Baldur


Baldur - 20.09.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 20.09.1945, Blaðsíða 2
106 B A L D U R Vestfjarðamót í frjálsum íþróttum. Á mótinu voru sett fjögur Vestfjarðamet. I 400 m. hlaupi, Guðm. J. Sigurðsson, Vestra, í langstökki og þrí- stökki Magnús Guðjónsson, Vestra, í Kringlukasti, Guð- mundur Hermannsson, Herði. Hér fer á eftir skj'rsla mót- stjórnar: Dagana 16.—17. sept. 1945 var háð vestfjarðamót í frjáls- um íþróttum, keppendur voru skráðir 21 frá 3 félögum, 9 frá k. s. f. Vestra, 10 frá k. s. f. Herði og 1 frá U. M. F. Bíld- dælinga, Bíldudal. Sem gestir á mótinu kepptu þeir Guttormur Sigurbjörns- son frá Ungmenna og íþrótta- sambándi Austurlands, og Brynjólfur Jónsson, sem að þessu sinni keppir fyrir K. R. Brynjólfur er gamall Isfirð- ingur, en hefur dvalið í Reykjavik nokkur undanfarin ár og stundað þar íþróttir með Knattspyrnufélagi Reykjavik- ur. Brynjólfur er mjög stíl- hreinn og drengilegur iþrótta- maður, sem vafalaust má telja mikinn feng í fyrir íþrótta- starfsemi þessa bæjar. Leikstjóri: Guttormur Sig- urbjörnsson, Yfirdómari: Sverrir Guð- mundsson. Aðalritari: Gunnlaugur Guð- mundsson. Úrslit í einstökum greinum: 100 m. hlau: Guðm. Hermannsson (H) 11.7 sek. Guðm. J. Sigurðsson (V) 11,8 — Gunnar Gestsson (V) 11,9 — Guðm. L. P. Guðm. (H) 12,1 — Brynjólfur Jónsson (KR) 12,2 — 400 m. hlaup: Guðm. J. Sigurðsson (V) 57,0 sek. (Vestfjarðamet) Magnús Guðjónsson (V) 57,8 — Þórólfur Egilsson (H) 58,4 — Elías Isfjörð (V) 62,0 — 800 m. hlaup: Guðm. J. Sigurðss. (V) 2:18,6 mín. Gunnar Sumarl.son (H) 2:19,0 — Loftur Magnússon (V) 2:30,0 — Llías lsfjörð (V) 2:38,0 — 3000 m. hlaup: Gunnar Sumarl.s. (H) 11:17,9 mín. Loftur Magnússon (V) 11:19,4 — Kúluvarp: Guðm. Hermannsson (H) 11,82 m. Guðm. J. Sigurðsson (V) 10,36 - Loftur Magnússon (H) 10,20 - Guðm. Guðmundsson (H) 9,25 - Spjólkast: Þórólfur Egilsson (H) 43,42 m. Albert Ingibjartsson (H) 40,52 m. Magnús Guðjónsson (V) 38,45 - Loftur Magnússon (V) 38,35 - Brynjólfur Jónsson (K R) 44,90 - Langstökk: Magnús Guðjónsson (V) 6,34 m. (Vestfjarðamet) Guðm. Hermannsson (H) 6,09 - Guðm. Guðmundsson (H) 5,74 - Gunnar Gestsson (V) 5,68 - Brynjólfur Jónsson (K R) 6,33 - Þrístökk: Magnús Guðjónsson (V) 12,17 m. Guðm. Guðmundsson (H) 11,95 - Guðm. Hermannsson (H) 11,91 - Gunnar Gestsson (V) 11,53 - Hástökk: Guðm. Guðmundsson (H) 1,64 m. Þórólfur Egilsson (H) 1,57 - Páll Ágústsson (U. M. F. B.) 1,52 - Guðbj. Finnbjörnsson (H) 1,52 - Brynjólfur Jónsson (K R) 1,68 - Slangarstökk: Magnús Guðjónsson (V) 2,90 - Þórólfur Egilsson (II) 2,80 - Albert Ingibjartsson (H) 2,40 - G. Sigurbjörnss. (U. I. A.) 3,20 - Kringlukast: Guðm. Hermannsson (H) 38,82 m. (Vestfjarðamet) Haukur Benediktsson (H) 32,41 - Artúr Gestsson (V) 31,60 - Loftur Magnússon (V) 30,63 - Stigafjöldi: K. s. f. Hörður .......... 92 stig K. s. f. Vestri .......... 