Baldur


Baldur - 11.10.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 11.10.1945, Blaðsíða 2
114 B A L D U R I Skammtað úr skrínunni. I Ályktun hins almenna kirkjufundar á Akureyri 9.—11. septem- ber 1945. I. Kirkjuhús í Reykjauík. 1. Almennur kirkjufundur haldinn á Akureyri dagana 9.—11. september 1945 lýsir eindregnn fylgi sinu við fram- komna tillögu um Kirkjuhús i Reykjavik, er verði miðstöð kirkjulegrar starfsemi í land- inu. Fundurinn telur nauðsyn- legt, að sem fyrst liggi fyrir á- ætlun um býggingu hússins og um það starf, er vinna skal i sambandi við það. Telur fund- urinn rétt, að byrjað verði á þvi að koma upp liúsi fyrir prentsmiðju kirkjunnar, bóka- utgáfu og bóksölu, skrifstofur biskups og samkomusali fyrir kirkjulegt starf eftir því sem ástæður leyfa, en'gert sé ráð fyrir viðbótarbyggingum eftir þörfum. Fundurinn skorar á alla söfnuði landsins að veita máli þessu fylgi og fj árhagslegan stuðning og felur fulltrúum kirkj uf undarins að kynna þetta mál í söfnuðum sínum. ♦ 2. Fundurinn samþykkir að tilnefna 17 menn í nefnd, er vinni i samráði við biskup, kirkj uráð og prestastétt lands- ins að frekari undirbúningi málsins og lætur þá óslc í ljós, að þeir allil- taki starf þetta að sér. 11. Kirkjubyggingar. Hinn almenni kirkjufundur haldinn á Akureyri 1945 fagn- ar framkomu frumvarps þess, sem Gísli Sveinsson flutti á Al- þingi 1944 og telur fyllstu nauðsyn að það nái fram að ganga hið allra fyrsta. Þó lítur fundurinn svo á, að 7. gr. frumvarpsins þurfi sérstakrar athugunar við. 111. Eining kirkjunnar. Hinn almenni kirkjufundur lítur svo á, að á þeim miklu örlagatímum, sem nú sjanda yfir, beri öllum kristnum mönnum i landinu að forðast ófrjóar og óhollar trúmála- deilur um það, er á milli kann að bera í einstökum atriðum, heldur vinni samhuga og með fullri djörfung að einu marki — eflingu trúar og siðgæðis og hverskonar menningar í anda Jesú Krists. IV. Hallgrímskirkja í Reykja- vík. Hinn almenni kirkjufundur fagnar því, að bygging fyrir- hugaðrar Hallguímskirkj u i Reykjavík er nú fullákveðin og þakkar öllum þeim sem að þvi hafa stutt. Væntir fundur- inn þess, að allir söfnuðir landsins stuðli að framkvæmd þessa byggingarmáls eftir beztu getu. V. Húsvitjanir og heimilis- guðrækni. Hinn almenni kirkjufundur telur nauðsyn bera til þess, að prestar leggi hina mestu rækt við húsvitjanir og að þær verði reglulegt sálgæzlustarf þar sem meðal annars sé reynt að styðja alla heimibsguð- rækni eða endurvekja hana, sem hún er horíin. VI. Héraðasamtök um efling trúarlífs. Hinn aknenni kirkjufundur skorar á presta og safnaðar- stjórnir að leitast við að koma á föstum samtökum meðal áhugamanna í hverj u prófasts- dæmi til eflingar kristinni trú og siðgæði innan héraðsins. VII. Daglegar guðræknisstund- ir í útvarpi. Hinn almenni kirkjufundur telur eðlilegt og æskilegt, að guðræknisstundir verði dag- legur útvarpsliður hér eins og tiðkast hjá öðrum þjóðum. Treystir fundurinn því, að biskup og kirkjustjórn leitist við að koma þessu til vegar. VIII. Barnaguðsþjónustur og kristileg starfsemi meðal ungmenna. Hinn almenni kirkj ufundur þakkar þeim prestum, sem flutt hafa reglubundnar barna,- guðsþjónustur svo og þeim leikmönnum, sem um langt skeið hafa unnið sem sjálf- boðaliðar að sunnudagaskóla- starfi bæði í Reykjavík og við- ar á landinu. En þar sem marga prestana vantar