Baldur


Baldur - 08.06.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 08.06.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÖSl ALIST AFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 8. júní 1945 16. tölublaö. Verðuppbætar á fiski i janúar. Uthlutað rúmlega hálfri miljón króna. Nokkru ef tir áramótin i vet- ur ákvað ríkisstjórnin að fisk- verð til útvegsmanna og sjó- manna skyldi hækka um 15%. Þessa hækkun átti að leggja i verðj öfnunarsj óð er síðar yrði úthlutað úr. Sjóður þessi nam fyrir þrjá fyrstu mánuði ársins rúmlega hálfri þriðju miljón króna. Nú nýlega hefur verið út- hlutað úr homun fyrir janúar- mánuð. Dthlutunarupphæðin nam þá kr. 532.613,82 og skipt- ist þannig eftir verðjöfnuna.r- svæðum. 1. Verðjöfnunarsvæði, er nær yfir allar verstöðvar við Faxaflóa, fékk kr. 388.470,86, verðuppbót á svæðinu 10,68%. 2. Verðjöfnunarsvæði: Sriæ- fellsnes ásamt Patreksfirði og Bíldudal, fékk kr. 17.266,78, verðuppbót á svæðinu 6,056%. 3. Verðjöfnunarsvæði: Norð- urhluti Vestfjarða og Isafjörð- ur, fékk kr. 87.257,15, verð- uppbót á svæðinu 8,655%. 4. Verðjöfnunarsvæði: Allt Norðurland, fékk enga verð- uppbót. 5. Verðjöfnunarsvæði: Aust- urland, fékk kr. 1.835,64, verð- uppbót á svæðinu 9.898%. 6. Vei'ðj öf nunarsvæði: Suð- urland, þ. e. Eyrarbakki og Stokkseyri, fékk kr. 37.783,49, verðuppbót á svæðinu 10,86%. Vei'ðuppbætur til einstakra báta eru skiljanlega æði mis- jafnar eftir aflamagni. Hæsta uppbót fékk m. b. Hilmir frá Keflavík kr. 7.815,47. Hér á Isafirði fengu þessir bátar hæsta uppbót: Sædís kr. 3083,52", Pólstjarnar kr. 3063,20. Ásbjörn kr. 3037,39. Otreikningur verðuppbótar- innar fyrir febrúar og marz er langt kominn og verður birtur innan skamms. Skip Fiskimálanefndar höfðu 15. maí flutt út 11 þúsund tonn af fiski, að verðmæti 13x/2 milj. kr. Allur þessi fiskur var verðjöfnunargjaldskyldur og hefur verið greitt af andvirði hans nærri miljón lu\ í verð- jöfnunargjald. Þá hefur verið sagt upp leigu á 30 færeysku skipanna og í ráði mun vera að segja þeim öllum upp vegna hinna breyttu aðstæðna. Sjómannadagurinn á ísafirði, Skipverjar á Huganum III. unnu verðlaunabikar fyrir reiptog til fullrar eignar. Hátíðahöld sjómannadagsins hér á Isafirði hófust kl. 9,30 með hópgöngu sjómanna frá bæjarbryggju til kirkju. Kl. 10 var guðsþjónusta, séra Sigurð- ur Kristjánsson, sóknarprest- ur, prédikaði. I kirkjunni söng sjómannakór, sem Högni Gunnarsson hafði æft, en Jón- as Tómasson tók að sér stjórn hans í fjarveru Högna. Næst hófst skemmtun á báta- hafnaruppfyllingunni kl. 13. Kristján H. Jónsson, hafn- sögumaður setti skemmtunina. Þá reyndu skipshafnir af Huginn III. og Morgunstjörn- unni með sér í reiptogi og fóru leikar þannig að skipverjar af Huginn III. sigruðu og unnu þar með til fullrar eignar bik- ar þann, sem um \ar keppt, þar sem þetta var í þriðja sinnið í röð sem þeir unnu í þessari keppni. Þes.su næst þreyttu 9 ungir menn kappsund ca. 50 metra vegalengd. Synt var bringu- sund og urðu úrslit þessi: Kristján S. Kristjánss. 55,2 sek. Engilbert Ingvarsson 56,9 sek. Þórólfur Egilsson 57,2 sek. Þorlákur Arnórsson 59,5 sek. Guðrii. Sigurðsson 59,9 sek. Halldór M. Ólafsson 60,2 sek. Kristján J. Kristjánss. 60,8 sek. Halfdán Ólafsson 61,0 sek. Hermann Sigurðsson 61,5 sek. Þá var kappróður, ca. 500 metrar, og voru þátttakendur af 10 skipum. Skipshöfnin af m.b. Sæbirni var hlutskörpust, reri vegalengdina á 3 min. 15,2 sek. og hlaut því róðrarverð- launabikarinn að þessu sinni, en handhafi hans frá í fyrra var skipshöfnin á Huganum I. Næst var skipshöfnin af Val- birni 3 mín. og 16 sek. Aðrir þátttakendur reru vegalengd- ina á þessum tíma: Skipshöfnin á Bryndísi 3 mín. 19,8 sek., Sædísi 3 mín. 21,5 sek., Pólstjörnunni 3 mín. 22 sek., Huganum III. 3 mín. 23,2 sek., Bichard 3 mín. 24,6 sek., Jódis 3 min. 24,8 sek., Morgunstjörnunni 3 mín. 25 sek., Ásdísi 3 mín. 28,4 sek. Keppt var á tveimur nýjum