Baldur


Baldur - 19.10.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 19.10.1945, Blaðsíða 3
B A L D U R 119 ooooooooo<xxxx>o000000<x0>0<xcx>00000000( öllum þeim mörgu, körlum og konum, sem á margvíslengan hátt sýndu mér sóma og vinarhug á iertugsafmæli mínu, þakka ég hjartanlega. Sérstaklega vil ég þakka hr. Eyjólfi Jónssyni, gjaldkera, fyrir rausnarlega gjöf. Heill og ham- ingja fylgi ykkur öllum, vinir mínir. Jóhann S. H. Guðmundsson, X rdSsmaSur Sjúkrahúss ísafjarftar. c>o<> <><><; <><><><><><><>oooc>ooooooooooooooooooo B A L D U R (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, Isafirði, Pósthólf 124 Útvarpsumræður um ijárlagafrumvarpið. I útvarpsumræðum frá Al- þingi um frumvarp til f járlaga fyrir árið 1946, sem fram fóru 16. þ. m., mun áreiðanlega hafa vakið mesta athygli hversu yf- irborðskennd og aum stjórnar- andstaða Framsóknarflokks- ins er i raun og veru og live herfilega útreið flokkurinn fékk í þessum umræðum. Af hálfu framsóknarmanna talaði þarna Eysteinn Jónsson. Elcki skorti stór orð og mikinn glymjanda í ræðu hans. Réðist hann á fjárlagafrumvarpið og taldi því allt til foráttu, bæði það, að það væri útgjalda- hæsta fj árlagafrumvarp, sem samið hefur verið og fyrir það að útgjöldin væru áætluð allt of lág!! Kom þar greinilega fram sú ájkunna krafa fram- sóknarmanna að fullnægja tveimur andstæðum á einu bretti, samanber skammir þeirra um verðlagsnefnd land- búnaðarvara, fyrir að ákveða afurðaverðið of lágt fyrir bændur en of hátt fyrir neyt- endur!! Annars kom það greinilega fram í þessari ræðu að fram- sóknárforingjarnir eru nú þeg- ar með mikinn kosningaglímu- skjálfta, því að hún var að öllu leyti eldheit áskorun til landsmanna að miskuna sig yf- ir Framsóknarfíokkinn og kjósa hann við næstu kosning- ar. Af hálfu stj órnarinnar töl- uðu auk fjármálaráðherra, þeir Emíl Jónsson, ráðherra, og Þóroddur Guðmundsson. 1 ræðu sinni hrakti Emil svo að segja hvert atriði, sem Ey- steinn hafði sagt í sinni ræðu, benti á tvískinnungsháttinn, sem þar kæmi fram, og sýndi fram á að ræðumaður hafði beinlínis farið með blekking- ar og fölsun í tilvitnunum sín- um í frumvarpið. Þóroddur Guðmundsson fletti svo rækilega ofan af allri skemmdastarfsemi Framsókn- arflokksins í íslenzkum þjóð- málum að með réttu mátti segja að flokkurinn stæði ber- strípaður eftir. Meðal annars skýrði hann frá því hvernig flokkurinn hef- ur notað aðstöðu sína innan kaupfélaganna og S. I. S. sér til pólitísks framdráttar, rakti framkomu flokksins og árásir á Fiskimálanefnd, sérstaklega í sambandi við leigu færeysku -skipanna, hvernig flokkurinn Nýtt blað. Otsýn heitir nýtt blað, sem fyrir nokkru siðan hóf göngu sína í Reykjavík. Ritstjóri blaðsins er Firtnbogi Rútur Valdimarsson, fyrv. ritstjóri Alþýðublaðsins, en með hon- um standa að útgáfunni Jón Blöndal hagfræðingur, sá sem skrifar Stjómmálaþréf frá Reykjavílc í Skutul og fleiri óánægðir Alþýðuflokksmenn. I tilkynningu mn útgáfu blaðsins, sem lesin var í Ot- varpið, var sagt að það væri óháð fréttablað en mundi þó ekki láta stjórnmál með öllu afskipta laus. Sannleikurinn mun líka vera sá, að útgefendur, sem eru að mestu leyti Alþýðu- flokksmenn, ætli í gegnum þetta blað að láta hrjótast út óánægju sína og gremju yfir þeirri siðspillingu, sem nú gref- ur svo ákaft um sig innan for- ingjaliðs Alþýðuflokksins og náð hefur hápunkti í hneyksli Stefáns Jóhanns, foi’manns flokksins. Eftir þessu hlutverki blaðsins hefði verið miklu meira sannnefni, að það hefði heitið Otbrot en ekki Otsýn, vegna þess líka að búast má við að það sjái ekki ýkja langt út fyrir hlaðvarpa Alþýðu- flokksforingjanna og þurfi að hafa sig allt við, ef það ætlar að róta í öllum óþrifunum, sem þar eru. var í upphafi hvetjandi þess að þessi skip yrðu leigð og rík- issjóður borgaði hallann, sem kynni að verða ú rekstri þeirra, hvernig flokkurinn síð- an reyndi að gera allt til þess að skipin töpuðu, pantaði þaji til ýmsra staða úti um land, þar sem jafnvel engan fisk var að fá, og rak, í fáum orðum sagt, hina herfilegustu skemmdar- starfsemi. Að lokum rakti hann af- skipti Framsóknarflokksins i kaupfélagsmálunum á Siglu- firði og upplýsti þá meðal ann- ars,- að það var