Baldur


Baldur - 07.11.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 07.11.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÓSIALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 7. nóv. 1945 32. tölublað. Tuttugu og átta ára Sovét-lýðveldanna, I dag, 7. nóvember, eru lið- in tuttugu og átta ár frá því er alþýðan í hinu víðlenda rússneslca keisaradæmi braut aí' sér fjötra hinnar grimm- ustu kúgunar og afturhalds, sem þá þekktist í hinum svo- kallaða mentaða heimi, tók sjálf völdin og stofnaði hin sósíalistisku SovétKðveldi. Tuttugu og átta ár eru ekki langur tími i lífi heilla l)jóða, en þessi tími hefur þó áreið- anlega verið viðburðaríkari fyrir þær þjóðir, sem hyggja Sovétlýðveldin, en nokkuð annað tímabil i sögu þeirra. Eftir að þeim með blóðugri* og fórnfrekri baráttu liafði tekist að hrynda af sér erlend- um og inníendum árásarlierj- um hcimsauðvaldsins og tryggja valdaaðstöðu sína, þurfti að byggja allt frá grunni. Ekki í sörnu mynd og áður, heldur á miklu betri og fullkomnari hátt. En alþýða Sovétlýðveldanna vissi, að það var hún sem réði í landi sínu, þessvegna gekk hún til starfs af meiri eldmóði en nokkur dæmi cru til í sögu mannkynsins. Á skömmum tíma tókst henni að koma landi sínu, sem áður hafði staðið öðrum löndum að baki í iðnaði og verklegum fram- kvæmdum, í fremstu röð á þessum sviðum. Á kreppuár- unum, þegar öll auðvaldsríki urðu að draga saman seglin á öllum sviðum atvinnulífsins og almúgi þessara landa lifði við atvinnuleysi og eymd, liélt ii])pbyggingin í Sovétlýðveld- unum áfram risaskrefum — atvinnuleysi þekktist þar ekki. Nú þarf engin áð balda að fólkið, sem byggir Sovétlýð- veldin, sé duglegra og afkasta- meira í raun og veru en fólk af .öðrum þjóðum. Leyndar- dómar hinna miklu afreka þess, liggja í því skipulagi og þeim starfsskilyrðum, sem það hefur skapað sér. Það eru yf- irburðir hins samvirka þjóðfé- lags sósíalismans yfir hið sund- urvirka ])jóðfélag auðvaldsins, scm þar koma svo skýrt í ljós. • En áreiðanlega hafa sovét- bjóðirnar sýnt l)ezt yfirburði þess skipulags, sem þær l)úa við, í nýafstaðinni heims- styrjöld. Hetjudáðir þeirra í þeim bildarleik hafa verið svo almennt viðurkenndir að jafn- vel ekki svörtustu íhaldsblöð liafa vogað sér að bera brigð- ur á þær. Nú er þessum hildarleik lok- ið og uppbyggingin i Sovétlýð- veldunum hafin að nýju. En jafnframt er svo að sjá sem óvinum þeirra linnist þeir hafi hvilt sig nógu lengi. Þeir eru nú komnir á kreik af fullum krafti. — Alþýðublaðið is- lenzka taldi það menningar- legt hlutverk nazismans að ráða niðurlögum kommúnism- ans. Nú virðast óvinir Sovét- lýðveldanna um allan heim vona, að menningarlegt hlut- verk kj arnorkusprengj anna verði, að þurrka þjóðskipiílag Sovétríkj anna út af jörðinni i eitt skipti fyrir öll. Meira að segja hér á Islandi eru óvinir verkalýðsríkisins í austri farn- ir að brölta aftur • (þeir of- stækisfyllstu og heimskustu meðal þeirra tóku sér reyndar aldrei hvíld). Að vísu eru þessir herrar hættir að flytja fréttir um að íbúar Sovétlýðveldanna verði hungurmorða hvað eftir ann- að, allir með tölu, og á presta- morð og kirkj ubrennur er ekki minnst. En í þess stað koma sögur um landagræðgi Rússa, ógnir, sem smáþjóðunum stafi af þeim, og þáð, sem út yfir teluir, í Rússlandi er ekkert lýðræði. Þessir herrar láta sig engu skipta þó að stjórnarskrá Sovétlýðveldanna segi bið gagnstæða. Þeir segja bara að hún sé einungis pa])pírsblað, sem ekkert sé farið eftir. (Ætli okkur Islendingum þætti við- unandi ef Rússar hefðu slík ummæli um okkar stjórnar- skrá). Þegar því