Baldur


Baldur - 09.08.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 09.08.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÖSIALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 9. ágúst 1945 23. tölublað. Togaraseljendur - Það var seint á árinu 1941 að átta af niu bæj arf ulltrúum þessa kaupstaðar samþykktu að selja togarann Skutul á- samt fylgifé lians úr bænum. Þetta var þegar íslenzku tog- ararnir voru nýfarnir að sigla með afla sinn til Bretlands — og gróðatímabil togaraflolans var hafið. Fremstir áttmenn- inganna voru þeir Guðmundur Hagalín og Hannibal Valdi- marsson, en þeim fylgdu dyggilega aðrir flokksmenn þeirra í bæj arstj órninni og auk þess þrir af fjórum fulltrúum íhaldsins. Forsaga togarasölunnar var sú, að Guðmundur Hagalín brá sér til Reykjavikur og tók upp sanminga við flokksbróður sinn, Guðm. I. Guðmundsson. Var meiningin að félag, sem þessi kratabróðir Hagalins stóð að, keypti togarann ásamt öllu fylgifé fyrir um það bil eina miljón krónur, en fylgiféð var metið á um 700 þús. kr. — Skyldi þvi togarinn sjálfur kosta um 300 þús. kr. — og var þá nýklassaður fyrir röskar 200 þús. krónur! Iíom nú Haga- lin úr suðurför sinni og var gunnreifur mjög. En margt fer á annan veg i þessari veröld en ætlað er. Annar aðili blandar sér i mál- ið og býður i togarann og fylgi- fé hans um það bil tveim hundruð þúsundum krónum meira en kratabróðirinn í Reykjavík vildi greiða. Og þeir Hagalín og Hannibal berjast hraustri baráttu fyrir þvi að ganga að lægra tilboðinu. En kempurnar verða að lúta í lægra haldi og svo samþykkj a hinir visu áttmenningar að selja togarann úr bænum. Mcð sölu þessari var ekki aðeins stærsta atvinnutæki þessa bæjarfélags flæmt í burt heldur var um leið álitlegur hópur ötulla sjómanna knúinn til að l'lytja burt úr bænum. Salan sætti, eins og menn muna, mikilli gagnrini bæjar- búa, en Skutulsselj endúnum varð ekki svarafátt: „Við vilj- um engan striðsgróða í bæinn“ sögðu þeir og ennfremur: „Engin framtíð er fyrir togara- útgerð héðan úr bænum“. Svo liðu árin. Skutull færði hinum nýja eiganda sínum stórkostlegan gróða. Fyrir þann gróða, sem mun vera sem næst finnn miljónum króna, Togarakaupendur væri i dag hægt að kaupa 2—3 togai-a og leggja peningana á borðið! Á þessum árum hófum við, sem alltaf vorum á móti tog- arasölunni, hvað eftir annað máls á nauðsyn þess, að fá tog- ara til bæjarins. Það er ekki lengra siðan en 18. maí s. 1. að þeir Haraldur Guðmundsson og Ilögni Gunnarsson komu með tillögu i bæjarstjórninni um að leggja til hliðar fé til væntanlegra togarakaupa. — Meirihluti bæj arstj órnarinnar, enn með þá Hagalin og Hanni- bal í broddi fylkingar, skelltu við skollaeyrunum, tillögunni var vísað til bæjarráðs, þar söltuð og aldrei rædd. En svo skeður það, að Hanni- bal, sá, sem engan vildi striðs- gróðann til bæjarins, tekur sér ferð á hendur suður á land og gerist stórhrifinn af striðsgróða kratanna í Hafnarfirði og skrifar lofgei’ðarrollu við heimkomuna. Og nú hefur öniiur liugar- farsbreyting — og engu ó- merkari — orðið hjá hinum gömlu togaraseljendum. (En það er líka aðeins tæpt hálft ár til næstu bæjarstjórnarkosn- inga!) Nú þarf nauðsynlega að kaupa togara, ekki bara einn togara, heldur tvo! Minna dug- ar ekki. Þeir Guðmundur Hagalín og Grímur Kristgeirs- son hittast á förnum vegi í Reykjavik og komast að þess- ari hárréttu niðurstöðu. Og svo mikill e^ áhugi þessara tveggja heiðursmanna fyrir fram- kvæmd málsins, að þeir gefa sér, ekki einu sinni tíma til að ræða við meðbræður sína i bæjarstjórn Isafjarðar, hvað þá heldur að leita samþykktar um þessa fjögurra miljón króna skuldbindingu fyrir bæj- arfélagið. Nei, þeir labba bara á fund Nýbyggingarráðs og panta tvo togara. Þá er það mál afgreitt með fullum sigri kratameirihlutans! Þarna geta nú háttvirtir ísfirzkir kjósend- ur séð með berum augum