Baldur


Baldur - 18.04.1945, Síða 2

Baldur - 18.04.1945, Síða 2
38 B A L D U R Bærinn og nágrennið I Skammtað úr skrínunni, Odduiti sýslunefndar Vestur-lsaf j arð- arsýslu hefur skrifað bæj- arstjórn og tilkynnt að sýslunefndin hafi á fundi sín- um samþykkt þakklæti til bæj- arstjórnar Isafjarðar fyrir orð- sendingu uin væntanlegt Elli- heimili á Isafirði, og ennfrem- ur látið i ljós, að hún óski að fylgjast með málinu og vilji gjarnan eiga itök og athvarf á hinu væntanlega Elliheimili. Kvenfélagið Hlíf hefur afhent bæjarstjóra kr. 2000,00 að gjöf til húsgagna- kaupa í hið fyrirhugaða Elli- heimili hér í bænum og jafn- framt heitið frekari stuðningi í þessu skyni. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 11. þ. m. að veita Karladeild Slysa- varnafélagsins á lsafirði 1000,00 króna styrk úr bæjar- sjóði slysavarnamálum til framdráttar hér í bænum. 1 sambandi við þetta mál sam- þykkti bæjarstjórn ennfremur svohljóðandi tillögu frá bæjar- fulltrúunum Haraldi Guð- mundssyni og Högna Gunnars- syni: „Bæj arstj órn lítur svo á, að Landsímanum beri að starf- rækja talstöð hér á líkan hátt og gert er á Siglufirði og i Reykjavík, og skorar jafn- framt fastlega á stjórn Land- símans að starfrækja talstöð hér allan sólarhringinn og á þann hátt, að full not séu að“. Tillaga þessi er fram komin vegna þess, að það er sjálfsagt að Landsíminn kosti allan rekstur slíkrar stöðvar hér eins og annar staðar, og engin ástæða til þess að slysavarnafé- lögin leggi fram fé til þeirra hluta, þau hafa næg verkefni önnur. Stjórn Björgunarskútusjóðs Slysavarnafélags Isafjarðar, Karladeildin, liefur sótt um leyfi bæj arstj órnar til að rcisa í Stórurð hirgðaskemmu, sem stjórn sjóðsins getur fengið keypta hjá setuliðinu. Skemmu þessa, sem er all stór, er ætl- unin að nota fyrir veitinga- skála og fleira í sambandi við útiskemmtanir, sem slysa- varnafélögin koma til með að halda til ágóða fyrir Björgun- arskútusjóð og aðra starfsemi sína. Mál þetta kom fyrir seinasta bæjarstjórnarfund. Byggingar- nefnd og bæjarráð vísuðu til fyrri samþykkti bæjarstjórnar um að leyfa ekki byggingu her- mannaskála innan lögsagnar- umdæmis bæj arins og töldu að beiðnin kæmi í bága við þá samþykkt. Engin ákvörðun var tekin á fundinum, og er málið óafgreitt. Nokkurs misskilnings virðist gæta í afstöðu byggingarnefnd- ar og bæjarráðs til þessarar beiðni. Hér er alls ekki um að ræða hermannaskála, sem, eins og kunnugt er, eru með boga- myndaðar hliðar og þak, held- ur hús með lárétta veggi og venjulegt ris. Það virðist því vera talsverður munur á því, hvort leyft verður að reisa slík- an skála eða venjulegan her- mannaskála. Og þegar athug- aðar eru ýmsar byggingar, sem blasa við augum hér fyrir ofan bæinn, þá sj'nist það einkenni- legt að leyfa ekki að reisa hús, eins og hér um ræðir, i Stórurð, þar'sem auðvelt er að koma því þannig fyrir, að til engrar óprýði verði á þeim stað. Hlutir á skipum h/f. Njarðar voru frá 1. janúar til 31. marz: Ásdís 4278,19 kr. Legur alls 36. Bryndís 6229,18 kr. Legur alls 40. Hjördís 4028,84 kr. Legur alls 34. Jódís 5968,39 kr. Legur alls 38. Sædís 6215,55 kr. Legur alls 33. Valdís 4328,80 kr. Legur alls 35. Á skipum h/f. Munins: Pólstjarnan kr. 5049,23. Dagstjarnan kr. 4821,15. Morgunstjarnan kr. 4641,11. Trúlofun sína opinberuðu