Baldur


Baldur - 08.06.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 08.06.1945, Blaðsíða 3
BA'LDUR 63 BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, lsafirði, Pósthólf 124 Tvö stórmál. I 14. og 15. tölublaði Bald- urs var getið tveggja merki- legra mála, sem líkur eru til að verði efst á baugi í umræð- um manna á meðal nú á næst- unni. Mál þessi eru: Tillaga þeirra Haralds Guðmundssonar og Högna Gunnarssonar um að bæjarstjórn gangist fyrir stofn- un togaraútgerðarfélags hér í bænum og bæjarsjóður leggi þegar fram fé i þvi skyni, og raforkumál Vestfjarða, sem nýlega hefur verið rætt á fundi hér. Þetta eru hvorttveggj a mestu nauðsynj a málin sem nú eru á dagskrá hér á Vestfjörðum. Lífsafkoma okkar Vestfirð- inga byggist því nær eingöngu á sj ávarútvegi, það hlýtur þvi að vera mikils vert að efla hann og auka sem mest og búa hann sem beztum og fjölbreytt- ustum tækjum, bæði skipum og veiðarfæi'um. Sérstaklega er þetta nauðsynlegt fyrir bæ eins og Isafjörð, sem algerlega lifir á sjávarútvegi. Á það hefur marg oft verið bent að togaraútgerð hér myndi vera arðsamur atvinnu- vegur og hin mesta lyftistöng fyrir bæjarfélagið í heild. At- vinna skipverja á togurum er yfirleitt tryggari og arðsamari en á öðrum skipum. Dtgerð þeirra fylgir venjulega mikil vinna í landi og aukin við- skipti, þannig mætti fleira telja. Þá er á togurum hægt að sækja afla lengra að en kostur er á smærri skipum, og flytja hann hingað ef hag- kvæmt þykir og nauðsynlegt er vegna atvinnu i bænum. Allt þetta og margt fleira mælir með því að hér verði hafist handa um togaraútgerð og þessu mikla nauðsynj amáli haldið vakandi og hrynt í framkvæmd svo fljótt sem. kostur er á. En um leið og ráðstafanir eru gerðar til þess að ná sem mestu gulli úr greipum ægis, verður jafnframt að tryggj a fullkomna nýtingu þess sem aflast. Auknum sj ávarútvegi verður að fylgja aukinn fisk- iðnaður, en það getur því að- eins orðið að nægileg og ód>T orka fáist til þeirrar starfsemi. Orkuverið, sem nú er rætt um að reisa hér á Vestfjörð- um, er einmitt slíkur aflgjafi. Takist að koma því á fót er engum efa bundið að skilyrði til aukins iðnaðar batna mikið og þar með aðstaða til sam- Embættaveitingar Siðustu embættaveitingar nú- verandi dóms- og félagsmála- ráðherra, Finns Jónssonar, eru þannig að fullkomin á- stæða er til að á þeim sé vakin athygli. Þessi ráðherra hefur í öllum embættaveitingum farið al- gerlega að eigin geðþótta og án þess að hafa samstarfsmenn sína með í ráðum. Meira að segja var jafn þýðingarmikil ráðstöfun og fjölgun dómara í Hæstarétti framkvæmd án þess að vera rædd á rikisstj órnar- fundi, og hinir ráðherrarnir höfðu ekki hugmynd um að heimildin um dómarafjölgun yrði notuð, fyr en dómsmála- ráðherra tilkynnti það hátið- lega í útvarpið á afmæli Hæsta- réttar. Bæjarfógetaembættið á Ak- ureyri veitti þessi sami ráð- herra flokksbróður sinum, Friðjóni Skarphéðinssyni, en gekk fram hjá umsækjendum, sem bæði fyrir embættisaldur og aðra kosti stóðu langt um nær að fá þetta embætti. Þá kastar fyrst tólfunum í síðustu embættaveitingum þessa ráðherra. Hann gerir sér þá hægt um hönd og veitir tveimur flokks- bræðrum sínum og einum Framsóknarmanni þrjú feit og umfangsmikil