Baldur


Baldur - 22.06.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 22.06.1945, Blaðsíða 2
70 B A L D U R Skammtad úr skrínunni. I Bærinn og nágrennið. Uátiöaliöldin 17. júni hófust liér á lsafirði kl. 13,45 með hópgöngu íþróttamanna upp á Handknattleiksvöll 1. B. í. á Sjúkra- hússtúninu, og tók talsverður fjöldi bæjarbúa þátt í göngunni. Pegar á skemmtistaðinn kom setti formaður I. B. 1., Sverrir Guð- mundsson hátíðahöldin, þá var þjóðsöngurinn leikinn og Island ögrum skorið. Næst flutti prófessor Guðmundur Gíslason Hagalín, for- seti bæjarstjórnar erindi um Jón Sigurðsson, að því loknu söng Sunnukórinn nokkur ættjarðarljóð undir stjórn Ingvars Jónassonar, og að lokum mælti formaður I. B. I.' nokkur orð um leið og hann setti drengjamót 1. B. I. sem hófst á í- þrótlavellinum samstundis. Kl. 17,30 hófst kappleikur í knatt- spyrnu milli Harðar og Yestra. — Keppt var um Leósbikarinn i fyrsta sinn. Bikar þessi er verðlauna- gripur í knattspyrnu, sem synir Leós sál. Eyjólfssonar kaupinanns gáfu á 25 ára afmæli Harðar í fyrra, og fylgja honum liau ákvæði að um hann skal keppt 17. júní ár hvert og vinnst liann því aðeins til ftillrar eignar að sama félagið vinni hann þrisvar í röð eða fimm sinn- um alls. Úrslit í einstökum íþróttagreinum drengjamótsins og knattspyrnu- kappleiknum fara hér á > eftir. S0 m. lilaup: Gunnar Gestsson (V) 9,9 sek. Guðm. Benediktssoh (H) 10,0 Artúr Gestsson (V) 10,1 Guðbj. Finnbjörnsson (H) 10,2 - 400 m. hlaup: Guðm. Benediktsson (H) 57,6 sek. Vestfjarðamet. Ingvar Jónasson (II) 59,2 — Gunnar Sumarliðason (H) 61,2 — Stanley Axelson (V) 61,5 — 1500 7ii. hlaup: mín. Ingvar Jónasson (H) 5:05,5 Gunnar Sumarliðason (H) 5:094 Magnús Ingólfsson (Á) 5:14,4 Kringlukasi: Artúr Gestsson (V) 35,89 m. Guðin. Benediktsson (H) 33,40 — Ólafur Sveinsson (Á) 30,28 — Sverrir Ólafsson (Á) 27,91 - Kúluuarp: Artúr Gestsson (V) 12,73 m. Sverrir Ólafsson (Á) 12,55- Guðin. Benediktss. (H) 11,90 — Jónas lielgason (II) 11.25 — Spjótkast: Jónas Helgason (11) 39,18 m. Albert Ingibjartsson (II) 37,96 — Einar Daníelsson (V) 33,78 — Elias Isfjörð (V) 33,38 — Ilástökk: Guðin. Benediktsson (H) 1,47 m. Guðbj. Finnbjörnsson (H) 1,42 — Elías Isfjörð (V) 1,32 — Gunnar Sumarliðason (H) 1,32 — Langstökk: Gunnar Gestsson (V) 5,61 m. Guðbj. Finnbjörnsson (H) 5,28 — Guðm. Benediktsson (11) 5,14 —^ Elías Isfjörð (V) 5,08- Þrístökk: Gunnar Gestsson (V) 11,02 m. Guðbj. Finnbjörnsson (H) 10,94 — Jónas Helgason (II) 10,68 — Guðm. Benediktsson (H) 10^2 — Stangarstökk: Stanley Axelsson (V) 2,45 m. Albert Ingibjartssoh (H) 2,35 — Flest einstaklingsstig hlaut Guð- mundur Benediktsson úr Herði (31 stig). S0 m. hlaup kuenna. Guðríður Matthíasd. (H) lliíisek. Jónína Egilsdóttir (V) 12,5 — Úrslit knattspyrnukeppninnar um Leósbikarinn: Hörður sigraði Vestra ineð 7 mörkum gegn 1. Um kvöldið kl. 20,30 hófst skemmtun í Alþýðuliúsinu. Ritari 1. B. 1. sctti skemmtunina. Þá af- henti formaður I. B. I. tvo verð- launagripi, Herði Leósbikarinn, sem hann vann þá um daginn, eins og fyr er sagt, og Vestra I. R.