Baldur


Baldur - 27.10.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 27.10.1945, Blaðsíða 3
tí A L L> U R 123 B A L D U R (Yikublað) Árgangur kóstar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, Isafirði, Pósthólf 124 Verkfallið á kaup- skipaflotanum. Það hefur verið merkilega hljótt um verkfall það, sem há- setar og kyndarar á skipum Eimskipafélagsins og Skipaút- gerðar ríkisins standa nú í. Þetta verkfall er þó mjög þ)Tð- ingarmikið, ekki aðeins fvrir deiluaðila heldur alla þjóðina, þvi að verði deilan ekki leyst von bráðar, — og breiðist verk- fallið út, sem vel getur orðið — hljóta afleiðingar að verða þær, að siglingar teppist við Reykjavík og meiri og minni vöruskortur verði víða um land. Fyrir nokkru síðan sendi Eimskipafélag Islands blöðun- um skýrslu um verkfallið og skýrði þar frá því sem á milli bæri. 1 þeirri skýrslu er sagt, að hásetar krefjist allt að kr. 40 553,45 'en kyndarar allt að kr. 41018,11 í árslaun; er í þessari upphæð talin yfir- vinna, áhættuþóknun, orlofsfé og fæði reiknað í kaupi kr. 2700 á ári. Eimskipafélagið kveðst hinsvegar bjóða háset- um allt að kr. 21962,47 og kyndurum kr. 20 365,50 í kaup, og sé tilboðið i aðalatriðum byggt á því, að grunnkaup haldist óbreytt og að 1/10 á- hættuþóknunar, sem greidd hefur verið síðan í sept 1942, standi áfram — fyrst um sinn. Kaupið er reiknað með verð- lagsvísitölu eins og hún var áður en hún hækkaði. Stjórn S j ómannaf élags Reykjavíkur hefur aftur á móti upplýst, að kröfur félags- ins fyrir fullgilda háseta séu (reiknað með sömu verðlags- vísitölu) kr. 15 412,32 í ár's- kaup, eða sem næst 462 krónur í grunnkaup á mánuði, en fyr- ir fyrsta flokks kyndara kr. 17 934,56 á ári. Auk þess verði átta stunda vinnudagur á skip- unum og áhættuþóknunin haldist að nokkru leyti enn um sinn, eða kr. 40,00 á mánuði, þegar siglt er á hættusvæðinu. En allir vita, að hættur af hernaðarvöldum eru alls ekki horfnar á þeim slóðum, sem íslenzk skip sigla. Eins og á þessu sést, eru kröfur þær, sem samtök sj ó- manna segjast gera, langt um lægri en þær kröfur, sem Eim- skipafélagið segir að sjómenn geri, og meira að segja lægri en tilboð þess. Þetta kemur til af því að FLOSI Þann 18. okt var borinn til moldar liér á Isafirði Flosi Þórarin^son, útvarpsvirki. — Hann var tuttugu og tveggja ára. Hann lézt af völdum slysfara 28. sept. s. 1. Ég sé fyrir mér glaðlegan drenghnokka. Hann er þriggja til fjögra ára, rauðhærður og freknóttur, grannur og beina- mjór. Hann er að spila á munnhörpu ... Þannig man ég fyrst eítir Flosa. Ég liorfði á hann stórum augum. Að lík- indum hefi ég lcomið honum mjög skrípilega fyrir sjónir. Hann hætti næstum strax að spila og skellihló: Hvað heit- irðu? ... Nei, ég sagði ekki orð, kom mér ekki að þvi. Hann kunni að spila. Mér fannst það blátt áfrám stórkostlegt. Ég fór heim, — sneri mér til mömmu: — Mannna, þekkirðu litla strákinn, sem kann að spila á munnhörpu? — Hvað ertu nú að segja? — Já, hann á heima í Mj allargötunni, sagði ég. — Nú-já, þú átt við hann, sagði mamma. — Hann heitir Flosi. Ég