76 stig U. M. F. B....................... 3 stig Flest einslaklingsstig hlutu: Guðm. Hermannsson (H) 29 stig Magnús Guðjónsson (V) 29 stig -------O------- Bærinn og nágrennið. Sunnukúrinn kom'bingað heim með Esju úr Suðuiiandsför sinni. I þess- ari för sinni hefur kórinn get- ið sér hins bezta orðstís, lilotið ágæta dóma i Reykjavíkur- blöðunum og hvarvetna verið tekið með kostum og kynjum. Baldur hj'ður söngfólkið, stjórnanda kórsins og farar- stjóra velkomin úr þessari frægðarför. Ræktanleqt land á Svarfhóli. Pálmi Einarsson, ráðunaut- ur kom hingað síðustu dagana í ágúst og mældi þá ræktan- legt land á Svarfhóli i Álfta- firði, telur hann að það muni vera um 45 hektarar (135 dag- sláttur). Er búist við að upp- drættir af landinu verði búnir seinnipart næsta vetrar. Spellvirki. Fyrir nokkru síðan voru gluggar hrotnir á Skíðaskálan- um í Seljalandsdal og önnur skemmdarverk framin þar. — Síðastliðinn vetur voru ýmis- konar spellvirki framin á sum- arbústöðunum í Tungudal, og vii’ðist liér eiga að hefja sama óþokkaleikinn. Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þessara skemmdarvarga — hvorki nú né þá. Þyrftu allir, sem aðstöðu hafa til þess, að hjálpa lögreglunni til að ná í þessa óþokka, því sannarlega hafa þeir unnið til maklegra málagj alda. Sigurður Ólafsson hefur verið ráðinn fastur kennari við barnaskólann, en ekki gagnfræðaskólann eins og mishermt var í síðasta blaði. Nýbyggingarráð svarar árásum Tímans út af Þann 31. f. m. sökk vélskip- ið Haukur á leið sinni hingað til lands með sementsfarm frá Bretlandi. Menn b j örguðust allir. Haukur var nýtt skip, byggt í Kanada, það var búið öllum nýjustu tækjum, leit út fyrir að vera mjög traust og var keypt hingað sem fyrsta flokks skip. A leiðinni út laskaðist það lítilsháttar og var því nýkomið úr viðgerð er það fór þessa ferð. Ennfremur varð það fermt í Englandi undir eftirliti vátiyggingarfélags, sem það var tryggt hjá. Sjódómur Reykjavíkur hef- ur haft mál þetta til rannsókn- ar undanfarna daga, en ekki er Baldri kunnugt um niður- stöður þeirrar rannsóknar. Slys þetta hefur að vonum vakið hina mestu furðu og all- ir siðaðir menn eru sammála um það, að allt þurfi að gera til þess að komast fyrir orsakir þess. Blað framsóknarmanna, Tim- inn, hefur þó skorið sig út úr í þessu tilfelli, og er það kannske ekki að undra þegar athugað er siðferðisástand þessa blaðs bæði fyr og nú. Blað þetta hefur beinlínis látið i ljós fögnuð yfir því hvernig til tókst og ráðist með hinu mesta offorsi á Nýbygg- ingarráð út af þessu slysi. tJt af þessum árásum og rakalausum ósannindum Tím- ans hefur Nýbyggingarráð sent Baldri eftirfarandi til birting- ar: Tilkynning frá Nýbyggingarráði. Ot af árásum á Nýbygging- ingaiTáð í „Tímanum“, hlaði Framsóknarflokksins, þann 7. og 11. september s. 1. í sam- bandi við veitingu