-bik- arinn, en þann verðlaunagrip vann Vestri í knattspyrnu á Vestfjarða- mótinu í fyrra sumar.1 Þá söng Jón Hjörtur einsöng við undirleik frú Áslaugar Jóhanns- dóttur. Meðal ljóða, sem Jón Hjört- ur söng, var verðlaunakvæði Iluldu: Hver á sér fegra föðurland. llaraldur Leósson kennari flutti erindi um Jónas llallgrímsson og gerði að umtalsefni þann þátt er Jónas átli í endurlífgun iþrótta hér á landi, en Jónas þýddi og Fjöln- ismenn gáfu út fyrstu sundregl- urnar, sem út hafa komið á is- lenzku. Sundreglur þessar liétu á íslenzku: Sundreglur prófessors Naehtegalls, auknar og lagaðar eft- ir Islands þörfum. Að lokinni ræðu Haralds Leós- soflar var sýndur söngleikurinn „Upp til selja“, leikur, sem mjög var vinsæll hér áður fyr og er j>að enn. Síðar um kvöldið og fram eftir nóttunni var dansað í Alþýðulnis- inu og á Uppsölum. Iliróttabandalag Isfirðinga sá að öllu leyti um undirbúning hátíða- haldanna og hafði allan ágóða af þeim. Bæjarstjórn kaus að vísu nefnd nokkrum döguin fyrir há- tiðardaginn til jiess að fylgjast með hátíðahöldum íþróttamanna 17. júní. Hélt nefndin einn fund ineð fulltrúa frá 1. B. I. íþróttainenn höfðu þá ákveðið dágskrá hátíða- haldanna í öllum aðalatriðum og sá nefndin ekki ástæðu lil að breyta henni. Þess er rétt að geta, að ýmsir liðir hinnar fyrirluiguðu dagskrár urðu að falla niður. Þannig var ekki guðsþjónusta um morguninn eins og ætlað var, vegna fjarveru sóknarprests, og ræðu Yyrir minni Jýðveldisins fékkst enginn til að flytja, bæði vegna fjarveru og af öðrum ástæðum. Uin hátíðahöldin verður ekki annað sagt en að’ þau hafi tekist vel eftir aðstæðum. Þátttaka var að vísu ekki eins almenn og æskilegt hefði verið. Veður var lieldur ekki sem bezt, og mun jiað nokkuð liafa dregið úr jiátttöku. Dagskrá útihá- tíðahaldanna var heldur ekki eins fjölbreylt og æskilegt var, og hafa ástæður verið greindar. Skálamól í Heslfiröi. Skátafélögin á Isafirði, Einherjar og Valkyrjan, standa fyrir skáta- móti, sem haldið verður í Hestfirði 2. (I. ágúst næstkomandi. Mótið verður með svipuðu fyrir- komulagi og hliðstæð skátamót hér- lendis, svo sem fjallgöng'ur, skáta- íþróttir, varðeldar o. s. frv. A mótinu verður haldinn fundur uiu samstarf skátafélaganna hér á Vestfjörðum, og i sambandi við jiunn fund hefur stjórn Bandalags íslenzkra skáta verið boðið að senda fulltrúa á mótið. Þarna er lilvalið lækifæri fyrir jiá, sem hug liafa á að stofna skáta- félög, þar sein þau eru ekki starf- andi hér vestra, að koma á mótið og kynnast skátastarfseminni. Mótstjórn skipa: Mótstjóri Magn- ús Konráðsson, rafvirki, meðstjórn- endur María Gunnarsdóttir, í- þróttakennari og Hafsteinn O. Hannesson, bankaféhirðir. -------O-------- Hvaðanæva. Verðuiipbætur á fiski í í’ebr. hafu nú verið reiknaðir út og verða sem hér segir: 1. Verðjöfnunarsvæði: Ver- stöðvarnar við Faxaflóa kr. 311.000,00, 7,756%. Þrir liafa ekki hálft afl á uiö liann. Meðan Hannibal Valdimarsson var í ferðalaginu með nemendum Gagnfræðaskólans kom Skutull tvisvar út, fjórar síður í hvort skiptið eða einfaldur eins og það er kallað. Um ritstjórn blaðsins sáu þrír menn, aðalritstjóri Gunnar Bjarnason, nú skrifstofumaður en áður rukkari, og tveir undirritstjór- ar. Allir jiekktir að dugnaði og and- legum afrekum. Þrátt fyrir þetta mannval var Skutull ekki nema einfaldur, en þegar Hannibal hefur einn á hendi ritstjórn blaðsins með hjálp aðstoðarritstjórans i Reykja- vík, þessa, sem skrifar stjórnmála- bréfin, — en hann skrifaði líka í blöðin, sem þremenningarnir gáfrt út -— þá er blaðið venjulega átta síður. Af þessu sést liversu geisilegur munur er hér á mönnum, að þrír afburðamenn hafa ekki hálft afl á við hæs.tráðanda okkar Isfirðinga til sjós og lands. Það