Baldur


Baldur - 27.10.1945, Qupperneq 2

Baldur - 27.10.1945, Qupperneq 2
122 B A L JJ U R I Skammtad úr skrínunni* voru félágsmenn orðnir 165. Félagið hóf þegar haráttu fyrir bœttum kjörum sjó- manna. 1 fyrstu voru kröfur þess mjög vægar, en þrátt fyrir það mættu þær harðri mótspyrnu atvinnurekenda, sem sennilega hafa séð að þarna var vísir öflugra sam- taka, sem fyr eða síðar gætu orðið þeim ofjarl, ef ekki tæk- ist að kæfa hann í tíma. Vorið 1916 náðu deilurnar við útgerðarmenn hámarki sínu með hásetaverkfallinu nafnfræga. Var það fyrsta verkfallið liér á landi, sem eitthvað kvað að, og stóð í hálfan mánuð. Sjómenn töp- uðu í þessari viðureign, þ. e. a. s. þeir náðu ekki kröfum sinum fram í veigamestu atrið- unum. En verkfallið sýndi að þrautsegja þeirra og samtaka- vilji var langt um meiri en hú- ist var við af svo ungu félagi. Af því leiddi, að- þeir fundu hver styrkur lá í samtökum þeirra og hlutu því að leggja allt kapp á að efla þau sem mest. Hér er ekki tækifæi’i til að lýsa þessu verkfalli, en það má með réttu kallast eldskýrn Sjó- mannafélagsins. Síðan hefur Sjómannafélag Reykjavíkur oft liáð harðar og langvinnar deilur við útgerð- armenn, hætt kjör sjómanna á margvíslegan hátt'og haft af- skipti af ýmsum almennum nytjamálum. Það tók þátt i stofnun Alþýðusambands Is- lands 1916. Formaður Sjómannafélags Reykjavíkur er nú Sigurjón Ólafsson og hefur hann verið það siðan 1918. Ekki er hægt: að minnast Sjómannafélags Reýkjavíkur, án þess að geta fyrirrennara þess, — Bárufélaganna — svo- nefndu. Hið fyrsta þessara fé- laga, Sjómannafélagið Báran i Reykjavík, var stofnað 14. nóvember 1894. Hvatamenn að stofnuninni voru þeir Otto N. Þorláksson og Geir Sigurðsson, báðir nemendur á Stýrrimanna- skólanum. Síðan voru félög stofnuð í Hafnarfirði, á Akra- nesi, Eyrarhakka, Stokkseyri og í Garði. Félög þessi voru að vísu veik, því skilningur á þýð- ingu og mætti samtakanna var þá ekki mikill, en þrátt fyrir það tókst þeim þó að standa í ístaðinu gegn árásum útgerðar- manna á kjör háseta, og eitt er víst: Þau voru brautryðjendur þeirra verkalýðssamtaka, er síðar risu upp og margir af þeim, sem þátt tóku í Bárufé- lögunum, urðu síðar áhrifa- menn í samtökum alþýðunnar, eins og t. d. Otto N. Þorláksson, er var kosinn fyrsti forseti Al- þýðusambands Islands, og ýmsir fleiri. -------0.....- Bækur og blöð Sjómannablaðið Víkingur, októberblað þessa árs, er ný- komið út. Af efni blaðsins má nefna: Ásgeir Sigurðsson: . Minnis- blað. Sigurður Einarsson: Kveðið til gamallar sjómanns- ekkju. Haraldur Böðvarsson: Viðhorf dagsins frá sjónarmiði útgerðarmanns. Hallgrímur Jónsson: Magnet tengsli fyrir mótorskip. Grein um Land- samhand íslenzkra útvegs- manna. Lítið til fuglanna i loftinu. Sigurður Þorsteinsson: Jón frá Hliðarenda. Minning- argrein um Þorvald Magnús- son fimmtugan ásamt afmælis- kvæði Guðmundar Geirdals, sem Baldur birti í sumar. Jón Dúason: Réttur Islands til Grænlands. Konráð Gíslason: Vistarverur sjómanna. Aulc þess tvær smásögur, Á frívalct- inni o. m. fl. Margar myndir eru í blaðinu og allur frágang- ur eins og venjulega mjög vandaður. Allir sjómenn þurfa að kaupa og lesa Víking. Tvær mjjar bækur frú Isrún. Prentstofan Isrún li. f. liefur nýlega gefið út tvær bækur: Síðasta nóttin eftir Storm Jameson, Birgir Finnsson og Guðmundur G. Hagalín þýddu, og Trú og skylda. Minningar um Kaj Munk, séra Jónmundur Halldórsson og Sigurður Grímsson þýddu. Beggja þess- ara hóka verður nánar getið siðar. 