Baldur


Baldur - 31.08.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 31.08.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÓSl ALIST AFÉL ÁG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 31. ágúst 1945 25. tölublað. Björgunarskúta Vestfjarða. I haust verður væntanlega hafin smíði björgunar- og gæzluskips fyrir Vestfirði. Skipið verður eigi minna en 100 rúmlestir og útbúið öllum nýjustu björgunar- tækjum. Sá rekspölur er nú koininn á eitt hið mesta áhugamál allra Vestfirðinga — björgunar- skútumálið — að fullt útlit er fyrir að smíði nýs björgunar- skips fyrir Vestfirði geti hafist nú í haust. Eins og kunnugt er hafa slysavarnasveitirnar hér á Vestfjörðum unnið að fram- gangi þessa máls á undanförn- um árum. Fyrsti sameiginlegi fundur slysavarnasveitanna um málið var haldinn 1936. Varð sá fundur til að vekja al- mennan áhuga fyrir málinu, koma fjársöfnuninni í fastara horf, og ýmsir einstaklingar létu mikið fé á mælikvarða þeirra tima. 1938 var annar fundur hald- iun um málið. Var þá meiri von um framkvæmdir en áður hafði verið, þvi Alþingi 1937 hafði samþykkt þingsályktun- artillögu, þar sem skorað er á ríkisstjórnina „að hefja þegar samninga við slysavarnasveit- irnar á Vestfjörðum um bygg- ingu skips til landhelgisgæzlu- og björgunarstarfs fyrir Vest- .fjörðum, og annan undirbún- ing, svó að byggingu skipsins verði lokið svo fljótt sem auð- ið er". Þessi fundur var einhuga um að sameina bæri björgunar- og landhelgisgæzlustarfið og sam- þykkt ályktun, þar sem höfuð áherzlan var lögð á, að björg- unarstarfið sitji í fyrirrúmi fyrir gæzlustarfinu. skipið verði byggt sem björgunarskip og verði eign Slysavarnafélags Islands eða slysavarnasveit- anna á Vestfjörðum. Heimilis- fang skipsins verði á Isafirði, áhðfnin vestfirzk og trúnaðar- menn slysavarnasveitanna hafi ihlutun um byggingu þess og rekstur ásamt Slysavarnaf élagi Islands. Ennfremur skoraði þessi fundur á Slysavarnafélag Is- lands að taka björgunarskútu- mál Vestfjarða til umræðu og ákvörðunar á grundvelli fyr- greindrar ályktunar. Fundurinn kaus þriggja manna nefnd til að vinna að framkvæmdum málsins. — 1 nefndinni voru Eiríkur Einars- son, Torfi Hjartarson og Arngr. Fr. Bjarnason. Nefndin fór nokkru síðar til Reykja- víkur, til þess að ræða við full- trúa ríkisstj órnarinnar og Slysavarnafélags Islands og undirbúa samninga. Varð að samkomulagi við fulltrúa rík- isstj órnarinnar, Pálma Lofts- son forstjóra, að smíðað yrði nýtt björgunar- og gæzluskip. Samkomulag þetta byggðist í aðalatriðum á ályktunum full- trúafundarins, sem greint hef- ur verið frá hér að framan. Stj órn Slysavarnafélags Is- lands samþykkti að taka málið til athugunar og leita að því loknu álits ríkisstj órnarinnar um það hvort hún sé reiðubúin til -að byggja varðskip sem staðbundið sé við Vestfirði og annast þar björgunarstarf yfir vetrar mánuðina, ef Slysa- varnafélag Islands fyrir hönd slysavarnasveitanna á Vest- fjörðum lánaði nokkurn hluta byggingarkostnaðarins. Niðurstöður þessara athug- ana átti síðan að senda Vest- f j arðasveitunum, en þær komu aldrei. 