Baldur


Baldur - 11.10.1945, Page 1

Baldur - 11.10.1945, Page 1
UTGEFANDI: SÖSIALISTAFELAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 11. okt. 1945 29. tölublað. innar og Sósialistaflokksins i landbunaðarmálum. I seinasta blaði Baldurs var sagt frá bráðabirgðalögum um verðlag á landbúnaðarvörum og getið um aðalefni þeirra. Jafnframt var það tekið fram, að þessi lög liefðu verið sam- þykkt af allri rikisstj órninni á- greinings og undantekningar- laust, og sama má segja um aðrar ráðstafanir, sem rikis- stjórnin hefur gert á þessu hausti, viðvíkjandi sölu og verði á landbúnaðarvörum. Þrátt fyrir þettí hafa blöð eins stjórnarflokksins, — Al- þýðuflokksins, látið sér sæma að ráðast með brigzlyrðum á ráðherra sósialista í sambandi við afgreiðslu ríkisstj órnarinn- ar á þessum málum, vitandi þó, að ráðherrar Alþýðuflokks- ins eru þar algerlega samá- byrgir og hvert skammaryrði, sem þessir blaðasneplar beina að þeim Áka og Brynjólfi út af þessum málum, hittir Emil og Finn engu siður. En tilgang- urinn er auðsær. Það á að spilla áliti Sósialistaflokksins meðal neytenda í bæjunum og reyna um leið að stöðva flótt- ann frá Alþýðnflokknum. Enda þótt orð fyr nefndra blaða verði af öllum skinbær- um mönnum talin ómerk ó- magaorð, og þar af leiðandi ekki ástæða til að eltast við þau, þykir Baldri rétt að skýra með fáum orðum afstöðu Sósí- alistaflokksins til þessara mála. Þegar hin gifurlega verð- hækkun á landbúnaðarvörum var auglýst um og eftir miðj- an s. 1. mánnð og samþykkt hafði verið að hætta öllum nið- urgreiðslum úr rikissjóði, var öllum ljóst að einhverjar ráð- stafanir varð að gera til þess að hindra stórkostlega hækkun vísitölunnar og þær afleiðing- ar fyrir atvinnuvegina, sem sú hækknn hlaut að hafa í för með sér. Þjóðviljinn, aðalmálgagn Sósíalistaflokksins, átaldi þá þegar, að landbúnaðarráð- herra skyldi ekki gera þessar ráðstafanir um leið og verð- hækkunin var auglýst, til þess að fyrirbyggja þau vandræði, sem af henni hlaut að leiða. Þegar svo umræður hófust í ríkisst j órninni um setningu bráðabirgðalaganna, hélt Sósí- alistafélag Beykjavikur fjöl- mennan fund, í Listamanna- skálanum, þar sem samþykkt var einróma eftirfarandi til- laga miðstjórnarinnar: „SÓsialistafélag Reykj avíkur er samþykkt þeim ákvörðun- um miðst j órnar Sósíalista- flokksins 1) að fallast á bráðabirgða- lög um áhrif kjötverðs á fram- færsluvísitöluna, sem úrlausn fyrst um sinn, til að firra vand- ræðum i trausti þess að ríkis- stjórnin vinni að því að ná samkomulagi um varanleg úr- ræði, með skýrskotun til stefnu flokksins í þessu máli, 2) að binda samþykki sitt því skilyrði, að verkalýðssam- tökin almennt vilji við það una og áskilja sér rétt til að gera kröfúr til að sú skipan verði upp tekin, sem reynist að vera almennur vilji verkalýðssam- takanna, enda verði afstaða fulltrúa flokksins á þingi í samræmi við það“. Ennfremur hafði miðstjórn Sósíalistaflokksins gefist tæki- færi til að ræða lögin við ýmsa trúnaðarmenn verkalýðssam- takanna í Reykjavík, eftir kröfu fulltrúa Dagsbrúnar var lögunum breytt í verulegum atriðum frá því sem ríkis- stjórnin hafði áður hugsað sér og stjórn Alþýðusambandsins lýsti sig fyrir sitt leyti, eftir at- vikum, samþykka þeim, sem bráðabirgðalausn. Á þessu sést að ráðherrar og miðstj órn Sósí alistaflokksins hafa leitað álits verkalýðssam- takanna á þessu máli, eftir því sem föng voru á, áður en þeir samþykktu þessi bráðabirgða- lög. Það getur verið að ráð- herrar Alþýðuflokksins hafi gert það líka, en ekki er Baldri kunnugt um það. Hitt hefur heyrst að mikið hafi verið rif- ist á fundi í innsta hring Al- þýðuflokksins út af þessum lögurn, eftir að búið var að gefa þau út með einróma sam- þykki ráðherra flokksins. Eins og fram kemur í sam- þykktum Sósíalista-fundarins og áliti stjórnar Alþýðusam- bandsins, eru þessi bráða- birgðalög alls ekki varanleg lausn á vandamálum landbún- aðarins eða dýrtiðarmálunum. 