Baldur


Baldur - 31.08.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 31.08.1945, Blaðsíða 4
100 B A L D U R Auglýsing um útsvör 1945. Samkvæmt lögum um innheimtu útsvara, er nú fallin í gjalddaga öll útsvarsupphæð þeirra gjaldenda Isafj arðarkaup- staðar, sem ekki hafa staðið skil á ákveðnum fyrirfram greiðsl- um upp i útsvörin, samkvæmt auglýsingu frá 22. febr. s.l., það er, sem næst 50% af útsvarsupphæð ársins 1944. Verða drátt- arvextir innheimtir af útsvörum þessum, verði þau ekki að fullu greidd fyrir lok þessa mápaðar. Utsvarsgreiðendur sem lokið liafa fyrirfram greiðslu upp i útsvör sín, eru minntir á að eftirstöðvar útsvaranna eiga að greiðast í þrennu lagi, 1. ágúst, 1. september og 1. otóber. Kaupgreiðendum ber skylda til að halda eftir af- kaupi starfsfólks síns, uppliæðum til greiðslu á útsvörum þess, á rétt- um gjaldddögum, og standa bæjarsjóði -skil á gi’eiðslunum. Gjöldin eiga að greiðast í skrifstofu bæjargjaldkera. Isafirði, 21. ágúst 1945. Bæjarstjórinn. Tilkynning Viðskiptaráðið hefur ákveðið, að meðan núverandi verð helzt á nýju dilkakjöti, sé greiðasölustöðum heim- ilt að reikna kr. 2,00 til viðbótar leyfðu hámarksverði fyrir hverja kjötmáltíð, sem framreidd er úr hinu nýja kjöti. Reykjavik, 18. ágúst 1945. Verðlagsstjóri. Gerist áskrifendur að yél í ágætu standi til sölu, BALDRI. veiðarfæri fylgja. Nánari upplýsingar gefur Fimm smálesta mótor- Jóhann Guðbjartsson, bátur með 14 ha. Thuxham- Djúpuvík. T A M A N G 0 . 10 Skotið i-ejð af, en missti marks, því önnur kona Tamangos hafði gripið um liandlegg honum. Hún þekkti þennan gamla mann, sem maður hennar var í þann veginn að drepa. Hann hafði spáð henni því, að hún mundi verða drottning, og hlaut nú líf sitt að launum fyrir spá- dóminn. Tamango, sem hæði var æstur og ölv- aður, missti nú algerlega stjórn á sér, snerist að konu sinni og laust liana með byssuskeftinu um leið og hann sagði við skipstjóránn: — Þessari konu þarft þú að kynnast. Taktn hana með þér. — Ekki mun þig skorta rúm í skipinu, sagði Ledoux við konuna og hrosti við, er liann sá hversu fríð hún var. Þá sex þræla, sem eftir voru, seldi Tamango túlkinum fyrir einar tóbaks- dósir. Hann leysti af þcim fjötrana og sagði þeim að fara hvert sem þeir vildu. Þeir urðu frelsinu svo fegnir, að þeir tóku til fótanna og dreifðust í allar áttir. A meðan þessu fór fram liafði skip- stjórinn kvatt Tamango og var önnum kafinn við að koma farminum um borð í skipið. — Hann taldi ekki öruggt að Aðvörun til búfjáreigenda. Allir búfjáreigendur í landi kaupstaðarins eru hér með aðvaraðir um, að við athugun á heyfeng þeirra og ásetningi á næsta hausti, verður fylgt ströngustu fyrirmælum laga um forðagæzlu. Miðað verður við að heyfengur manna nægi til að mæta hörðu árferði. Búfjáreigendur eru því áminntir um að afla sér nægilegs heyforða og fóðurbætis, sem nú mun vera ráðlegt að tryggja sér sem fyrst. Afli menn sér ekki nægilegs fóðurs, áður en skoðun fer fram, mun þess verða krafizt, að þeir fækki fénaði sínum, eftir þvi sem nauðsynlegt verður