1 ársbyrjun 1939 tók ríkis- stjórnin ákvörðun um smíði skipsins á framangreindum grundvelli. Bárður G. Tómas- son gerði teikningu og útboðs- lýs'ingu, en þá skall ófriðurinn á svo verkið var ekki boðið út fyr en 1941. Tilboð komu frá 4 skipa- smíðastöðvum, er námu kr. 260000, kr. 245000 og tvö kr. 90000 hvort fyrir smíði skips án vélar. Ríkisstj órnin ákvað að fresta framkvæmdum að svo stöddu. Nú í sumar var málið tekið upp að nýju. Núverandi dóms- málaráðherra, Finnur Jónsson alþm.^jáði þá björgunarskútu- nefnd og stjórnum slysavarna- sveitanna á Isafirði að hann myndi beita sér fyrir lausn málsins á sama grundvelli í aðalatriðum og áður hafði ver- ið lagður, ef það væri einhuga vilji slysavarnasveitanna. Full- trúafundur fyrir Vestfirði var síðan haldinn um malið. Sam- þykkti hann áskorun á slysa- varnasveitirnar á Vestfjörð- um að sameinast á sama grundvelli og áður var samið ? Ý ? ? ? ? T ? V ? ? ? Sffik T V ? ? ? ? ? ? ? T ? X Y ? ? ? ? ? ? ? ? 1 I ? ? ? ? 4 4 1 ? ? 4 4 ? T ? ? ? ? ? ? ' ? ? ? ? ? ? T ? Theodóra Thoroddsen: FRÁ DJÚPI. (Samanber kvæði Guðm. Guðmundssonar: Is- firzkt vor; í Ljóðum og kvæðum 1917). Byggðin fríð, sem fleiri en mig fóstraðir vel og lengi, leitt er að heyra last um þig, leikið á hörpustrengi. Vera má,-að viðmót þýtt vanti þig á stundum. En borizt hefur breitt og vítt björg frá þínum sundum. Skræfum verður fátt til fjár f jalla þinna milli, því þrekna drengi þarf við ár hjá Þuríði suncfafylli. En ef þeir blása ekki' í kaun, þó á þá seltan drjúpi, draga þeir allir einhver laun úr ísafjarðardjúpi. Þú átt bæði skart og skjól, þótt skyggi haust og vetur og annarstaðar íslenzk sól aldrei skein mér betur. (Embla I. ár 1945.) I T ? t f T T ? ? T ? 4 4 4 ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? T ? ? ? um, skyldu slysavarnasveit- irnar leggja fram 200 þús. kr. yrði þessum skilyrðum full- nægt og ríkið eða landhelgis- gæzlan annast rekstur skips- ins. Síðan hafa verið gerð drög til samninga milli ríkissjóðs og SlysaVai-nafélags Islands og. björgunarskútunefndar. Fjár- söfnun mun haldið áfram af fullum krafti bg allt gert til þess að hrynda málinu í fram- kvæmd. Hér hefur nú verið skýrt frá gangi þessa máls í aðalatrið- um. Allir Vestfirðingar fagna því að það er komið á þennan rekspöl og eru einhuga um að vinna að endanlegri lausn þess. Þó ber að leggja áherzlu á það, að fast sé haldið við það ákvæði að björgunarstarf skipsins sitji í fyrirrúmi fyrir landhelgisgæzlunni, og þar með verði tryggt, að skipið geti annast b j örgunarstarf ið að fullu gagni. SUNNUKÓRINN fer með Esju í söngför til Suðurlands. Kórinn mun syngja í Reykja- vík og nágrenni og býst við að verða um hálí'an mánuð í ferðalaginu. — 1 suðurleið mun kórinn syngja á Patreksfirði. Fararstjóri verður Elías J. Pálsson, fomiaður kórsins, en söngstjóri Jónas Tómasson. Kórinn hefur æft af miklu kappi að undanförnu undir þessa för. Hefur Sigurður Birk- is, söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar, dvaldi hér um tíma og leiðbeindi kórnum. Söngskráin * verður mj ög f j ölbrey tt. Við komu kórsins til Reykja- víkur syngur hann nýtt ljóð eftir Guðm. Geirdal, er hann nefnir Reykjavík, lag eftir Jón Laxdal. Hundrað manna kór úr söngfélögum í Rej'kjavík fagnar komu kórsins þangað með söng á hafnarbakkanum. Þrjátíu og þrír söngmenn taka þátt í förinni.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.