enn sj álfboðaliða sér til aðstoðar við starfið meðal barnanna og engar reglubundnar barna- guðsþjónustur fara enn fram í fjölmörgum prestaköllum, þá telur kirkj uf undurinn m j ög æskilegt, að kirlcjuráð ráði hæfan mann til að ferðast um og vekja og efla sunnudaga- skólahald í landi voru. IX. Ókeypis námsbækur við kristnifræðikennslu í barnaskólum. Kirkjufundurinn felur kirkju- stjórn og kirkjuráði að lilutast til um það við ríkisútgáfu námsbóka og hlutaðeigandi stjórnarvöld að barnaskólarn- ir njóti sömu kjara um allar námsbækur, er nota þarf við kristnifræðikennsluna og um aðrar námsbækur barnaskól- anna, að þær séu látnar börn- unum í té ókeypis. X. Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Hinn almenni kirkjufundur beinir þeirri ósk til allra presta í landinu að þeir noti á öllum hátiðum liátíðar- söngva séra Bjarna Þorsteins- sonar eftir þvi sem við verður komið. -------0------ Róstur á mlóstjórnarfundi AlþýSuflokksins. Fyrir nokkru er lokið í Reykja- vík landsfundi miðstjórnar Alþýðu- flokksins. Litlar fréttir liafa ennþá borist af þeim fundi en þó höfum vér lilerað, að þar liafi orðið all róstu- samt með köflum. Segir sagan að aðaldeiluefnið hafi verið hinn frægi Svíþjóðarsamningur Stefáns Jóhanns, sem nú kvað hafa fengið tignarheitið Stefán sænski eða Stefán svíaást, og Arents heildsala. Barói og Jón Axel skora á Stefán Jóhann að rýma formannssætiS. Kváðu þeir Barði Guðmundsson og Jón Axel Pétursson hafa deilt mjög hart á Stefán Jóhann fyrir alla framkomu hans í sambandi við þennan samning og skorað á hann að víkja úr formannssæti Alþýðuflokksins, svo að flokknum yrði bjargað frá almennri van- virðu og algerðri tortímingu. Hannibal ver Stefán Jóhann. Ekki mun Stefán Jóhann hafa séð ástæðu til að verða við þess- ari áskorun, og hófst nú hin liarð- asta orusta. Var Stefán Jóhann í fylkingarbrjósti sinna manna og gekk fram af mikilli hreysti með rakblöð að vopni og pappír fyrir brynju og skjöld. Næstur honum kom Hannibal Valdimarsson og var ekki einhama frekar venju, þá Emil ráðherra og síðan ýmsir aðrir, sem vér kunnum ekki nöfn á. Vörðu þeir Hannibal og Emil Stefán Jóliann af hinni mestu vopnfimi og liöfum vér fyrir satt að framgöngu Hannibals liafi sér- staklega verið viðhruggðið. Þetta murí mörgum hér koma kynlega fyrir sjónir, ekki vegna þess að þeir efi lireysti þessarar miklu hetju, heldur af því liversu mjög Hannibal hefur þótzt hneyksfaður ef einhver blettur liefur fallið á opinbera trúnaðarmenn og oft lát- ið ljós, að inenn er slíkt henti ættu ekki að taka þátt í opinberum inálum. En þeir, sem hafa lesið Skutul og séð hvernig hann hefur tekið afstöðu með Stefáni Jóhanni og varið alla framkomu lians í sambandi við sænska samninginn, þurfa alls ekki að vera undrandi. Þar að auki mun Hannibal liafa viljað nota jietta tækifæri til þess að sýna formanni Alþýðuflokks- ins að hann væri vel hæfur tii framboðs í Norður-lsafjarðarsýslu og tryggja sér stuðning og vináttu „prófessors“ Hagalíns, en á því hvoru tveggja mun hafa verið ein- liver tregða upp á síðkastið, þó að viðskiftin við Óskar Aðalstein liafi vafalaust bætt þar eitthvað um. Að síðustu var Barði þjóðskjalavörður í andstæðingafylkingunni, en þeini hefur áður lent saman, svo sem frægt er orðið. Ekki er þess þó getið að þeir hafi lent í návígi að þessu sinni. Finnur tvístigandi. Að lokum er þess