Baldur


Baldur - 19.10.1945, Side 1

Baldur - 19.10.1945, Side 1
/ UTGEFANDI: SÓSIALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 19. okt. 1945 30. tölublað. Skólamálin á ísafirði. Kosningaúrslitin í Noregi. Eitt af því marga, sem ráða- menn þessa bæjarfélags — Al- þýðuflokksmennirnir — sem hér hafa stjórnað í rúman ald- arfjórðung, hafa hrósað sér einna mest af, er það, að Isa- fjarðarbær hafi aldrei skorið við neglur sér fjárframlög til skóla og menningarmála og að hann hafi orðið með fyrstu héruðum landsins til að færa skólaskyldu aídur niður i 7 ár. Þetta er rétt. Isafjörður var á undan öðrum með að lækka skólaskyldualdurinn og árlega hefur hér verið varið álitleg- um upphæðum til kennslu- mála. Á fjárhagsáætlun yfirstand- andi árs nemur þes^i upphæð kr. 376,450,00 en frá þvi dregst framlag ríkisins kr. 96.892,00, svo það verður um 280 þús. krónur, sem teknar eru beint frá bæjarbúum til þessara mála. Þetta er alls ekki svo litil upphæð miðað við gjald- þol' bæj arins og þessvegna ekk- ert tiltökumál, þó að þeir, sem hana greiða, vilji athuga hvað þeir fá i staðinn. Þær lágmarkskröfur, sem gera verður til liarna- og ung- lingaskóla, eru ])ær, að skól- -arnir starfi lögákveðinn tíma og að nægir og hæfir kennslu- kraftar séu við þá. Nú vita það allir, að skólar eiga í síðasta lagi að taka til starfa 1. okt., og þar að auki er nú ákveðið að kennsla fyrir yngstu börnin byrji 1. septem- ber. Barnaskólar eiga þvi að réttu lagi að byrja þá. Hvernig hefur nú þessu ver- ið fullnægt hér á Isafirði í ár? Kennsla er fyrir nokkrum dögum hyrjuð i barnaskólan- um, en gagnfræðaskólinn var ekki settur fyr en í gær. — Kennsla í þriðja bekk byrjar þar nú um helgina og að ein- hverju leyti í fyrsta og öðrum bekk. Skólinn var settur í Templarahúsinu, þar á að kenna fyrst um sinn og ef til vill í öðru samkomuhúsi í bænfim, að því er skólastjóri upplýsti. En um leið gat skóla- stjóri þess að vonast væri eftir, að skólinn gæti flutt í eigið liúsnæði eftir næstu mán- aðamót. — Þessi dráttur hefur, livað gagnfræðaslcólan- um viðkemur, verið afsakað- ur með því, að nú standi yfir stækkun skólahússins og sé þvi verki ekki lokið. Þessa afsök- un er sjálfsagt að taka til greina, það sem hún nær. En manni verður á að spyrja: Hvernig gat skólastjóri og skólanefnd látið sér detta í hug, að sá hraði yrði á þess- ari byggingu frekar en öðrum hér í bæ, að henni yrði lokið svo snemma að skólinn gæti tekið til starfa á réttum tíma? Allir máttu þó vita að slíkt var óhugsanlggt, og að nauð- synlegt var að útvega skólan- um húsnæði að einhverju leyti nú í byrjun skólaársins. Þetta hefur skólanefnd nú loksins séð og fengið Templ- arahúsið leigt fyrir gagn- fræðaskólann. — Um það má kannske segja að betra sé seint en aldrei, en óneitanlega hefði verið viðkunnanlegra að þessi eða annar möguleiki hefði verið athugaður fyr, svo að skólinn hefði getað byrjað á réttum tíma. Hvað barnaskólanum við- víkur, þá er að vísu einnig verið að byggja við hann og því .verki er heldur ekki lok- ið. En það afsakar ekki nema að litlu leyti þann drátt, sem hefur orðið á því, að skól- inn tæki til starfa; minnsta, kosti var það ekki til fyrir- stöðu því, að smábarnaskóli starfaði í september, eins og vera átti. I báðum þessum tilfellum er því um óafsakanlega van- rækslu og ámælisvert fyrir- hyggjuleysi að ræða. Þá eru það kennslukraft- arnir við skólana. Við barnaskólann munu þeir vera nokkurnveginn nægir, en þó er hann tæplega aflögu fær, en hvað gagnfræðaskólann snertir vantar á að svo sé. Eins og kunnugt er fóru þrír kennarar frá skólanum í byrj- un þessa skólaárs, einn fastur- kennari og tveir stundakenn- arar. Skólanefnd taldi þá nauðsynlegt að ráða þrjá fastakennara við skólann í vet- ur og skólastjóra var falið að reyna að útvega næga kennslu- krafta að skólanum. — Stöðurnar voru þó ekki aug- lýstar eins og lög mæla fyrir, en