þagði. Flosi. Þetta nafn hafði ég ekki heyrt áður. Það gladdi mig. Mér fannst strax, að þessi skýrsla Eimskipafélagsins er villandi. Þar er t. d. reiknað með svo og svo mikilli yfir- vinnu, en það er einmitt krafa sjómanna að hún leggist nið- ur, með þvi að taka upp átta stunda vinnudag. Þá er á- hættuþóknunin einnig talin með, en þar sem þar er aðeins um tímabundin hlunnindi að ræða, sem hljóta að falla úr gildi eftir skamman tíma, þá er vitanlega mjög villandi að telja hana með hinum raun- verulegu og varanlegu launum sj ómanna. Að öllu þessu athuguðu verð- ur niðurstaðan sú, að kröfum sjómanna er mjög í hóf stillt. Launakröfur þeirra eru t. d. fyrir neðan meðallags laun fastra starfsmanna í landi, sem bæði vinna hættuminni og léttari störf. Það er vitanlega sjálfsagt að vinnudagur sjó- manna verði átta stundir, þeg- ar hægt er að koma þvi við, og launin auðvitað miðuð við það. Það má því einstakt heita-, að skipaeigendur skuli stöðva skipin út af.þessum kröfum og grípa til þess ráðs að fara með beinar blekkingar, að því er virðist í þeim tilgangi að af- saka framkomu sína. Sýnir það aðeins að þeir vilja sporna gegn því, að sjómenn á kaup- skipaflotanum njóti svipaðra kjara og aðrir launþegar. Það er krafa almennings, að skipaeigendum verði ekki lát- ið haldast slíkt uppi og þessi deila verði tafarlaust leyst. drengur lilyti að vera allt öðru- vísi en aðrir strákar... Ég hafði engin pefsónuleg kynni af Flosa -— fyr en nokkr- um árum eftir að ég heyrði hann leika á munnhörpu. Þá lék hann fyrir mig á fiðlu ... Við urðum vinir. Ég hafði gert mér í hugar- lund, að Flosi legði sig allan fram við fiðluna, en ég komst samt brátt á snoðir um ann- að: Flosi hafði komið sér upp vísi að steina- og jurtasafni, og þessi söfn hafði hann flokk- að af mikilli kostgæfni. Hann var gæddur frjórri tæknigáfu; smíðaði ýmis konar leikföng, sem flest voru á hjólum og gengu fyrir fjöður, gufu eða rafmagni. Fiðlan þagði. Já, Flosi var oftast önnum káfinn við smíðar og tilrauna- starfsemi. Hann var fljótur að átta sig á ólíkum viðfangsefn- um. Þá var hann líka hinn mesti völundur. Og hann var farinn að lesa bækur og tima- rit um tæknifræðileg efni — löngu áður en liann hafði lok- ið námi i harnaskólanum ... Þó var það ekki þetta sér- stæða og margþætta gáfnafar, sem sérstaklega varð til þess, að laða mig að Flo§a, heldur fyrst og fremst persóna hans — lyndiseinkennin: Hann var barn, en þó jafnframt full- orðnari en flestir aðrir unglingar, sem ég hefi kynnzt. Það var bjart í kringum Flosa. Hann kom til dyranna, eins og liann var klæddur; var frjáls- mannlegur, kvikur í hreyfing- um og viðbragðsfljótur. Hann hafði skarpt auga fyrir öllu skoplegu, var yfirleitt síbros- andi, bæði að því, sem hann sá og heyrði, en þó ekki sízt að eigin hugsunum. Hann hló mikið, en alltaf innilega. Hann var viðmótsþýður og skemmti- lega smáglettinn. Hann brá ekki oft út af þessu lagi, en þegar það kom fyrir efaðist ég ekki um að liann væri að brella mig, hafði enda talsvert til míns máls; Flosi var yfir- leitt þotinn upp og lék á alls