Baldur


Baldur - 08.06.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 08.06.1945, Blaðsíða 2
62 B A L D U R Uppfylling og hafnargarður í Neðstakaupstað. I Skammtad úp skrínunni. 1 vetur samþykkti bæjar- stjórn tillögu hafnarnefridar um að fela þeim Jóni H. Sig- mundssyni og Marzelíussyni Bernharðssyni að gera tillögur og uppdrætti um uppfyllingu á bilinu milli Bátahafnarupp- fyllingarinnar og Neðstakaup- staðarbryggj unnar. Þeir, Jón og Marzelíus, lögðu síðan til að á þessu bili yrði steyptur varnargarður og síð- an fyllt upp fyrir ofan hann með uppmokstri úr höfninni. Dýpi við garðinn skyldi vera 7,5 metrar. Tillögur þessar voru siðan sendar vitamálastjóra til um- sagnar. Nú hefur borist bréf frá vitamálastjóra og athugasemd- ir við þessar tillögur. Þar læt- ur hann í ljós þá skoðun, að steyptur veggur sé ekki hent- ugur vegna mikils kostnaðar, en telur vera möguleika á að fá 0,3% einblandað stál, sem sé tryggt að muni endast allt að 70 árum. Aftur á móti getur vitamálastj óri ekkert um end- ingu steinsteypuþils. Bréfinu fylgir áætlun um kostnað við 130 metra járnþil, 60 metra fyrirstöðuvegg, 10 000 m3 upp- fyllingu o. fl. og nemur áætl- unin kr. 1 245 000,00. Gert er ráð fyrir 5 metra dýpi um stórstraumsfjöru á 100 metra svæði uppfrá neðra horni Neðstakaupstaðarbryggj unnar, og það telur vitamálastj óri nægilega aukið við viðlegu- pláss í bili. Vitamálstjóri álít- ur óþarft að dýpið við hafnar- garðinn verði 7,5 metrar að svo stöddu, og telur auka- kostnað við það muni nema 350 þús. kr. Hafnarnefnd hefur gert at- hugasemdir við þessar niður- stöður vitamálastjóra, falið bæjarstjóra að leggja málið á ný fyrir hann og fá hann til að endui’skoða afstöðu sína til þesá. Æskilegt telur liafnar- nefnd að fá vitamálastjóra hingað til viðtals. 1 athugasemdum sínum tel- ur hafnarnefnd: 1) að full þöi'f sé á að fá hafnargarð fram á 7,5 meti'a dýpi, 2) að ekki muni líða ýkjalangur tími þar til full þörf verður fyrir liafnargai'ðinn allan. Hafnarnefnd byggir þessar athugasemdir á því, að gert er ráð fyrir að í’eisa fiskiðjuver einmitt upp af þeim stað, sem vitamálastjói'i gerir ráð fyrir að grafa ekki upp, að út- og uppskipun á þungavöi’u flytj- ist að öllu lcyti af núverandi bæjai'bryggju og á þennan fyr- ii’hugaða hafnargarð, og loks, að þegar reist Iiafa verið fisk- aðgei'ðaliús og veiðai’færa- geymslur á núverandi báta- hafnaruppfyllingu, þá skap- ist þörf fyrir stóraukið við- legupláss fyrir fiskibáta þar fram af. Auk þess bendir nefndin á þörfina fyrir aukið landi'ými við höfnina, en það skapast við uppmoksturinn, svo og á það, að bæj arbryggj an getur varla staðið í mörg ár ennþá með þeirri notkun sem á henni er, meðan hún er eina notliæfa hafskipabryggjan hér. Baldur getur að þessu sinni ekki rætt nánar um þetta mál en mun gei’a það siðar ef tæki- færi gefst til. Það er öllum ljóst að umbæt- ur hér við höfnina eru brýn nauðsyn sem enga bið þola og fagnaðarefni að hafnarnefnd og bæjarstjórn undirbúa nii framkvæmdir á því sviði. --------0-------; Bærinn og nágrennið H. f. Djúpbáturinn hefur sótt um styrk úr bæjar- sjóði til mjólkurferða til önundar- fjarðar frá 1. apríl fyrst um sinn, þar til bílfært verður yfir Breiða- dalsheiði og síðan aftur næsta haust, eða meðan ferðir þessar eru reknar með tapi. Samskonar erindi hefur félagið sent sýslunefnd Vestur-Isafjarðar- sýslu. Bæjarstjórn frestaði ákvörðun í málinu á fundi sínum 18. maí s. 1. og óskaði eftir að forstjóri Djúp- hátsins legði fram fjárhagsáætlun fyrir ferðir þessar, svo að séð verði nokkurnveginn hvort halli verði á ferðunum og hvaða aðilar