Baldur


Baldur - 03.10.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 03.10.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÖSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 3. okt. 1945 28. tölublað. Hneyksli Stefáns Jó- hanns og Claesens. Trúnaðarbrot þeirra Steíáns Jóhanns Stefánssonar, for- manns Alþýðuflokksins, og Arents Claessens, heildsala, i sambandi við íslenzk-sænska viðskiptasamninginn og stofn- un Sölumiðstöðvar sænskra framleiðenda, hefur vakið ó- hemju athygli um land allt. 1 vonleysi þess manns, sem finnur kaldan gust almennrar fyrirlitningar næða um sig, hefur Stefán Jóhann vaðið elginn i Alþýðublaðinu að undanförnu, og reynt að verja gerðir þeirra félaga. En þrátt fyrir öll reykskýin, sem þar er þyrlað upp, verður öllum ljóst eftir lestur þessa vaðals, að hvert einasta atriði af því, sem blöð Sósíalistaflokksins hafa sagt um þetta mál, er sannleikur, og meira að segja koma þar ýmsar frekari sann- anir i ljós. Eftirfarandi staðreyndir standa óhaggaðar þrátt fyrir. allan þennan vaðal Stefáns Jóhanns í Alþýðublaðinu. 1) Þeir Stefán Jóhann gefa íslenzku ríkisstj órninni rangar upplýsíngar um skilning sænsku ríkisstj órnarinnar á samningnum. Þeir Stefán Jó- hann segja enn þann dag í dag, að samningurinn innifeli aðeins heimild til kaupa á hin- sænsku vörum, en hið sanna er, að samningurinn skuld- bindur íslenzku rikisstjórnina til að veita innflutnings- og gj aldeyrisleyfi fyrir sænskum vörum, ef nokkur innlendur aðili óskar eftir slíkum leyf- um, samanber þau beinu fyrir- mæli, sem viðskiptamálaráð- herra gefur viðskiptaráði um að veita slík leyfi. 1 bréfi sínu til ráðsins segir ráðherrann, að skuldbindingin sé „fortaks- laus". 2) Það er ekki nóg með það, að þeir Stefán Jóhann og Ar- ent Qaessen skuldbinda ís- lenzka ríkið til að kaupa hin- ar ýmsu vörutegundir í grun- samlegum hlutföllum, t. d. ís- skápa fyrir 600 þús. kr., en hinsvegar varahluti í bátavél- arfyriraðeinsl50 þús. kr., rak- blöð fyrir 350 þús. kr. (þótt 5 ára birgðir séu fyrir í land- inu) en hinsvegar bátavélar fyrir aðeins einá miljón og 500 þús. kr. (þótt mikill hörg- ull sé á slíkum vélum) heldur er samningurinn þannig, að þeir Stefán Jóhann gera eng- an fyrirvara gagnvart kaup- um á sænskum vörum, en sænsku samninganefndamenn- irnir gera fyrirvara gagnvart hverri einni einustu vöruteg- und, sem þeir vilja kaupa af okkur. M. ö. o. Þeir Stefán Jóhann segja: Við skulum kaupa þetta og þetta af ykkur Svíum algerlega skilyrðislaust. En Svíarnir segj a: Við skulum kaupa þettaog þetta af ykkur Islendingum, ef okkur semur um verð og gæði. Stefán Jóhann reynir að verja þetta einkénnilega val á innflutningsvörum með þvi að fullyrða, að þeir, samninga- nefndarmennirnir hafi „yfir- leitt" farið „eftir þeirri inn- kaupaáæthm, sem Samninga- nefnd utanríkisviðskipta hafði gera látið og upplýsingum Viðskiptaráðs". Baldur hefur öruggar heim- ildir fyrir því, að þetta eru ósannindi. Viðskiptaráð lét í ljós óskir sínar um kaup á nokkrum vörutegundum, svo •sem vélum, tunnum, timbri, pappir, (það síðasttalda i miklu minni mæli en sam- ið var um) en minntist hins- vegar aldrei á kaup á rak- blöðum, ísskápum og fleiru þess háttar. Það má því með margfalt meiri sanni segja, að þeir Stefán Jóhann fóru „yfirleitt" alls ekki eftir upplýsingum Viðskiptaráðs. 3) Stofnun Sölumiðstöðvar- innar frægu er undirbúin í Svíþjóð áður en þeir Stefán og Claessen ganga frá þessum dæmalausa samningi. Það hef- ur Stefán Jóhann sjálfur úpp- lýst, og ennfremur, að hann hafi þekkt „lítilsháttar per- sónulega" og komið „nokkrum sinnum á heimili" þess manns, sem ákveðið var að færi til Is- lands, „til þess að kynna sér á hvern hátt yrði bezt greitt fyrir sölu á sænskum vörum til Islands". 