Baldur


Baldur - 06.09.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 06.09.1945, Blaðsíða 4
r 104 B A L D U R B ANN. Vegna skemmda og rupls aðkomumanna, sem lagt hafa bát- um sínum við bryggju Hesteyrarstöðvarinnar er öllum bannað að leggja bátum við bryggju stöðvarinnar, eða hafa umgang um stöðina nema að fengnu leyfi eftirlitsmannsins, Sölva .Betúelssonar, á Hesteyri. Isafirði, 28. ágúst 1945. Jón A. Jónsson, umboðsmaður. ar, hann Hagalín, skuli teljast einn af hluthöfunum í þessu nýja félagi, og menn spyrja: Þarna verður víst ekki gengið hart eftir því, að hlutaféð sé greitt? Baldur lætur lesendur sína sjálfráða um hvernig þeir svara þessari spurningu. Hann er nú orðinn hluthafi í Sölumiðstöð sænskra framleiðenda h. f., segist til skamms tíma liafa átl i fjórum lilutafélögum öðrum, en nú í þremur, og hvorki blikna né blána fyrir þær sakir. Hann þarf líklega ekki að óttast að fé- lagsrétlindi hans verði véfengd í þessu nýja félagi? En í þessu sambandi er nauðsynlegt að taka eitt veiga- mikið atriði með í reikninginn. Það þarf að verja verknað eins og þennan á opinberum vett- vangi. Til þeirra hluta eru ékki allir hæfir. Þeir, sem það taka að sér, þurfa að geta var- ið hvaða mál sem er án allrar sannfæringar — jafnvel þótt ekki sé fyrir meiru að vinna en einum stígvélaskóm. Stefán Jóhann Stefánsson veit áreið- anlega hverjum er bezt treyst- andi til þeirra hluta, og vörn- in!! er lika byrjuð í Alþýðu- hjaðinu. Lokaorð. Hér verður að láta staðar numið að sinni. En þetta hneykslismál verður geymt en ekki gleymt og margt er enn ósagt í sambandi við það. 0------- Bærinn og nágrennið Framhald af 2. síðu. Kennaraskipti við gagnfræða- skólann. Þeir, Ólafur Björnsson og Halldór Erlendsson, fimleika- kennari, hætta kennslu við gagnfræðaskólann í haust. Ól- afur hefur sagt lausu starfi sinu frá 30. september, en Halldór fær að öllum líkind- um stöðu við Miðbæjarskólann í Reykjavík og hefur skýrt skólastjóra gagnfræðaskólans frá þeirri fyrirætlun sinni að hverfa frá starfi sínu hér. Skólanefnd og bæjarstjórn hafa mælt með því, að Sigurð- ur •Ólal'sson, kennari við barnaskólann, verði fastur kennari við gagnfræðaskólann í stað Halldórs Erlendssonar. Vegna ■ uppsagnar þessara kennara, og sé gert ráð fyrir skiptingu í 3 deildir og tillit tekið til breytinga á launum fastra kennara og tímakenn- ara, hefur skólanefnd gert ráð fyrir að nauðsynlegt verði að ráða 3 fasta kennara að gagn- fræðaskólanum i vetur. Sam- þykkti bæj arstj órnarfundur í gærkvöldi að fela skólastjóra gagnfræðaskólans að reyna að útvega nægá kennslukrafta til skólans. Virðist með þessari sam- þykkt eiga að ganga fram hjá þeirri sjálfsögðu reglu að aug- lýsa þessar stöður lausar til umsóknar. Slíkt nær vitanlega engri átt, og verður að mót- mæla þvi harðlega. Suncllaugarbgggingin. Á fundi sundlaugarnefndar 5. þ. m. skýrði gjaldkcri frá því, að gjafir og tillög til sund- laugarinnar næmu nú alls kr. 319 716,32, af þcirri upphæð eru frá bæjarsjóði krónur 72 960,40, frá íþráttasjóði rík- isins kr. 120 000,00, gj afir og önnur framlög kr. 126 755,92. *Við fyrgreinda upphæð bæt- ist vinnuframlög ca. krónur 15 000,00 og ketill frá Elíasi J. Pálssym kr. 6000,00. Upp- hæðin verður því samtals kr. 340 716,32. Nefndin gerir ráð fyrir að allur stofnkostnaðuf vcgna sundlaugarhyggingar- innar verði um eða yfir 400 þús. kr. Vantar því enn um 50 þús kr. svo að byggingin verði skuldlaus. Hefur nefndin sam- þykkt að taka allt að 70 þús. kr. lán til