Baldur


Baldur - 18.05.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 18.05.1945, Blaðsíða 2
46 B A L D U R *i*<~X*<~X~X~X~X~X~X~X*<~X~X*<~X*<*<*<~X~X~X~X*<~X*<~X~X~>*X*<n&*><<* v ♦♦♦ Skammtað úr skrínunni. maður. Þegar Göring var hand- tekinn, sagðist hann liafa verið dæmdur til dauða af Hitler 27. apríl, en tekist að komast und- an. Lík Göbbels hefur furidist, hafði hann drepið sig og fjöl- skyldu sína á eitri. Um afdrif Hitlers er allt óvíst ennþá. Hann hefur ekki komið i leit- irnar, hvorki dauður né lif- andi. Von Ribbentrop og Himmler hafa heldur ekki fundist, en allra þessara naz- istaforingj a og margra fleiri er nú lcitað af miklu kappi, svo að hægt sé að refsa þeim fyrir striðsglæpi þeirra. 1 Noregi hefur foringi föðurlandssvikaranna, Vidkum Quisling, verið handtekinn og er nú sagður brjáhiður. Annar frægur kvislingurT Jónas Lie, hefur stytt sér aldur. 1 Danmörku hefur fjöldi föð- urlandssvikára verið tekinn höndum. Sá atburður gerðist þar 6. þ. m., sem snerti oss Is- lendinga verulega, að rithöf- undurinn Guðmundur Kamban var skotinn til bana, er flanskir föðurlandsvinir ætluðu að handtaka hann. Sendiráði Islands i Kaup- mannahöfn hefur verið falið að rannsaka tildrög. þessa at- burðar, en engar ábyggilegar upplýsingar hafa enn verið gefriar. Lík Kambans verður flutt heim til Islands. Danir hafa ákveðið að reisa honum minnisvarða í Danmörkiu Af öðrum Islendingum í Danmörku hafa borist þær fréttir, að þeir séu allir á lífi og líði vel. Margir þeirra hafa tekið þátt í frelsisbaráttu dönsku þjóðarinnar, en örfáir hafa vcrið teknir höndum, en ekki er upplýst fyrir hvaða sakir. All margir Islendingar i Danmörku bíða nú ferðar heim til ættlands síns. 1 Danmörku og Noregi er nú verið að koma á löguin um dauðahegningu, og verða land- ráðamenn dæmþir eftir þeim. -------O------- Friðarfagnaður. Friðarins i Evrópu og frelsis Danmerkur og Noregs var fagnað hér á Isafirði 5., 7.. og 8. þ. m. Alla þessa daga blöktu fánar við hún hér í bænum og búðum var lokað frá hádegi. Þriðjudaginn, 8. maí, var úti- samkoma á sjúkrahússtúninu kl. 5. Hófst hún með því að Skátar gengu fylktu liði neðan frá bátahöfn og á samkonm- staðinn. Þá söng Sunnukórinn sálm, sóknarpresturinn Sigurð- ur Kristjánsson flutti bæn og þessir héldu ræður: Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, Jón A. Jónsson fyrir minni Noregs, Björn H. Jónsson fyrir minni Danmerkur, Birgir Finnsson fyrir minni Svíþjóðarog Guðm. Sveinsson. Milli ræðanna voru þjóðsöngvar Norðurlanda og nokkur fleiri lög sungin, liæði af Sunnukórnum og Karlakór 17. júní. Það munu ekki vera skiptar skoðanir um það, að stofndag- ur íslenzka lýveldisins, 17. júrií, á að vera þjóðhátíðardag- ur íslendinga í framtíðinni. Þar með er það raunveru- lega ákveðið, með þegjandi samþykki allrar þjóðarinnar, að engin ein ákveðin flokka- eða félagasamtök, hversu góð og gagnleg, sem þau eru, geti helgað sér þennan dag öðrum fremur, hann hlýtur að verða dagur þjóðarinnar allrar. Mér finnst það þessvegna í fyllsta máta mjög óviðeigandi, þegar íþróttafélögin nú kepp- ast við að auglýsa allskonar í- llróttamót þennan dag alveg eins og þau ein eigi ráð á hon- um. Það er að vísu rétt að í- þróttafélögin hafa haft þennan dag til umráða að undanförnu, en nú, þegar dagurinn hefur fengið enn meiri helgi en .