Baldur


Baldur - 18.08.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 18.08.1945, Blaðsíða 1
Styrj öldinni er lokiö. Eftir tæplega sex ára grimmilegustu styrjöld, sem háð hefur verið i heiminum, er nú kominn friður. Seint á þriðj udagskvöldið 14. þ. m. var til kynnt samtímis í útvarpsstöðvunum í London, Moskvu, Wasliington og Sjung- king að Japanir hefðu gengið að lokaskilyrðum bandamanna og lagt niður vopn. Attlee,forsætisráðherraBreta, flutti útvarpsræðu við þetta tækifæri. Las hann þar upp svar Japana orðrétt og eru helztu atriði þess þannig: 1 sambandi við friðartil- boð það, sem japanska stjórnin hefur gert Banda- mönnum og gagntilboð það, er þeir hafa gert henni, kveðst hún hafa þann heið- ur að tilkynna eftirfarandi: 1. Keisarinn hafi gefið út fyrirmæli um það, að friður verði saminn á grundvelli Potsdam-yfirlýsingarinnar. 2. Hann hafi gert nauðsyn- legar ráðstafanir til að friðarsámningar verði und- irritaðir hið fyrsta — og 3. Hann muni gefa út fyrir- skip'anir til allra japanskra hersveita um að leggja nið- ur vopn og hætta vopnavið- skiptum og muni auk þess reiðubúinn að gefa út hverj- ar aðrar fyrirskipanir, sem yfirhershöfðingi Banda- manna muni telja nauðsyn- legar. Þegar Attlee hafði lesið yfir- lýsingar Japana rakti hann í fáum dráttum sögu Kyrrahafs- styrj aldarinnar frá því Japan- ir réðust með svikum á Pearl Harbour í desember 1945 og þar til nú að þeir hafa gefist upp. Hann laulc miklu lofsorði á heri Bandamanna, sem með hraustri baráttu sinni hefðu bjargað þjóðum sínum frá her- sveitum Japana. Þá hyllti hann kínversku þjóðina fyrir hetju- lega baráttu hennar við Japani um fjórtán ára skeið og fór einnig hrósyrðum um aðrar þær þjóðir, sem Japanir hafa hernumið. Að ræðu forsætisráðherrans lokinni voru þj óðsöngvar Bret- lands, Bandaríkjanna, Sovét- ríkjanna og Kína leiknir, og að þvi loknu var þakkarguðs- þjónusta. Miðvikudaginn 15. þ. m. var ”hinn opinberi friðardagur og var heimsfriðnum þá fagnað í öllum löndum Bandamanna. I ræðu sinni tilkynnti Attlee, forsætisráðherra, að sá dagur og fimmtudagurinn yrðu al- mennir frídagar í Bretlandi. Allar þjóðir fagna því að friður er nú kominn á. Fpá rafveitustj órnarfundi. Fundur var haldinn i stjórn Rafveitunnar síðastl. þriðju- dag. Meðal annars var rætt um lekann á Nónhornsvatni, en eins og bæjarhúum er kunn- ugt, þá urðu lítil not af Nón- hornsvatnsvirkj uninni s. 1. vet- ur vegna. þessa leka. Er illt að þessi leki skyldi koma fram, því bæði er mikill hörgull á raforku í bænum og auk þess er búið að setja stórkostlegar fjárhæðir í liina nýju virkjun. Á fundinum bar Haukur Helgason fram tillögu þess efn- is, að fai-a þess á leit við Raf- magnseftirlit ríkisins, að það nú þegar sendi mann hingað til Isafjarðar til að rannsaka lekann. Tillaga þessi kom illa við taugarnar í Hannibal Valdimarssyni. Sleppti maður- inn sér alveg. M. a. sagði hann, að Haukur hefði á sínum tíma hrigzlað Jóni Guðmundssyni um rafmagnsþjófnað og enn- fremur, að Haukur hefði flæmt Jón Guðmundsson og senni- lega Gunnar Hallgrímsson frá Rafveitunni. Haukur lét sam- stundis bóka þessi illmæli Hannihals. Mun hinn „orð- prúði“ skólastjóri fá tækifæri til að afturkalla ummælin á sáttanefndarfundi og jafn- framt hiðja Hauk fyrirgefning- ar, ella mun Haukur stefna Hánnihal. Halldór Halldórsson kom með viðbótartillögu við tillögu Hauks þess efnis, að leita til rafmagnseftirlitsins ef rannsókn næstu 4—5 daga leiddi ekki í ljós hvar lekinn væri. Með þeirri viðhót var til- laga Hauks samþykkt. Vil selja kvenhjól. Lóa Konráðs. Síidveiði ísfirzku skipanna. Skip Björgvins Bjarnasonar 15. þ. m.: Richard ........... 