getið að Finn- ur Jónsson ráðherra hafi verið á þessu þingi. Er sagt að hann hafi tvístigið milli fylkinganna og hvor- ugum viljað veita lið, þó mun hug- ur hans frekar liafa staðið til Stefánsmanna. Um úrslit orustunnar er oss ekki kunnugt, engar dagskipanir hafa verið gefnar út, en vér teljum lík- legt að Barði og Jón Axel hafi verið hornir ofurliði. Stefán Jó- hann haldi áfram að vera formað- ur Alþýðuflokksins og njóti þess bráðum að veita jiessu deyjandi flokkslirói nábjargirnar. „Hærra ber hans nafn en nokkurs Islendings ... “ Mörg íslenzk blöð minntust Kristjáns Danakonungs tíunda á 75 ára afmæli hans 26. þ. m., meðal þeirra Skutull, er fórust í því sam- bandi orð á þessa leið: „Mega Islendingar vel halda minningu þessa seinasta konungs síns í heiðri, því að hærra ber hans nafn en nokkurs Islendings í sambandi viS lausn lýSveldismáls- ins“. (Leturbreyting Baldurs). Það er vissulega rétt og sjálfsagt að Islendingar heiðri minningu Kristjáns konungs tíurída, ekki vegna þess að hann er þeirra sein- asti konungur, því konungsnafn er engin ástæða fyrir Islendinga að heiðra, lieldur fyrir þann hetju- móð er hann sýndi á þrengingar- árum sinnar eigin þjóðar og live djarflega hann leiddi frelsisbar- áttu hennar gegn erlendu ofbeldi„ og ofurefli. En þá fer skörinn sannarlega að færast upp í bekkinn, þegar ís- lenzkt blað birtir á áberandi hátt ummæli, eins og þau sem hér eru tekin úr Skutli. Slíkt getur engan veginn heitið að heiðra konunginn heldur að skríða fyrir honum. Það er heldur ekki lengra síðan en í lýðveldiskosningunum í fyrra vor, sem þetta sama blað, er þá stóð eins og allir muna fremst í baráttunni gegn stofnun lýðveldis á Islandi, vitnaði til símskeytis er þessi sami konungur sendi íslend- ingum. Þar sein segir: „Vér gelum ekki á mcSan núver- andi ástand varir, viSurkennt þá breytingu á stjórnarforminu, sem Alþingi Islands og ríkisstjórn hafa ákveSiS án samræSna viS oss“. Að vísu sendi Kristján konungur Islendingum lieillaóskir á stofn- degi lýðveldisins, en þó svo hafi verið, þá er það bein sögufölsun að halda því fram .að nafn þess konungs, sem sendir íslenzku þjóð- inni orðsending þá, sem hér er birt að framan, beri hærra en nafn nokkurs Islendings í sam- bandi við lausn lýðveldismálsins, nema að ritstjóri Skutuls telji sitt nafn hið næst hæsta vegna þess hve ötullega hann barðist í þeim anda sem fram kom í þessu kon- ungsskeyti og gekk þar meira að segja feti framar. Og að síðustu Jietta. Hvað segja sögukennararnir við Gagnfræða- skólann, þegar þeir fara að spyrja neinendur sína um nöfn þeirra Is- lendinga er hæst bera í sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar, og þar með vitanlega lausn lýðveldismálsins, og þessir nemendur nefna menn eins og Jón Sigurðsson, Skúla Tlioroddsen, Benedikt Sveinsson o. fl. Verða ekki vesalings sögu- kennararnir að lialda fram skoðun skólastjórans og segja: — Það voru nú ekki þessir menn heldur Krist- ján konungur tíundi. -------O—— Kommúnistaflokkurinn stærsti flokkur Frakklands. Nú eru kunnar atkvæðatöl- urnar í héraðskosningunum í Frakklandi sem fóru fram fyr- ir hálfum mánuði. Kommúnistaflokkur Frakk- lands fékk 3830646 atkv. Sósí- alistaflokkurinn 3730049 atkv. Vinstriflolckarnir fengu til samans 9464314 atkv. utan stórborganna en hægri flokk- arnir 4387962.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.