áður var, hlýtur sá umráðaréttur þeirra að víkja fyrir rétti allr- ar þjóðarinnar. — Iþróttafé- lögin geta líka auðveldlega helgað sér einhvern annan dag en þennan. Það má með nokkrum rétti segja, að á þetta sé full seint bent, þar sem tæpur mánuður er nú til stefnu, en sannleikur- inn sá, að hlaðið taldi líklegt, að hæjarstjórn myndi taka að sér forustu um undirbúning hátíðáhalda þennan dag, því vitanlega hlýtur sú skylda að hvíla á henni öllum öðrum fremur, og fram myndi lcoma tillaga frá meirihluta bæjar- stjórnar í þessu máli. Nú hefur það enn ekki orðið, og sér Baldur því ekki ástæðu til að þegja lengur og vill eindregið mælast til þess að bæjarstjórn geri nú þegar ráðstafanir til að undirbúa almennn hátíðahöld 17. júní og að þessi dagur vdirði i framtíðinni þjóðhátíðisdagur vor Islendinga, er fái á sig jafn mikinn hclgi- og hátíðablæ og 17. maí hjá Norðmönnum. Með þessu er á engan hátt verið að amast við íþróttafélög- unuin, þátttaka þeirra í liátíða- höldum dagsins lilýtur alltaf að verða mjög mikilsverð, en þau verða að skilja það, að 17. júní getur ekki lengur verið aðeins þeirra dagur, heldur er hann nú orðinn dagur allrar þjóðarinnar, minningar- og fagnaðardagur um endurheimt fullt sjálfstæði. Isafjarðar, og hornaflokkur lék nokkur lög. Á samkomustaðnum stóðu skátar í röð framan við ræðu- stólinn, á tröppum sjúkraliúss- ins, og báru fána allra Norður- landaþjóðanna. Samkoman var haldin að til- hlutan Norrænafélagsins á Isa- firði og fór að öllu leyti hið bezta fram. Athugasemd. Pað er vandalítið að gera vísu, en hitt er meiri vandi að gera góöa vísu. örðugra er talið að hotna stöku en byrja, einkum þeg- ar einhver annar byrjar. Upphöf vísnanna í „Baldur“, 5. þ. m., eru illa til þess fallin að vekja löngun manna til þátttöku. Slíkar liendingar þurfa að hafa innihald, vel sagt og rétt, bæði hvað mál og rím snertir, og vera auk þess snihugar. Það er rangt að ætlast til þess, að menn skifti sér af efnislitlum, ósamstæðum og vanhugsuðum hendingum, heldur skal taka góðar vísur, sem kveðnar hafa verið í sérstökum tilgangi, en eru ókunnar fjöldanum. Þetta mun venjulega hafa verið gert, og gefist ágætlega, eins og til dæmis: Þráfalt báran þrauta rís, etc. — Þá mun og seint gleymast botn J. S. Bergmanns við vísuna: Frú Rebekka Jóns- dóttir áttræð. Frú Rebekka Jónsdóttir, ekkja séra Guðmundar Guð- mundssonar frá Gufudal, varð áttatíu ára 16. þ. m. Frú Rebekka átti heima á Isafirði um margra ára skeið og er því öllum þorra Isfirð- inga og annara Vestfirðinga kunn frá þeim árum. Maður hennar, séra Guðm. frá Gufu- dal tók á áberandi og eftir- minnilegan hátt þátt í stjórn- málalífinu hér í bænum. Stofn- aði hér og gaf út um margra ára skeið tvö hlöð, Njörð og Skutul, og hafði mjög víðtæk áhrif bæði með þessum blöðum sínum og á annan hátt. Má hiklaust fullyrða, að um fáa menn hér á Isafirði hefur stað- ið