1 ræðu sinni á fundinum sagði Brynjólfur Bjarnason meðal annars: „Með þessum ráðstöfunum er engin varanleg lausn fund- in. En hina varanlegu lausn verður að finna og um haria verður að vera samkomulag, hún verður að byggjast á sam- komulagi milli verkalýðsins og vinnuveitenda, á slíku sam- komulagi byggist stjórnar-sam- vinnan og stjórnin leysir engin stórmál nema á grundvelli slíks samkomulags". Verkalýðssamtökin mega því ekki láta dragast úr hömlum að taka þessi mál til mjög ræki legrar íhugunar. Höfuð- stefna þeirra og Sósíalista- flokksins í þeim er skýrt mörk- uð, sú stefna hefur komið fram í frumvörpum fulltrúa i'Iokks- ins á Alþingi i landbúnaðar- málum og síðast en ekki sízt í ályktun þeirri, sem viðræðu- nefnd Alþýðusambandsins og Búnaðarfélags Islands í sumar samþykkti að leggja fyrir stjórnir og þing þessara sam- taka. I þeirri ályktun var lagt til við ríkisstjórnina að hún skipi 4 manna nefnd tilnefnda af Alþýðusambandinu og B. I., er athugi meðal annars: a) Löggjöf um sem ríflegust framlög og aðgerðir ríkisins til þess að sem atlra fyrst verði alls heyfengs aflað á véltæku landi og yfirleitt verði larnl- búnaðarvörur framleiddar við ákveðna lágmarksaðstöðu. b) Koma í framkvæmd nú þegar uppbyggingu að minnsta kosti eins byggðahverfis á hentugum stað, þannig að bændur, sem þar búa, hafi sæmilega aðstöðu til atvinnu- reksturs og þæginda. c) Áætlun um framtíðar bú- skap á Islandi, er miðist við að fullnægja neyzluþörf þjóðar- innar fyrir búvörur og eftir- spurn á innlendum og erlend- um markaði og finna leiðir til að ná þeirri áætlun, d) Löggjöf til að koma í veg fyrir brask með jarðeignir lóð- ir og lendur. e) .4ó athuga leiðir til að fullnægja verkafólksþörf land- búnaðarins og auknu sam- starfi verkamanna og bænda. Því miður tókst ekki að þessu sinni að hefja viðræður um þessi merkilegu mál og finna samkomulagsleiðir um lausn þeirra, og átti Búnaðar þing sök á þvi, á stjórn Al- þýðusambandsins stóð ekki. En i þessari ályktun er skýrt mörkuð sú stefna, sem verður að fara, ef varanleg lausn á að fást á vandamálum landbún- aðarins, og allt er undir þvi komið, að samkomulag verði um hana. Verkalýðsflokkarnir unnu mikið á í kosningunum í Noregi. Kosningár fóru fram í Nor- egi 8. þ. m. Úrslit urðu þau að Verkamannaflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn unnu mikið á", en borgaraflokkarnir töpuðu. Baldur hefur ekki get- að náð í ábyggilegar atkvæða- tölur í kosningunum og verða þær birtar í næsta blaði. Nýtt alþjóðasamband verkalýðsins var stofnað á alþjóðaþingi verkalýðsins í París 3. þ. m. Fulltrúar 50 milj. verkamanna frá 65 þjóðlöndum hafa sam- þykkt einróma skipulagsskrá sambandsins. Áskorun um stofnun alþj óðabandalags. Fjöldi áhrifamanna í Banda- rikjunum hafa birt áskorun um stofnun alþjóðabandalags til öryggis friði í heiminum. Benda þeir á að yfir vofi nú hætta á nýrri heimsstyrj öld ef ekki sé verið á verði og öll friðaröfl sameinuð til verndar friðinum. Undir þessa áskorun skrifa meðal. annars Albert Einstein og Ludwig Renn. Alþingi var sett 1. þ. m. og hófst þingsetning eins og venjulega með guðsþjónustu. Séra Sig- urður Stefánsson á Möðruvöll- um prédikaði. Forseti sameinaðs þings er Jón Pálmason, forseti neðri deildar Barði Guðmundsson, forseti efri deildar Steingrím- ur Aðalsteinsson. Þetta er fyrsta þingið, sem saman kemur eftir stofnun lýð- veldisins. Fyrir því liggur fjöldi stórmerkilegra mála til úrlausnar, má þar meðal ann- ars nefna bráðabirgðalög rík- isstjórnarinnar um nýsköpun, verðlag landbúnaðarvara o. fl. frv. til laga um skólamál, nýja trjrggingalöggj öf, landbúnað- armál og jans önnur. i

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.