Baldur


Baldur - 05.05.1945, Side 1

Baldur - 05.05.1945, Side 1
UTGEFANDI: SÖSIALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 5. mai 1945 12. tölublað. Dregur aö ófriðarlokum í E vrópu. Danmörk og Holland frjáls. Herir Þjóðverja í Danmörku, Vestur-Hollandi og' Norður-Þýzkalandi gefast upp skilyrðislaust. Berlín á valdi Rauðahersins. Skilyrðislaus uppgjöf miljón manna hersveita í Norður-Italíu og Vestur-Austurríki. Musso- lini og 17 aðrir fasistaforingjar handteknir, dæmdir til dauða og skotnir. Hitler, Göring og Göbbels sagðir dauð- ir. Dönitz, eftirmaður Hitlers, flúinn til Danmerkur. Hver stórviðburðurinn hefur rekið annan i Evrópustyrjöld- inni undanfarna viku. Um seinustu helgibárustfrétt- ir um að Himmler hefði boðið Bretum og Bandaríkj amönn- um skilyrðislausa uppgjöf. Til- boðinu var neitað nema það yrði til allra bandamanna. Frétt þessi var óstaðfest, en mörku yfir þessum atburð- um. Danska útvarpið endurtók hvað eftir annað í morgun, að Danmörk væri nú frjáls aftur. Einhverjar óeirðir urðu í Kaupmannahöfn í nótt og nokkrir menn féllu. Danska frelsisráðið hefir skorað á al- menning að sýna stillingu og varast árekstra við Þjóðverja. I dag, þegar árröðull frelsisins rennur að nýju yfir hina dönsku þjóð, eftir svartnætti fimm ára kúgunar erlends valds, grimmustu harðstjórnar veraldarsögunnar, flytur íslenzka þjóðin dönsku bræðraþjóðinni, konungi hennar og öðrum nafn- greindum og ónafngreindum hetjum, innilegustu árnaðaróskir. Vér Islendingar vonum að frelsissól dönsku þjóð- arinnar gangi aldrei undir, að hún fái notj$ lands síns frjáls um ókomnar aldir og takist að skapa þar farsæld, öryggi og frið. Og vér fögnum því, er þessar tvær alfrjálsu bræðraþjóðir, Danir og Islendingar, hefja sam- skipti að nýju. næstu daga á eftir bárusf frétt- ir um að Himmler sæti á fund- um með Bernadotte greifa, varaformanni Rauðakrossins í Svíþjóð, er átti að vera milli- göngumaður um vopnaliléstil- boð Þjóðverja. I dag eru staðreyndirnar þessar: Klukkan G í morgun eftir is- lenzkum tíma gáfust hersveit- ir Þjóðverja i Danmörku, Vestur-Hollandi og Norður- Þýzkalandi upp fyrir hersveit- um 21. hersins. Stjórnandi þessa hers er Montgomery marskálkur. Var tilkynning um þetta birt i útvarpinu i gærkvöldi, en undirskrift hinnar skilyrðislausu uppgjaf- ar fór fram kl. 4,20 i gær, ein- hverstaðar milli Hannover og Hamborgar. Mikill fögnuður ríkir í Dan- Dönskum skæruliðum hefur verið falið að afvopna þá Þjóð- verja, sem fara með óspektir og bera enn vopn. Danskir menn, sem hjálpað hafa Þjóð- verjum, verða handteknir, en almenningur er varaður við að grípa til hermdarverka gegn þeim. Montgomery marskálkur er á leið til Kaupmannahafnar. Ný dönsk stjórn hefur vexáð mynduð. Forsætisráðherrann heitir Buhl, en Christmas Möller er utani’íkisráðheri’a. Allir flokkar og fulltrúar frá mótspyi’nuhreyfingunni eiga sæti í stjórninni. Þar með eru tvö lönd, Dan- mörk og Holland laus úr klóxn nazista eftir 5 ára og 27 daga hernám. Ástandið í þeim hluta Hollands, sem xxú losnar undan valdi Þjóðverja, er sagt hið hörmulegasta. — Þúsundir manna dánar úr hungri og þeir, sem lifandi eru, svo að- fram komnir að margir þeirra hafa ekki komizt út til að ná matvælum, sem bandamenn hafa látið falla niður til þeirra úr flugvélum. Forsætisráðhex-ra Hollands hefur haldið ræðu, fagnað frelsi lands síns og þakkað bandamönnum hjálp þeirra. Aðrir stórviðburðir ei’u þess- ir: 1. maí blakti rauðifáninn á þinghúsinu í Berlín. 