kappróðrabátum er skipa- smíðastöð Marzelíusar Bern- harðssonar hafði smíðað fyrir Sjómannadagsráðið. Heita þeir Frosti og Fjalar og eru hinir mestu kjörgripir, léttir undir árum svo af ber, eins og kapp- róðrarbátar eiga að vera. Stein- ar Steinsson, skipasmiður, smíðaði. bátana að mestu eða öllu leyti og er allur frágang- ur á þeim hinn vandaðasti. Sá var þó galli á gjöf Njarð- ar, að ekki hafði tekist að fá efni í árar er hæfðu skipum og ræðurum. Arar þær, sem notaðar voru reyndust bæði of litlar og" of veikar, brotnuðu tvær eða fleiri í kapróðrinum og urðu að því nokkrar tafir. Kl. 17 var knattspyrnukapp- leikur á Iþróttavellinum milli sjómanna og starfsmanna Is- hússfélags Isfirðinga; starfs- menn Ishússfélagsins sigruðu. Á sama tíma var kvikmynda- sýning i Alþýðuhúsinu. Um kvöldið kl. 20 hófst skemmtun i Alþýðuhúsinu. Kristján H. Jónsson setti skemmtunina, Arngrímur Fr. Bjarnason flutti ræðu. Sjó- mannakór söng undir stjórn Jónasar Tómassonar, kvik- mynd var sýnd og að lokum var dansað bæði í Alþýðuhús- inu, Templarahúsinu og á Upp- sölum. Á kvöldskemmtuninni voru afhent verðlaun fyrir íþx-ótta- afrek dagsins. Meðal verðlauna, sem þarna voru afhent, var silfurskjöld- xir er ölafur Samúelsson smið- ur og kona hans gáfu Jóni Bj örnssyni, Jónssonar skóla- stjóra, í þakklæti og minningxx um að hann bjargaði Samúel syni þeirra frá drukknun hér við bæjarbryggjuna 2. febrúar í vetur. Við björgun þessa hafði Jón sýnt fádæma snarræði, karl- mennsku og kunnáttu, enda hlaut hann björgunarverðlaxin sjómannadagsráðs Beykjavík- xir fyrir mesta björgunarafrek ársins 1945. Þessi verðlaun eru silfurbikar, sem Félag íslenzkra botnvöruskipaeig- enda hefur gefið, og verður hann eign þess,. sem hlýtur í hvert sinn. Jón var staddur í Beykjavik á .sjómannadaginn og tók á móti bj örgunarverðlaununum og naut annars maklegs sóma, sem honum var sýndxir. Hann gat því ekki tekið hér á móti gjöf þeirra hjóna. Faðir hans, Björn H. Jónsson, skólastjóri, tók því við henni í hans stað. Hvaðanæva. Síldarverksmiðjurnar á Siglufirði og Skagaströnd eiga að vera búnar að sumri. Atvinnumálaráðherra skip- aði 5. maí fjögra manna bygg- ingarstjórn fyrir síldarverk- smiðjurnar, sem ákveðið er að reisa á Siglufirði og Skaga> strönd. I stjórninrii eru: Trausti ölafsson, efnafræðing- ur (formaður), Þórður Run- ólfsson, vélaverkfræðingur, Snorri Stefánsson, velkfræð- ingur og Magnús Vigfússon, byggingameistari. Verkefni byggingarstjórnar- innar er að gera f ullnaðaráætl- anir um alla tilhögun þessara verksmiðj a, annast um kaup á efni og vélum og hafa á hendi allar byggingarframkvæmdir. Miðað er við að nefndin skili verksmiðjunum tilbúnum til starfa fyrir síldarvertíð næsta sumar, vorið 1946. Sjóslys við Island 1944. Samkvæmt árbók Slysa- vai'nafélags lslands fórust árið 1944 83 íslenzkir menn og kon- ur, þar af 66 lögskráðir ís- lenzkir sjómenn, sennilega af hernaðarástæðum. Alls fórust 17 skip á árinu, þar af 1 farþegaskip (Goða- foss) 1 togari (Max Pember- ton) 3 flutningaskip (Rafn, Sæ- unn, Búðarklettur), 7 fiskiskip yfir 12 smál. og 5 fiskibátar undir 12 smál. Samtals 2344 smálestir. Rannsóknarstöðin að Keldum. Bockefellerstofnunin hefur ákveðið að veita allt að helm- ing alls kostnaðar við bygg- ingar rannsóknarstöðvar að Keldum í Mosfellssveit og er miðað við að þetta framlag geti orðið 150 þús. dollarar (tæp miljón króna). Björn Sigurðsson læknir, sem unnið hefur að rannsókn- arstarfi hj á Bockefellerstofn- uninni, er staddur í Bandaríkj- unum og er meðal annars að athuga um undirbúning rann- sóknarstofnunarinnar. Bann- sóknarstöðin að Keldum hefur starf að um nokkurra ára skeið og aðallega fengist við rann- sókn búfjársjúkdóma og fleira er að kvikfjárrækt lítur. Hefur hún þegar unnið ís- lenzkum landbúnaði mikið gagn, og við þennan fjárstyrk mun gagnsemi hennar aukast að miklum mun.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.