Baldur


Baldur - 19.10.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 19.10.1945, Blaðsíða 4
120 B A L D U R Tilkynning Frá Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða. I. Verð á söltuðu dilka- og geldfj árkj öti I. og II. gæðaflokks, hefir verið ákveðið sem hér segir: A. Heildsöluverð til smásala: kr. 825,00 hver 100 kg. tunna. . B. Heildsöluverð til annarra en smásala: kr. 850,00 hver 100 kg. tunna. C. Smásöluverð kr. t>,85 hvert kíló. II. Verð á söltuðu ærkjöti, Æ I, hefir verið ákveðið: A. Heildsöluverð til smásala: kr. 500,00 hver 100 kg. tunna. B. Heildsöluverð til annarra en smásala: kr. 525,00 hver 100 kg. tunna. Verðjöfnunarsjóður greiðir sláturleyfishöfum kr. 1,27 á hvert kíló saltaðs dilka- og geldfjárkjöts og kr. 1,20 á hvert kíló saltaðs ærkjöts, sem selt er innanlands. Reykjavík, 6. október 1945. Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða, Brunabótagjöld af fasteignum og lausafé til Brunahótafélags Islands, féllu í gjalddaga 15. þ. m. Gjöldin óskast greidd sem fyrst. Gjöldunum veiti ég móttöku daglega kl. 5—7. oooooooooooooooooooooooooooooooooooo Hjartans þakkir til allra þeirra sem auðsýndu mér vinarhug með gjöfum og skeytum á sjötíu ára afmæli mínu. Kristín Halldórsdóttir, Hrannargötu 8, Isafirði. Framkvæmdarstjórastaðan við h. f. Djúpbátinn, Isafirði, er laus til umsóknar. Umsóknum sé skilað fyrir 1. nóvember n. k. í skrif- stofu félagsins, Hafnarstræti 14. ísafirði, 15. október 1945. STJÖRNIN. Anglýsing um lögtak. Síðasti gjalddagi á útsvörum til bæjarsjóðs Isa- fjarðar 1945 var 1. þ. m. Hafa nú öll ógreidd út- svör, ásamt dráttarvöxtum, verið úrskurðuð til lög- taks, og verður byrjað að framkvæma lögtökin án frekari aðvörunar, þegar átta dagar eru liðnir frá birtingu þessarar auglýsingar. Einnig hefir verið úrskurðað lögtak á ógreiddum fasteignaskatti, vatnsskatti og lóðaleigum fyrir árið 1945, og verða gjöld þessi einnig innheimt með lög- taki, þegar átta dagar eru liðnir frá birtingu úr- skurðarins. Gjaldendur, sem enn eiga ógreidd útsvör og fast- eignagjöld til bæjarsjóðs, eru góðfúslega áminntir um að greiða gjöld sín til bæjargjaldkera, áður en um- ræddur frestur er á enda, svo komist verði hjá lög- taksinnheimtu. Isafirði, 12. október 1945. . , / Einar O. Kristjánsson, Brunngötu 16. Skrifstofa bæjarstjóra. TAMANGO. 22 kominn til þess að hefja uppreisnina. Þá lýsti hann því afdráttar laust yfir, að hver sá, sem ekki fylgdi sér að mál- um, mundi verða djöflinum að bráð. Þessar viðræður fóru fram á mál- lýzku, sem flestir þrælanna skildu en túlkurinn ekki. Svo djúptækur var ótti þrælanna við Tamango, og svo vanir voru þeir að hlýða honum skilyrðislaust, að þeir báðu hann að ákveða daginn, er uppreisnin skyldi gerð, löngu áður en undirbúning- inum var lokið. En Tamango sagði þeim, að andinn, sem birtist sér, hefði enn ekki gefið sér merki, þeir yrðu því að bíða átekta, en vera viðbúnir hve nær sem merkið kæmi. Á meðan þessu fór fram, hafði Tam- ango vakandi auga á árvekni skipshafn- arinnar. Dag nokkurh sá liann einn há- setann standa við öldustokkinn og virða fyrir sér hóp af flugfiskum, sem fylgdu skipinu eftir. Tamango tók riffil hans, er hann hafði látið frá sér, og handlék liann líkt og hann hafði séð hásetann gera. Riffillinn var óðara tekinn af hon- um, en hann hafði nú séð, að hann gat 23 snert á vopni, án þess að það vekti nokk- urn grun. Morgun nokkum kastaði Ayche til hans kexi og gaf honum jafn- framt merki, sem hann skildi. Inni i kexpakkanum var falin lítil þjöl. Undir þessu verkfæri var það komið, hvort uppreisnin heppnaðist eða ekki. Taman- go gætti þess vandlega að láta ekki þræl- ana vita um þjölina. Næstu nótt heyrðu þrælarnir að Tamango muldraði eitt- hvað óskiljanlegt fyrir munni sér. Smátt og smátt varð hann háværari, unz engu var líkara en að hann væri í áköfum samræðum við einhverja ósýnilega veru. Þegar þrælarnir heyrðu þetta urðu þeir skelfingu losnir. Töldu þeir nú víst, að illir andar væru mitt á meðal þeirra. Tamango reis þá á fætur og sagði: —' Félagar, hinn ósýnilegi andi, sem á hverri nóttu hefur talað við mig hefur nú loksins uppfyllt loforð sitt. Ég hef nú í hendi töfralykilinn, sem mun færa okkur öllum frelsi. — Síðan sýndi hann þeim þjölina, en fáir þeirra skildu hve þýðingarmikil hún var. Eftir margra daga undirbúning rann 24 að lokum upp sá dagur, er færa skyldi þrælunum frelsi. , Tamallgo hafði látið þrælana sverja sér hollustueið og lofa þvi að vikja ekki af hóhni, hvað sem fyrir kynni að koma. Bins og áður er sagt, fóru þrælarnir í smá hópum upp á þiljur á hverjum degi. Sá hópurinn, sem fór með Tam- ango ótti að hafa forustuna. Þeir, sem sterkastir voru, höfðu fengið fyrirskip- anir um að ráðast á varðmenhina, hinir áttu að gera árás á ljdtinguna, taka skipstjórann höndum og ná á sitt vald vopnabirgðum skipsins, sem þar voru geymdar. Þrátt fyrir margra daga erfiði, hafði aðeins fáeinum þrælanna tekist að sverfa af sér hlekkina. Þrír þeirra, sem sterkastir voru, höfðu feng- ið það hlutverk að handtaka þann há- seta, sem geymdi lyklana að hlekkjum þrælanna, og áttu þeir siðan að leysa fé- laga sína. Þennan dag var Ledoux í óvenjulega góðu skapi. Hann hrósaði skipshöfninni fyrir ágæta frammistöðu og lofaði henni hlutdeild í hagnaðinum af ferðinni, þegar til Martinique kæmi, en þangað áttu þeir skammt ófarið. Sjó-

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.