Baldur


Baldur - 24.07.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 24.07.1945, Blaðsíða 4
84 B A L D U R Kaupgjaldssamningar verzlunarmanna í Vestmannaeyjum. Að undanförnu hafa verzlun- armenn í Veslmannaeyjum staðið í harðri deilu við kaup- menn þar um kaup sitt og rétt félagssamtaka sinna til samn- inga. Deila þessi var ein sú harð- asta sem liér hefur verið háð á seiuni árum. Var aðallega. um það deilt hvort félag verzl* unarmanna í Vestmannaeyjum hefði rétt lil að semja um kaup og kjör stéttarinnar samkvæmt fyrir Núpskirkju. Skemmti- atriði voru: Jón Hjörtur söng einsöng með undirleik Jónasar Tómassonar og Ingvars Jónas- sonar, Sveinn Gunnlaugsson, skólastjóri á Flateyri flutti ræðu, Viggó Natlianaelsson sýndi fjóra kvikmyndaþætti og að lokum var dansað fram eft- ir nóttu. Skemmtunin* fór fram í kennslustofum Núpsskólans, nema ræða Sveins Gunnlaugs- sonai’, hún var flutt úti. Fjöldi fólks var á Núpi þenn- an dag. Hafði margt fólk héð- an farið vestur á laugardags- kvöldið og gist þar um nóttina og margt kom á sunnudaginn bæði liéðan frá Isafirði og ann- ars staðar að. Sumargistihús er nú rekið að Núpi, er allur viðurgerningur þar með hmum mesta myndar- brag bæði i mat og aðbúnaði. Á Núpi er nú verið að reisa stóra viðbótar hyggingu við héraðsskólann þar, verða það íbúðir fyrir kennara og að- konm nemendur, eldlnis, borð- salur o. fl. fyrir heimavist skólans. I kjallara er sundlaug og var hún óspart notuð af gestum þeim, sem þarna voru um s.l. helgi. Byggingar þessar eru hinar myndarlegustu, en þó verður því ekki neitað að á þeim er nokkuð mikil kassalögun og gerir það útlit þeirra lágkúru- legra en þurft hefði að vera og mjög í ósamræmi við hið fagra umhverfi. Enginn kemur svo að Núpi að hann. skoði ekki Skrúð, þennan fagra gróðurreit, sem séra Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi hefur með stökustu alúð ræktað á undanförnum 36 ár- um. Skrúður er órækur vottur þess, livað hægt er að gera hér til þess að klæða landið skógi og fögrum gróðri, þegar góður vilji og áhugi eru að verki. Tréin þar eru mörg orðin mjög há og falleg og þeir rnunu vera fáir staðirnir hér á Vest- fjörðum sem skenuntilegra og meira mannbætandi er að koma á en Skrúður. Kvenfélagid Hlíf fór í skennntiferð að Núpi og Þingeyri síðastl. sunnudag. -— Skemmtu félagskonur sér liið bezta og eru mjög ánægðar yf- ir förinni. lögum um stéttarfélög. Málið fór fyrir félagsdóm og var dómur hans sá, að Verzlunar- mannaíelag Vestmannaeyja hefði þennan rétt samkvæmt lögum. Þessari deilu er fyrir nokkru lokið. Verzlunar- og skrifstofu- menn í Vestmannaeyjum hafa samið við atvinnurekendur uin kaup sitt og kjör. Samningur þessi er fyrsti samningur verzl- unarmanna byggður á grund- velli stéttarsamtakanna, álítur Baldur að verzlunar- og skrif- stofumenn hér og víðar hefði gagn af að kynnast honum og birtir hann því hér. Samningurinn er svohljóð- andi: / „1. gr. a) Kaupgjald kvenna við verzlunar- og skrifstofu- störf: Fyrstu 3 mánuðina kr. 175,00 á mánuði. Næstu 9 mánuði kr. 210,00 á mánuði. Eftir 12 mán- uði kr. 225,00 á mánuði. Eftir 18 mánuði kr. 250,00 áaiiánuði. Eftir 24 mánuði kr. 300,00 á h) Kaupgjald karla 16 ára og eldri við verzlunar- og skrii'- stofustörf: Fyrstu 12 mánuðina kr. 100,00 á mánuði. Næstu 12 mánuðina kr. 485,00 á mánuði. Eftir 24 mánuði kr. 525,00 á mánuði. Eftir 36 mánuði kr. 550,00 á mánuði. 