Baldur


Baldur - 18.05.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 18.05.1945, Blaðsíða 3
B A L D U R 51 B A L D U R (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarm.: Iíalldór Ólafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, Isafirði, Pósthólf 124 „Á skal að ósi stemma“. Nú, þegar ófriðárbálið i Evrópu er loks að slota, hljóta þær spurningar að véra efst í hugum l'lestra manna: Hvernig tekst sigurvegurunum „að vinna friðinn?“ eins og það cr orðað. Verður nú svo frá al- þjóðamálum gengið, að ekki þurfi að óttast að til slikra á- taka þurfi a'ð koma á alþjóða- vettvangi, sem þeirra er nú hafa staðið yfir. i því nær sex ár? Þessum spurningum er eng- inn kostur að svara hér. Ákvarðanir hinna sigrandi þjóða um að kveða niður með öllu áhrif nazista í Þ)rzkalandi og hvar sem er í heiminum, eru áreiðanlega spor í þá átt að tryggja öryggi og frið. En þegar um það er að ræða að þurrka með öllu út áhrif naz- ismans og útrýma þeim höl- valdi mannkynsins svo ræki- lega að hann fái ekki risið upp aftur í einhverri mynd, þá nægir ekki að losa heiminn við nokkra nazistaforingja, ef ekki er um leið grafið fyrir orsök þessar meinsemdar og hún rif- in upp með rótum. Það er öllum vitanlegt að nazisminn í Þýzkalandi var runninn undan rifjum þýzka auðvaldsins. Hann var síðasta tilraun Junkaranna, bankaauð- valdsins og vopnaframleiðand- anna í Þýzkalandi, til þess að viðhalda völdum sínum. Naz- istaforingj arnir eins og Hitler, Göring, Göbhels, Himmler og fleiri, voru aðeins verkfæri sem auðdrotnar Þýzkalands notuðu til þess að viðhalda völdum sínum enn um jjtund. Og það var ekki aðeins þýzka auðvaldið sem fóstraði ófreskju nazismans við brjóst sér, heldur veitti auðvald alls lieimsins henni næringu eftir því sem það hafði getu og þor til. Við munum öll eftir Spán- arstyr j öldinni, Munchensátt- málanum fræga og fleiri at- burðum á árunum fyrir heims- styrjöldina, allt voru það til- raunir heimsauðvaldsins til að tryggja veldi þýzka nazism- ans í þeirri von að hann yrði til þess að bjarga því frá fyrir- sjáanlegu hruni. Nú hefur mannkynið fengið sex ára dýrkeypta reynslu l'yr- ir þvi hvaða afleiðingar það hafði að stuðla að vexti þess- arar ófreskju, og fangabúðirn- ar, sem brezkir og amerískir þingmenn og blaðamenn hafa skoðað í Þýzkalandi, hafa sannfært allan heiminn um að frásagnirnar um pyndingar þýzkra nazista á fyrstu valda- árum þeirra voru ekki aðeins kommúnistaáróður, eins og þá var almennt haldið, heldur nakinn og viðbj óðslegur veru- leiki. „Á skal að ósi stemma“, sagði Þór forðum. Nazisman- um verður ekki útrýmt fyrir fullt og allt nema algerlega sé grafið fyrtir rætur hans, og það verður aðeins gert með því að útrýma þýzka auðvaldinu fyr- ir fullt og allt og fá þýzka verkalýðnum og þýzku sveita- alþýðunni allar auðlyndir landsins í eigin hendur. Verði það gert þarf ekki að óttast að Þýzkaland verði að nýju friðarspillir í heiminum. Verði hinsvegar ekkert við þýzka auðvaldinu hreyft og því leyft að þróast eins og það hefur gert hingað til þarf ekki að efa, að því muni takast að skapa sér aðstöðu til að koma af stað nýjum ófriði ennþá ægilegri en þeim sem nú er að ljúka. En það er ekki nóg að al- þýðan taki völdin í Þýzkalandi einu, enda þótt slíkt væri mik- ilvægt spor til að tryggja ör- yggi og frið í heiminum. Frið- ur verður því aðeins tryggður að alþýða allra landa taki völdin í sínar hendur og öllum löndum heims verði stjórnað í anda samstarfs og liræðralags. Utsvarsskrá Isafjarðarkaupstaðar fyrir árið 1945 liggur frammi á bæjarskrifstofunni dagana 22. maí til 4. júní, að báðum dögum meðtöldum. Kærufrestur er til 4. júní að kvöldi. Kærur ber að stíla til niðurjöfnunarnefndar og af- henda þær á skrifstofunni. Isafirði, 18. maí 1945. f. h. Niðurjöfnunarnefndar Jón Guðjónsson. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðar- för mannsins míns og föður okkar, SIGTRYGGS GUÐMUNDSSONAR, vélsmiðs. Guðrún Pálsdóttir og börn. Skráning atvinnulausra. Allir þeir, sem nú hafa enga atvinnu fyrir stafni, eru beðnir að mæta á Vinnumiðlunarskrifstofunni næstu daga til skrásetningar. Opið alla virka daga frá kl. 10— 12 f. h. og 1—3 e. h. nema laugardaga frá kl. 10—12 f. h. VINNUMIÐLUNARSKRIFSTOFAN Á ÍSAFIRÐI. Bókasafn ísafjarðar. Allir, sem hafa bækur að láni úr Bókasafni ísafjarð- ar, geri svo vel að skila þeim fyrir 28. þ. m. — Opið dag- lega á venjulegum útlánstímum. Isafirði, 14. maj 1945. BÓKA VÖRÐUR. Tilkynning til útgerðarmanna frá Síldarverksmiðjum ríkisins. Þeir útgerðarmenn, sem óska að selja Síld- arverksmiðjum ríkisins afla síldveiðiskipa sinna i sumar eða leggja aflann inn til vinnslu, til- kynni verksmiðjunum þátttöku fyrir 15. maí n. k. Er mönnum fastlega ráðlagt að senda um- sóknir innan tilskilins frests, þar sem búast má við, að ekki verði hægt að taka við síld af þeim, sem ekki hafa sótt fyrir 15. maí, og samnings- bundnir viðskiptamenn ganga fyrir öðrum um viðskipti. Samningar hafa verið gerðir um sölu allra afurða verksmiðjanna á sumri komanda fyrir sama verð og síðastliðið ár. Þegar kunnugt er um þátttöku, verður hrá- efnisverðið ákveðið og tekin ákvörðun um rekst- ur verksmiðjanna. SlLDARVERKSMIÐJUR RlKISINS. FRAMHALDSSAGA Með þessu blaði Baldurs hefst ný framhaldssaga. Þessi saga verður ekki löng, en hún er þeim koslum búin að vera bœði skemmtileg og spennandi, sem kallað er. En sag- an er auk þess, fyrir inargra lilivJa sakir, athygglisverð. Bezta tryggingin til að fylgjast með sögunni frá byrjun er að ger- ast áskrifandi að blaðinu nú þeg- ar. Snur við grein Jens í Káída- lóni kemur í næsta blaði. Prentstofan Isrún h. f.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.