Baldur


Baldur - 18.08.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 18.08.1945, Blaðsíða 3
B A L D U R 95 BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, Isafirði, .• Pósthólf 124 SjómaitnaskéSi á ísalrði. Það hefur lengi verið áhuga- mál oklcar Isfirðinga að sjó- mannaskóli yrði reistur hér og starfrœktur. Ber margt til þess að við höfum liaft áhuga á þessu, bæði það, að vagga ís- lenzkrar sjómannafræðslu stóð hér á Vestfjörðum og nauðsyn þess að hinum mörgu sjómönn- um hér gæfist kostur á að nema sj ómannafræði heima, en þyrftu ekki að leita til ann- ara héraða. Nú fyrir nokkru hefur skrið- ur komist á þetta mál, sem vonir gefur um að einhver árangur náist. I vetur tók skipstjórafélagið Bylgj an sj ómannaskólamálið til umræðu, skrifaði ýmsum fyrirtækjum hér í bænum og óskaði fj árstuðnings þeirra til að koma hér upp sjómanna- skóla. Jafnframt lofuðu starf- andi skipstj órar og stýrimenn í Bylgjunni að leggja fram um 500 kr. hver í þessu skyni. Málaleitun þcssi fékk yfir- leitt góðar undirtektir og hefur á þennan hátt safnast nokkuð fé. Þá hefur bæjarstjórn kosið mann til að starfa með nefnd frá Bylgjunni að undirbúningi málsins. Allt eru þetta spor í áttina. Nú munu einhverjir telja það óþarft að reisa hér sjó- mannaskóla, þ'egar nýbúið er að byggja stórt liús fyrir slíka stofnun í Reykjavík. En þetta er mesti misskilningur. Það er nú fullkomlega víst • að skipum tjjjölgar hér á landi mjög á næstu árum og þar að auki verða það stærri skip yf- irleitt en áður hafa verið. Það verður því að gera meiri kröf- ur um lærdóm þeirra, er þeim stjórna, en skipstjóra á minni skipunum. Sumir hafa talað um að veita mætti undanþágur, en það mætir að vonum mót- spyrnu meiraprófsmanna, enda engin ástæða til að draga á þann hátt úr þeml kröfum, sem gerðar eru um lærdóm skipstjóra og stýrimanna á stærri skipum. Það má því telja víst að að- sókn að stýrimannaskóíánum í Reyld avík aukist mikið á næst- unni og það svo, að hann verði meira en fullskipaður. Verður þá full þörf á sjómannaskóla hér. Þá ihá benda á það, að reynslan hefur sýnt, að ungir menn, sem fara annað til náms, Viotal vio Hauk Helgasoa fulítrúa Sðsíalistafloklcsins í Viðskiptaráði og stjórnarskrárnefnd. Haukur Helgason er fyrir dómara og formanns Við- nokkru síðan kominn lieim og dvelur nú hér i bænum um skeið, en hann hefur eins og kunnugt er verið fjarverandi frá áramótum síðustu og starf- að sem fulltrúi Sósíalista- flokksins í Viðskiptaráði og i milliþinganefnd í stjórnar- skrármálinu. Baldur notaði þetta tæki- færi og leitaði frétta hjá hon- um. Hver eru aðalverkefni Við- skiptaráðs? — Aðalverkefni Viðskipta- ráðs er að stjórna gjaldeyris- og innflutningsmálum, auk þess heyrir skömmtunarskrif- stofa ríkisins undir ráðið, enn- fremur hefur Viðskiptaráð út- hlutað rúmi í þeim skipum, sem íslenzkir aðilar ráða yfir og siðast en ekki síst heyra verðlagsmálin undir það. Það hafa oí’ðið töluverð blaðaskrif í sambandi við heildsalamálin. Getur þú gefið mér nokkrar upplýsingar við- viðvíkjandi þeim? — Eins og kunnugt er gerð- ust nokkrif heildsalar hrotleg- ir við verðlagsákvæðin, og hef- ur Viðskiptaráð allt frá ára- mótum urinið að rannsókn þeirra mála, og nú hal’a þau verið afhent sakadómara. Mál þessi eru ákaflega yfirgrips- mikil og er því ekki hægt að segja hvenær megi vænta dóma í þeim. — Ritstjóri Skutuls sagðist í vetur hafa gengið á fund saka- koma oft ekki heim aftur, heldur leita sér atvinnu ann- ars staðar. Gæfist þcim hins- vegar kostur á að læra heima í sínu héraði eru langtum meiri jíkur til þess að þeir héldu á- fram að starfa þar, svo framar- lega sem þess væri kostur. Að lokum skal þess svo getið, að á undanförnum árum hefur tæplega verið hægt að hafa hér hin svonefndu stýrimanna- og vélstjóranámskeið, vegna hús- næðisleysis. Allt þetta, sem hér hefur vérið bent á, sannar, að nauð- synlegt er að hér verði liið hráðasta reistur sjómanna- skóli, bæði fyrir stýrimenn og vélstjóra, sem veitir mönnum að minnsta kosti meiri réttindi en námskeið þau, sem hér hafa verið haldin í siglingafræði og vélgæzlu. Við erum hér að reisa húsmæðraskóla og álít- um að það sé nauðsynj averk. En er þá ekki jafnmikil nauð- syn að við byggjum skóla fyrir þá stéttina, sem hér færir alla hjörg í hú? Ég hygg að allir geti verið sammála um að svo sé. skiptaráðs og óskað að fá að kynna sér réttarskjölin í máli S. Árnason & Co., en