1 fyrstu var ráðgert að leita til . einhvers „áður stofnaðs firma" á Islandi, en eftir dvöl Stefáns Jóhanns í Svíþjóð er horfið frá því ráði, og þegar sendimaðurinn kemur hingað fær hann Stefán Jóhann til þess að gangast fyrir stofnun Sölumiðstöðvar sænskra fram- leiðenda. Undarlegt ef Stefán Jóhann hefur ekki vitað um þessar fyrirætlanir, og enn undar- legra ef ekkert „áðUr stofnað firma" hefur ekki viljað taka hin sænsku umboð. 4) Sölumiðstöðin hefur skap- að sér einokunaraðstöðu fyrir 50 stærstu fyrirtækin í Sví- þjóð. 5) Formaður nefndar þeirr- ar, sem gekk frá samningun- um í Svíþjóð heitir Stefán Jó- hann Stefánsson. Nefndin samdi á þann hátt að stórhætta" er íslenzkum hagsmunum. Formaður Sölumiðstöðvar sænskra framleiðenda heitir líka Stefán Jóhann Stefánsson. Einokunaraðstaða sölumið- stöðvarinnar skapar henni stórkostlegan heildsalagróða. Að lokum skal svo lítilshátt- ar vikið að afstöðu Skutuls til þessa máls. Þetta málgagn heiðarleikans og hreinskilninnar, sem þyk- ist vera, hefur nú tekið á- kveðna afstöðu með þessu hneyskli. Blaðið ver þá. Stefán og Claessen með yfirlýsingu forsætisráðherra, þar sem seg- ir að nefndarmennirnir hafi haft fullt umboð ríkisstj órnar- innar til að undirskrifa samn- ihginn og enginn ágreiningur hafi verið innan ríkisstjórnar- innar um samninginn nema út af tunnukaupunum. En nú greiddu ráðherrar Sósíalistaflokksins atkvæði gegn því að þeir Stefán Jó- hann fengju fullt umboð, og þó svo hefði ekki verið, þá er engin leið að verja þá félaga með því, að þeir hafi haft fullt umboð allrar ríkisstjórnarinn- ar, þegar það er nú .sannað að þeir gáfu ríkisstjórninni rangar upplýsingar um efni samningsins í veigamiklum at- riðum. Hversu mjög sem Skutull reynir að dylja afbrot Stefáns Jóhanns og félaga með þessari yfirlýsingu og lygum um sænska málmiðnaðarmenn, þá standa þeir alítaf jafn ber- strípaðir, en ritstjóri Skutuls afhjúpar sjálfan sig sem arg- asta hræsnara eða hugleys- ingja, sem tekur afstöðu með hvaða ósóma sem er þegar flokksmenn eiga í hlut. Reynd- ar þarf engum að koma slíkt á óvart. Flosi Þórarinsson starfsmaður á viðgerðar- stofu Ríkisútvarpsins, andað- ist í Reykjavík 28. september s.l. í afleiðingu af bifreiðaslysi, er varð með þeim hörmulegu afleiðingum, að hann missti þegar meðvitund og raknaði aídrei til lífs aftur. Flosi var fæddur hér á Isa- firði 22. marz 1923, sonur Þór- arins A. Þorsteinssonar gull- smiðs og Sigríðar Ásgeirsdótt- ur. Hann var hinn mesti efnis- piltur, prýðilega gáfaður og einstakur völundur og hugvits- •maður. Með hinu skyndilega fráfalli hans, er þungur harmur kveð- inn að móðir hans og föður og öllum skyldmennum hans og vinum. Alþýðuflokksmenn skora á Stefán Jóhann að segja af sér for- mennsku i Alþýðu- flokknum. Baldur hefur það fyrir satt að á fundi í félagi Alþýðu- flokksstúdenta hafi komið fram áskorun á Stefán Jóhann um að segj a af sér formennsku í Alþýðuflokknum. Tillagan var barin niður með harðri hendi og kom því aldrei til atkvæða. En það, að hún kemur fram, sýnir ljóslega hve reiðin yfir hinu hneykslanlega trúnaðar- broti Stefáns Jóhanns er al- menn, og jafnvel hans eigin flokksmenn skammast sín fyr- ir að hafa hann fyrir formann flokks síns. Og eru þeir sann- arlega menn að meiri, sem slíka sómatilfinningu hafa. Gunnar Jóhannsson formaður verkamannafélags- ins „Þróttur" á Siglufirði, átti 50 ára afmæli 1. þ. m. Gunn- ar er einn af ötulustu baráttu- mönnum íslenzkrar alþýðu. Hann hefur alla tíð skipað sér í fremstu raðir íslenzkra sósí- alista og var stofnandi bæði Kommúnistaflokksins og Sam- einingarflokks alþýðu — Sósí- alistaflokksins. Baldur færir Gunnari þakk- ir fyrir ötult starf í þágu ís- lenzkrar alþýðu og óskar hon- um allra heilla.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.