Baldur


Baldur - 18.05.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 18.05.1945, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: S ÖSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 18. maí 1945 13. tölublað. Nordahl Grieg: Bréfið heim (Nýárskveðja 1941). Það bréf vort, sem heim var hugað, ber hvorki á sér dag né stað. Það naut hvorki pappírs né penna né pósts til að bera það: Úr haflöðri bg himinstormum vér hugsuðum það til lands, og ennþá veit enginn heima, að það var bréfiö hans. Hver boðleið rétt er þvi bönnuð. Hver byggð og fjörður er kví. En hjartað sér veg úr vanda: að vér skilum sjálfir því. — Vér lendum á nýjársnóttu við Noreg, í birtu af mjöll, og dreifiim oss, hundrað hundruð á heimleið um dali og fjöll. Handtökuskipanir, skyttur, skimandi spæjaraher, allt bíður undirbúið... Óséðir göngum vér. — Svo getur það gerzt á stundum, sem Gestapo kemst ekki að ... Vitorðsmenn hafa mætt oss, en meira en nóg um þab'! Ef til vill er þó bemskan öruggust leiðsögn vor um götuna, grundina og skóginn, er geyma hennar fyrstu spor. Því aldrei tókst niðingum neinunr með njósnum að leggja mál á landið, sem leikur og draumur löghelga barnsins sál. Hver bær, sem úr hlíðinni horfir, hvert hróf í fjarðarins vík, eru arfheilög orð, sem vér skiljum, úr ættinni, er skóp þau slík. Ei gleymist sú gata, er vér hlupum, er glöðust var ævin vor, en lötruðum síðar, í líkfylgd, og læroum, spor fyrir spor. Til alls, sem vér þekkjum og unnum, svo öruggt er förinni beint sem vængur fer vegleysu að sunnan hvert vor, þótt það komi seint. ... Eitt barn finnur hönd vora á hári, á heimsókn er móðir skyggn, •— og landið, sem lokað er öðrum, oss ljómar í ró og tign.-------- Ei vér erum landflótta lýður, sem líðum með þjóð vorri enn! En erlenda innrásarliðið er ættjarðarlausir menn: Þeir hlupu að heiman og keyptu, við helstríð annarra og tár, þá vegsemd að ríkja yfir rústum með rangsleitni, í tvö, þrjú ar. Þeir réðu yfir hag sínum heima. Það hlutskipti nægði ei þeim, og því verða þyngstu sporin hvers Þjóðverja gengin heim. Til stórbýlis vilja þeir stofna. Áð staðfesta á öðrum sitt böl er lögmál því rangsnúna ríki, sem reist er á mannlegri kvöl. Svo láta menn land sinna feðra. 1 lífsrými ágengni og drambs á mannshjarta ei mold fyrir rætur og missir þær innan skamms. Sigurvegarinn verður vinninga sinna þý. Þá fyrst, er hann frelsar sig sjálfur, hann finnur sitt land á ný. En oss binda óslitnar rætur við arf vorn og feðraströnd. 1 nótt kemur drótt vor á draumþing, í dögun með vopn í hönd! Vér komum — en beizklega í barmi þess böls munu sví'ða spor að kaupa með fólksins fórnum þá fold, sem var ætíð vor. . En þegar því helvaldi er hrundið, sem hélt ekki, og fær ekki, grið, vér biðjum þig, ættmold og ástjörð, um afl til að þola — frið. Er ofríkið lönd hefur látið, og lýðfrelsið ræðtir þeim, skal birtast í bróðerni voru það bréf, sem komst aldrei heim. (Helgafell, maí 1942. — M. Á. þýddi.) Baldur birtir þetta fagra kvæði, eftir norska hetjuskaldið Nordahl Grieg, í tilefni af því að norska þjóðin hefur aftur heimt land sitt ur höndum hinna þýzku kúgara og morðingja eftir fimm ára óbænlega áþján og gat nú haldið þjóðhátíðardag sinn, 17. maí, hátíðlegan heima í ættlandi sínu. Um leið leyfir Baldur sér fyrir hönd lesenda sinna og allrar is- lenzku þjóðarinnar að færa norsku þjóðinni innilegar árnaðaróskir ^ í tilefni af því, að hún hefur nú endurheimt „ættmold sína og ástjorð", og óskar að henni gefist „afl til að þola frið" og hún geti, þegar þessu „helvaldi er hrundið" og „lýðfrelsi ræður", notið Iands sins í samstarfi og bróðerni. Hjálp til Norðmanna og Dana. Ríkisstj órn Islands hef ur