er vissulega mikill heiðun fyrir okkur ísfirðinga að eiga slík- an afreksmann, og undarlega væri Norður-Isfirðingum farið, ef þeir kjósa hann ekki á þing við næstu kosningar, því kæmisl kappinn jiangað, væri Norður-lsafjarðar- sýsla búin að eignast 6 þingmenn á einu bretti. Og þá er ekki hætt við að þeir yrðu afskiptir af hálfu þess opinbera. Ólæti barna og unglinga á skemmtunum. Það var mjög áberandi á kvöld- skemmtuninni 17. júní hve krakk- 2. Verðjöfnunarsvæði: Snæ- fellsnes, Patreksfjörður, Bíldu- dalur kr. 20.000,00, 4,199%. 3. Verðjölnunarsvæði: Norð- urhluti Vestfjarða kr. 24.000,00, 5,166%. 5. Verðjöl'nunarsvæði: Aust- firðir, tæpar 15000,00 kr., 15,494%. 6. Verðjöfnunarsvæði: Suð- urland, ]). e. Eyrarbakki," Stokkseyri og Vestinannaeyjar, kr. 9-1.000,00, 9,623%! A 4.. Verðjöfnunarsvæði, Norðurlandi, var enginn út- fluttningur í janúar. Bókaútgáfa ^Jenningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur ákveðið að efna til samkeppni um skáldsögu og heitið tíu l)úsund króna verð- launum fyrir beztu skáldsög- una, sem lienni berst, og áskil- ið sér rétt til útgáfu á liehni gegn ritlaunum auk verðlaun- anna. Stærð bókarinnar á að vera 10—12 arkir í SkírnisbrotL Réttur er áskilinn til að skipta verðlaununum milli tveggja bóka, ef engin þykir hæf til fyrstu verðlauna, eða láta verð- arnir, sem þar voru, létu illa meðan á skemmtuninni stóð. Sérstaklega var þetta áberandi meðan Haraldur Leósson, kennari, flutti sína ágætu ræðu, þá voru börnin i háværum samræðum, rifust, hryntu hvort öðru, skiptust á sætum og gerðu, í fám oi’ðum sagt, hinn mesta há- vaða. Þarna var þó ekki um ung- börn eða óvita að ræða heldur börn um og jafnvel yfir fermingu. Allur þessi hávaði og gauragang- ur varð til þess, að fólk, sem sat framarlega í húsinu eða á öftustu bekkjunum uppi, heyrði lítið eða ekkert til ræðumanns. Þetla er algerlega ótækt. Fólk fer á skeinmtanir til að heyra það, sem þar fer fram en ekki lil þess að hlusta á ólæli í illa siðuðum krökkum. Ef börnum er leyft að fara á skemmtanir eins og þessa, þá verða þau að haga sér þannig, að þau geri ekki bein skemmtanaspjöll, að öðrum kosti verður annað hvort lögreglan eða umsjónarmað- ur hússins að sjá til þess að þeir krakkar, sem óspektunum valda, verði tafarlaust látnir fara út. Annars er það mjög mikið vafa- mál, hvort börn eiga að fara á sKemmtanir, sem eingöngu eru fyr- ir fullorðna. Skemmtiatriði eru þar sjaldan við þeirra hæfi, en ef þau fá að fara, þá verða þau að læra að liaga sér siðsamlega. Annars geta þau átt á hættu að vera rekin út og gera auk þess sér og heim- ilum sínum til minnkunar, og það vilja þau undantekningarlítið alls ekki gera. laun niður falla, ef engin þykir verðlauna hæf. Bann. Að gefnu tilefni auglýs- ist hér með, að það er stranglega bannað að rista þökur, stinga „hnaus eða valda á annan hátt spjöllum í landi bæ'jarins. Verða þeir, sem gera sig seka um þetta, kærðir til sekta. Isafirði, 22. j úní 1945. Bæjaistjóri. ÞAKIvARÁVARP. Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför okkar elskulegu konu og móður, Ragnliildar Jónsdóttur, sem andaðist á Elliheimilinu á Isafirði 5. júní. Guð blessi ykkur öll. Isafirði 20. júní 1945. Kristján B. Ólafsson og börn. KOLAELDAVÉL. Óska eftir að fá keypta góða kolaeldavél. Eyjólfur Jónsson. Bæjarskrif stof unni. Sími 86.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.