Baldur


Baldur - 31.05.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 31.05.1945, Blaðsíða 2
58 B A L D U R Landráðamaður náðaður. fyrir hverjar 20 þúsund krón- ur í framlagi. Tillögur 7 manna nefndar- innar voru síðan saniþykktar i einu hljóði af fulltrúafundin- um. Einnig var stofnsamning- urinn samþykktur sem upp ka.st, er bæjar- og sveitarfélög tækju til afgreiðslu heima fyr- ir og sendu svör við sem l'yrsl. Þá var samþykkt að veita undirhúningsnefnd heimild fyrir 150 þús. kr. lántökif vegna undirbúningskostnaðar. Sæmundur Ölafsson, verzl- unarstjóri á Bíldudal var kos- inn í undirbúningsnefnd í stað Jafels dtjartarsonar, sem ekki gat starfað áfram í nefndinni. Fulltrúar Hólshrepps, Eyrar- og Súðavíkurhrepps undirrit- uðu fundargerð með fyrirvara. .......o-------- Bærinu og nágrennið Handavinnusýning í húsmæSra- skóltmum. Siðara náinskeiði húsmæðraskól- ans liér á Isafirði er nýlega lokið. Siðastliðinn sunnudag var handa- vinna námsmeyja almenningi til sýnis í skólanum. Málti þar sjá marga prýðilega fallega og eigulega muni, útsaumaða dúka, ol'in og út- saumuð púðaver, veggteppi o. f 1., ofna gólfdregla og ábreiður, flos- ofnar gólfmottur og.ýmislegt ann- að, sem Baldnr veit ekki nöfn á, Allir voru þessir munir vandvirkn- islega og vel gerðir að dómi þeirra, er þekkingu hafa á þeim hlutum, og sýningin í heild bar þess vott, að námsmeyjarnar hafa notað vel liinn stutta námstíma og lagt. sig fram við hannyrðirnar. Forstöðukona luismæðraskólans er fröken Þórey Skaftadóttir. Náms- ineyjar voru 19 víðsvegar að af landinu. Unglingaskóli starfaði í fyrsta sinni á Bíldudal í vetur. Skólatími var 3 mánuðir. Námsgreinar voru íslenzka, enzka, danska, reikningur og heilsufræði. Skólastjóri var sóknarpresturinn, séra Jón ísfeld, en auk hans kenndu við skólann Ólafur P. Jónsson, hér- aðslæknir, Sæmundur Ólafsson, verzlunarstjóri og Jafet Hjartarson. Nemendur voru 12—14. Calalinuflugbátur Flugfélags tslands kom hingað lil ísafjarðar frá Beykjavík í fyrsla skipti sl. sunnudag. Lenti hann hér við Norðurtangabryggjuna um kl. 8 um kvöldið. Safnaðist mikill mann- fjöldi saman til þess að sjá þegar flugbálurinn lenti og skoða liann ef þess væri nokkur kostur. Nokkr- ir konnist uin borð í liann, en langsamlega fleslir urðu að láta sér nægja að horfa á hann, þar sem hann sat á sjónum, Með flugbátnum voru 24 farþegar auk áhafnar. Meðal farþega voru: Flugmálastjóri Erling Ellingsen, Othar Ellingsen, bróðir lians, for- maður Flugfélags lslands, Helgi Guðmundsson bankastjóri, Valdi- mar Björnsson o. fl. Flugbáturinn fór héðan aftur til Reykjavíkur milli 11 og 12 um’ kvöldið. Flugbátur þessi kom hingað til lands i október í haust. Hefur hon- um verið breytt hér í farþegaflug- vél, sem rúmar 22 farþega. Áhöfn hans er 4 menn, 2 flugmenn, loít- skeytainaður og vélamaður. Ilann verður notaður til fárþegaflugs hér innanlands fvrst um sinn. En þeg- ar millilandaflug hefst er ætlunin að nota liann lil þess. í flugi inilli landa getur hann tekið 15 farþega. „Staðfesting hefur l'engizt á því, að Andreas J. Godtfredsen hal’i verið náðaður