embætti. Stefán Jóhann Stefánsson, formann Alþýðuflokksins set- ur hann forstjóra Brunabóta- félags Islands, Framsóknar- manninum Bergi Jónssyni, sýslumanni í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeta í Hafnarfirði, veitir hann saka- dómaraembættið í Reykjavík og frambjóðanda Alþýðu- flokksins i Gullbringu- og Kjósarsýslu, Guðmundi I Guð- mundssyni, veitir hann sýslu- mannsembættið i þessari sýslu og bæjarfógetaembættið i Hafnarfirði. Sýslumannsembættið i Gull- bringu- og Kjósarsj'slu er ekki einu sinni auglýst laust til um- sóknar. Blekið er tæplega þornað á veitingabréfi Bergs Jónsson- keppni á því sviði. Með því að vinna fiskinn og aðrar sjávar- afurðir sem mest hér innan- lands í stað þess að flytja hann út sem hálf- eða óunnið liráefni, eins og nú er gert, verður langtum meiri, fjöl- breyttari og stöðugri vinna við fiskfranileiðsluna. Það er þessvegna eðlilegt og sjálfsagt að þessi tvö stórmál, aukinn sj ávarútvegur og bygg- ing raforkuvers á Vestfjörðum séu á dagskrá samtímis. Bæði þessi mál styðja hvort annað. Framkvæmd þeirra þýðir betri lífsafkomu hér á Vestfjörðum, fjölbreyttara atvinnulíf, meiri menningu. Finns Jónssonar. ar fyrir sakadómara embætt- inu, þegar Finnur Jónsson leggur fyrir foi’seta svohljóð- andi tillögu: „Um embætti þetta, sem ekki hefur verið augtýst laust til umsóknar, hefur sótt einn umsækjandi, Guðmundur 1. Guðmundsson, hæstaréttarlög- maður, og er það skoðun mín að veita beri honum embætt- ið“. Þessi aðferð í embættisveit- ingu er hreinasta hneyksli. Það er engin afsökun fyrir Finn Jónsson þólt siðleysi, eins og þetta liafi verið framið áður af einhverjum öðrum. Það bætir heldur ekld úr skák, þótt Alþýðublaðið reyni að afsaka þessar pólitísku veit- ingar með því að hlaða lofi á, þessa menn, og þá auðvitað sérstaklega á flokksbræður sína, Guðmund I. Guðmunds- son og FriðjónSkarphéðinsson, og fullyrði að ríkið megi „vera þakklátt fyrir að fá slíka menn í þjónustu sína“. Hversu mik- ið og gott sem segja má um þessa nýju sýslumenn, er svo þyrir að þakka, áð margir þeirra embættismanna, sem að réttum lögum og venjum stóðu nær þessum embættum en þeir, hafa sýnt þá hæfileika og trúmennsku í störfum að eng- in ástæða er til að vera sér- staklega þakklátt fyrir að ó- rétti er beitt í embættaveit- ingum þessum. Hitt er ofur skiljanlegt, að Alþýðublaðið sé þakklátt, þeg- ar það sér að dómsmálaráð- herrann hefur hér tekið upp þráðinn frá stjórnartíð Fram- sóknar- og Alþýðuflokksins að veita embætti aðeins eftir póli- tísku mati. Og ekki dregur það úr þakklæti þeirra, þegar sam- herjarnir úr Framsókn eiga einnig að verða gæðanna að- njótandi, eins og veiting saka- dómaraembættisins gefur ótví- rætt til kynna. ----—0--------- Samkomuhús er nú verið að byggja á Bíldu- dal og verður því lokið í suruar. Hreppurinn leggur fram nokkurt fé til byggingarinnar og auk þess hefur töluvert safnast í frjálsum samskotum, en aðaleigandi hússins verður Sjálfstæðisfélagið á Bíldu- dal. — þá eru þeir tryggðir frá þeirri stundu Sjóvátryqqi EF ÞÉR HRINGIÐ í síma 245 og biðjið um bruna- tryggingu á hús- munum yðar — aqfslandst Umboð á Isafirði: Verzlun J. S. Edwald Sími 245.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.