0------ Spyp sá9 sem ekki veit. Allir skulu hafa atvinnu við sitt hæli, sagði Finnur Jónsson í sumar á fundi í Alþýðuhús- inu. En livað skeður? Þegar ég í sumar sótti um vélgæzlu-stöðuna við Rafveitu Isafjarðar*vegna þess að sam- kvæmt læknisráði er mér bannað að vinna áfram þá vinnu, er ég áður hef unnið; en áður en ég veiktist stund- aði ég vélagæzlu á skipum. Ég hef nú verið atvinnulaus, vegna veikinda, á annað ár og hef enga aðstöðu til að útvega mér atvinnu við mitt hæfi. Ég hugsa því, að margir séu mér sannnála um það, að meiri- hluti rafveitustjórnar hefði vel getað hrugðið vana sinum í þessu tilfelli, farið eftir stárfs- hæfni og veitt mér þessa stöðu, því varla er hægt að lu'iast við því, að maður, sem verið hefir við'vélar i 10 ár, sé ekki þessu starfi betur vaxinn, hehlur en niaður, sem stundað hefur eldavél í nokkur ár og senni- lega skósaumavél um ein- Óstaðfcst frétt 1 næst síðasta skammti úr skrín- unni var sagt frá orðrómi um harða rimmu, sem orðið hefði á einuin voldugum fundi, er Alþýðu- flokkurinn var þá nýlega búinn að halda í Reykjavík. 1 þessari frá- sögn var þessi fundur nefndur „miðstjórnarfundur“ Alþýðuflokks- ins“, getið máfefnis þess, er sögu- sagnir liermdu að verið hefðu aðal ófriðarefnið, en það var þálttaka formanns Alþýðuflokksins, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, í sænsk-ís- lenzka samningnym og Sölumið- stöð sænskra frambjóðenda. Enn- fremur var þar getið sögusagna um að skorað liefði verið á Stefán Jó- hann að segja af sér formennsku í flokknum, sagt liverjir hefðu kom- ið fram með þá áskorun og veist að Stefáni, og. hverjir hefðu varið hann, var ritstjóri Skutuls nefnd- ur í flokki þeirra síðar nefndu. Þessi frétt var auðvitað algerlega óstaðfest og ekkert um það sagt, livorl liún væri rétt eða röng. Múli<5 upplýsist. Nú hefur Skutull gefið nokkrar mikilsverðar upplýsingar í þessu máli og sannað þar með að hörð rimma hefur orðið á þessum fundi út af sænskríslenzka samningnum og Sölumiðstöð sænski’a framleið- enda. Aftur á móti leiðréttir hann ýmsar missagnir í sambandi við þennan orðróm. Af eðlilegum ástæðum er rit- stjóri Skutuls sár yfir missögnun- um af þessum merkilega fundi, sér- staklega hefur það komið við hjartarætur lians, að fundurinn var rangnefndur miðstjórnar-fundur, en þetta var flokksstjórnarfundur og setinn af hvorki meira né minna en fjörutíu mönnum, og er ekki nema von að manninum sárni slík fáfræði og dæmalaust virðingar- leysi fyrir jafn virðulegri sam- komu. Þá er ritstjórinn ekki síður sár yfir því, að lians var getið sem mikillar hetju á fundinum, en hann segist hafa verið liér vestur á Lang- eyri í Álftafirði, þegar umræður stóðu um þessi mál. Er vel skiljanlegt að manni, eins og ritstjóra Skutuls, sem hvergi vill trana sér fram eða hrósa sér af verkuin sínum, þyki leiðinlegt að sín sé getið við afreksverk, sem hann hefur aldrei komið nærri. Eða kannske liann sé svona sár yfir því, að fá ekki tækifæri til að verja for- ingja sinn, þegar á liann var ráð- ist, og hann þurfti sannarlega varnar við? Þá upplýsir ritstjóri Skutuls, að sá orðrómur sé rangur, að á fund- inum liafi verið skorað á Stefán. Jóhann að segja af sér formennsku og að þeir Jón Axel Pétursson og Barði Guðmundssoh, sem