Baldur


Baldur - 29.06.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 29.06.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÓSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 29. Júní 1945 19. tölublað. Ósannindin um Kaupfélag Siglfirðinga. Eins og.vænta mátti hefur Skutull nú gerzt þátttakandi í rógsherferð þeirri, sem blöð Alþýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Sj álfstæðisflokks- ins á Siglufirði og víðar, hófu í vor gegn Kaupfélagi Siglfirð- inga, í þeim tilgangi að þessi Breiðfylking næði meirihluta á aðalfundi félagsins. Með tilvitnun í eitthvert norðíenzkt blað reynir Skutull að sanna, að rekstur K. F. S. hafi verið í hinni mestu óreiðu í höndum sósíalista s. 1. ár. Dæmi þau, sem Skutull nefnir máli sínu til stuðnings, eru þessi: Það fyrsla: Að vörurírnun hjá félaginu hafi á s. 1. ári numið 11% eða 130 þús. kr. Það er rétt, s. 1. ár var ó- venjumikil vörurírnun í mat- vöru og vefnaðarvörubúð K. F. S., en hún nam ekki helm- ing ¦ þeirrar 'upphæðar, sem Skutull nefnir, heldur 3,88% i annari og 5,87% i hinni. Auk þess hefur komið í ljós, að 1943 var vörurírnun hjá félag- inu 25000,00 kr. meiri en hald- ið vár, en það ár voru sósíal- -istar í minnihluta í félaginu, svo að ekki Verður þeim um þá vörurírnun kennt. Allt er nú gert til þess að komast fyrir orsakir þessarar óeðlilegu vörurírnunar, og er stjórn kaupfélagsins það engu minna áhugamál en öðrum fé- lagsmönnum, að hið sanna komi í ljós, cnda mun sú rann- sókn sýna, að hún hefur hér hreinan skjöld. En Skutull má gjarnan minna á það, að deildarstjór- inn i annari búðinni, sem yörurírnun varð í, er einn áf dyggustu fylgifiskum Alþýðu- flokksins á Siglufirði og dug- legasti smali Breiðfylkingar- innar fyrir aðalfundinri í vor. Það er fjarri Baldri að bera þessum manni nokkurn óheið- arleik á biýn. En vilji Skutull fá sannar upplýsingar um vörurírnunina í þessari búð K. F. S., væri ekkii óeðlilegt að hann'sneri sér til þessa manns, og hvað hefði Skutull og þessi blöð sagt; el' sósíalisli hefði stjórnað í þessari búð K. F. S., en t. d. Alþýðuflokksmenn eða Framsóknarmenn haft meiri- hluta í stjórn félagsins-. Vegna þessarar vörurírnun- ar segir Skutull að K. F. S. hafi tapað á einu mesta veltu- ári íslenzkrar verzlunar og muni nær ekkert hafa greitt í eigin sjóði eða til félagsmanna. Samkvæmt reikningsupp- gjöri var hreinn tekjuafgang- ur s. 1. ár 33000,00 kr., auk þess hafa sjóðir félagsins aukist um 50.000,00 kr. á árinu. .Þótt þessi hagnaður sé lítill er það fjarri öllu sanni að fé- lagið hafi tapað og hvað eignir snertir stendur hagur þess með blóma. Það anriað, sem Skulull ncfnir, er að á s. I. ári hafi maður, sem enga bókhalds- þekkingu hefur, verið ráðinn bókhaldari bjá félaginu, og ai' þeim sökum muni bókfærsla hjá því vera í megnasta ólagi. Baldur getur fullyrt eftir margfalt ábyggilegri heimild- um en Skutli og þeim blöðum, sem hann vitnar í, að þessi maður er hinn ágætasti og hæf- asti starfsmaður og árásir þess- ar algerlega ómaklegar. Það þriðja, sem Skutull fræðir lesendur sína á, eru kaup K. F. S. á síldarsöltunar- stöð Db. Ingvars Guðjónsson- ar, gróðurhúsaræktun þess við svonefnda Gilslaug í Fljótum og kaup þess á vörum hjá tveimur verzlunum á Siglu- firði. Söltunarstöðina segir Skutull að reki félagsskapur, sem Þór- oddur Guðmundsson sé aðal- maður í og eigi þar með að girða fyrir að félagið geti grætt á rekstri herinar, en kommún- istar að flcyta í þess stað allan rjómann. Hér er mjög hallað réttu riiáli. Stöðin var að vísu keypt háu verði, en þó ekki hærra en það, að hægt væri að selja hana, hvaða dag sem er, sama verði, ^og fengju færri en vildu. K. F. S. á helming hlutabréf- anna í félagi pví, sem rekur stöðina, hinn hlutann eiga um 60 félagsmenn. Þessi tilhögun á rekstrinum var höfð, vegna þess að viðurhluta mikið þótti að kaupfélagið eitl hefði alla áhættu af rekstri stöðvarinnar, ef illa færi eins og mörg dæmi eru til um jafn áhættusamá at- vinnugrein og síldarsöltun. Af- leiðingin verður auðvitað sú, að Kaupfélagið.fær ekki nema helming gróðans/ ef vel geng- ur, en ef illa fer, tapar það aldrei nema þvi, sem það hef ur lagt fram i hlutafé. Sannleikurinn um Gilslaug er þessi: Framsóknarmaður úr Reykjavík mæltist fil þess við forstjóra K. F. S. Alþýðu- flokksmanninn Sigurð Tómas- son, að félagið stofnaði til gróð- urhúsaræktuna'r með sér, og benti á jörðina Gil í Fljótum sem hentugan stað til þeirrar starfrækslu, en þessa jörð á Þóroddur Guðmundsson. Síðan var stofnað félag til framkvæmda, og var K. F. S. þátttakandi ásamt nokkrum öðrum einstaklingum. Þórodd- ur á þar 1000 kr.'