Baldur


Baldur - 17.06.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 17.06.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÓSIALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 17. júní 1945 17. tolublað. Jón Sigurðsson og sam- band hans við þjóð sína. Islenzka þjóðiii valdi l’æð- ingardag Jóns Sigurð'ssonar sem stofndag lýðvcldis á Is- landi. Þetta var engin tilviljun heldur eðlilcg og sjálfsögð á- kvörðun, seni byggðist á því, að Jón Sigurðsson var 'sá stjórn- inálaleiðtogi Islendinga, scm liæst ljar og störf hans og bar- átta í sjálfstæðismáli þjóðar- innar meiri cn nokkurs annars, Þeini störfum og haráttu helg- aði hann lífskrafta sína alla og fórnaði fyrir þá ■ baráttu em- hættum ,og öðrum tímanlegum gæðum. Urn þessi störf og baráttu Jóns Sigurðssonar hefur ofl verið ritað áður og mun verða gert, því bæði er það að af miklu er þar að taka og ekki verður svo minnst frelsisdags þessarar þjóðar, að um leið sé ekki getið, að meira eða minna leyti, þess mannsins, sem frek- ar öllum öðrum vann að því að þjóðin fékk þetta frelsi. Hér verður ekki rakin har- áttu- og starfssaga Jóns Sig- urðssonar, aðeins drepið á eitt atriði hcnnar, sem sjaldan hef- ur verið minnst á,, og það er samband hans við þá alþýðy, sem hann háði haráttu sína fyrir. - Jón Sigurðsson lii’ði öll manndóms og starfsár sín i fjarlægu landi. Samgöngur við það voru þá mjög strjálar og erfiðar Blöð voru þá engin á Islandi og á allan hátt miklum erfiðleikum bundið að hafa samband við landsmenn. En Jón Sigurðsson notfærði sér þau meðöl sem í'yrir voru. Ásamt öðrum Islendingum í Kaupmannahöfn stofnaði hann timaritið Ný félagsrit. 1- því riti var hann lífið og sálin og það flutti skoðanir lians og kenn- ingar til landsmanna. En Jón Sigurðsson lél sér ekki nægja að hal’a samhand við landa sína í gegnum þetta rit eingöngu, heldur hafði hann lifandi og náið samband mcð ])réfaskriftum við fjölda manna í öllum Iiéruðum lands- ins. Bréf' Jóns Sigurðssonar skipta þúsundum og þau eru meira en bréf um cinkamál. í þeim ræðir liann við vini sína og samherja öll þau vandpmál, sem efsl eru á baugi og hann hcfur mcsthn áhuga l’yrir, legg- ur á ráðin um framkvæmdir, hvcrnig liaga skuli baráttunni í einstökum alriðum, hvetur og leiðbeinir. Þessum bréfum mætti hclzl likja við dagblöð eða vikublöð nú^á dögum. I þeim birti Jón Sigurðsson skoðanir sínar, ekki eingöngu þeim, sem þau eru stíluð til, heldur miklu fleiri. Hér er ekki rúm til að birta kafla úr þessum bréfum Jóns Sigurðssonar, enda er þar úr miklu að velja og vandi að segja hvað taka skal. Hér verða þó birtir kaflar úr tveimur bréfum hans til Torfa skólastjóra Bjarnasonar í Ól- afsdal, og eru þeir valdir vegna þess að þeir sýna mjög vel hversu lilandi áhuga Jón Sig- urðsson hafði á öllu því, er til framfara horfði í atvinnu- og menningarmálum þjóðarinnar og hve mjög hann var á undan sínum tima i þeim efnum. Fyrra bréfið er skrifað i Kaupmannahöfn 18. febrúar 1867. N * Þar segir svo: „Engin ritgjörð hel’ir komið til okkar „um framför Is- lands“, það lítur svo út, sem allir vili framförina, en eng- inn liafi ljósa hugmynd um hvernig hún eigi að komást á. Við erum nú að hóa okkur saman til að gefa út Ný Fé- lagsrit, sem nú hafa legið í aungviti í tvö ár. Það væri gaman ef þér værið nú upp- lagður til að skrifa mér lángt og fróðlegt búnaðarhréf 4rá Skotlandi, sem ég gæti fengið prentað í ritinu. Mér þykir ekk- ert eins vanta einsog búnaðar- ritgjörðir, þvþ ég er á þeirri trú, að það sem okkur riður mest á nú er framkvæmd og framför í allri þekkingu á at- vinnu til sjós og lands, í land- búnaðinum kvikfjárrækt og jarðyrkja í þeim einföldu grcinum sém land vort hefur nægsl af, ghisi, rófum, jarð- eplum — i fiskveiðum betri skip og útbúnaður og duglegir kunnandi sjómenn. Skólar lianda bændacfnum og þcim scm vilja iðka praktiska at- höfn, ekki eiginlega barna- skóla, hcldur únglíngaskólar frá 16—18 vetra, væri okkur ein mesta nauðsyn“. 