Baldur


Baldur - 31.08.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 31.08.1945, Blaðsíða 2
98 B A L D U R Nýtt ársrit. Fyrir nokkru er komið út nýtt ársrit, er Embla heitir, er það gefið út af konum og flyt- ur eingöngu ritverlc lcvenna. Rilstjórar eru: Valborg Bents- dóttir, Karolína Einarsdóttir og Valdís Haíldórsdóttir. Ritið er 104 blaðsíður lesmáls, auk aug- lýsinga, í meðalstóru broti, prentað á góðan pappír og prýtt mörgum myndum. Það kostar í lausasölu 20 krónur en 15 krónur til áskrifenda. 1 ávarpi segir svo um tilgang þess: „Tilgangur Emblu er að birta sem fj ölbreyttastar ritsmíðar kvenna, fornar og nýjar. Eink- um munum við gera okkur far um að ná til þeirra, sem annars myndu ekki koma verkum sínum á framfæri. — Einnig langar okkur til að ná í óprentuð ljóð eða vísur lát- inna kvenna, ef eitthvað slíkt kynni að vera til í handritum, eða minningum manna. Vænt- um við þess, að sem flestir ljái okkur lið í því efni. Við vitum, að Island á marg- a.r vel ritfærar konur, og von- um, að sem flestar þeirra sendi ritinu eitthvað til birtingar, svo að efni þess geti orðið fjölbreytt og vandað. Þótt ekki sé um lcvæði og sögur að ræða, eiga ílestar konur í fórum sín- um minningar, ferðasögur, frá- sögur úr daglegu lifi o. fl. sem þær gætu fært í skemmtilegan búning. Okkur væri sérstaklega kær- komið, ef aldraðar konur vildu skrifa fyrir okkur minningar frá yngri árum sínum með lýs- ingum á lifnaðarháttum þeirr- ar kynslóðar, sem nú er að kveðja“. Það er vissulega rétt, sem sagt er í þessu ávarpi, — að Island á margar vel ritfærar konur. — Er þar skemmst a.ð minnast, að annað ljóðskáldið, sem verðlaun hlaut fyrir há- tíðaljóð í sambandi við lýð- veldisstofnnnina, var kona, og margt af því, sem konur hafa ritað, er með því bezta í ís- lenzkum bókmenntum. 1 þessum fyrsta. árgangi Emblu eru ljóð og vísur eftir þessar skáldkonur: Theódóru Tlioroddsen, Huldu, Höllu Loftsdóttir, Valdísi Halldórs- dóttur, Fríðu Einars, Björgu Pétursdóttur, Vigdísi frá Fitj- um, Ingibjörgu Benediktsdótt- ur, Arnfríði K. Jónatansdóttui’, Halldóru B. Björnsson, Hall- dóru Jónsdóttur, Sigríði Ein- ars frá Munaðarnesi, Guðrúnu Halldórsdóttur og Elínborgu Brynjólfsdóttur. I lausu máli cru þar sögur eftir Elinborgu Lárusdóttur, Þórunni Magnúsdóttur og Val- borgu Bentsdóttur. Mósa mín (l)ernskmninning) eftir Libu Einarsdóttur, — Surtshellisför, ferðasaga, eftir Valdisi Hall- V Y i Skammtað ixr skrínunni, % Illa tekið góðum bendingum. Fyrir nolckru var hér i blaðinu reynt að leiða ritstjóra Skutuls það fyrir sjónir, að hann vœri ekki í hópi ofurmeiina, enda þótt liann héldi það sjálfur, þessvegna væri liann alls ekki fær um að annast, svo í lagi væri, þau störf, sem liann hefur tekið að sér að vasast í, og þar af leiðandi fullkomin á- stæða til að bera áhyggjur út af því, hvernig hann leysti þau af hendi. Nú hefði mátt ætla að ritstjóri Skutuls tæki þessum bendingum vel, en svo er alls ekki. Ilann svar- ar þeim með mesta offorsi, talar í sambandi við þær um persónulegar svívirðingar og atvinnuróg, en við- urkennir þó réttmæti þeirra í aðra röndina, þar sein hann segir: „Mér er það nóg að við störf mín .. . legg ég fram krafta mína alla, það litlir þeir eru, og meira verður ekki lieimtað!