talið. Isafirði, 29. ágúst 1945. B æ j a r s t j ó r i. Ellilaun og öporkubætup ápið 1946« Umsækjendur ellilauna og örorkubóta í ísafjarðar- kaupstað fyrir næsta ár skulu skila umsóknum sín- um á bæjarskrifstofuna fyrir 15. september næstk. Umsóknir verður að skrifa á sérstök eyðublöð, sem fást á bæjarskrifstofunni. Þar verður umsækjendum veitt aðstoð og leiðbeiningar gefnar, eftir því sem þörf gerist og óskað verður. Menn eru beðnir að kynna sér eyðublöðin í tæka tíð, til þess að vera við því búnir að gefa allar þær upplýsingar, sem krafist er, t. d. um eignir sínar, tekjur árið 1944 og það sem af er þessu ári, um framfærsluskylda venzlamenn sína, (börn, kjör- börn, foreldra, kjörforeldra og maka) o. fl. Umsækjendur um örorkubætur *fyrir árið 1946, sem ekki hafa notið þeirra á þessu ári, verða að leggja fram örorkuvottorð frá héraðslækninum á ísafirði. Verði nýs örorkuvottorðs krafizt, af núverandi örorkubótaþegum, verður þeim tilkynnt það‘síðar. Isafirði, 29. ágúst 1945. Bæjarstjóri. 12 hugðist að komast þangað áður en skip- ið færi fram hjá. Þetta tókst, Báturinn var á sínum stað, og um leið og skipið skreið fram hjá eyrinni lagði Tamango að því og gekk þegar á fund skipstjóra. Ledoux varð mjög undrandi, er hann sá Tamango og heyrði hvað erindi hans var. — Þú gafst mér hana, — sagði Ledoux, — hversvegna skyldi ég fara að skila þér aftur gjöf þinni. En Tamango hélt áfram að grátbiðja skipstjórann að fá sér aftur konuna og liauðst til þess að láta af hendi allt það, er hann hafði fengið fyrir þrælana, ef hann fengi kon- una aftur. Skipstjórinn brosti aðeins góðlátlega og sagði að Ayche væri kona, sem hann mundi ekki sleppa hvað sem i hoði væri. Þegar Tamango heyrði þetta missti hann algerlega stjórn á sér. Ymist setti að honum ákafan grát eða hann öskraði og hljóðaði líkt og maður, sem sætir hiniun hræðilegustu misþyrmifigum. An þess að hrærast hið minnsta af því að sjá þjáningar hans, benti Ledoux hon- um til lands og hvað tíma til kominn fyrir hann að liypja sig á brott. 11 halda lengur kyrru fyrir á fljótinu, þar sem ensk eftirlitsskip gátu komið á vett- vang á hverju augnabliki. Hann afréð því að leggja af stað snemma næsta morguns. Þegar skipstjórinn skildi við Tamango va.r hann dauða drukkinn og hafði lagst til svefns í forsælunni undir trénu. Þeg- ar hann vaknaði hafði skipið létt akker- um og var á leið niður fljótið. Enda þótt Tamango liði afar illa eftir drykkjuna, spurði hann strax eftir Ayche, konu sinni. Honum var þá sagt að þeim hefði sinnast daginn áður og að hann hefði þá gefið skipstjóranum hana, væri hún nú með honum á skip- inu. Þegar atburðirnir daginn áður rifjuð- ust upp fyrir Tamango, og honum varð Ijóst hvað hann hafði gert, varð hann gripinn skelfingu. Hálf ringlaður greip hann höndum um höfuð sér, þreif síðan byssuna og tók á rás niður með fljót- inu. Skammt frá árósnum var bugða á ánni, lítil sandeyri skagaði þar fram í fljótið. Á þessari eyri var geymdur lítill fljótabátur. Þangað stefndi nú Tamango,

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.