Baldur


Baldur - 20.09.1945, Qupperneq 1

Baldur - 20.09.1945, Qupperneq 1
CTTGEFANDI: S Ó SIA LIS T A FÉ L A G ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 20. sept. 1945 27. tölublað. Nú vefst Skutli I. Trúnaðarbrot þeirra, Stefáns Jóhanns, formanns Alþýðu- flokksins og Arents Claessens, heildsala, i sambandi við is- lenzk-sænska verzlunarsamn- inginn, hefur vakið almenna undrun og hneyksli. Menn voru að vísu orðnir ýmsu vanir i opinberum mál- um, og sumu ekki sem falleg- ustu, en hér var þó kastað tólf- unum svo um munaði. Það hefði þvi mátt búast við að fáir eða engir fengjust til að verja eða afsaka þetta hneyksli og svo hefir lika reyndin orðið. Þó hafa tvö dagblöðin i höfuðstaðnum, Al- þýðublaðið svokallað, málgagn Alþýðuflokksins, og Visir, blað heildsalanna, talið sér skylt að verja ósómann, og 7. þ. m. ræð- ir Skutull þetta mál í grein, serti nefnist Gott er að hafa tungur tvær... II. 1 grein þessari reynir Skut- ull að slá sig til riddara, með þvi að vitna til þess, að hann hafi snemma i vor skýrt frá því, að Arent Claessen hefði i Sviþjóðarför sinni fyrir rikið stofnað eigið verzlunarfyrir- tæki undir nafni Hauks Claes- sens, sonar síns, og átalið þá, að opinherir stj órnarerind- rekar notuðu aðstöðu sína í eiginhagsmunaskyni, er þeir væru í erindagerðum fyrir rik- ið. Það er alveg rétt að Skutull sagði frá stofnun þessa fyrir- tækis 7. júlí i sumar. Jafn- framt gat hann þess þá, að Ar- ent Claessen hefði i Sviþjóðar- för sinni getað krækt sér í um- boð fyrir hið þekkta sænska firma Elektrolux, þrátt fyrir það að mörg þekkt verzlunar- fyrirtæki hér liefðu ekki get- að náð þessu umboði. Enn- fremur gat Skutull þess, að tal- ið væri, að sendimaðurinn hefði getað tryggt sér inn- flutning á allmiklu af ísskáp- um, „sennilega öllu því magni, sem fyrst um sinn verður hægt að fá frá Svíþjóð“. — Þessar ágizkanir Skutuls um ísskápa- innflutninginn hafa reynst réttar. Þeir Arent Claessen og Stefán Jóhann sömdu um inn- flutning á ísskápum frá Sví- þjóð fyrir 600 þús. kr., en varahluti í sænskar bátavélar töldu þeir nóg að fá fyrir fer- falt lægri upphæð, það höfðu tunga um tðnn. lika aðrir umboð fyrir þær vörur. Eins og allir vita var Stefán Jóhann Stefánsson formaður samninganefndarinnar, og hlutu þeir því i sameiningu, hann og heildsalinn, að bera ábyrgð á samningnum, bæði ákvæðinu um ísskápainnflutn- inginn og öðrum atriðum hans. En hinn hreinskilni boðheri sannleikans og x'éttlætisins, sem Skutull telur sig vera, minntist ekki einu orði á þenn- an mikilvæga þátt Stefáns Jó- hanns. Hann telur þó tæplega að formaðux’ Aljíýðuf'lokksins hafi verið sá rati, að láta heildsalann hlunnfara sig svo geipilega, að skjóta inn í samn- inginn ákvæði um innflutning ísskápa fyrir 600 þús. kr., án þess að vita um það. Baldur vill minnsta kosti ekki gera formann Alþýðu- flokksins að slíku viðundri, álítur meira að segja miklu líklegra að liann hafi fylgst vel með öllu er við kom samn- ingnurn og sennilega ekki ver- ið með öllu ókunnugt um um- hoð Claessens fyrir Elekti’olux7 En auðvitað er Skutli frjálst að hafa sitt álit á manninum. III. Þá eru ummæli Skutuls unx Sölumiðstöð sænskra fram- leiðenda h. f. Hann segir að all sterkar líkur bendi til, að þetta fyi’irtæki hafi verið stofnað alllöngu eftir að þéír Arent Claessen og Stefán Jóhann koniu úr Svíþjóðarför sinni, .en sannist að það liafi raun- verulega verið stofnað í þeiri-i föi’, þá sé það að dómi blaðs- ins stórvítavert. Þetta ati’iði verður vitanlega mjög erfitt að sanna, en all- sterkár líkur henda til þess, að stofnun fyi’irtækisins hafi ver- ið undirbúin í Svíjxjóðarför- inni. •Einn af stofnendum og st j órnendum Sölumiðstöðvai* innar, „pi’ófessor“ Guðmundur Gíslason Hagalín, hefur sagt frá því, að einmitt á sama tíma og samninganefndin var í Sví- þjóð, hafi verið vaknaður m jög mikill áhugi íneðal sænskra kaupsýslumanna fyrir viðskiptum við Island. Er nú hifgsanlegt að menn, sem dvelja í Svíþjóð á