“ Það er liinn mesti misskilningur hjá ritstjóra Skutuls, að í þessum fyrgreindu bendingum felist nokk- uð, sem heitið geti persónulegar svívirðingar og atvinnurógur. Þó að hann sjálfur treysti manna mest mikilleika sínum, getur hann ó- mögulega ætlast lil að aðrir geri það, og liann verður að skilja, að við störf, sem unnin eru í almenn- ings þágu, er ekki nóg að leggja fram krafta sina alla, — þó að það sé vitanlega góðra gjalda vert — ef getan er iítil eða engin og störfin eru jafn illa unnin eða vanrækt eftir sem áður. Rangfærslur og falsanir. Það er að vísu ekki ástæða til að eyða miklu rúmi í þetta svar rit- stjóra Skutuls, frekar en þegar hef- ur verið gert. Þó eru þar sérstak- lega tvö atriði, sem ástæða er að taka lil athugunar. Hann viður- kennir nú, að hér hafi verið at- vinnuleysi í vor, en það var ein- mitt það, sem Baldur sagði. Að vísu reynir ritstjórinn að dylja þessa játningu með því, að fullyrða þau ósannindi að ritstjóri Baldurs hafi falsað sín fyrri úmmæli, en ekki er ástæða til að láta sér finn- ast til um sííkt úr þeirri átt, svo alvanalegt sem það er, að skutulsrit- stjórinn rangfæri það, sem aðrir segja og reynir að slá sig til ridd- ara ú þann liátt. Rök, sem ástæða er til að athuga. En einmitt í þessu svari hefur hann þó brugðið út af þessum rót- gróna vana sínum, rangfærslunum; hann gerir þar tilraun til að rök- ræða. Hann segir að ekki hafi ver- ið ústæða til að leggja veg úr Dag- verðardal að Nónliornsvatni, vegna þess að tvö undanfarin sumur liafi aðallega verið unnið að því, að leggja þrýstivatnspípuna og sprengja fyrir stíflustæðinu við Nónhornsvatn, til þessa liafi þurft mikið efni og það liafi þurft að flytja á þeirri leið sem pípan var lögð. „Jafnframt“, segir liann, „gatu þeir menn, sem að flutningnum unnu, starfað að öðrum verkum í ígripum, bæði í hitteðfyrrasumar og fyrrasumar. Þannig þótti jafnvel ekki rétt í fyrrasumar, þegar unn- ið var nokkuð að stíflugerðinni við Nónhornsvaln, að breyta flutning- unum, þar sem jiá liefði þurft að tvískipta liðinu, sökum ólokinna verkefna niðri í Engidal“. Þó að merkilegt sé, kemur rit-.' stjóri Skutuls liér með rök, sem á- stæða er að taka til athugunar. Þess er þá fyrst að gæta, að það liefur ekki aðeins verið fundið að því, að þessi umræddi vegur yfir fjallið liefur ekki verið lagður fyr en nú, heldur einnig hvernig flutn- ingum þrýstivatnspípunnar og efn- isflutningum í sambandi við hana var hagað. Það liefur verið sýnt fram á, að sporbraut sú, sem til þessara flutninga* var notuð, kost- aði óhemju fé, margfalt meira en loftbraut, eins og sú, sem notuð var við Fossavatnsvirkjunina, og auk þess hafi þessi tilhögun á flutning- unum verið miklu verkafrékari og því dýrari en ef flutt hefði verið eftir loftbraut. Ennfremur þurfti í fyrrasumar að flytja mikið efni til stíflugerðarinnar við Nónliorns- vatn, öllu þessu efni þurfti að um- lilaða tvisvar áður en það komst á ákvörðunarstað. Þessir flutningar urðu því bæði erfiðir og tímafrekir. Hinsvegar hefur vegagerð yfir fjallið reynst mjög auðveld og þann veg væri liægt að endurbæta, svo að eftir honum mætti flytja á hverskonar bílum sem 'er. Hvað því viðvíkur að ekki liafi verið rétt að breyta fluttningunum fyrr .en nú, vegna ólokinna verk- efna niðri í Engidal, er með öllu óskiljaniegt, því ekki gátu sömu menn unnið á sama tíma bæði við Nónhornsvatn og niðri í dal, og því hefur orðið að tvískipta liði hvort sem var. Það eru því falsrök lijá ritstjóra. Skutuls, að sú tilhögun, sem liöfð var á þessum fluttningum, liafi ver- ið sú bezta, sem völ var á. s Sannleikurinn er líka sá, að allur undirbúningur og tilhögun verka við þetta mikla og dýra mannvirki, hefur vægast sagt veriö mjög lé- legur, enda ekki við öðru að bú- ast undir stjórn algerlega