nýlega ungfrú Anna M. Gisladóttir, Stakka- nesi og Sturlaugur Jóliannsson, sjómaður hér í bænum. Margrét Grímsdóttir fyrverandi ljósmóðir andað- ist 4. þ. m. á heimili dóttur sinnar Lovísu Þorláksdóttur og manns hennar Páls Jónssonar kaupmanns. lðnskóla Isafjarðar var slitið 7. þ. m. Við skóla- slit hélt félag iðnnema sam- sæti. Þar var á borðum te og smurt brauð. Magnús Konráðs- son, rafvirkjanemi, setti skemmtunina og stjórnaði henni. Finnur Finnsson, skipa- smíðanemi, flutti ræðu, ungar stúlkur simgmvið gítarundir- leik, Ingvar Jónasson söng gamanvísur um iðnaðarmenn i bænum. Þá var fjöldasöngur og að lokum dans. Skólastjóri Iðnskólans, Björn H. Jónsson, var fjarverandi og sagði Ólafur kennari, sonur hans, skólanum slitið. Ur Iðnskólanum útski'ifuð- ust að þessu sinni þessir iðn- nemar: Júlíus Helgason og Magnús Konráðsson, rafvirkja- nemar, Finnur Finnsson, skipa- smíðanemi, Þórarinn Jónsson, múraranemi, Jón Ivristjánsson nemi í húsgagnabólstrun, og Guðnlundur Finnbj örnsson, málaranemi. Allir þessir iðnnemar 'enda námstíma sinn á þessu ári og- ljúka sveinsprófi. Auk þeirra „Merk kona“ hér í bænura skrifar bréfkafla í Skutul 6. þ. m. Tekur hún þar upp vörn fyrir Björgvin Sighvatsson, kennara, gegn óréttmætum árásum, sem liún álítur að liann hafi orðið fyrir í einu af hæjarblöðunum. Blaðið nefnir hún ekki, en þar sein Baldur er eina blaðið hér, sem ú þennan kennara hefur lítillega minnzt, er auðskilið að hún á við það hlað. Pað er ósköp elskulegt af þessari „merku konu“ að gerast verndar- vættur B. S. eða hvers þess, sem hún álítur að ráðist sé á tilefnislaust. En í þessu tilfelli var því ekki til að dreifa. Þa<5 er ástæðulaus ótti hjá lienni, að Baldur hafi ætlað að afflytja þenn- an kennara við kennslumálaráð- herra. Blaðið hefur heldur ekkert sagt, sem gefur tilefni til að halda slíkt. Ef það telst atvinnurógur að svara mönnum í stjórnmáladeilum eða gagnrína opinber störf þeirra, þá fer að vera vandlifað í'veröld- inni. Hinsvegar skal það fúslega viður- kennt, að Baldur skirrist ekki við að nefna nöfn í sambandi við slíka gagnrini, svo að enginn þurfi að vera í vafa um hvert orðum hans er beint. Lúalegar dylgjur. En þessi „merka kona“ fer öðru- vísi að. I. bréfkafla sínuin spyr hún: „Hversvegna heyrist aldrei styggðaryrði um áliiigalausa dofr- ingja, sem ekkert gagn er að og 'hanga þó viS opinber störf, áratug eftir áratug, kennslustörf og hvers- konarstörf?" En hún nefnir enga. Þessvegna verður liún víst ekki sökuð um „lúaleg pólitísk fantabrögð". Aftur á móti verður hún annað hvort sök- uð um lúalegar dylgjur um opin- bera starfsinenn hér eða fyrir að hylma yfir ineð „áhugalausum dofringjum“ í opinberum stöðum. Hverjir eru þessir^áhugalausu dofringjar?" Baldur leyfir sér því að skora á þessa „merku konu“ að nefna nöfn þessara „áhugalausu dofringja“, sem lianga liér við opinberstörf áratug eftir áratug. Það er af tveimur ástæðum nauð- synlegt að hún verði við þessari áskorun. 1 fyrsta lagi tii þess að saklausir séu ekki bornir rangri sök af álmenningi. 