af forseta Islands, sajnkv. tillögu núver- andi dómsmálaráðherra Finns J ónssonar. Þótt undarlegt megi virðast, liefur ekkert blaðanna skýrt frá þessari náðun enn sem komið er. Þótt forseti Islands undirskrifi náðunina, svó sem konungur áður, þá er náðunin gerð á ábyrgð dómsmálaráðherra, og gagnrýninni því fyrst og fremst beint þangað. Með hæstaréttadómi 2. l'ebr. s. 1. var A. J. Godtfredsen dæmdur í 7 mánaða fangelsi fyrir landráð. Til frádráttar refsingunni átti að köma gæzluvarðhahl hans frá 6. apríl til 4. ágúst 1943. Mikið al' þeiin tíma, sem talinn er til gæzlu- varðhaldsins, dvaldist hann á Kleppi til rannsóknar, svo að gengið yrði úr skugga um, hvort hann væri hegningar- hæfur eða ekki. Raunveruleg tildæmd refsing er því ekki nema 2 mán. og 29 dagar. Tildrög málsins voru þau, að í enska blaðinu „The Fishing Ne\vs“ birtist undir gerfinafni í febrúar 1943 rætin róggrein um íslenzka sjómenn og út- gerðarmenn. 1 grein þessari voru Islendingar og sérstaklega sjómenn og útvegsmenn rang- lega sakaðir um skemmdar- starfsemi og aðrar mótgerðir gegn Bretum. Voru Bretar hvattir til jiess að beita- Islend- inga hörðu, meða.1 annars með jiví að lækka fiskverð um 60— 70% og hækka verð á nauð- synjavörum til íslendinga. Samkvæmt hæstaréttardómi „var greinin því líkleg til að valda sérstakri íhlutun erlends ríkfs um málefni íslenzka rík- isins“. Grein J)essi vakti mikla athygli og fyrst eftir a.ð hún bírtist var hvergi nærri laust við, að ýmsir yrðu lil |)ess að henda hnútum að íslenzkum sjómömnun erlendis, í anda j)essarar greinar. Greinarhöfundurinn, sem birti grein sína undir gerfi- nafninu „polilicus“, ætlaði sér að vega að íslenzkum sjó- mönnúm og útgerðarmönnum úr mvrkrinu, þannig að ekki næðist til hans. Andreas J. Godtfredsen hafði um áratugi troðið Islendingum um tær í rétti þess, að hann var danskur ríkisborgari. Höfðu kynni Islendinga af manninum verið þau, að þeg- ar fréttist um hina rætnu róg- grein i „Fishing Ne\vs“ var bann almennt talinn höfundur- inn, enda kom í 1 jós við réttar- rannsókn, að svo var. Alinenn- ingsálitið kvað slrax upp sinn dóm yfir Godtfredsen, og búizt var við, að hann vrði dæmdur í fangelsi, meðan stríðið stæði, en síðan gerður landrækur. Hann var sekur um þann glæp að bera saklausa menn hinum þyngstu sökum, sem, el' sannar hefðu verið, hefðu varðað frelsissviftingu og fjör- Ijóni sjómanna og lieill og heiður íslenzku þjóðarinnar. Svo langl gengur ósvífni Godtl'redsens í garð Islendinga, sem hann hafði þó notið fyllstu gestrisni hjá, að hann skirrist ekki að bera róg sinn á borð hjá stórþjóð, sem á í ófriði, á þeim vettvangi, þar sem rógur- inn var hættulegastur Islend- ingum, ef trúnaður var á hann lagður. Godtfredsen var bæði af undirrétti og hæstarétti dæmd- ur svo vægt, að furðu vakti. 