oddi — fyrr en_ég vissi af. Ég hitti varla svo á Flosa, að hann væri ekki eitthvað að grúska. Hann tók mér samt alltaf eins: — Ja-da, Óskar, ég var ein- mitt að vonast eftir þér... Hann sagði þetta ef til vill ekki bókstaflega satt, nema þá stundum, samt þykist ég vita, að í þessum orðum hans liafi jafnan falist fullkomið sann- leiksígildi. Flosi þekkti ekki iðjuleysi. Oftsinnis lá hann yfir sama viðfangsefninu svo dögum og jafnvel vikum skipti. Þá átti hann, til að segja: — Nú er ég kominn í lag- lega 'klípu. Ég veit ekkert í minn liaus .. . Þannig skopað- ist hann iðulega að sjálfum sér þegar hann var að þreifa sig áfram, greip skrúfjárn eða vírspotta, vann af kappi, eins og allt væri í bezta lagi, þótt hann vissi i rauninni ekki hvernig hann ætti að snúa sér við viðfangsefninu. Oft sagði hann sem svo: — Vertu viss, þetta verður klappað og klárt eftir tvo þrjá daga. Það varð samt yfirleitt ekki klappað og klárt fyr en eftir mun fleiri daga. Flosi varð samt ahlrei á eftir áætlun. Á- stæðan fyrir því var sú, að hann gleymdi jafnan öllum sínum áætlunum — stuttu eft- ir að hann hafði gert þær. Að finna lausn vissrar ráðgátu varð honum aldrei nema hálf gleði, í samanburði við að leita lausnarinnar. Einn dag sýndi Flosi mér bækur og timarit, sem fjölluðu um ratiotækni. Hann var þá ennþá innan við fermingar- aldur. Af sínum venjulega á- huga tók hann að segja mér frá, hvað hann ætlaðist fyrir. Hann var staðráðinn í að byggja sendara og móttöku- tæki. Mér þóttu þetta, stór tíð- indi. Við ræddum málið af kappi, og okkur kom hitt og annað i hug; ákváðum m. a., að stofna til fyi’irtækis,. starf- rækja útvarpsstöð. Það segir sig sjálft, að við Flosi vorum vitaskuld sjálfkjörnir sem for- stjórar þessa fyrirhugaða fyr- irtækis, og byrjuðum við þeg- ar í stað, að skipta með okkur verkum. I sambandi við verka- skiptinguna kom ekki fram svo mikið sem eitt ágreinings- atriði. Gerðum við með okkur svohljóðandi samning: Ég skyldi annast „hið talaða orð“. Engum ræðumanni eða upp- lesara mátti hleypa að hljóð- nemanum, nema ég hefði áður litið yfir handrit hans og úr- skurðað það, sem fullboðlegt útvarpsefni. Flosi skyldi hafa yfirumsjón með öllum tónlist- arflutningi útvarpsins, stjórna vélum stöðvarinnar og kynna dagskrárliðina. Okkur bar að hafa samstarf um öll mál, sem þetta fyrirtæki varðaði... Við gleymdum alveg að skrifa und- ir samninginn, og héldum á- fram að gera samþykktir: Semja skal skrá yfir þá af kunningjum okkar, sem lík- legastir eru til að geta lagt eitthvað af mörkum til út- varpsstarfseminnar. Starfs- mannalið og hlustendur út- varpsins eiga einungis að vera drengir. — Aldurstakmark . . . Það var aldrei tekin nein á- kvörðun um aldurstakmarkið. Stofnun fyrirtækisins fórst einnig alveg fyrir, því miður. Þessi skýjaborg okkar hrundL þó ekki alveg til grunna, fyr en nokkru eftir að Flosi hafði lokið við að smíða tækin . . . Eitt kvöld var móttakaranum komið fyrir heima hjá mér. Á tiltekinni stund átti ég að kveikja á tækinu. Ég gerði

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.