liugsanlegt væri að hæru hann á- samt bænum. Á bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld lágu fyrir upplýsingar forstjóra li.f. Djúpbátsins um reksturskostnað bátsins. Samþykkti bæjarstjórn þá svo- hljóðandi tillögu; „Bæjarstjórn telur þær upplýs- ingar sem fyrir liggja um útgerðar- kostnað Djúpbátsins algerlega ó- fullnægjandi, en samþykkir að styrkveitingin gildi að svo stöddu aðeins þar til vegir opnast vestur í sumar og verði málið síðan at- liugað á ný fyrir haustið“. Styrkur sá sem bæjarstjórn sam- þykkti að veita nemur allt að 200 kr. á ferð og verður fyrst um sinn veittur frá 1. apríl s.l. og þar til Breiðadalsheiði er orðin bílfær. 17. júni. Bæjarstjórn liefur samþykkt að kjósa þriggja manna nefnd til að fylgjast með hátíðahöldum íþrótta- félaganna 17. júní, en þau munu að þessu sinni annast þessi liátíða- höld. Einnig samþykkti bæjarstjórn að kjósa eftirleiðis fasta nefnd, sem beiti sér fyrir hátíðahöldum á þjóð- hátíðardeginum. 1 nefndina voru kosnir að þessu sinni: Grímur Kristgeirsson, Ilalldór Ólafsson, Halldór Halldórsson. Reikningar hafnarsjóbs 19H liafa nú verið lagðir fram endur- skoðaðir og vísað til annarar um- ræðu í bæjarstjórn. Eignir umfram skuldir námu í árslok kr. 930.828,43 en gjöld um- fram tekjur voru kr. 120.985,16. UPPFYLLINGU er nú verið að byggja með fram Pollinum í áframhaldi af uppfyll- ingunni neðan við bæjarbryggjuna og niður að Aðalstræti 15. Er upp- mokstrinum úr kjallara nýja hús- mæðraskólans ekið þangað, en grjót hlaðið fyrir framan til varn- ar. Þegar uppfyllingu þessari er lokið verður fært fyrir bifreiðar af bæjarbryggjunni meðfram Pollin- um alla leið niður á Aðalstræti hjá pósthúsinu; ætti umferð bifreiða um Hafnarstræti þar með að geta minnkað að miklum mun. BlLVOGINA ÁTTI AÐ SETJA HJÁ BÆJARBRYGGJUNNI 1 sambandi við þessar fram- kvæmdir er ekki- úr vegi að rifja upp deilurnar, sem risu hér innan bæjarstjórnar og utan, þegar verið var að ákveða stað fyrir bryggju- vog hafnarsjóðs. Bæjarfulltrúar Sósíalistaflokksins lögðu til að vog- in yrði sett hjá bæjarbryggjunni, nokkru fyrir ofan skúr bryggju- varðar. Sýndu þeir fram á, að vog- in lægi miklu betur við til notk- unar á þeim stað en þar sem hún var sett niður. Ennfremur bentu þeir. á, að með því að fylla upp meðfram Pollinum, eins og nú er verið að gera, mætti aka af bæjar- bryggjunni eftir. svokölluðu sóða- sundi og áfram niður á Aðalstræti hjá Pósthúsinu. Væri þar með eng- in töf fyrir bifreiðar að nota vigt- ina og auk þess væri hægt að stöðva með ollu akstur niður Hafn- arstræti, þegar verið væri að skipa upp koltim og annari þungavöru, sem ryk og önnur óþrif stafa af. Haraldur Guðmundsson skrifaði ítarlega grein um þetta í Baldur á sínum tíma og §ýndi fram á hversu fjarri öllu lagi væri að setja vogina þar sem hún er hú. En allt kom þetta fyrir ekki. Hinir vísu feður, meirihluti bæjar- stjórnar, létu þessar bendingar eins og vind um eyrun þjóta og settu vogina á einn þann óhentugasta Viðgerðin á bæjarbryggjunni kost- aði 309 þús kr. Ilafnarnefnd liefur samþykkt að fela þeim Jóni H. Sigmundssyni og Marzelíusi Bernharðssyni að atliuga ástand bryggjunnar og semja skrá yfir efni sem vantar til að ljúka viðgerð á henni. Sjötti Svíjjjóöarbáturinn. Nokkru eftir áramótin í vetur sendi Arngrímur Fr. Bjarnason o. fli bæjarstjórn beiðni um aðstoð til að kaupa 80 smálesta bát frá Sví- þjóð. Erindið var rætt á fundi bæj- arráðs 16. apríl, á þeim fundi mætti Indriði Jónsson, skipstjóri, en hann er einn af umsækjendum. Gaf liann þær upplýsingar, að ætlun þeirra félaga væri að stofna nýtt lilutafélag lil kaupa á 80 smálesta skipi frá Svíþjóð. Á bæjarstjórnarfundi 6. þ. m. var samþykkt, eftir tillögu bæjar- ráðs, að þessu nýja hlutafélagi verði veitt vaxtalaust lán með sömu kjörum og skilmálum og Skutli h. f. og öðrum útgerðarfélögum, sem fengið hafa samskonar lán hjá b'æj- arsjóði. Lánveiting þessi verði tek- in upp í fjárhagsáætlun næsta árs, og sérstakur samningur gerður við félagið um lánið. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn, með 5 samhljóða atkyteðum, að veita ekki fleiri slík lán til skipa- kaupa að svo komnu. Vegavinnuvélar til Veslfjaröa. Bréf hefur fyrir nokkru borizt frá vegamálastjóra, þar sem hann segir að sér sé Ijós þörfin á að út- stað sem völ var á. Þeim hafði nú einu sinni komið til hugar að setja vigtina þarna, og þá varð það að gerast, hversu gild rök sem mæltu á móti því. Nú munu allir geta séð, ef þeir vilja eitthvað athuga málið og eru ekki steinblindir af kratatrú, að staður sá, sem sósíalistar og fleiri bentu á fyrir vogina, var sá lang- samlega hentugasti, sem hægt var að fá hér. Þetta munu líka allir viðurkenna nema meirihluti bæjar- stjórnar, sem alltaf lítur með vel- þóknun á verk sín og sýnist þau harla góð hversu mikil afglöp, sem þau eru. HEIMILISBÖL Fyrir nokkru lýsti einn fróm- ur Framsóknarmaður, Jónas Bald- ursson að nafni, heimilishögum Framsóknarflokksins á þessa leið: „Ekki mun neitt um langa tíð hafa sært einlæga Framsóknar- menn eins djúpt og ágreiningur sá, sem kominn er upp milli forustu manna Framsóknarflokksins. Þeir hafa litið á hann sem hörmulegt heimilisböl, böl, sem þeir raunar ekkert fengju viö ráðið, en sem bæri þó að reyna að mýkja og milda eftir föngum, böl, sem væri alltaf viökvæmt um að ræóa opin- berlega og sem þeir trúöu og von- uðu að jafnasl mundi er fram liöu tímar". (Leturbreytingar Baldurs). Þessi lýsing sýnir að ástandið er nú ekki sem bezt á bæ Framsóknar og ekki friðvænlegt þar innan- veggja. En þrátt fyrir allan heimil- isófrið eru húsbændurnir þar þó sammála um eitt, og það er aff reyna að stuðla að sem mestum ill- deilum og ófriði milli flokka og stétta á landi hér. Þessir flokksfor- ingjar, sem talið hafa sitt aðalhlut- verk að jafna deilurnar milli öfga- flokkanna, er þeir nefna svo, gleyma nú jafnvel öllum innbyrðis ófriði og gera allt sem þeir geta, til þess að spilla því, að þessir flokkar vinni saman að þjóðnytjamálum. vega vélar til vegagerðar og vega- viðhalds í Isafjarðarsýslum, og að hann geri ráð fyrir að senda til Isafjarðar jarðýtu og vegahefil jafnskjótt og úr rætist um útvegun slíkra véla. Vegamálastjóri segir í bréfinu, að jarðýturnar séu mjög vel fallnar til snjómoksturs, og þeg- ar að því komi að senda þessar vegavinnuvélar vestur, rnuni verða gefinn kostur á að láta þær vinna fyrir bæinn. Keppni i frjálsum íþróttum. Dagana 4. og 5. júní gekkst 1. B. 1. fyrir keppni í frjálsum íþróttum drengja 10—14 ára. Keppendur voru 24 frá þrem fé- lögum: Knattspyrnufél. Herði, Ksf. Vestra og M. 1. Ármanni í Skutuls- firði. Urslit í einstökum greinuin urðu þessi: 60 m. hlaup: Ingimundur Erlendss. (H) 9,1 sek. Sigurður Adólfsson (H) 9,1 — Sigursveinn Jóhanness. (V) 9,9 — Bragi Guðmundsson (H) 10,1 — 300 m. hlaup: Magnús Ingólfsson (Á) 44,7 sek. Þórhallur Ólafsson (Á) 48,8 — Garðar Hinriksson (H) 48,0 — Jens Sumarliðason (H) 49,1 — 1600 m. hlaup: Garðar Hinrikssin (II) 5:27,5mín. Ólafur Þórðarson (H) 5:30,0 — Jens Sumarliðason (H) 5:31,5 — Sigurðurlngvarsson (V) 5:32,0 — Langstökk: Þórhallur Ólafsson (Á) 4.40 m. Jens Sumarliðason (H) 4,34 — (Framliald á 4. síðu.)

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.