ráðsins á gjaldeyris- og innflutnings- leyfi fyrir vélskipinu Haukur, sem sökk á leið til Islands frá Bretlandi þann 31. ágúst s. 1. vill Nýbyggingarráð taka fram það, sem hér fer á eftir: Þegar kaupendur Hauks leituðu til Nýbyggingarráðs vegna fyrir-greiðslu til skipa- kaupa, var þeim þegar sagí að tryggt yrði að vera, að skipið væri byggt eftir reglum og undir eftirliti viðurkennds skipaflokkunarfélags. — Þeir lögðu og síðar fram símskej'ti frá umboðsmanni Bureau Veritas í Halifax, er staðfesti að skipið væri byggt eftir regl- um og undir eftii’liti Bureau Veiátas. I hi'éfi sínu 12. marz þ. á. til Viðskiptai'áðs, er hefur með höndum útgáfu gjaldeyi’is- og innflutningsleyfanna eftir meðmælum Nýbyggingarráðs, Hauksslysinu. tók Nýbyggingarráð það fram ásamt öðrum skilyrðum fyrir útgáfu leyfisins, að skipið yrði að vei'a byggt eftir reglum Bureau Veritas. Vottorð frá trúnaðarmanni Bureau Veritas, dags. i Halifax 17. maí þ. á., er staðfestir að skipið hafi vei'ið byggt eftir reglurn og undir eftiyliti Bureau Veritas, var afhent skipaskoðunarstjóra ríkisins, þegar skipið kom hingað til lands, og i haffæi’isskírteini skipsins, útgefnu í Reykjavík 6. júlí þ. á., segir, að skipið fullnægi ákvæðum laga nr. 93 frá 3. maí 1935 um eftirlit með skipum. Telur Nýbyggingarráð, að framani’itað ætti að nægja til þess að sýna það, að ásakanir Tímans á hendur ráðinu vegna leyfisveitinga fyrir þessu skipi eru á engum rökum reistar. Skrif Tímans um það, að Nýbyggingarráð „virðist láta algerlega eftirlitslaust hvers- konar skip séu flutt til lands- ins heldur láti hvem sem vill fá gjaldeyri til skipakaupa“ og „að hingað séu keypt gömul skip, sem aðrar þjóðir vilji ekki nota lengur“ munu eiga við nokkur sænsk fiskiskip, sem Nýbyggingarráð hefur samþykkt að veita gjaldeyri fyrir. Ot af þessu skal það tekið fram, að Nýbyggingarráð hef- ur við allar slikar leyfisveit- ingar gert það að skilyrði, að styrkleiki og gerð skipanna fullnægi kröfum þeim, sem gerðar eru af skipaeftirliti rík- isins. Einnig hvað þetta snertir eru því ásakanir Timans úr lausu lofti gripnar. Reykjavík, 12. sept. 1945. Jóhann Þ. Jósefsson (sign) Lúðvík Jósepsson (sign) Steingr. Steinþórsson (sign) Óskar Jónsson (sign) ------O Grummanflugbáti lilutafélagsins Loftleiðir hvolfdi er hann var að setjast á Skerjafirði s. 1. laugardag og eyðilagðist. Vélin náðist þó og er talið líklegt að hana. verði hægt að nota áfram. Orsök slyssins er talin sú, að flug- maðurinn gleymdi að draga upp hjólinn áður en hann sett- ist. Flugbáturinn var að koma úr hringflugi, sem hann tók þátt í með flugvélum setuliðs- ins, en það hafði milda flug- sýningu í Reykjavík þennan dag eins og frá er sagt á öðr- um stað í blaðinu. Farþegar í flugbátnum björg- uðust. Flugmaðurinn meiddist lítils háttar.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.