þessum tíma, í þeim tilgangi að gera jiar verzlunarsamning, hafi enga hugmynd haft um þenn- an vaknandi áhuga sænskra kaupsýslumanna ? Er ekki miklu líklegra að þessir menn hafi lagt allt kapp á að kynna sér viðskiptahorfurnar sem allra nánast og komast eftir fyrirætlunum Svía um við- skipti við Island? Þeim bar vitanlega skylda til að gera það. Það getur heldur ekki verið blind tilviljun, að eftir að sendhnaður sænskra iðj u- hölda, herra Sven Erik Cor- nelíus forstjóri og flug- og sjó- kaþteinn, kom hingað í sumar, gengst formaður samninga- nefndarinnar fyrir stofnun Sölumiðstöðvai’ sænskra fram- leiðenda, og þetta fyrirtæki gerist umboðsaðili fyrir 50 sænsk fyrirtæki? I sumar taldi Skutull það „varla vafamál, að Arent Claessen hefði gert góða „reisu“ austur yfir Pollinn“, og nefndi því til sönnunar, eins og fyr er sagt, stofnun firm- ans Haukur Claessen & Co., umboðið fyrir Elektrolux og samninginn um innflutning ís- skápanna. Er nú nokkuð meira vafa- mál að þeir báðir, Arent Claessen og Stefán Jóhann Stefánsson „hafi gert góða „reisu“ austur yfir Pollinn“, þar sem félag þeirra, Sölumið- stöðin, hefur nú á hendi um- boð fyrir 50 sænsk fyrirtæki? Það virðist minnsta kosti miög líklegt. En það er fleira rotið i sam- bandi við sendiför og sanm- ingagerð þeirra Stefáns og Claessens en stofnun þessa fyr- nefnda heildsölufirma. Samn- ingurinn i heild ber þess glöggt vitni, að þeir hafa gjörsamlega brugðist þeim trúnaði, sem þeim var sýndur. A það minn- ist Skutull. ekki einu orði. Hann t. d. getur ekki einu orði um jafn veigamikið atriði og' það, að samningamennirnir gáfu beinlínis rangar upplýs- ingar um skilning Svía á sanin- ingnum, liæði þegar þeir skýrðu frá aðalefni samnings- ins áður en þeir fengu umboð til undirskrifta og eftir að þeir komu heim. Þeir segja að samningurinn sé ekki bindandi um innflutn- ing á þeim vörum, sem sam- ið er um, en Svíar halda því hinsvegar fram, að Islending- um beri að veita innflutning fyrir öllum þeim vörum, sem í samningnum greinir, ef óskað er innflutningsleyfis. — Og sænskir framleiðendur hafa tryggt sér að þessara innflutn- ingsleyfa verði óskað, með því að semja við tvo íslenzku nefndarmennina um einka- umboð fyrir þær vörur, sem þeir framleiða og nefndar eru í samningnum. Þá minnist Skutull ekki heldur á hið fáránlega ákvæði samningsins um rakblöðin, pappírs- og pappainnflutn- inginn o. fl. Það er eins og blaðið áliti ekkert af þessu um- talsvert. IV. Það, sem hér hefur verið sagt, sýnir að ritstjóri Skutuls talar í þessu máli með tveimur tungum og vefjast báðar um tönn. Grein hans er ekkert annað en vandræðalegt yfir- klór. En það er alveg sama hvort heldur Alþýðublaðið reynir að beina athyglinni frá afbroti Stefáns Jóhanns og Arents Claessens með upphrópunum um að verið sé að svívirða sendimenn okkar erlendis, eða Skutull reynir að draga úr sekt þeirra með því að gera þá, annan eða báða, að viðundr- um. Dómur almennings verð- ur aðeins á einn veg. Þessir menn hafa báðir brotið þær siðferðiskröfur, sem gera verður til opinberra trún- aðarmanna, og þeir hafa enn- fremur brotið skýr ákvæði hegningarlaganna um viðurlög við því að misnota stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings, eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum ann- ara manna eða þess opinbera. Það er þess vegna bein móðg- un við þjóðina ef slikir menn eru hafðir áfram í opinberum trúnaðarstöðum, og það er krafa almennings að þeir verði kvaddir til ábyrgðar fyr- ir afbrot sín. Það hefur margur almúgamaður verið dreginn fyrir dómstólana af minni sök- um !en þessir herrar. -------0------ Happdrættismiðar Vinnuheimilis S. I. B. S. eru seldir hér i bænum á eftir- töldum stöðum: Bókhlöðunni, Bókaverzlun Matthíasar Bjarnasonar, Verzl- un Páls Jónssonar og Pósthús- inu. Miðarnir kosta 10 kr. Vinn- ingar samtals 20. Verðgildi alls 128 þús. kr. Reynið gæfuna og styrkið gott málefni.

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.