3210 mál Grótta ............ 5260 — Huginn 1........... 3551 — Huginn II.......... 5079 — Skip Samvinnufélagsins 14. þ. m.: Ásbjörn ........... 1100 mál Auðbjörn........... 2000 — Gunnbjörn ......... 2201 — Sæbjörn ........... 1876 — Valbjörn .......... 1281 — Vébjörn ........... 1414 — Góð' relmetaveiði er nú hér í Djúpinu. * Skátamót Vestfjarða hófst i Hestfirði 2. ágúst og lauk mánudaginn 6. ágúst. Mótið var haldið að tilhlutun skátafélaganna á Isafirði, mót- stjórn skipuðu Magnús Kon- ráðsson, er var mótstjóri, og María Gunnarsdóttir og Haf- steinn O. Hannesson. Þátttakendur voru alls 69, 46 drengir og 23 stúlkur, og voru frá Vatneyri, Þingeyri, Flat- eyri, Bolungarvik og Isafirði. Þetta er fyrsta skátamótið á landinu, sem er sameiginlegt fyrir stúlkur og pilta. Veður var ágætt 3 daga. Far- ið var í gönguferðir um ná- grennið og í útiíeiki, haldnir yarðeldar og kvöldvökur. Á sunnudaginn messaði séra Óli Ketilsson á mótinu í sýslu- tjaldbúð Vestur-Isafjarðar- sýslu er skátarnir höfðu reist þarna. Alls voru þarna um 30 tjöld. Fjölritað dagblað var gefið út á mótinu, hét það Tryppið, og er það fyrsta og einasta dag- blaðið, sem gefið hefur verið út í Hestfirði. Á mótinu ræddu foringjar félaganna um skátamál, og samþykktu áskorun til stjórn- ar Bandalags ísl. skáta um að veita hehnild til þess að skáta- félög stofni með sér héraða- sambönd. Elsti skátinn á mótinu var Jónas Magnússon skólastjóri á Patreksfirði, og benti hann skátunum á að hann hefði hvergi séð jafn fjölskrúðugt gróðurlíf eins og þarna i Hest- firði. Mótið þótti heppnast prýði- lega og láta allir þátttakendur hið bezta yfir dvölinni þarna. * Gjafir til norskra selveiði- manna. Að undanförnu hafa komið liingað til Isafjarðar nokkur norsk selveiðiskip á heimleið af veiðum. Skip þessi hafa öll aflað mjög lítið af sel, vegna þess að ekki hefur verið hægt að komast inn i fasta ísinn fyr- ir óvenjumiklu isreki. Það er því ekki mikill fengur, sem skipshafnirnar á þeim færa heim með sér, hefði þess þó verið full þörf annað eins tjón og Norðmenn hafa beðið í ó- friðnum. Margir bæjarbúar hafa fært þessum norsku skipshöfnum góðar gjafir, bæði peninga og varning, og hafa þær verið vel þegnar, enda komið sér vel. Til mála hefur komið að hefja al- menna söfnun í þessu skyni, en að þvi ráði hefur þó ekki ver- ið horfið, nema hvað einstak- lingar hafa verið á ferð með söfnunarlista. Ástæðan er þó enganveginn sú, að með því eigi að draga úr þessum gjöf- um, en vegna þess að ekki var byrjað á þessari fjársöfnun áð- ur en selveiðiskipin fóru að koma hingað, og nú er óvist hve mörg eiga eftir að koma, þótti ekki ástæða til að hefja slíka fjársöfnun nú. Hinsvegar eru menn eindregið hvattir til að færa gjafir þeim norsku skipshöfnum, sem eiga eftir að koma hingað í sumar, og skal þeim þá á það bent, að bezt er að afhenda þessar gjafir beint til skipstjóra á hverju skipi, en hann mun svo skipta þeim með skipshöfninni. i. s. r. r. b. r. knattspyrnumóT vestfjarða verða háð á ísafirði í september. II. og III. aldursflokkur sunnud. 2. september. I. aldursflokkur sunnud. 9. september. Öllum félögum innan í. S. í. á Vestfjörðum er heimil þátttaka. Þátttöku skal tilkynna til K. S. F. Vestra viku fyrir hvert mót. Þátttökugjald kr. 25.00. K. S. F. VESTRI.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.