byggingarinnar og jafnframt að hefja fjársöfnun i því skyni að sundlaugin verði skuldlaus, þegar hún tekur til starfa Bíó Alþýðuhússins sýnir: Laugardag og Sunnudag kl. 9 GRÁKLÆDDI MAÐURI N'N (The Man.in Grey) Áhrifamikill sjónleik- ur, eftir skáldsögu eftir Lacig Eleanor Smith. Aðalhlutver k : Margaret Lockwood, James Mason, Phyllis Calvert. Fgrirspurn. Hvað veldur þessu vatns- legsi, sem við höfum hér við að búa ? Hvað er hægt að gera til úrbóta? Hvað verður gert? Þeir, sem hezt vita, eru beðnir um að svara. Bæjarbúi. Fyrirspurn þessari vísast hér með til réttra aðila. Prentstofan Isrún h.f. TAMANGO. 13 En Tamango var kyrr og bað nú ákaf- ar en nokkru sinni fyrr, að konan væri látin laus. Undirforingi skipsins tók nú Ledoux afsiðis og vakti athygli hans á því, hvort ekki væri rétt að taka Tamango í stað þeirra þriggja þræla, sem dáið höfðu þá um nóttina. Hann væri miklu meira virði en þeir. Ledoux íhugaði málið. Að vísu var Tamango minnst þúsund króna virði, en það rnundi spyrjast illa fyrir, ef það fréttist að hann hefði svikist að lionum, er hann kom á hans fund af frjálsum vilja. En hvað gerði það i raun og veru til, ef til vill var þetta síðasta ferðin hans, og mátti honum ekki á sajna standa hvaða álit þetta vilta fólk hefði á honum. Þetta var bráð, sem ekki mátti sleppa. Enginn maður var sj áanlegur á strönd- inni. En þá var eftir að handsama Tamango, sem ekki virtist árennilegur. Ledoux bað hann nú að fá sér byssuna, og lét sem hann væri að athuga hvort hún væri þess virði að láta hina fögru negrakonu fyrir hana. 14 Á meðan Ledoux athugaði byssuna hafði undirforingjanum tekist að ná sverðinu af Tamango, og stóð hann nú vopnlaus. Tveir fílefldir sjómenn réðust nú á Tamango, sem átti sér einskis ills von, með mikluum erfiðismunum gátu þeir fellt hann og reyndu að koma honum í bönd. En strax er haiwi hafði náð sér eftir undrunina yfir þessari óvæntu árás, snerist hann til varnar og hristi á svip- stundu af sér mennina sem héldu honum. Með villidýrsæði snerist hann nú gegn undirforingjanum og hugðist að ná aft- ur sverðinu, en fékk þá högg á höfuðið og fékk við það allmikið sár. Við höggið féll hann á þilfarið, og var þegar fjötraður ramlega. Hann braust um og öskraði, líkt og villt dýr í snöru, en eftir að hann sá að öll mótspyrna var árangurslaus lokaði hann augunum og lá hreyfingarlaus, aðeins hinn djúpi og hryglukenndi andardráttur bar þess vott að lífsmark var með honum. Túlkurinn, sem daginn áður hafði bjargað sex þrælum, kom nú til Tam- angos og batt um sár hans, jafnframt 15 hvíslaði hann að honum hughreystandi orðum. Tamango lá hreyfingaríaus. Tveir há- setar báru liann eins og dauðan hlut nið- ur í skipið. I tvo daga neytti hann hvorki matar né drykkjar og opnaði varla augun. Þrælarnir, sem skömmu áður höfðu ver- ið fangar Tamangos, urðu lostnir undr- un og ótta, er þeir sáu Tamango allt í einu mitt á meðal Jjeirra. En svo djúptæk var liræðsla þeirra við þennan mann, sem var orsök allra hanna þeirra, að þólt hann væri fjötraður eins og þeir sjálfir, þoi’ði enginn að láta í ljós andixð gegn honum. Vindur var hagstæður og innan skannns var strönd Afríku úr augsýn. Ledoux óttaðist nú ekki lengur ensk eftirlitskip, og allt virtist leika í lyndi. Heilsufar þrælanna var gott. Aðeins tólf þeirra höfðu dáið, en það voi’u ein- göngu þeir veikbyggðustu. Einu sinni á dag var þi-ælunum leyft að korna upp á þilfar og anda að sér hreinu lofti.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.