1 öðrulagi til þess að hægt sé að tala svo við lauk Sigríður Axelsdóttir sveinsprófi í hárskerá- og rak- araiðn í marz s. 1., en hún út- skrifaðist úr Iðnskólanum í fyrra. Það verða því alls 7 iðn- nemar, sem Ijúka sveinsprófi S þessu ári. Verðlaun í skólanum fengu þeir Richarð Hallgrímsson, skipasmíðanemi, hringj ari skólans, og Júlíus Th. Helga- son, rafvirkjanemi, sem fékk verðlaun úr sjóði Hans Ein- arssonar kennara fyrir beztu úrlausn í reikningi. Hjúskaþur. S. 1. laugardag Voru gefin saman í hjónaband ungfrú Kristjana Magnúsdóttir, verzl- unarmær og Guðmundur Karlsson, skrifstofumaður. þessa „áhugalausu dofringja“, að annað hvort bæti þeir ráð sitt eða hætti störfum. Við eigum sannar- lega ekki að liafa slíka menn við opinberstörf áratug e’ftir áratug. Þjóósaga um verkfræóing. Sú saga gengur nú hér í bænum að Grímur Kristgeirsson, rakari, hafi verið ráðinn bæjarverkfræð- ingur fyrir 35 000 króna árslaun. Fylgir það sögunni að bærinn hafi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, ekki getað fengið verkfræðing nema fyr- ir minnsta-kosti 60 000 kr. laun á ári, þetta- hafi að vonum þótt óað- gengilegt, og Grímur sýnt þann þegnskap að bjóðast til að taka þetta starf að sér fyrir mun minna, hafi hann með þessu ætlað að bjóða niður kaup verkfræðinga almennt. Meirihluti bæjarstjórnar hafi þá strax fundið hvað feitt var á stykk- inu og tekið þessu kosta boði opn- um örmum. Sagan er ekki meS öllu tilefnislaus. Ekki verður hér sagt, hve mikið kann að vera satt í þessari sögu, sennilega er liún að einhverju leyti venjulegt bæjarslúður, en þó er hún ekki með öllu tilefnislaus. Það er öllum kunnugt að bæjar- stjórn hefur samþykkt að ráða hing- að verkfræðing, auglýst eftir honum en ekki getað fengið, bæði af því að verkfræðingar eru nú ekki á laus- um kili og svo vilja þeir hafa há laun, 60 000 krónur á ári að sagt er. Þá er það líka vitað að bæjar- stjórn hefur ráðið Grím Kristgeirs- son eftirlitsmann og framkvæmd- arstjóra við tvær byggingar, sem bærinn ætlar að reisa hér í sumar, gagnfræðaskóla og húsmæðraskóla, og auk þess er hann eftirlitsmaður sundlaugarbyggingarinnar. Launakjör, verkefni og kunnátta. Ekki er almenningi ’kunnugt hvað Grímur hefur í laun fyrir þessi störf, og ekki heldur frá hvaða tíma eða hve lengi hann er ráðinn. Það hefur heldur ekki verið upplýst hversu víðtækt starf þessa verkfræðings er eða hve mikið vald lionum er fengið, sennilega liefur honum ekki verijB sett erindisbréf, frekar en starfsmönnum Rafveit- unnar. Upplýsingar um kunnáttu hans í starfinu liggja héldur ekki fyrir. ÞaS sem almehningur þykist viss um. Skutull hefur sagt, að allur al- menningur þykist nokkurn veginn viss um hvert sé tilefni þyss að sendiherra Islands í Moskvu er kominn heim, sé það rétt, sem ekki er að efa fyrst jafn ábyggilegt blað og Skutull segir það, þá er jafn víst að allur almenningur þykist líka viss um, að rakstur og húsa- byggingar séu harla fjarskildar iðngreinar. En það skiptir nú kannske ekki svo miklu þó að mað- ur, sem á að liafa eftirlit og fram- kvæmdarstjórn með húsabygging- um, hafi litla eða enga þekkingu á slíku, aðeins ef hann er búinn þeim kostum, sem meirihluti bæjarstjórn- ar metur öllu öðru framar, og allur almenningur þykist líka viss um hverjir þeir kostir þurfi að vera. ÞaS, sem vitaS er um störf verkfræSingsins. Um störf þessa ódýra bæjarverk- fræðings er það eitt vitað hing- að til, að Iiann hefur farið til Reykjavíkur og gert pantanir á einhverju af efni til fyrirhugaðra Framhald á 4. síðu. \

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.