hvort enn er ekki töggur í krötunum! Og mikill áhugi ríkir nú hj á krötunum fyrir þessu máli og mikil gleði. En mest er þó gleð- in yfir því, að geta komið með tilkynninguna um togarakaup- in á bæjarstjórnarfund, þegar báðir aðalbæjarfulltrúar sósí- alisla voru bundnir við störf sín, annar á sildveiðum en hinn í Reykjavík, og sá eini vara- bæj arfulltrúi sósialista, sem í bænmn var, Jón Jónsson, lá veikur í rúmi sinu! Og togara- seljandinn Hannibal hrópar: Að hugsa sér slikt og þvílíkt á- hugaleysi hj á kommúnistum fyrir nýbyggingunni! Afsíaða okkar sósíalista lil nýbyggingarinnar er öllum ljós. Og jafnframt er það að verða öllum lýð ljóst, að Hannibal Valdimarsson og nokkrir aðrir krataforingjar, bæði hér og annarsstaðar, berj- ast með hnúum og hnefum gegn nýsköpunaráformum nú- verandi rikisstj órnar. Þegar Einar Olgeirsson flutti hina frægu útvarpsræðu sína, sem síðar varð grundvöllur að ný- sköpunaráformum stj órnar- innar, þá kallaði Alþýðublaðið hann' „skýjaglóp“. Miðstjórn Alþýðuflokksins samþykkti svo með eins atkvæðis meirihluta að ganga i stjórnina. Og nú skrifar Hannibal bæði í sitt Hvaðanæ va. Þrjú. strandferðaskip er nú í ráði að rikissjóður láti byggja. Verður eitt þeirra á stærð við Esju, en hin 250— 300 tonn. Pálmi Loftsson, for- stjóri Skipaútgerðar ríkisins er nú á förum til Englands, til þess að leita þar tilboða um byggingu þessara skipa, einnig verður leitað tillioða á Norður- löndum og það tilböð tekið sem hagkvæmast þykir. Þingmannasamband Norðurlanda kemur saman til fundar í Kaupmannahöfn 11.—12. ágúst n. k. Héðan fara þessir alþing- ismenn: Bernharð Stefánsson, Guðmundur 1. Guðmundsson, Guunai’ Thoroddsen, Kristinn E. Andrésson. H.f. Loftleiðir hefur keypt tvo nj’ja flug- báta. Er sá stærri, sem er álika stór og Grunnnan flugbátur- inn, ætlaður lil flugferða hér um Vesturland en sá minni til sjúkraflutninga o. fl. Þriðji ráðsfundur UNRA — lijálparstofnunar hinna sameinuðu þjóða. — hófst i London 7. þ. m. Fulltrúar 44 þjóða munu sitja ráðstefnuna. Fulltrúi Is- lands á fundinum er Magnús Sigurðsson, bankastjóri. eigið blað og fyrir aðalblað stj órnarandstöðunnar, Tím- ann. Loks er svo talað um, að Hannibal eigi að bjóða sig fram í N.-lsafjarðarsýslu með stuðningi Framsóknar! Við sósíalistar viljum fá togara hingað í bæinn. En við lítum’ á togarakaup sem alvarlégan hlut — alveg eins og við lítum á alla nýsköpun • sem mál, sem taka þarf föstum tökum. Við litum þannig á, að togara- kaup þurfi að fara fram á ann- an hátt en þann, að tveir menn hittist á götu og labbi i full- komnu heimildarleysi upp í Nýbyggingarráð og panti tvo togara fyrir bæjarfélagið. Við lítum á þetta sem óheppilega aðferð til að koma nauðsynja- máli í framkvæmd. Jafnvel þótt þessir tveir menn hafi nokkra æfingu í að selja tog- ara, þá er ekki vist hversu lægnir þeir eru að kaupa tog- ara! Haukur Helgason. Neðanmálssaga Baldurs. Höfundur sögunnar, sem nú er að koma í blaðinu, Prosper Mérimér, fæddist í París 28. sept. 1803 og dó í Cannes 1870. Hanii er talinn einn í fremstu röð franskra rit- höfunda á sínum tíma. Einkum þykja smásögur hans frábærlega vel gerð- ar, bæði hvað efnismeð- ferðog frásagnarlist snert- ir. — Þessi saga, sem hér birtist, er talin með fræg- ustu sögum hans, og er ritstj. ekki kunnugt um, að hún hafi fyr birst á ís- lenzku. Fulltrúar Alþýðusambandsins á verkalýðsráðstefnunni í Stokkhólmi, þeir Eggert Þor- bjarnarson og Hermann Guð- mundsson, forseti Alþýðusam- bandsins, komu heim s. 1. sunnudag. Aðalverkefni þessarar ráð- stefnu var stofnun alþjóða sambands verkalýðsins og lýsti hún sig samþykka ákvörðun Lundúnaráðstefnunnar í vetur í því efni. Einnig var rætt um samvinnu vcrkalýðsins á Norð- urlöndum. Þeir félagar kynntu sér horf- ur í verka 1 ýðsmá 1 um bæði í Noregi og Svíþjóð.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.