftir áskorun fundarins um héraðsbann á áfengi. — Skipa hana þessir: Grímur Kristgeirsson, Arn- grímur Fr. Bjarnason, Jóhann Gunnar Ólafsson, Hannibal Valdimarsson, Baldur Johnsen, Sigurður Guðmundsson og. Guðmundur Sveinsson. Kaupgj aldssamningur, Nýr kaupgj aldssamningur, mílli verkalýðsfélagsins Bald- ur og atvinnurekenda, var und- irritaður 13. þ. m. Samkvæmt þessum samn- ingi er grunnkaup i almennri vinnu á félagssvæði „Baldurs“ sem hér segir, (tölurnar innan sviga eru grunnkaupið eins og það var eftir gömlu samning- unum): Kaup karla, almenn vinna: Dagvinna kr. 2,45 á klst. (2,10) Aukavinna kr. 3,68 (3,15) Nætur- og helgid.v. 4,90 (4,20) Kaup clrengja 14—16 ára: Dagvinna kr. 1,75 -1,50) Aukavinna 2,62 (2,25) Nætur- og helgid.v. 3,50 (3,00) Skipavinna: Dagvinna kr. 2,69 (2,40) Aukavinna kr. 4,04 (3,60) Nætur- og helgid.v. 5,38 (4,80) Kol, cement og út- og upp- skipun á salti: Dagvinna kr. 3,00 (2,75) Aukavinna kr. 4,50 (4,13) Nætur- og helgid.v. 6,00 (5,50) Blöndunarmaður við hræri- vél við steinsteypu hafi sama kaup. Isun fiskjar í fisktökuskip: j kr. 4,26 á klst. hvenær sólar- hringsins sem unnið er. Var áður kr. 3,80. Kaup kvenna, almenn vinna: Dagvinna kr. 1,75 á ldst. (1,50) Aukavinna kr. 2,62 (2,25) Nætur- og helgid.v. 3,50 (3,00) Fiskþvottur: Fyrir hver 160 kg stórfiskjar kr. 2,74 (2,35) Fyrir hver 160 kg.. labrador- fiskjar kr. 2,33 '(2,00) Hreingerningar og þvottur: Dagvinna kr. 2,00 á klst. (1,70) Aukavinna kr. 3,00 (2,55) Nætur- og helgid.v. 4,00 (3,40) Börn innan 14 ára'. kr. 1,10 (0,90) Nætur og aukavinna barna er bönnuð eins og verið hefur. Mánaðarkaup: kr. 465,00 á mánuði (400,00) Enn tíefur ekki verið samið við Ræk j uverksmiðj una um mánaðarkaup kvenna, en verði það gert, geta aðrir atvinnu- rekendur átt kost á sömu kjör- um, enda veiti þeir sömu at- vinnuréttindi. Bifreiðastjórar, sem aka bíl fyrir aðra, fá í tímavinnu kr. 2,75 á ldst. í dagvinnu, í auka- Skemmtun Bolvíkinga. Kvenfélagið Brautin í Bol- ungarvík gekkst fyrir skemmt- unum hér í Templarahúsinu s. 1. sunnudag kl. 5 og 9 e. h. Sýndir voru tveir bráð- skemmtilegir smáleikir, „Fjöl- skyldan ætlar að skemmta sér“ og „Kvenfólkið heftir oss“. Leikendur voru: Gunnlaugur Sveinsson skólastjóri, Laufey Guðjónsdóttir, Sigurður Frið- riksson bakari, Jóhannes Guð- jónsson, Baldur Steindórsson, Guðrún Pálmadóttir, Áslaug Jóhannesdóttir, Kristín Guð- mundsdóttir, Guðrún Karls- dóttir og Ásdís Finnbogadóttir. Ágúst Vigfússon, kennari, flutti snjalla og ágæta, ræðu um ættjarðarást og frelsi. Að síðustu var skrautsýning, hið undurfallega kvæði Páls Árdals um burnirótina litlu, sem óx í dimmu klettagljúfri en þráði að komast „til blóm- anna í birtu og yl“. Leikendur í skrautsýningunni voru: Guð- finna Gísladóttir, Jóhanna Eliasdóttir, Elín Þorgilsdóttir, Guðfinnur Einarsson og Sig- urður Friðriksson, sem einnig lék í báðum leikritunum. Gísli Kristjánsson söng bakvið tjöld- in. Leiktjöld fyrir skrautsýning- una hafði Gunnlaugur Sveins- son, skólastjóri, málað og voru þáu prýðilega gerð. Það má í fáum orðum segja um þessar skemmtanir Bolvík- inga að þær hafi tekist ágæt- lega. Leikendur fóru yfirleitt vel með hlutverk sin og sumir Framh. á 4. síðu. • vinnu kr. 4,13, í nætur- og helgidagavinnu kr. 5,50. Mán- aðarkaup þeirra verður kr. 490,00. Að öðru leyti gildir fyr- ir þá sönni ákvæði og bílstjóra í bílstjóradeild „Baldurs“. Fyrir þá hefur ekki verið samið áður. * 1 . .Kaup gerfismiða verður 15% hærra en alment verkamanns- kaup, enda eiga þeir að leggja sér til verkfæri. Kaup þeirra má þó aldrei vera hærra en faglærðra manna á sama tima. 1. desember verður ekki al- mennur frídagur. Tveimur mönnum af skips- höfn á fisktökuskipi er leyfi- legt að vinna áð ísun fiskjar i skipinu. Samningurinn gildir 6 mán- uði frá undirskriftardegi. Upp- sagnarfrestur er einn mánuður. V

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.