nefndir voru í sambandi við þá áskorun, hafi, annar ekki mætt þar, en hinn að vísu komið, en setið þegjandi allan tímann, svona líkt og lamb, sem -á að fara að leiða iit til slátr- unar. IlafSi þá enginn þeirra almenna velsæmislilfinningii? Ekki er ástæða til að rengja þessa hvern tíma. En svona fór nú samt. Þessi maður fékk vél- gæzlustöðuna við Rafveitu Isa- fjarðar, en mér hefur ekki einu sinni verið svarað, sem ekki mátti telja annað en venjulega kurteisi. Er svo þetta að láta alla hafa, atvinnu við sitt hæfi? Stefán Guðmundsson. frásögn ritstjóra Skutuls, en vissu- lega eru það vonbrigði fyrir þá, sem liéldu að innan flokksstjórnar Alþýðuflokksins finndust þó menn með almenna velsæmistilfinningu, að heyra nú, að. ekki einu ‘ sinni tveir þeirra, sem þar eiga sæti, skyldu reyna að þurka þann smán- arblett af flokknum, sem formaður hans hefur nú sett á hann'. Er bróSir ritstjóra Skutuls í „spyrSubandinu?" En nú vill svo vel til að annað vitni er komið fram í þessu máli, er skýrir það nokkru nánar en rit- stjóri Skutuls gerir. Þetta vitiii er Finnbogi Rútur Valdimarsson, hróðir ritstjóra Skutuls og fyrver- andi ritstjóri Alþýðublaðsins. 1 Útsýn, hlaði, sem hann er á- hyrgðarmaður að, segir svo frá þessum umrædda fundi: „1 fyrstu ræðu sinni ræddi for- maðurinn ýtarlega um þátttöku sína í stofnun hins nýja lieildsölu- fyrirtækis „Sölumiðstöð sænskra framleiðenda“, sem mjög hefur ver- ið um rætt í blöðum undanfarið, og endaði ræðu sina með orðum Marteins Lúthers: „Hér stend ég og gct ekki annaS“. Eftir að ræðum forystumanna flokksins var lokið, snerust svo að segja allar umræður fundarins um þelta eina mál. Álöldu ýmsir fund- armanna þdttlöku formannsins i verzlunarfyrirtæki þessu og töldu, aö hún myndi ska'öa flokkinn stór- um. Aörir vöröu geröir formanns- ins mjög eindregiö og kröföust þess, aö fundurinn lýsti trausti á lionum. Engin tillaga kom þó fram, livorki um traust né vantraust, enda mun liafa veriö tatiö vafa- samt um úrslit slíkrar atlwæöa- greiöslu“. (Allar leturbreytingar gerðar hér.) Þessi frósögn er mjög skýr. Eftir henni hefur ekki mátt á inilli sjá hverjir sterkari væru, meðherjar Stefáns Jóhanns eða mótherjar, þar hefur ef til vill ekki rnunað nema einu atkvæði. Kannske atkvæðinu, sem heið byrjar vestur ó Langeyri? En livort atkvæðagreiðsla liefði farið fram, ef það atkvæði hefði verið mætt, og hverju megin það liefði lent, er leyndarmál, sem rit- stjóri Skutuls getur einn upplýst. Haiin gæti líka skýrt lesendum Skutuls frá því, hverjir það voru, sem vörðu gerðir formannsins mjög eindregið og vildu lýsa trausti á honum og hverjir átöldu liann og vildu flytja á liann vantraust. Sjálf- sagt lætur ritstjórinn flokksmenn sína og lesendur blaðs síns ekki híða Iengi eftir þessum mikils- verðu upplýsingum. Eða kannske hann segi þeim, að hróðir sinn, Finnbogi Rútur, sé nú líka kominn í „spyrðubandið?" --------0------- önnur málshöfðun fyrir- skipuð í heildsalamálunum. Dómsniálaráðuneytið hefur nú fyrirskipað málshöfðun7 gegn heildsölufirmanu G. Helgason & Melsteð h. f. í Reykjavík.. Nemur ólögleg- álagning þessa hlutafélags kr. 158684,27. Málið verður höfðað fyrir brot á verðlagslöggjöfinni og 15. kafla hegningarlaganna. Áður hefur heildsölufirmað O. Johnsen & Kaaber verið kært fyrir brot á sömu lögum. --------O-------

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.