Baldur


Baldur - 19.10.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 19.10.1945, Blaðsíða 2
118 B A L D U R Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafálagsins. Útgáfan hóf starfsemi sína árið 1940 með samvinnu Þjóðvinafélags- ins, og Menningarsjóðs. Fyrstu 4 árin var félagsgjaldið 10 kr. Nú er það 20 kr. Á þessu tímabili hefir útgáfan gefið út 27 bœkur, sem félagsmenn hafa fengið fyrir félagsgjaldið. Hefur það á sama tíma numið alls 60 kr. á félaga. — Upplag bókanna hefir verið frá rúmu liálfu þrett- ánda þúsundi upp í þrettán þús- und. Félagsbækurnar frá 1940 og 1941 eru nú flestar uppseldar. Auk þessa hefir útgáfan gefið út bækur, sem seldar eru gegn sér- stöku gjaldi. Eru það Bréf Stefáns G. Stefánssonar og Saga Islend- inga, 4., 5. og 6. bindi. Umboðsmenn útgáfunnar, sem annast dreifingu bókanna, hver í sínu umboði, eru nú 173. — Þeir hafa nálega undantekningarlaust reynzt mjög skilvísir og ötulir. Héfir það verið útgáfunni sérstak- lega mikið lán, þar sem félags- mannahópurinn er svo stór og.því erfitt að ná til allra félagsmanna án aðstoðar umboðsmanna. Þessar bækur eru nú í undirbún- ingi: Almanak ÞjóSvinafélagsins furir áriG 1946. Það mun m. a. flytja grein um menntmál á Islandi frá 1874, eftir Helga Elíasson fræðslu- málastjóra. Andvari 1945. Hann mun m. a. flytja æfisögu Þorsteins Gíslason, ar, 'lýðveldishugvekju um íslenzkt mál o. fl. VrvalsljóG Matthíasar Jochums- sonar með formála eftir Jónas Jónsson alþm. HeiGinn sióur. Bók um trúarlíf Islendinga til forna eftir Ólaf Bríem mag. art. Rit þetta verður með allmörgum myndum. María Chapdelaine, landnáms- saga frá Canada, eftir franskan rit- höfund, Louis Hemon að nafni. Karl Isfeld ritstjóri hefir íslenzk- að þessa skáldsögu. Islendingasögur. Njáls saga kom út á vegum útgáfunnar á s.l. ári. Egils saga búin til prentunar af Guðna Jónssyni mag. art. er nú í prentun. Hómerskviöurnar. Ákveðið hefir verið að gefa út Illions- og Odysseifs-kviðu í þýðingu Svein- bjarnar Egilssonar. Kristinn Ármannsson yfirkenn- ari og dr. Jón Gíslason búa text- ann til prentunar og skrifa stutt- an formála og skýringar. Þeir hafa borið þýðingu Sveinbjarnar saman við hinn grízka frumtexta. — 1 útgáfu þessari munu verða bæði kort og myndir. Saga síöari heimsstyrjatdarinn- ar eftir Ólaf Hansson mennta-- skólakennara. Rit þetta mun verða í tveim bindum. Efnisskipting fyrra bindisins verður sem hér segir: I. lcafli: Orsakir og aðdragandi styrjaldarinnar. II. kafli: Styrjöld- in skellur á. III. kafli: Póllands- styrjöldin. IV. kafli: Styrjöld Rússa og Finna. V. kafli: Tíðindalaust á Vesturvígstöðvunum. VI. kafli: Innrásin í Danmörku og Noreg. VII. kafli: Sókn Þjóðverja á vest- urvígstöðvunum 1940. VIII. kafli: Orustan um Bretland. IX. kafli: Styrjöldin á Balkanskaga. X. kafli: Styrjöldin í Afríku og Vostur-Asíu (til hausts 1941). XI. kafli: Inn- rásin í Rússland. XII. kafli: Styr- jöldin við Japana (til ársloka 1942). XIII. kafli: Sókn og gagn- sókn í Afríku. XIV. kafli:,Innrás- I Skammtad úr skpínunni. I in í Norðvestur-Afríku. XV. kafli: Styrjöldin á austurvígstöðvunum 1942. XVI. kafli; Lofthernaðurinn 1941 og 1942. XVII. kafli: Sjóhern- aður og strandhögg. XVIII. kafli: Frelsisbarátta hernumdu þjóðanna. Heildahilgáfa á ritum Jóns Sig- urössonar. Stjórn Bókaútgáfunnar hefur skrifað ríkisstjórninni um möguleika á að gefa út ritsafn Jóns Sigurðssonar í vandaðri útgáfu, rit- gerðir hans allar, ræður og bréf með nauðsyniegum skýringum. -— Hefur útgáfustjórnin farið fram á, að veittur verði á næsta árs fjár- lögum sérstakur styrkur til þessar- ar útgáfu. Vilhjálmur Þ. Gíslason hefur gert áætlun um, hversu