óverk- lærðra manna, sem þar að auki eru svo útblásnir af sjálfsáliti, að þeir fara í engu eftir góðum ráðum. dórsdóttur. Grcin um Torf- hildi Þorsteinsdóttur Hólm, skáldkonu, aldarminning, og kafli úr skáldsögunni Jón biskup Arason. Ritgerð um ólínu Jónsdóttur, skáldkonu á Sauðárkróki, sextuga, og fylgja nokkrar lausavísur eftir liana, en hún er, eins og kunnugt er, með snjallari liagyrðingum, sem nú eru uppi. I ritinu er kafli með fyrirsögninni Is- lenzkar skáldkonur, og er ætl- unin að þar birtist sýnishorn af skáldskap látinna íslenzkra skáldkvenna. Að þessu sinni liirtast þar vísur eftir Stein- unni, móður skáld-Refs, og Guðrúnu Halldórsdóttur, móð- ur þeirra Ólínu skáldkonu á Sauðárkróki og Hallgríms Jón- assonar, kennara við Kennara- skólann í Reykjavík. Þá er í ritinu lag, eftir Ing- unni Bjarnadóttur, við kvæði Sigurðar Sigurðssonar frá Arn- arholti,, Sól, stattu kyrr. — Hallgrímur Halldórsson radd- setti. Að lokum cru kaflar úr bréf- um, skemmtileg smágrein, Sonnettur og sumarfrí, og lausavísur. Eins og þetta yfirlit ber með sér er efni Emblu mjög fjöl- i ])reytt, og það er auk þess bæði skemmtilegt og gott. Konur þær, sem þar koma fram á skáldaþingi, sóma sér með prýði á Bragabekk. Væri fróð- legt að vita einhver- nánari deili á þessum skáldkonum og öðrum, sem í Emblu skrifa framvegis, og ætti ritið að kynna þær lesendum sínum, eins og Hclgafell gex-ir við höf- unda þá, er í það rit skrifa. Það var ekki ætlunin að birta hér sýnishoi-n úr þessu riti, heldur aðeins að minna á það; kvetja rnenn, ekki síður karla en konui', til að kaupa það og lesa. En vegna þess að í ritinu er fagurt kvæði um veslfii’zka byggð, álítur Baldur að vel fari á að það sé einnig birt í vestfirzku blaði og tekur sér það bci-saleyfi að birta það á öðrum stað hér í blaðinu. Baldur þakkar útgefendum og ritstjórum Emblu fyrir þennan fyrsta ái'gang; hann lofar góðu um framhaldið. -------0------ Réttur kominn út. Síðara heftið af tímaritinu Réttur 1944 er fyrir nokkru komið út. Þetta hefti er helgað skóla- og menningarmálum og birtast í því þi’jár greinar um það efni Einar Bragi Sigui’ðsson skrif- ar grein er hann nefnir Van- rækt æska. Hann lýsir þar hvað það cr að brjótast til mennta og hve mikið vanti á að þjóðfélagið geri skyldu sína við æskuna. I grein, sem nefn- ist Opnar leiðir, skýrir Sigfús A. Sigurhjartarson, alþingis- maður, frá aðalatriðunum i tii- lögum milliþinganefndar í skólamálum. Nefnd þessi var skipuð 1943 og á Sigfús sæti í henni. Þriðja greinin um skóla- og menningarmál, er i-æða Brvnj- ólfs Bjarnasonar, menntámála- ráðhei'ra, 1. desember 1944. Auk þessa flytur þetta hefti prýðilega fróðlega og vel rit- aða grein, Á hákarlamiðum, eftir Halldór Guðnmndsson, Suðureyri Súgandafirði. Inn- lentla víðsjá skrifar Brynjólfur Bj ai’nason, menntamáíaráð- liei'ra, og ræðir þar um stjórn- armyndunina og Alþýðusam- bandsþingið 1944. Sögur eru í þessu hefti eftir pólska rithöfundinn Wanda Wassilewska, Friðjón Stefáns- son, kaupfélagsstjóra á Seyðis- firði og svo framhaldssagan Á vargöld, eftir fi’anska skáld- sagnahöfundinn Andi’é Mal- raux. — 30. ái'g. Réttar hefst á þessu ái’i og mun þess minnst í næsta hefti. -------0------ Hannibal Valdimarsson skrifar í seinasta blað Skut- uls langa grein, til þess að vei'ja það afrek meirihluta bæjarstjórnar að selja úr bænum togara, vörubirgðir, veiðarfæri og peninga. Haukur Helgason mun svara þessari grein í næsta eða þar næsta blaði Baldurs.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.