2. maí er öll borgin á valdi Rauðahers- ins. Sama dag gefast miljón manna hersveitir Þjóðverja á Norðui’-Italíu og Vestur-Aust- urrík upp skilyrðislaust fyrir hersveitum Alexanders hers- höfðingja. Um svipað leyti til- kynna nazistar að „Der Fiihrer“ hafi dáið „hetju dauða í baráttunni við Bolse- víka“. Síðar koma fréttir urn að hann hafi di’epið sig og þar með að tveir alræmdustu fylg- ismenn Hitlers, Göring og Göbbels, séu dauðir, Dönitz, eftirmaður Hitlers, tilkynnir að baráttunni verði haldið á- fram. Litlu síðar fréttist að hann hafi flúið land til Dan- merkur, og sé nú í Kaup- mannahöfn. Jafnframt þessu bei’ast fréttir um uppreisn og öngþveiti í Þýzkalandi. Þýzkar hersveitir ganga bandamönn- um á vald og bíða þess að þær vei’ði afvopnaðar eða fleygja vopnum sínum. S. S. sveitir og þýzki herinn í Árósum berj ast. Hver þýzka borgin eftir aðra er lýst óvíggirt og gefst upp mótspyi’nulaust. Síðast í gæi’- kvöldi var svo kornið, að Þjóð- verjar héldu aðeins Noregi, Tékko Slovakíu og einhverjum innikróuðum svæðum í Þýzka- landi, en vera má að skilyrðis- laus uppgjöf þeirra á þessum stöðum hafi verið tilkynnt áð- ur en blaðið kemur til lesenda sinna. Stórviðburðirnir gerast nú með leiftur hraða. Nazista- ófreskjan er í dauðateygjun- um. Vér Islendingar fögnum þessum fréttum. Vér fögnum því að hinum ægilega hildar- leik í Evrópu er að verða lok- ið, að hinar hernumdu þjóðir losna nú undan margra langra ára ánauðaroki grimmustu kúgara og vér væntum þess, að fjötrarnir losni brátt af þeim þjóðum, sem enn eru í þeim heljarböndum. En um leið vaknar spurningin: Hvað er framundan? Tekst hinum sigrandi þjóðum að vinna friðinn? Verður komið á því öryggi í samstarfi milli þjóð- anna að slíkir ægiviðburðir sem þessi ófriður gerist ekki á ókomnum tímum? Þessum spurningum verður ekki svarað hér, en vér vonum, að svo verði. Breyting á rekstri og stjórn Rafveitunnar. Síðarihluta febrúarmánaðar í vetur sendu þeir, Högni Gunnarsson og Halldór Hall- dórsson rafveitustj órn eftir- farandi tillögur: Við undirritaðir leyfum okk- ur bér með að leggja fyrir raf- veitustjórn eftirfarandi tillög- ur um breytt rekstursfyrir- komulag. og starfsháttu bjá Rafveitu Isafjarðar: 1) Samin sé hið allra bráð- asta reglugerð fyrir fyrirtækið og leitað staðfestingar á henni hjá stjórnarráðinu. 2) Ráðinn sé nú þegar raf- veitustjóri, helzt með fræðilega sérþekkingu, og sem Raf- magnseftirlit ríkisins tekur gildan, er annist alla verklega og fjárhagslega stjórn fyrir- tækisins, og hafi hann pró- kúruumboð. 3) Rafveitustjórn semji er- indisbréf, er taki ítarlega fram um skyldur rafveitustj óra og réttindi. 4) Er ráðning rafveitustjóra liefir farið fram skal honum falið að gera tillögur um end- urskipulagningu starfsmanna- liðs rafveitunnar og semji hann erindisbréf fyrir hvern einstakan starfsmann. Isafirði, 20. febr. 1945. (Undirskriftir.) Tillaga þessi var fyrst tekin fyrir á fundi rafveitustjórnar 13. marz s.l., fyrir þeim fundi lá ennfremur frumvarp að Reglugerð fyrir Rafveitu lsa- fjarðar. Hafði frumvarp þetta áður verið sent rafveitustjórn- armönnum til athugunar. Á- kvörðun var engin tekin á Framh. á 4. síðu. V

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.