rit- safn þetta yrði stórt. Gerir hann ráð fyrir, að það yrði a. m. k. 12 bindi 30 arka í stóru broti. Bréf og ritgeröir Stephans G. Stephanssonar. Þjóðvinafélagið gaf út II. bindi þessa ritsafns árið 1942. Síðan hefur orðið hlé á útgáfunni, vegna þess að ekki þótti ráðlegt að flytja handritin frá Vesturheimi á styrjaldarárunum. Nú eru nýlega hins vegar komin handrit þau, er vantaði. Er því ráðgert að gefa út framhaldsbindi á næsta ári, en alls mun verk þetta verða 4 bindi. Þor- kell Jóhannesson prófessor býr verk þetta til prentunar. Saga íslendinga. Á fundi útgáfu- stjórnarinnar þann 20. júní 1941 var samþykkt að fela Árna Páls- syni, fyrrv. prófessor, Barða Guð- muncRjsyni jijóðskjalaverði og Þor- keli Jóliannessyni prófessor að hafa á hendi ritstjórn og umsjón með útgáfu Islendinga sögunnar. Skipting efnisins í bindi hefur verið ákveðin í höfuðdráttum sem hér segir: L.bindi nær frám til ca 1100. II. bindi nær frá 1100—1204. III. bindi nær frá 1264—1500. IV. bindi nær l'rá 1500—1600. V. bindi nær frá 1600—1700. VI. bindi nær frá 1700 —1770. VII. bindi nær frá 1770— 1830. VIII. bindi nær frá 1830— 1874. IX. bindi nær frá 1874—1903. X. bindi nær frá 1903—1918. L f S I N G 1 S L Alý D S . Á fundi útgáfustjórnarinnar þann 16. september voru þeir Jóliannes Áskelsson jaröfræðingur, Pálmi Hannesson rektor og Valtýr Ste- fánsson ritstjóri kosnir í nefnd til að gera tillögur um útgáfu og efn- isskipún Islandslýsingar. Á s. I. ári var svo SteindórStein- dórsson menntaskólakennari ráð- inn ritstjóri alls ritverksins. Áætlun hefur nú verið gerð um efni þess í stórum dráttum. Gert er ráð fyrir, að það verði alls 10 bindi, 450—500 bls. hvert í nokkru stærra broti en Saga íslendinga. Efnisskipun verður í megindrátt- um sem liér segir: I. bindi: Almenn landslýsing. II. bindi: Myndun Islands og æfi. III. bindi: Þjóðarhættir 1. IV. bindi: Þjóðarhættir 2. V. bindi: Suðvest- urland (Gullbringu- og Kjósar- sýsla. Borgarfjarðarhérað). VI. bindi: Norðvesturland (Snæfells- nes, Dalir og Vestfirðir). VII. bindi: Norðurland (frá Hrútafirði að Langanesströndum). VIII. bindi: Austurland (frá Langanesströndum að Eystra Horni). IX. bindi: Suð- urland (frá Eystra Horni að Reykjanesfjallgarði). X. bindi: Há- lendið og regístur). Þegar liafa verið ráðnir menn til að skrifa fyrsta bindið og er gerl ráð fyrir, að handritið að því verði tilbúið í ársbyrjun 1947. --------O--------- Jóharines Kjarval listmálari varð sextugur 15. þ. m. Forseti Alþýðusambands Veslfjar'öa liefur orðzð. 1 Skutli birtast stundum fréttir frá Verkalýðsfélögunum undir fyr- irsögninni „Verkalýðsmál“. 1 séinasta blaði var þar eftirfar- andi klausa: „Kommúnistar í stjórn Alþýðu- sambands Islands skrifa nú öllum verkalýðsfélöguin á landinu og kréfjast þess að fá sendar allar meðlimaskrár verkalýðsfélaganna. Sýnist Skutli óþarft, að félögin hlýði þessu, þar sem hér er sýni- lega verið að búa til spjaldskrá yfir verkalýðinn í landinu til af- nota fyrir kommúnista í næstu bæjarstjórnarkosningum í janúar í vetur og alþingiskosningarnar á næsta ári“. Löngun til skemmdarstarfa. Það er ekki auðvelt að greina, hvort meira ber á löngun til skemmdarstarfa éða aulaskap í þessum orðum ritstjóra Skutuls. Að því er liann segir er stjórn Alþýðu- sambands Islands nú að leitast við að semja spjaldskrá yfir allt fé- lagsbundið verkafólk á landinu. Verk, sem fyrir löngu hefði átt að vera búið að vinna. Sambands- stjórnin snýr sér til verkalýðsfé- laganna og óskar að fá meðlima- skrár þeirra, svo að hægt sé að semja þessa spjaldskrá. Forseti Aljjýðusambands Vest- fjarða og varaformaður verkalýðs- félagsins Baldurs, sem bæði eru í