1 báðum dómum er ein aðalrefs- ingin sú, að hann er sviftur kjörgengi og kosningarétti, réttinum sem hann hefur aldrei haft hér á landi. Gangur málsins er þessi: Þegar róggreinin hal'ði birzt, fór ríkisstjórnin á stúfana í leit að sökudólgnum innan- lands og utan. Sakadómari ásamt lögreglu- liði bæjarins greip sökudólg- inn. Sakhæfi hans er rann- sökuð af yfirgeðveikralækni landsim;. Godtfredsen telzt sak- hæfur og er sekur um landráð í undirrétti og í hæstarétti. Það hefur kostað íslenzka ríkið mikið fé að hafa upp á Jiinum seka og l'á hann dæmd- an að landslögum, en um það er ekki að sakast, „því að með lögum skal land byggja en með ólögum eyða“. Godtl'red- sen hefur aldrei sadt fangelsi, lieldur aðeins setið í gæzlu- varðhaldi um tíma, meðan á rannsókn málsins stóð. Sak- lausir jafnt sem sekir geta sætt gæzluvarðhaldi, en nú var komið að því, að Godtfredsen aúti að sæta fangelsi, samkv. hæstaréttadómnum l'rá 2. feb. 1945, en þá er hann náðaður. Til lítils liel'ur vcrið unnið og eytt fé landsmanna, J>egar liægt er fyrir „póliticus“ að af- lýsa öllum þeim sökum al' liöndum Godlfredsen, sem hin langa rannsókn hafð'i leitt í Ijós og dæmdar höfðu verið áf tveiin réttíun. Fyrir hvern eða hverja er verið að vinna með þessari náðun? Og hvað er orðið um réttarvernd íslenzkra sjó- manna? 16. apr. 1945. Konráð Gíslason". (Grein þessi birtist i 4. tbl. Sj ómannablaðsins Víkingur). -------o------- Guðmundur Jóusson barytonsöngvari söng hér í Alþýðuhúsinu í gærkvöldi mcð undirleik Fritz Weisshappels. A söngskránni voru 14 lög el'tir fræg íslenzk og erlend tónskáld, eins og Arna Thor- steinsson, S. Ivaldalóns, Svbj. Sveinbjörnsson, Björgvin Guð- mundsson, Sigl'ús Einarsson, Sigurð Þórðarson, Markús Kristjánsson, Hándel, Wagner o. 11. Auk þess söng Guðmund- ur 4 aukalög. Húsið var fullskipað áheyr- endum og var listamönnunum l'agnað að maklegleikum, enda var söngur Guðmundár bæði fagur og þróttmikill og undir- leikur Fritz Weisshappels framkvæmdur af aðdáanlegri list. Guðmundur Jónsson endur- tekur söngskemmtun sína i kvöld. Hali þessir listamenn þökk fyrir komu sína hingað. -------0------- S j ómannadagurinn er á sunnudaginn kemur Hátíðahöíd dagsins liefjast með liópgöngu sjómanna frá Bæjar- bryggjunni til kirkju kl. 9,30. Guðsþjónusta kl. 10. Kl. 13: skemmtun við liátaliöfn- ina. Fer þar fram reiptog, sund og kappróður. Keppt verður á 2 nýj- um kappróðrabátum. Kl. 17: Knattspyrna á Iþrótta- vellinum og kvikmyndasýning í Alþýðuhúsinu á sama tíma. Um kvöldið kl. 20 hefst skeinmt- tin í Alþýðuhúsinu. Til skemmtun- ar: Ræða: Arngr. Fr. Bjarnason. Sjóinannakór syngur og verðlauu verða aflient. Að lokuni verður dans. 'Merki dagsins verða seld á göl- uniiiii allan daginn. ------ O------- .\fluhroUi óvenjumikil var á Bikludal um næsl síðuslu lielgi. Fvrir innan kauplúuið drógu þrir menn á færi alll að tveimur lonnum af fiski yfir nóllina. Það er óvcnjulegl að svo mikill fiskur fáisl á þessuiu slóðum. Næturvaröarstaða við bæjarsíma- og langlínuafgreiðsluna á Isafirði er laus til umsóknar. Laun samkvæmt XII. flokki launalag- anna (byrjunarlaun 4800, hækkandi upp í 6600 krónur að viðbættri verðlagsuppbót). Námstími einn mánuður með venjulegum námslaun- um talsímakvenna. Eiginhandarumsóknir sendist undirrituðum fyrir 5. júní n. k. Simastj órinn á Isafirði, 29. maí 1945. S. Dalúmann.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.