Baldur


Baldur - 03.10.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 03.10.1945, Blaðsíða 2
110 B A L D U R '§ $ > Skammtað úf skrínunni. § Bækur og blöð. Sjómannablaðið Víkingur, septemliei’blaðið, er nýkom- ið út. Blaðið hefst á athyglisverðri ^rein eftir ritstjórann, Vopnin kvödd, þar sem hann rœðir ófriðarlokin og framtíðarhorf- ur mannkynsins. Næst er grein eftir Henry Halfdánarson, Fleetwood og íslenzku fiski- mennirnir, kemur hann þar með þá athyglisverðu tillögu að i Fleetwood verði starfrækt íslenzkt sjómannaheimili, þar sem íslenzkir sjómenn geti átt athvarf, er þeir dvelja þar. Fleetwood hefur i báðum heimsstyrjöldunum verið aðal- bækistöð íslenzkra skipa við sölu á afla þeirra til Bretlands, og greinarhöf. telur líklegt og æskilegt að svo verði í fram- tíðinni, þó að friður sé kom- inn á, og aðrar leiðir virðist nú opnar um stundarsakir. Þá birtist þarna viðtal við bæjarstjórann hér á Isafirði um framtíð ísfirzkrar útgerð- ar og fiskiðn. 1 þessu viðtali er sú missögn, að h.f. Valur, sem átti togarann Skutul, er talið eigandi eins Sviþjóðarbátsins, sem hingað er væntanlegur, en eins og kunnugt er, verður nýtt félag, h.f. Skutull eigandi þessa báts og á það ekkert skilt við li.f. Val. Væntanlega verður þetta leiðrétt í næsta blaði Víkingsins. 1 greininni Selveiðar í Norð- urhöfum, birtir Guðm. Gísla- son Hagalín áskorun ásamt greinargerð, ér atvinnumála- nefnd og bæjarstjórn Isafjarð- ar sendu Alþingi i febrúar 1944, um að athuga möguleika á að hefja selveiðar héðan. Var þessi áskorun send vegna tillögu er sósíalistar fluttu þá í bæjarstjórn um þetta mál. Af öðru efni blaðsins má nefna Karfaveiðar og karfa- vinnslu, kafli úr skýrslu um 10 ára starf Fiskimálanefndar, framhald greinarinnar um Sandgerði, en sú grein er upp- haf á grcinaflokki er nefnist Otgerðarstaðir og verstöðvar og byrjaði í næsta blaði á undan. Kvæði, eftir Guðmund Inga, og Hrafn Hrafnsson, sög- ur o. fl. Auk þess sem hér hefur ver- ið talið birtist að staðaldri i Víkingnum skemmtigreina- flokkurinn, Á frívaktinni. Frá hafi til hafnar, fréttapistlar um útvegsmál o. fl. og Ljóða- bálkur. Blaðið er jafnan prýtt fjölda mynda. Ritstjóri Víkingsins er Gils Guðmundsson rithöfundur. Nýtt kvennablað 6. árg., 5 tbl. er nýkomið út. Athyglisverðasta greinin i þessu blaði er Orlof hús- mæðra, eftir Jónínu Líndal, Lækjamóti. Af öðru efni blaðs- ins rná nefna: Samtök, eftir Nönnu Ólafsdóttuí’, bankarit- ara, Eini kvenguðfræðingur Is- lands. Minningar, eftir önnu Norðdal, Kristveig Björnsdótt- ir, ðftir Svöfu Þorleifsdóttur, Hjálp handa Kína, eftir Rann- veigu Schimdt. Sjötta lands- þing Kvenfélagasambands Is- lands, Fulltruafundur Kven- réttindaíelags Islands, kvæði, sögur o. m. fl. Nýtt kvennablað flytur jafn- an fræðandi og kvetjandi greinar um málefni er kven- fólkið varðar, ritstjórar þess og útgefendur eru þær Guðrún Stefánsdóltir og María J. Knudsen. Áskell Löve: Islenzkar jurtir. Þetta er efn af félagsbókum Máls- og menningar í ár. Mál og menning keypti meg- inliluta upplagsins af útgef- anda bókarinnar, Ejnar Munksgaard í Kaupmanna- höfn, en bókin er prentuð í Svíþjóð, þar sem höfundur hefur dvalið undanfárin ár við nám og starf. 