Baldur


Baldur - 10.07.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 10.07.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÖSlALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 10. júlí 1945 20. tölublað. Bræðslusíldarverðið í sumar. Stjórn síldarverksmiðj a rík- isins ákvað 2. þ. m. að síldar- verðið á þessu sumri skyldi vera kr. 18,50' fyrir málið, fast verð, en þeir, sem óska held- ur að leggja sildina upp til vinnslu, fái 85% af þessu verði, eða kr. 15,73 útborgað við afhendingu en endanlegt verð eftir uppgjöri. Verksmiðjustjórnin varð ekki sammála um tillögur sínar til ríkisstj órnarinnar um síldar- verðið í sumar. Meirihluti hennar, Þormóður Eyjólfsson, Jón Þórðarson, Sveinn Bene- diktsson og Erlendur Þor- steinsson lögðu til að verðið yrði kr. 18,00 fyrir málið eins og það var í fyrra, en minni- hlutinn, Þóroddur Guðmunds- son lagði til að verðið yrði kr. 19,50 fyrir málið. Tillaga meirihlutans var byggð á rekstraráætlun frá f ramkvæmdarst j óra síldar- verksmiðja ríkisins, sem lögð var fram á fundi verksmiðju- stjórnar 9. maí s.l. Niðurstaða þeirrar áætlunar var sú, að hægt væri að borga kr. 17,39 fyrir málið miðað við að verk- smiðjurnar fengju 600 þúsund- ir mála til vinnslu. En með til- liti til þess að fást myndu hátt á 700 þús. mála í^stað 600 þús- undir, lagði meirihluti verk- smiðj ustj órnar til að yerðið yrði ákveðið kr. 18,00 fyrir málið. Þóroddur Guðmunds- son, sem sat þennan fund, kvað sig ekki rei^ubúinn að leggja fram tillögur um síldarverðið eða greiða tillögu meirihlutans atkvæði og áskildi sér frest til að athuga málið. Þann 13. júní sendi Þórodd- ur Guðmundsson atvinnumála- ráðuneytinu athugasemdir við áætlun og tillogur meirihluta verksmiðjustjórnar og bar þá fram fyrgreinda tillögu um kr. 19,50 verðið. í bréfi sínu til atvinnumála- ráðuneytisins benti Þóroddur á eftirfarandi atriði: 1. að áætlun verksmiðju; stjórnar um aflamagn sé of lág, þegar þess er gætt að sild- veiðiskipum hefur fjölgað, af- köst verksmiðjanna aukist og löndunarskilvrði batnað, svo að skip þurfi nú ekki að biða eins lengi og áður eftir losun. 2. að vinnulaun og viðhalds- kostnaður sé of hátt reiknaður. 3. að afborganir mætti lækka ef þörf krefði, þar sem í áætl- uninni er gert ráð fyrir að leggja 1 miljón króna í sjóði (varasjóð og fyrningasjóð) og rúmar 500 þús. kr. í afborg- anir. 4. að síðastliðin ár, að tveim- ur undanteknum, hefur verðið verið áætlað lægra en það reyndist við endanlegt upp- gjör. Siðastliðið ár var áætlað verð kr. 18,00 en reyndist við endanlegt uppgjör kr. 20,75, og þá voru verksmiðj urnar búnar að draga frá og greiða í sjóði sina. 1% milj. kr. Þóroddur tekur það fram, að þetta ár hafi að vísu verið óvenju góð síldveiði og síldin fitumagns meiri en hún var nokkur undan farin ár, en hann áleit þó, að nokkuð tillit megi taka til þessarar útkomu. . Þessum athugasemdum Þór- odds svaraði meirihluti verk- smiðjustjórnar með bréfi til atvinnumálaráðuneytisins dag- settu 22. júní. 1 bréfi þessu hélt meirihlut- inn fast við fyrri ákvörðun sina um síldarverðið og byggði á sömu forsendum og áður. Nokkru siðar barst verk- smiðjustjórn bréf frá atvinnu- málaráðherra, þar sem hann heimilar verksmiðjustjórn að kaupa bræðslu síld föstu verði kr. 19,00 pr. mál og taka sild- ina til vinnslu af þeim, sem óska þess heldur gegn greiðslu á 85% af kaupverðinu og end- anlegu uppgjöri síðar. Verksmiðj ustj órn svaraði með því að samþykkja, eins og fyr segir, að sildarverðið verði kr. 18,50 fyrir málið. Með þessari ákvörðun greiddu at- kvæði: Sveinn Benediktsson, Jón Þórðarson og Þormóður Eyjólfsson. Erlendur Þorsteins- son var f jarverandi og gat ekki mætt, og varamaður hans, •Finnur Jónsson dóms- og fé- lagsmálaráðherra mætti ekki heldur, en á fundinum var eftir honum haft, að hann væri á móti því að nota heimildina til þess að greiða 19 kr. fyrir málið. Þóroddur Guðmundsson greiddi atkvæði gegn þessari samþykkt. Þessi ákvörðun meirihluta verksmiðj ustj órnar er furðu- leg. Verksmiðj ustj órn virðist algerlega