veihð neitað. Er þetta rétt? Og, ef svo er, hvernig stendur þá á neituninni? — Það £v rétt að ritstjóra Skutuls var neitað um að sjá réttarskjölin af þeirri einföldu ástæðu að málið var þá í rann- sókn og er það enn, og það er ekki i samræmi við settar reglur að gefa óviðkomandi aðilum upplýsingar um mál, sem eru í rannsókn. Annars get ég bætt því við að það eru þrír aðilar sem fjalla um þessi mál, dómsmálaráðherra, saka- dómari og Viðskiptaráð. Það hefði því verið eðlilegast að ritstjóri Skutuls hefði fyrst snúið sér til dómsmálaráðherr- ans, flokksbróður síns, um upplýsingar, þótt ég hins veg- ar búist við að það hefði eng- an árangur horið. Það er þá ekki að húast við upplýsingum um þessi mál fyr en rannsókn er lokið? — Nei. Ég sé i Þjóðviljanum að S. I. S. hefur neitað Kaupfélagi Siglfirðinga um viðskipti. Get- ur þú skýrt nokkuð nánar lrá því? — Það er alveg rétt að framsóknarafturhaldið i S. I. S. neitaði K. S. um viðskipti af þeirri ástæðu að Breiðfylking- unni á Siglufirði, fraxhsókn, sj álfstæðismönnum og krötum, tókst ekki að sölsa undir sig stjórn félagsins. — Með þessu athæfi ætlaði S. I. S. að hindra það, að upp undir helmingur Siglfirðinga gæti fengið nauð- synjar sinar hjá þeirra eigin vérzlunarfélagi, Kaupfélagi Siglfirðinga, og sýnir þetta at- liæfi þá ófyrirleitni, sem fram- sóknarafturhaldið getur sýnt, þegar svo ber undir. Samkvæmt beiðni K. S. tók Viðskiptaráð þetta mál strax til athugunar og munu gjald- eyris- og innflutningsleyfi hér eftir verða afgreidd beint til fé- lagsins og allsherj akvóti S. I. S. lækkaður að sama skapi. Um leið sló Viðskiptaráð þvi föstu, a.ð hvert einstakt kaupfélag innan S. I. S. getur fengið að ráðstafa sjálft gjaldeyris- og innflutningsleyfum sínum, en venjan liefur vecið að S. I. S. hefur fengið þessi leyfi vegna hinna ýmsu kaupfélaga, sem í því eru. —- Þetta er áreiðanlega'mjög mikilsverð ákvörðun. En — svo ég snúi mér a.ð öðru, — má húast við aukaskammti af sykri í sumar ,til sultu- og saftgerðar? — Ástandið er nú þannig, að þi’átt fyrir marg ítrekaðar tilraunir liefur ekki tekist að fá meira en 3600 tonn af syki’i til landsins i ár, á móti 5400 tonnurn i fyrra. Viðskiptaráð lækkaði þvi 1. febrúar s.l. syk- urskammtinn til iðnaðar um helming, ennfremur var neyzlu- skammturinn núna nýlega lækkaður að fjórða hluta, eða úr 2 kg. í 1,5 kg. á mann á mánuði. Að sjálfsögðu hefur Viðskiptaráð athugað mögu- leika á að úthluta aukasykur- skannnti vegna sultu- og saft- gei’ðai’, en ennþá er ekki útséð um hvort möguleikar verða á því. Auðvitað er mjög æskilegt að hægt verði að úthluta þess- um skammti. — Er ekki ákveðið i lögum um Viðskiptaráð að það skuli lagt niður eigi síðar en sex mánuðum eftir lok Evrópu- styrjaldarinnar? — Jú, eftir þessuin lögum á að leggj a ráðið niður eigi siðar en 4. nóvember i liaust. Hins vegar er ég þeirrar skoðúnar að ekki sé hægt, að svo stöddu, að sleppa öllum hömlum af, innflutningnum og held ég að alrnenn skoðun þeirra manna, sem við þessi mál fást, sé að annað hvort vei’ði Við- skiptax’áð látið starfa áfram eða ný stofnun látin taka við verkefnum þess. Þannig er mál með vexti, að innstæður bank- anna erlendis eru því nær ein- göngu í pundum og dollurum. Innstæður í pundum.fara vax- andi, en þar á móti fara inn- stæður í dollurum minnkandi, þar sem við, enn sem komið ei’, þurfum að flytja nauð- synjavörur okkar frá Ameríku. Nú er dollarinn raunveru- lega eini frj álsi gj aldeyrii’inn i heimsviðskiptum. Ef gengið er um of á dollarainnstæður okk- ar, þá getur það oi’ðið hættu- legt liýsköpuriaráforaium rík- isstjórnarinnar. Þess vegna lield ég að ekki þurfi aðeins að halda áfrarn starfi Viðskipta- ráðs, heldur verði elcki hj á því komist að taka upp áætlunai’- húskap, ekki eingöngu viðvikj- andi iramleiðsluvörum, eins og nú er að nokkru leyti,-heldur einnig viðvíkjandi neyzluvör- um. Nú langar mig til að frétta eitthvað frá stjórnai’skrár- nefnd. Hvað getur þú sagt mér fi’á störfum hennar ? — Stjórnarskrárnefnd hefur haldið marga fundi, hæði ein sér og með aðstoðarnefndinni. Ennfremur hefur verið lokið við þýðingar á stj ói-narskrám nokkurra ríkja og eru þau plögg nú til athugunar hjá nefndarmönnum. — Nefndar fundir munu væntanlega hefj- ast á ný í septemberbyrjun, en áætlað er að frumvarp að stjórnarskrá verði lagt fyrir vetrarþingið 1946. -------0

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.