1 öðru bréfi til Torfa, skrif- uðu í Höfn 25. niarz 1867, ræð- ir hanri þessi sömu mál. Þar kemst harin meðal annars svo að orði: „Þér segið að það þurfi að fyrirbyggja margbýlið. Það er víst satt, en það þarl' að skýra greinilega hvað maður meinar meðmargbýli, og gjöra grein á margbýli og þéttbýli. Þér hafið alla með yður þegar þér mót- mælið þessu, því menn vilja lielzt hafa mílna breiðar lend- ur til að vastra í. Þar um er ég ekki hreins huga, því ég vil ekki víðlendi svo mikið handa. einum að enginn komist vfir að rækta það til túns, engja eða haga. Sundurskipting jarðanna við erfðir; þar komið þér í ensku og skozku lögin, og það cr gott og gaman að heyra hvað þér hafið þar um að segja; en vilj- ið þér þá taka það sem þar af leiðir, höfðingjavald og það sem því fylgir?“ 1 þessum bréfköflum víkui’ Jón Sigurðsson að málum sem enn hafa ekki fengið viðhlýt- andi lausn. En það er atliyglis- vert a,ð i þeim kopia fram skoð- anir sem einmitt nú cru efst á baugi hjá þjóðinni, og þannig er það á fleiri sviðuni. Þó að íslenzka þjóðin hafi nú náð fullu sjálfræði heldur sjálf- stæðisbarátta licnnar áfranl og sú barátta verður háð undir leiðsögn Jóns Sigurðssonar engu síður en sóknin að því niarki sem nú liefur náðst. Jón Sigurðsson var, eins og kunnugt er, fyrst kosinn á þing hér í Isafjarðarsýslum, scm þá voru eitt kjördæmi, og fyrir þetta hérað sat hann á þingi æ síðan. I bréfi til Gísla læknis Hjálmarssonar, skrifuðu í Kaupmannahöfn 26. ágúst 1811, víkur liann nokkrum orðum að þcssari lyrstu kosn- irigu sinni. „Sagt cr að einhver vitleysa sé frá sýslumannsins hendi í kosningunum í Isafjarðarsýslu, og muni verða Gið kjósa upp al tur, svo ekki er reyndar soj)- ið kálið hjá mér þótt í ausuna sé komið, heyrt hefi ég líka, að amtmanni þyki ekki eignar- skjal mitt svo gott sem skyldi og segi að það sé í það hæsta ekki annað en makaskipti niilli föður míns og mín (eins og makaskipti forudsetji ekki eignir á báðar liendur, sem skipt sé?) en segir þó að annað sé hitt, að enginn, og allra sízt hann (Gud bevare^?) muni mæla á móti mér á þinginu. En vertu viss, bróðir minn! ég skal velgja þeim undir uggum einhverntíma ef ég lifi og verð ekki því óheppnari í öllu tilliti, og þó ég komist ekki í þingið í þetta sinn, þá er ekki lolui fyrir skotið samt“. Og Jón Sigurðsson velgdi þeim sannarlega undir uggum dönsku valdsmönnunum og lulltrúum þeirra. Enginn ís- lenzkur stjórnmálamaður liel'- ur verið betur til þeirrar bar- áttu búinn en hann. Hann var manna lærðastur í sögu þjóðar sinnar og hafði þar af leiðandi víðtækari þekkingu á sögulegum réttindum hennar. Hann hafði líka víðtæka ylir- sýn yfir þær þjóðfrelsisstefnur- sem á hans dögum voru efst á baugi meðal þjóðanna og riæga þckkingu lil að velja og hafna. Honum var líka, öllum öðr- um fremitv, ljóst, að því aðeins var sigurs að vænta í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar, að allir stæðu saman. Rauði þráð- urinn.í öllum bréfum hans-og ritgerðum er livattningin um saniheldni: „Ef það tekst að halda hóp, þá er ég viss um riieð guðs hjálp að við náum réttinduirí okkar, þótt langt sé að híða þcss, en það verður því skemmra scm .mcnn styrkja mig l)clur og þann litla hóp, sem méð mér er“. /

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.