eitthvað mun skólastjóri hafa leitað fyrir sér um útveg- un kennara og í byrjun þessa mánaðar er loks auglýst í út- varpinu eftir kennara við Gagnfræðaskólann á ísafirði. Árangurinn varð sá að einn Yerkalýðsflokkarnir unnu Urslit norsku kosninganna urðuurðu þau, að Verka- mannaflokkurinn fékk 75 þingsæti (70), Kommúnista- flokkurinn 11 (0), Vinstri flokkurinn 21 (23), Hægri flokkurinn 27 (28), Bænda- flokkurinn 10, (18)- og Kristi- legi þj óðfiokkurinn 6 (2). Tölurnar i svigunum tákna þingsæti flokkanna við siðustu kosningar. Lokatölur, sem sýna at- kvæðamagn flokkanna, liggja enn ekki fyrir, en þingmanna- tala flokkanna verður sú, sem hér er sögð. 1 sambandi við þessi "kosn- ingaúrslit má benda á það, að Kommúnistaflokkurinn fær aðeins 11 þingsæti en um 100 000 atkvæði, en Verka- mannaflokkurinn 75 þingsæti, en um 400 000 atkvæði. Sýnir þetta mjög óréttláta kjör- dæmaskipun. Þá má lika geta þess að blað glæsilegan kosningasigur. Kommúnistaflokksins varð að hætta útkomu í kosningabar- áttunni, vegna þess að Verka- mannaflokkurinn breytti til og lét blað sitt, sem áður kom út á kvöldin, koma út á morgn- ana eins og Friheten, blað Kommúnistaflokksins hafði gert. Bæði blöðin voru prentuð i prentsmiðju Verkamanna- flokksins, en hún kvaðst ekki geta afkastað báðum blöðun- um á morgnana og varð Fri- heten því að hætta að koma út mn tírna. En nú hefur útgáfa þess hafist aftur; er það nú kvöldblað og mikið útbreitt. Telja má víst að þessi stöðv- un á blaðinu hafi haft einhver áhrif i kosningunum. Minnsta kosti mun leikurinn hafa ver- ið gerður til þess. Islenzk alþýða fagnar þess- um kosningasigri norsku verkalýðsflokkanna og vonar að þeim takist að mynda stjórn saman. maður fékkst, Jónas Jónasson frá Flatey, cand. phil., og hefur liann verið settur kennari við skólinn í vetur, og auk þess hefur María Sveinbj arnardótt- ir verið ráðinn stundakennari í dráttlist. Að öðru leyti er ráð- gert að kennarar barnaskólans kenni við báða skólana eftir því sem nauðsyn krefur og samkomulag verður um milli skólastjóranna og skólanefnd- ar. Á þessu sést að enn vantar tvo af þeim þremur föstu- kennurum sem skólanefnd taldi nauðsynlegt að ráða í vetur. Það sleifarlag, sem verið hefur á þessari kennararáðn- ingu er alveg dæmalaust. Hvorki skólastjóri né skóla- nefnd virðast hafa hugmynd um að kennara vanti við skól- ann fyr en rétt áður en hann á að taka til s(arfa og upp- götva þá fyrst að þrjá fasta- kennara vanti. Afleiðingin af þessu er því sú, að nú starfa við skólann aðeins þrír menn, sem hafa meira en kennaraskólamennt- un, og með allri virðingu fyrir menntun og hæfileikum barna- kennara þá lilýtur að verða að gera kröfur til þess, að kenn- arar við gagnfræðaskóla hafi meiri menntun, vegna þess að í þehn skóla eru meiri kröfur gerðar til kennara, eins og sést á því, að kennarar við gagn- fræðaskóla eru betur launaðir en barnakennarar, og þess- vegna sj álfsagt að kref j ast meiri undirbúningsmenntunar af þeim. Þá má lika benda á það, að eftir fræðslulögunum, sem á að samþykkja á þinginu í vet- ur, verða gerðar aðrar og meiri kröfur til nemenda skólans og kennara en verið hefur, þar sem þeir nemendur þriðja bekkjar, er þess óska, eiga í vor að þreyta landspróf, er veitir rétt til inngöngu í 3. bekk menntaskólans og kennara- skólann og allháar kröfur eru gerðar til að standast það próf. Það hlýtur að vera krafa allra þeirra, sem vilj a að gagn- fræðaskólinn verði hlutverki sínu vaxinn, að nú þegar verði gert allt til þess að útvega stundakennara að skólanum í vetur, án þess að taka þá frá barnaskólanum. Það er ólík- legt að hér séu ekki til menn, sem færir eru um það og fengjust, ef reynl væri. En umfram allt verður að gera ráðstafanir, til þess að tryggja næga kennslukrafta að skól- anum næsta ár, svo að þetta ófremdarástand endurtaki sig ekki þá. %

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.