fyrir nokkru hafist handa um að gangast fyrir skyndifjár- söfnun til bágstatts fólks í Dan- mörku og Noregi. Er ætlunin að safna að minnsta kosti ein- um skipsfarmi af nauðsynja- vörum og senda til þessara landa. Islenzka þ j óðin hefur á mj ög innilegan og^eindreginn hátt fagnað frelsun þessara bræðra- þjóða sinna og á undanförnum hörmungarárum þeirra sýnt, að hún er reiðubúin til að rétta þessum þjóðum hjálpar- hönd þegar til hennar er leitað, um það ber t. d. Noregssöfnun- in og fleiri fjársafnanir undan- farinna ára, órækt vitni. Nú, þegar þessar þjóðir eru frjálsar og hið sanna kemur í ljós um líðan þeirra á her- námsárunum, þá verður það Ijóst, að þær hafa á þéssum ár- um liðið meiri hörmungar og orðið fyrir þyngri búsifjum af hálfu hins erlenda kúgunar- valds en oss hef ur nokkru sinni getað til hugar komið. Fjöldi af beztu sonum og dætrum þessara þjóða hafa látið lífið f yrir morðhendi þýzkra nazista og flugumanna þeirra, kvisl- inganna. Byggingar, skip, vél- ar og önnur verðmæti, sem kostað hefur þær áratuga erf- iði að eignast, hafa á einni svipstundu verið eyðilagðar, og þar að auki hafa þær verið kúgaðar til að bera að mestu eða öllu leyti kostnaðinn af hernámi böðla sinna, og sá kostnaður hefur numið tugum miljarða króna, fj árupphæðir, sem oss Islendingum blæðir í augum, þrátt fyrir það, að vér höfum komizt í kynni við háar tölur á stríðsárunum. Vér getum vitanlega ekki gefið þessum þjóðum aftur syni þeirra og dætur, sem látið hafa lífið á þessum hörmung- arárum. Vér getum heldur ekki bætt allt það f járhagslega tjón, sem þær hafa orðið fyrir. En ef vér leggjumst allir á eitt í þessari fjársöfnun, ef hver og einn leggur fram eftir efnum og ástæðum, þá er áreiðanlegt að hlutur vor verður ekki sá rírasti að tiltölu, og það, sem vér leggjum fram, getur orðið til þess að bæta úr sárri neyð margra norskra og danskra fjölskyldna. Evrópustyrjöldinni lokið. Eins og sagt var frá í sein- asta blaði, lýstu Þjóðverjar yf- ir skilyrðislausri uppgjöf i Danmörku, Norður-Þýzkalandi og Hollandi 5. þ. m. Tveimur dögum síðar, 7. maí, gáfust þeir skilyrðislaust upp í Noregi og þá um nóttina var undirrit- aður samningur um skilyrðis- lausa uppgjöf alls þýzka hers- ins í Evrópu. Uppgj afasamningarnir voru undirritaðir af Eisenhower hershöfðingj a og rússneskum og frönskum herforingjum af hálfu bandamanna, en Jodl, hershöfðingj a, og Friedburg, flotaforingja, af hálfu Þjóð- verja. Hinn 8. mai kl. 1 e. h. var til- kynnt í London og Washington að friður væri kominn á í Ev- rópu. — Þýzkaland hefði gef- ist upp skilyrðislaust. Daginn eftir var friður tilkynntur í Moskvu. Alla þessa daga, eða frá því Þjóðverjar gáfust upp í Danmörku, Hollandi og Norð- ur-Þýzkalandi, ríkti óhemju mikill fögnuður í öllum lönd- um bandamanna yfir þessum endalokum ófriðarins. Þj óðirn- ar fögnuðu friði og unnum sigri. Hér á landi var friði fagnað um land allt með almennum samkomum og guðsþj ónustum, sérstaklega var áberandi fögn- uður íslenzku þjóðarinnar yfir endurheimtu frelsi Danmerkur og Noregs. Skeytasamband er nú aftur komið á milli Islands og þessara landa og hefur ís- lenzka ríkisstj órnin og forseti Islands sent þjóðum þeirra, þjóðhöfðingjum og stjórnend- um árnaðaróskir Islendinga. Aðrir merkisatburðir, sem gerst hafa síðan Baldur var seinast á ferð, eru þessir helzt- ir: Nokkrar þýzkar hersveitir hafa haldið áfram að berjast þrátt fyrir samninga um skil- yrðislausa uppgjöf. Nú mun þó vera búið að afvopna þær flest- ar. Göring, sem þá var sagður dauður, hefur fundist lifandi. Er hann nú fangi bandamanna og bíður dóms sem stríðsglæpa-

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.