ganga fram hjá þeirri staðreynd, að sildarverk- smiðjur ríkisins eru reistar í því skyni að tryggja framleið- endum, sjómönnum og útgerð- armönnum, sannvirði fyrir framleiðslu þeirra. í lögum verksmiðjanna eru ströng á- kvæði til að tryggja hag þeirra og rekstur, ákvæði um háar afskriftir, mikla vara- sjóði o. s. frv. Þessum ákvæð- um hefur fullkomlega verið, framfylgt, t. d. eiga verk- smiðj urnar nú óráðstafaðan tekjuafgang er nemur 4% milj. króna eftir að hafa lagt í sjóði 1% miljón króna. Það sýnist því engin frambærileg ástæða fyrir því að verk- smiðj ustj órn haldi verðinu niðri þvert ofan í ákvarðanir fulltrúa ríkisvaldsins, atvinnu- málaráðherra. Þá ber líka að gæta þess að með ákvörðun um síldarverðið hjá í-íkisverksmiðj unura er ekki aðeins verið að ákveða verðið til viðskiptavina þeirra, heldur og til handa viðskipta- vinum einkaverksmiðjanna og þar með verið að ákveða út- borgunarverð fyrir bræðslu- síld af öllum síldveiðiflotanum. Meirihluti verksmiðj ustj órn- ar hefur þvjTrekar litið á hags- muni þessara einkaverksmiðj a ^en hagsmuni útgerðarmanna eins og henni bar skylda til, eftir að búið var að tryggja hag og afkomu verksmiðj anna eins og lög standa til. Um framkomu fulltrúa Al- þýðuflokksins í þessu máli, og þá sérstaklega Finns Jónsson- ar, er það eitt að segja, að hún ætti að munast lengur en á líðandi stund. Magnús sjot Magnús Ólafsson, prent- smiðjustjóri í prentsmiðjunni Isrún, varð sjötugur 3. þí m. Magnús er Vestfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Selakirkj ubóli i önundarfirði 3. júlí 1875, fluttist hingað til Isafjarðar með foreldrum sín- um 1882 og hefur átt hér heima þvínær óslitið síðan. Níu ára gamall byrjaði Magnús sjómennsku með föð- ur sínum, stundaði það starf á hverju sumri þar til hann var 15 ára, eftir það bæði sumar og vetur, til 18 ára aldurs, að hann réðist til prentnáms hjá Stefáni Runólfssyni i prent- smiðju Skúla Thoroddsen. I þessari prentsmiðju vann Magnús, fyrstu þrjú árin sem nemandi og síðan sem stjórn- andi, fram til ársins 1901, að Skúli flutti suður á Bessa- staði. Þá tók Magnús við verzl- un, er Skúli rak hér, og veitti henni forstöðu fram til ársins 1905. Þegar Magnús hætti að vinna við verzlun Skúla fór hann að starfa í Félagsprent- smiðjunni i Reykjavík, en hvarf brátt hingað vestur aft- ur og byrjaði að verzla hér í Mjallargötu 9, og rak þá verzl- un til 1908. Einnig vann hann þá að ýmiskonar smærri prent- verkum í litilli prentsmiðju, sem hann keypti af Skúla Thoroddsen. Eftir að Magnús hætti að verzla fór hann aftur að stunda sjómennsku og var hér for- maður á vélbát um skeið. Árið 1912 fór hann aftur að vinna í Félagsprentsmiðjunni Ólafsson ugur. og var þar verkstjóri í tvö ár, eða til 1914. Fluttist hann þá af tur hingað . til Isaf j arðar, gerðist hér íshússtj óri og hefur átt hér heima óslitið síðan. Magnús, var íshússtjóri í samfleytt 19 ár. En jafnhliða því starfi, sem venjulega var ærið umfangsmikið og erfitt, stundaði hann í hjáverkum smáprentanir í litlu prent- smiðjunni sinni. Meðal annars prentaði hann þá blaðið Njörð, sem séra Guðmundur Guð- mundsson frá Gufudal gaf út hér, Í916—1920. Árið 1922 seldi Magnús prentsmiðj una og hætti þá prentstörfum um stundarsakir. Árið 1933 keypti Jónas Tómas- son, bóksali, báðar prentsmiðj- urnar sem hér voru og stofnaði prentstofuna Isrún. — Hætti Magnús þá starfi sínu við ís- húsið og tók að sér verkstjórn i hinni nýju prentsmiðju; og það starf stundar hann enn í dag. Auk þeirra starfa, sem hér hefur lauslega verið getið, hef- ur Magnús Ólafsson gengt fjölda starfa bæði í almenn- ings þágu og í félagsmálum. Hann átti. sæti í bæjarstjórn Isafjarðar í 15 ár. 1 niðurjöfn- unarnefnd á 3 ár og í undir- skattanefnd um röska tvo ára- tugi. Magnús hef ur verið í Góð- templarareglunni síðan 1898 og alla tíð verið meðal fremstu og áhugasömustu stai'fsmanna þar. Þá var hann um fjölda ára lífið og sálin i allri leik- starfsemi hér í bænum, lék hér Framh. á 4. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.