2. gr. Á ofangreint grunn- kaup greiðist l'ull dýrtíðarupp- hót mánaðaflega samkv. vísi- tölu kauplagsnefndar og skal miða við dýrtíðarvísitölu næsta mánaðar á undan þeim mán- uði sem greitt er fyrir. 3. gr. Vinnutimi er frá kl. 9 f. h. til kl. 6 e. h. Sé unnið lengur greiðist sú vinna sam- kvæmt töxtum Verkalýðsielags Vestmannaeyja og Verka- kvennafél. Snótar. Þó skal ekki krefjast aukakaups þótt unnið sé við óaflokna afgreiðslu og að venjulegri 'standsetningu húðarinnar eftir lokunarthna, þó ekki lengur cn 1 klst. Helgi- dagskaup skal greitt,ef unniðer á helgidögum þjóðkirkjunnar, þjóðhátíðardögum Ve., sumar- daginn fyrsta, 17. júní, 1. des. frá lnrdcgi meðan það tíðkast í Reykjavík og 1. maí. Matar- tími skal vera 1 klst. Kaffi- tími 30 mín. 4. gr. Kaupgreiðsla skal fara fram um hver mánaðamót og þó eigi síðar en 6. næsta mán- aðar. Kaupið skal greitt í pen- ingum. 5. gr. Slasist meðlimur í Verzlunarmannafélagi Vest- mannaeyja. vegna vinnu eða flutninga til og frá vinnustað, skal vinnuveitandi greiða hon- uin fullt kaup í allt að 7 daga eða þar til Slysatrygging ríkis- ins greiðir honum dagpeninga. Meðlimur í Vcrzhmarmannafé- lagi Vestmannaeyinga, er unn- ið liefur samfleytt í eitt ár eða Þakka hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, Samúels Samúelssonar. Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna, Amalía Rögnvaldsdóttir. Þakka þjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, Guðbjargar M. Friðriksdóttur. Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna, Guðmundur Halldórsson. I % \ \ % I 1 Y Y X Upplagið af nýjustu bók Hagalíns, MÓÐIR ÍSLAND er að seljast upp. Það er því vissast fyrir þá, sem ætla að ná í eintak, að koma sem fyrst. Jónas Tómasson. I Ý Y ♦% X | | ? V MUNIÐ \ Bíó Alþýðuhússins sýnir: 1 kvöld (þriðjudag) kl. 9 Æfintýri í herskóla. Síðasta sinn! PILTUR EÐA STCLKA getur komist að sem lærling- ur lijá mér, H. Herlufsen, rakarameistari. lengui’ hjá sama atvinnurek- anda, skal einskis i missa i kaupi þótt hann sé veikur allt að 14 dögum á ári, enda. séu veikindin sönnuð með vottorði Björgunarskútusjóð Vest- fjarða. öllum fjárstuðningi veitt móttaka hjá Kristjáni Kristjánssyni, Sólgötu 2. Isafirði. T A P Á S T liefur telpu •urmband úr silfri og emalje, gullhúðað að innan. Armbandið tapaðist á leiðinni frá Fjarðarstræti upp í hlómagarð. Finnandi er heð- inn að skila því, gegn fundar- launum, til Gunnars Ólafsson- ar, Fj arðarstræti 29. Bókbands vinnustof a ÍSRUNAR héraðslæknis, sé þess krafist. 6. gr. Salerni skulu vera við hverja verzlun. 7. gr. Uppsagnarfrestur skal vera minnst 3 mánuðir og gagnkvæmt milli vinnuveit- enda og kaupþega og uppsögn miðast við mánaðamót. 8. gr. Þeir félagsmenn Verzl- unarmannafélags Véstmanna- eyinga, sem kunna að liafa hærra kaup eða betri kjör en samningur þessi ákveður,skulu halda hvorutveggja óskertu. 9. gr. Samningur þessi gildir frá undirskriftardegi til 1. nóv. næstkomandi. 'Sé saihningnum eigi sagt upp fyrir 1. okt. næst- komandi framlengist hann um 3 mánuði í senn með 1 mán- aðar uippsagnarfresti. Sámningur þessi cr gerður í þrem samliljóða eintökum". getui- nú tekið bækur til að binda inn, hvort sem ' f vera skal í serting, rexín eða skinnband. Snúið yður til verkstjór- ^ans, Bárðar Guðmundsson- ar eða undirritaðs. Jónas Tómasson. BÓKHLAÐAN hefir fengið nokkra lag- lega bréfsefnakassa, hent- uga til tækifærisgjafa. Við- skiptamönnum skal bent á, að áprentun fæst í Isrún. Jónas Tómasson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.