Alþýðusambandinu, rlkur þá til og segir í blaði sínu að sér „sýnist óþarft, aS félögin hlýöi þessu. Hvet- Isafirði, 14. okt. 1945. Herra ritstjóri. Bið yður gjöra svo vcl að birta eftirfarandi orðsendingu i heiðruðu blaði yðar. Orðsending. Satt er það sem sagt var hér í blaðinu um daginn, að lítið fer fyrir því að bæjarmálin okkar séu rædd í blöðunum á Isafirði. Við erum líka svo illa settir, Isfirðingar, að eiga engann Víkverja, Hannes á Horninu, eða Örvar-Odd, sem við getum rabbað við, og kvartað fyrir, um jTtiislegt sem aflaga fer, en úr væri hægt að bæta. Viðvílejandi vatnsleysinu í bænum, bað ég „Baldur“ fyrir stutta fyrirspurn hér á dögun- um. Ritstjórinn vísaði henni til hinna „réttu aðila“, og kann ég honum þakkir fyrir það. Hinir réttu aðilar hafa þó eklci látið svo lítið, að svara þessari fyrirspurn, að neinu leiti. Af hverju. ER það af kæruleysi ? Er þetta viðeigandi kurteisi? Eða getur það verið, að þeir góðu menn séu svo langt leidd- ir og aðframkomnir af vatns- leysinu, að þeir geti ekki kom- ið upp einu orði? Ég hefði gjarnan viljað dreypa ögn á þá, en er ekki aflögufær með vatnið, því. kraninn er tómur í dag. En annaðhvort er það, — að einliver árans þurrkur er i ur þau beinlínis til þess að verða ekki við tilmælum sambandsstjórn- ar. Þetta er greinileg tilraun til skemmdarstarfs innan Alþýðusam- bandsins. En svo brýzt aulaskapurinn út eins og gal úr grobbnum hana. Ritstjórinn kemst að þeirri vitur- legu! niðurstöðu að kommúnistar séu að búa til spjaldskrá yfir verkalýðinn í landinu til þess að nota við næstu bæjarstjórnarkosn- ingar og alþingiskosningarnar í vor! — Það má nærri geta hvort það er ekki þýðingarmikið fyrir kommana í Reykjavík í kosningun- um í vetur, ef Alþýðusambands- stjórnin væri þá t. d. búin að fá meðlimaskrá verkalýðsfélagsins í Bolungarvík eða Súðavík. Og hugs- um okkur kosningaúrslitin hérna á Isafirði ef skrá yfir þá, sem eru í Baldri, væri komin suður. Líklega væru atkvæði jieirra allra þá gjör- samlega töpuð krötunum. Þessi aulaskapur er svo augljós að ekki er hægt annað en að hlæja að honum. En það er annað, sem er alvarlegt í þessu m'áli. I fyrsta lagi sú skemmdarstarfslöngun, sem þarna kemur fram og áður hefur verið bent á, og í öðru lagi sú ógnar- hræðsla, sem virðist hafa gripið ritstjóra Skutuls, og það svona löngu fyrir kosningar. Guð lijálpi aumingja manninum, þegar kosn- ingabaráttan byrjar fyrir alvöru. Þá verður það víst gáfulegt sem frá honum kemur. aðilunum réttu, eða manni verður á að láta sér detta í hug, hvort þeim hafi orðið eitthvað bumbult af vatns- grugginu sem við höfðum fyr- ir „traktement“ þann 29. sept. síðastliðinn, á henni Mikkaels-- messu, þegar urgurinn kom i Krókslækinn og aðra læki i hlíðinni hérna fyrir ofan bæ- inn. Leiðinlegt, ef svo væri. En ég er að vona, að þeir hafi ekki alveg „hrokkið upp af klakknum“, að þá hafi ekk- ert sakað, að þeir verði brátt málliressir, hefjist handa í orði og verki, og veiti okkur meira vatn. Bæjarbúi. ¥ BALDUR vill í tilefni þessa bréfs og ísafjarðarbréfs- ins í síðasta blaði, benda höf- undum þeirra og öðrum á að hann tekur fúslega til birting-s ar, og væri þökk á að fá greinar, fyrirspurnir og um- kvartanir frá hverjum sem þær koma. En hann þarf að vita nafn höfunda, enda þótt þeir vilji ekki láta þess getið undir ritsmíðum sínum, og auðvitað ræður hann hvort hann birtir það, sem honum er sent eða ekki. Blaðið vill gjarnan komast í sem nánust tengsl við lesendur sína. á þennan hátt og gefa þeim kost á að ræða í dálkum sínum allt það, sem þeim þykir á- bótavant hér í bænum, eða livaða annað málefni sem er.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.