1 formála segir höfundur- inn: „Þessi bók er skrifuð til að bæta úr þörfinni og gera sem flestum auðið að nafngreina íslenzkar jurtir öruggt og án ofmikilla erl'iðleika, meðan fullkomin útgáfa af Flóru Is- lands er í undirbúningi“. Sumir munu ef til segja, að bók eins og þessi eigi lítið er- indi til almennings, og muni ekki njóta mikilla vinsælda. En þetta er hinn mesti mis- skilningur. Þeir eru áreiðan- lega fáir, sem ekki hafa á- nægju af blómum og öðrum gróðri og ekki mun það draga úr þeirri ánægju, ef þeir geta af eigin ramleik lært að þekkja þær jurtategundir, sem þeir sjá. í kringum sig, en það er hægt með aðstoð þess- arar bókar. Það er því miklu líklegra að þessi bók eigi vin- sældum að fagna meðal al- mennings og félagar í Máli og menningu muni þakka félag- inu fyrir að gefa þeim kost á að eignast hana. Undur veraldar, aukabókin, sem félagsmönn- um í Máli og menningu gefst kostur á að fá með sérstöku áskriftarverði, mun koma um næstu mánaðarmót. Áskrifendur geta fengið bók- ina, i bandi og mun það kosta 12—15 krónur rexinband og um 30 kr. skinnband. En til þess að hægt sé að ákveða live mörg eintök á að binda af bókinni þurfa áskrifendur að láta umboðsmenn félagsins vita hvort þeir vilja fá hana í bandi og hvernig. Það eru því tilmæli umboðsmanns Múls og menningar hér, Magnúsar Guðmundssonar, Sundstræti 31, að þeir áskrifendur, sem óska að fú bókina í baiuli, láti hann vita það sem allra fyrst. ,,ÞaS var ég hafSi háriS . .. “ Höfundur Stjórnmálabréfa • frá Reykjavík segir í Skutli 19. f. in. að Alþýðuflokknum hafi algerlega verið bolað frá þátttöku í Fiski- málanefnd og nefndin virðist nú alveg undir stjórn kommúnista. Eftir þessum ummælum að dæma, læst þessi bréfritari vera mjög gleyminn á það, sem gersl liefur í íslenzkuin stjórnmálum fyr- ir tiltölulega fáum árum. Það er því ástæða til að rifja upp fyrir honum og öðrum, sem trúnað kunna að leggja á orð hans, lögin um Fiskimálanefnd, en fyrsta grein þeirra hljóðar svo: „Ríkisstjórnin skipar þriggja manna fiskimálanefnd eftir til- nefningu þriggja stærstu þifig- flokkanna". Þegar þessi lög voru sett var Al- þýðuflokkurinn einn af hinum „þremur stóru“, átti 10 þingmenn og áhrifa hans gætti verulega, bæði innan þings og utan. Flokkurinn naut þá þeirra sérréttinda innan Alþýðusambands Islands, að að- eins Alþýðuflokksmenn máttu þá gegna þar trúnaðarstörfum. Af þessum ástæðum var flokkurinn því ákaft fylgjandi, að þessi á- kvæði voru sett um skipun Fiski- málanefndar. Kommúnistaflokkurinn — síðar Sameiningarflokkur alþýðu — Só- 'síalistaflokkurinn — átti aftur á móti þá ekki nema sárfáa þing- menn og hinir „þrír stóru“ héldu þeim eins rækilega „utan garðs“ og unnt var; mátti þá með sanni segja að foringjar Alþýðuflokksins tækju að sér að verja garðinn fyr- ir hina stóru flokkana, líkt og tryggt og fylgispakt húsdýr. Gerðu þeir það bæði af eðlishvöt og á- huga, en jafnframt vegna þess að þeir höfðu von um góð bein að launum. Þá voru sæludagar framsóknar- Isafjarðarbréf. 