harðari styr, að undantekn- um Skúla Thoroddsen, en um séra Guðmund á þeim árum sem áhrifa hans gætti mest. Frú Rebekka tók virkan þátt í þessari haráttu manns síns og studdi hann með ráðum og dáð. Sérstaklega mun starfs þeirra hjóna í þágu bindindis- málsins lengi minnst að ágæt- um — og ýms önnur þjóð- nytjamál létu þau sig miklu varða. Annars var ekki ætlunin með línum þessum að rekja starfs og æfiferil frú Rebekku Jónsdóttur, helBur eru þær skrifaðar í þeir tilgangi að færa hinni áttræðu heiðurs- konu hugheilar hamingjuósk- ir á þessum merku tímamót- um æfi hennar. 0 Norðan stórhríð va,r hér 13.—15. þ. m. með meiri fannkomu en elztu mcnn rnuna á þessum tima árs. Ött- ast er að miklir fjárskaðar hafi orðið hér í Djúpinu og miklar skemmdir urðu á bátum i Bol- ungarvík. Feigðarboði hrattur rís, byrinn gnoðir svíkur. J. S. B.: — Blóði roðin hanadís blæ úr voðum strýkur. Mín skoðun er sú, að ritstjórar hlaða og tímarita, ættu ekki að taka til birtingar annað en það, sem dómgreind þeirra, eða annara hæfra manna, teldi stórlýtalaust. Að botna vel kveðnar stökur, get- ur verið skemmtileg og þroskandi æfing, bæði fyrir þá, sem það gera og hina, sem lesa það. En sé um andlaust hnoðhögl að ræða, þá er það til niðurdreps aldagömlum listasmekk ljóðelskrar þjóðar. — Yngri kynslóðin hlýtur í hugsunarhætti að inótast af því, sem mest tíðkast á uppvaxtarárum hennar, í þessu sem öðru. Verum þess fullviss, að hin snjalla, íslenzka ferhenda lifir jafn lengi og tungan, en berjumst gegn öllu því, sem orðið gæti til þess að draga úr glæsileik hennar og vinsældum. Isafirði, 7. maí 1945. T. J. Hartmann. Flugvélar Loftleiða h. f. fluttu í aprílmánuði samtals 442 farþega, þaraf til og frá Isafirði 170. Mánuðina maí, júní, júlí og ágúst hefir félagið hugsað sér að haga ferðum þannig, eftir því sem veður og farþegafjöldi leyfa: Til Patreksfjarðar, þriðju- daga og laugardaga. Til Bíldudals, miðvikudaga. Til Þingeyrar, miðvikudaga. Til Flateyrar, fimmtudaga. Til Isafjarðar, mánudaga, fimmtudaga og laugardaga. Ef veður eða aðrar ástæður hamla flugi, þessa ákveðnu daga, verður reynt að ná á- ætlun næsta flugfæran dag. Ennfremur er ætlunin að fljúga á Siglufjörð föstudaga, og aukaferðir eftir þvi sem mögulegt er. -------0------- Karlakór Isaf jarðar söng hér í Alþýðuhúsinu á uppstigningardag. Var kórnum vel tekið af áheyrendum og varð að endurtaka mörg lögin. Einsöngvarar voru Kjartan Ól- afsson og Sigurður Jónsson. Þetta var í fyrsta skiptið sem kórinn söng opinberlega á þessu ári. Söngstjóri kórsins er Högni Gunnarsson. -------0------- BASAR heldur Kvennadeild Slysavarna- félagsins á Isafirði sunnudaginn 27. maí. Félagskonur, sem ætla að gefa muni á basarinn eru vinsamlegast beðnar að koma þeim lil undirrit- aðra frá 22. til 25. maí: Rannveig Guðmundsdóttir, Sundstr. María Hálfdánardóttir, Sundstræti. María Iielgadóttir, Sólgötu Sigrún Guðmundsd., Fjarðarstræti. Sesselja Guðmundsd., Fjarðarstræti. Soffía Helgadóttir, Tangagötu. Alherta Albertsdóttir, Austurveg. Elínmunda Helgadóttir, Tangagötu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.