í hlutabréf- um, sésl af því hversu mik- illa hagsmuna hann hefur* þar að.gæta. Meðal þcirra er hlulafé lofuðu voru alþýðu- flokksforjngjarnir , Erlcndur Þorsteinsson og Ólafur Guð- mundsson, en báðir hafa neil- að að grciða lofað framlag og verða sennilega knúðir til þess með dómi. Félagið leigði síðan land og heitavatnsréttindi hjá Þ. G. fyrir 300,00 kr. á ári í 50 ár. Eitt siglfirska blaðið sagði leig- una 20000,00 kr. og sést á þvi að liðugt er krítað um þetta mál. Fyrsta starfsárið varð félag- ið fyrir því óhappi að groður- húsin fuku, auk þess reyndist Framsóknarmaðurinn fyrr- nefndi, sem átti að sjá um reksturinn, lítt hæfur til þess. Af þessum ástæðum varð tap á rekslrinum. Nú hafði K. F. S. lagt í þetta 18 þús. kr. og var í ábyrgð fyrir 30 þúsundum króna. Eina ráð- ið til þess að þetta fé tapaðist ekki alveg var að koma fyrir- tækinu á réttan kjöl aftur, cl' mögulegt væri. Tveir í stjórn fyrirtækisins, Þóroddur og Kristján Sig- tryggss. gerigu í ábyrgð fyrir láni til að endurbyggja húsin og réðu hæfan starfsmann að fyrirtækinu, sá þriðji í stjórn- inni Alþýðuflokksmaðurinn, Kristján Sigurðsson á Eyri, vildi ekkert gera, enda þótt sá maður hefði þá trú á þessu fyrirtæki í upphafi, að hann færi fram á að tvöfalda bluta- fé sitt í því. Til þess að koma starfra>ksl- unni í viðunandi horf þurfti að l'á meira hlulafé. En þegar cft- ir því var leilað^gerðu breið- í'ylkingarmennirnir Kiislján á Eyri o. fl. allt sem þeir máttu til að spilla því að fé fengist og reyndu að koma fyrirtækinu á kné, enda þótt vitað væri að Kaupfélagið tapaði á því stór fé. Um vörukaupin, sem Skut- ull nefnir, er það að segja, að Þ. G. greiddi ekki atkvæði um þau, af tur á móti mælti einn ai' breiðf ylkingarmönnum m j ög fasl með þeim. Hér hafa nú verið hrakin nokkur helztu ósannindin, sem Skutull er að japla eftir öðrum blöðum. En hann talar líka um það af miklum fögnuði, að sósíalistar á Siglufirði séu að tapa þar öllu fylgi. Það sanna er, að Sósíalistaflokkurinn hef- ur nú meira fýlgi en nokkur annar flokkur á Siglufirði, það sýndi einmitl kaupfélagskosn- ingin. Breiðfylkingarflokkarn- ir þrír sameinaðir fengu aðeins 30—40 atkvæða meirihluta í félagi, seni telur um 700 félags- menu. Um ofbeldisverkin, sem Skutull segir að framin hafi verið í K. F. S., er þetta að scgja: Breiðfylkingarmcnn ætluðu sér að þverbrjóta samvinnu- lögin með því að kjósa alla stjórn Kaupfélagsins í cinu og höfðu í frammi ýmsar aðrar lögle'ysur. Þessi lagabrot tókst að hindra, aðalfundi var frest- að og nefnd kosin til að leita sætta með aðilum. Sættir urðu ekki. — Breiðfylkingarmenn vildu ekki beygja sig fyrir lög- um félagsins eða landslögUm, en stofnuðu til beinnar klofn- ingsstarfsemi innan félagsins. Þeir, sem hindra vildu að fé- lagið yrði þannig eyðilagt, sáu þá ekki annað ráð en að víkja nokkrum verstu skemmdar- vörgunum og rógberunum úr felaginu, og var það gert. Slíkt var nauðvörn félagsins. / Að lokum skal þess svo get- ið, að það eru harðsvíraðir samkeppilismenn, eins og Sig- urður Kristjánsson, kaupmað- ur, Halldór Kristinsson, héraðs- læknir, o. fl. sem forustuna hafa í þessari Breiðfylkingu. Það eru þessir menn, sem Skutull og önnur blöð af sama sauðahúsi telja hina einu og sönnu samvinnumenn. -O- ESJA cr fyrir nokkru konrin til Kaupmannahafnar. Var komu skipsins þangað tekið af mikl- um fögnuði og mikið um hana ritað í dönsk blöð.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.