25. september. Þár sem mér virðist, að þið, blessaðir ritstj órarnir hérna, sinnið næsta lítið bæjarmál- efnunum, þ. e. málum, sem sér- staklega varða íbúa Isafjarð- ar, sendi ég þér bréfkorn þetta. Ég ætla nú fyrst að halda mér viðjnatinn. Þótt það þyki ekki háfleygt, þá er matur mannsins megin, og mér virð- ist horfa til mikilla vandræða með mjólk hérna í bænum, og máske fleiri fæðutegundir, sem ómögulegt er án að vera. Þeim, sem koma hingað til bæjarins bláókunnugir, hlýtur að verða starsýnt á, að klukk- an átta árdegis, eða alllöngu fyrir þann tíma, sem sölubúðir eru opnaðar, safnast fólk sam- an við einar búðardyr i bæn- úm. Hvað er um að vera? má gesturinn spyrja sjálfan sig, og þó einkum ef svo bæri til, að hann sæi einkennisbúinn lögregluþjón í hópnum, til þess að varna því að fólk træðist undir i þrönginni við dyrnar- eða inni í búðinni. Þetta, fólk er að slást um að ná sér í mjólkurdropa. Til þess að verða svo heppinn er um ásta, þjóðstjórnarvalda og Finna- galdurs. „ . .. nú sést ekkert, nú sésl ekkerl — niörnndan á mér“. Þetta var nú „hérna fyr um ár- ið“. En svo voru seinustu kosning- ar og þá skipti verulega um. Sósí- alistaflokkurinn fékk eftir þær kosningar 10 þingmenn og var þar með orðinn þriðji stærsti flokkur- inn í landinu, en Alþýðuflokkur- inn missti þrjú af sínum þingsæt- um og fylgið lirundi af honum, sérstaklega í Reykjavík. Þegar því Fiskiinálanefnd var endurskipuð 30. inarz 1944 varð fulltrúi Alþýðuflokksins í nefnd- inni að víkja þar sæti samkvæmt lögum, sem Alþýðuflokkurinn hafði sjálfur verið með að setja, en full- trúi Sósíalistaflokksins kom í nefndina í hans stað. Alþýðuflokkurinn á því sjálfur sök á hvernig komið er, bæði með því að stuðla að því, að fyrnefnd ákvæði voru sett um skipun nefnd- arinnar og með þeirri pólitískri starfsemi er reitti af honum allt fylgi og svifti hann allri tiltrú fólksins. Tröllatrú á kommúnistum. Fiskimálanefnd er nú þannig skipuð, að sjálfstæðismenn eiga þar einn fulltrúa, framsóknarmenn annan og sósíalistar (kommúnist- ar, sem bréfritari kallar svo) þann þriðja, en svo er trú bréfritara mikil á síðast talda nefndarmann- inn og þeim flokki, sem hann er fulltrúi fyrir, að honum virðist hann einn öllu ráða í nefndinni. — Það er mikið álit, sem þessi bréf- ritari liefur á kommúnistum en traust hans á fulltrúum Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokksins er sann- arlega ekki upp á marga fiska, þar sem honurn virðist einn komm- unisti liafa algerlega ráð þeirra í liendi sér. að gera að koma nógu snemma. Oftast eftir að líður að liausti, er mjólkin uppseld um klukkan tíu, og marga daga í viku er enga mjólk að fá. Það er því von, að fólk- ið sæki fast að ná í þá litlu mjólk, sem fáanleg er. Það mun nú ekki fyrir hendi i bili að auka mjólkur- aðfluttninga hingað að neinu ráði. En annað er fyrir hendi, og ætti raunar að vera fyrir löngu framkvæmt, það er að skammta mjólkina með mjólk- urseðlum eða mjólkurkortum, og þann tíma árs, sem minnst er um mjólk, ættu börn, gam- almenni og sjúklingar að sitja fyrir með mjólkina. Til þess að mj ólkurskömmt- unin verði sem réttlátust og jöfnust, verður að taka saman alla mjólkuraðflutninga hing- að, svo og mjólkurframleiðslu bæjarins og bæjarbúa og deila því í íbúafjöldann, þó þannig að börn, gamahnenni og sjúkl- ingar fái sem næst nauðsyn- legum skammti. Með þessu einu, og samvizkulegri fram- kvæmd á því, er tryggð rétt- lát skömmtun og skipting mjólkurinnar. Auðvitað væri það hlutverk bæj arstj órnarinnar að beita (Framhald á 4. siðu.)

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.