framsóknar- maður, sem stjórnaði þeirri búð félagsins, sem hin marg- umtalaða vörurímun varð í og að framkvæmdarstjóri kaup- félagsins þá var einnig fram- sóknannaður. Sama var að segja um gróðurhúsið á Gils- laug, þar var forstjórinn líka framsóknarmaður. En bæði þessi mál hafa, sem kunnugt- er, verið notuð til hatrammra árása á sósialista. Að þessu sinni er ekki hægt að greina frá fjárlagafrum- varpinu eins og það hefur ver- ið lagt fyrir. En geta má þess að í því er gert ráð fyrir stór- auknum framlögum til verk- legra framkvæmda og skóla- mála. -------0------- Ástmar Benediktsson, Sundstræti 11, hér í bænum átti sjötugsafmæli 17. þ. m. Stýrimannaskólinn og vél- stjóraskólinn í Reykjavík voru settir í hinum nýju og glæsilegu liúsakynnum sinum 13. þ. m. Fór/ setning þeirra fram með mikilli viðhöfn og hátíða- hrag. Forseti Islands, Sveinn Björnsson, ríkisstjórn og fjöldi annara gesta voru viðstaddir. Ræður fluttu Friðrik Ölafsson, skólastjóri, Emil Jónsson, sam- göngumálaráðherra, Bjarni Benediktsson, horgarstjóri, Kjartan Thors, fulltrúi útgerð- armanna, Ásgeir Sigurðsson, fulltrúi Farmanna- og fiski- mannasamhands Islands og Sigurjón Ólafsson, formaður Sjómannafél. Reykjavíluir. Eins og kunnugt er, er nýji stýrimannaskólinn stór og glæsileg hygging. Árið 1911 veitji Alþingi samþykki til ríf- legra fjárframlaga til skólans og Ölafur Tliors, sem þá var forsætisráðherra, skipaði hús- byggingarnefnd og byrjað var að grafa fyrir- grunni hans í nóvember 1942. Lokið var að steypa skólann vorið 1944 og þá lagði forseti Islands liorn- stein hans. Nú eru í skólanum tilbúnar 18 kennslustofur og stýri- mannaskólinn, vélstj óraskól- inn, loftskeytaskólinn, Veður- stofan og Gagnfræðaskóli Reykjavíkur eru þar til liúsa, en margt er enn ógert. — Hundrað og tuttugu nemendur verða í stýrimannaskólanum í vetur, en vélstjóraskólinn hef- ur á þessu ári útskrifað alls 264 vélstjóra. -------0------ Bærinn og nágrennið. Silf urbrúðkaup. áttu þau hjónin Guðrún Kristj ánsdóttir og Hannes Halldórsson 17. þ. m. Guðmundur Pálsson frá Oddsflöt, ritari Sjó- mannafélags Isfirðinga, varð fimmtugur 8. þ. m. Sjómannanámskeiðið. I síðasta blaði var sagt að námskeið í siglingafræði, sem hér stendur nú yfir,.véitti rétt- indi til skipstjórnar á 75 tonna skipum, þetta er ekki rétt, námskeiðið er aðeins fyr- ir fyrrihluta náms í Stýri- mannaskólanum og getur alls ekki útskrifað skipstjóra.' Nokkra sjómenn og land- menn vantar strax á línu- veiðar á m/b. Hjördísi, Is. 70. Talið við Sigurvin Júlíusson, Ásbyrgi, ísafirði. Lokunartími sölubúða. Kaupmenn og verzlunarfólk hér í hænum hafa sent bæjar- stjórn erindi um að reglugerð um lokunartíma sölubúða verði breytt þannig, að búðum verði lokað kl. 4 e. h. á laug- ardögum yfir þann tima árs- ins, sem ekki er lokað ld. 12 á hádegi. Undanþegnir séu þó tveir síðustu laugardagar fyrir jól, en þá sé lokað kl. 6. Bæjarstjórn liefur samþykkt að verða við þessum tilmælum. Gagnf ræðaskólinn var settur í Templarahúsinu 18. þ. m. 1 upphafi skólasetningar- ræðu sinnar minntist skóla- stjóri þess, að í dag hefði verið borinn til grafar einn af göml- um nemendum skólans, Flosi Þórarinsson, og einnig væri ný- lega látinn á Vífilsstöðum Jón Jónsson skáld frá Ljárslcógum, sem verið hefði kennari hér við skólann hluta úr vetri. Bað hann þá, sem viðstaddir voru, að minnast hins látna nem- anda og kennara með því að rísa úr sætum sínum, og var það gert. Að öðru leyti fjallaði ræða skólastjórans aðallega um þær breytingar, sem nú eru fyrir- hugaðar i fræðslumálum mcð setningu nýrra fræðslulaga, og livernig breyta verður tilhögun í skólanum af þeim sökum. En aðalbreytingin, sem gerð verður í vetur, er sú, að nem- endur 3. bekkjar eiga í vor kost á að þreyta svonefnt landspróf, er veitir inngöngu í 3. bekk menntaskólanna og kennaraskólann, og verður því að haga námi þeirra í sam- ræmi við þær kröfur, sem til þess eru gerðar. Nemendur skólans verða að þessu sinni um 140, og öllum bekkjum hans verður tvískipt. 1 tilefni af skólasetningunni barst skólanum heillaskeyti frá Þóroddi Guðmundssyni, skóla- stjóra í Reykjanesi. Prentstofan Isrún h.f.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.