svo er haldið fram að í Sovétlýðveldunum ríki lýðræði engu síður en hér á íslandi, þó að það vegna ann- ars þjóðfélagsskipulags sé dá- lítið öðruvísi en lýðræðið hjá okkur, að mörgu leyti full- komnara, og fyrirlesari við is- lenzka ríkisútvarpið tekur sér fyrir hendur að skýra fyrir hlustendum þennan mun og af hverju hann stafi, þá er þvi afmæli hátiðlega lýst yfir, að þessi maður hafi brotið svo freklega hlutleysi útvarpsins, að hann sé ekki hæfur til þess að flytja íslenzkum hlustendum yfirlits- erindi um alþjóðaviðburði. Sannleikann þola þessir herrar ekki að heyra. „En dagurinn fer sína leið yfir löndin, hve langt sem hún teygir sig — brúna höndin“. Það hefur ekki minnstu áhrif á vöxt og viðgang Sovétlýð- Orslit kosninganna til danska Þjóðþingsins, sem fram fóru 30. f. m. urðu sem hér segir: Sósíaldemokratar 671664 at- kvæði, 48 þingsæti, tapað 222- 968 atkv, og 18 þingsætum frá kosningunum 1943. Vinstrimenn 480 000 atkv. 38 þingsæti, unnið 103150 atkv. og 10 þingsæti. Ihaldsmenn 373 854 atkv., 26 þingsæti, tapað 82000 atkv. og 5 þingsætum. Kommúnistar 275 142 atkv., 18 þingsæti, unnið 214 290 atkv. og 15 þingsæti síðan í kosning- unum 1939. Tóku ekki þátt í kosningunum 1943 vegna þess að flokkur þeirra var þá bann- aður. Radikalir 166 843 atkv., 2 j)ingsæti, tapað 8336 atkv. og 2 þingsæti. Retsl'orbundet 48 412 atkv., 3 þingsæti, unnið 2040 atkv. og 1 þingsæti. Dansk Samling 63 580 atkv., 4 þingsæti, unnu 20 200 atkv. og 1 þingsæti. (Rreytingar á atkvæðum og l)ingsætum flokkanna miðaðar við kosningarnar 1943, nema Kommúnisetaflokksins). Ruhl forsætisi’áðherra lagði fram lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt strax og kosn- ingaúrslitin urðu kunn og jafn- framt yfirlýsingu um að flokk- ur hans, sósíaldemokratar, myndli ekki taka að sér stjórn- armyndun. Formaður Vinstri- flokksins hefur leitast fyrir um stj órnarmyndun Vinstri veldanna eða framgang sósíal- ismans i heiminum, þó að nokkrir islenzkir afturlialds- seggir geri sig að fíflum. Alveg eins og hetjunum, sem vörðu Stalíngrad, tókst að slá mátt úr hinni brúnu hönd nazismans, svo mun þjóðum Sovétlýðveldanna og verkalýð alls heimsins takast að slá niður þá loppu, sem aft- urhaldsöflin í heiminum vona að nú fari að teygja sig yfir löndin og ógna með útrýmingu þeirra hugsjóna, sem mann- kynið veit fegurstar og beztar. manna, Ihaldsflokksins og Radikalaflokksins, en ekki tek- ist. Sósíaldemokratar neita allri samvinnu við kommúnista, Baldur verður að þessu sinni að sleppa að ræða nánar um dönsku kosningarnar. Úrslit þeirra sýna svo glöggt sem verða má það traust, sem danskir kommúnistar hafa unnið sér á þrengingatimum dönslui þjóðarinnar og hve al- mennu fylgi einingarstefna þeirra á að fagna meðal al- mennings. I næsta blaði verða þessi kosningaúrslit nánar rædd og þá um leið vikið að þeim ályktunum, sem Skutull dregur af þessum kosningum, þeirri kenningu hans, að danska þjóðfélagið sé sjúkt markað mannhatri, kúgun og grimmd. -------0------- Þórarinn Helgason raf virk j a meistari varð sextugur 3. þ. m. Það er áreiðanlega óþarft að kynna Þórarinn fyrir Isfirðingum eldri og yngri, því fáir munu þeir hér, sem ekki hafa haft meiri og minni kynni af bon- um og þekkja hann sem góðan dreng, vandaðan og ábyggileg- an í orðum og verkum. Baldur færir Þórarni beztu árnaðaróskir á þessum thna- mótum æfi hans og er viss um að allir bæjarbúar taka undir þær óskir. Kosningaúrslitin i Danmörku. „Yið verðum að viðurkenna, að kommúnistar eru sigurvegarar kosninganna“, segir Christmas Möller. Flokkurinn bætir við sig 15 þingsætum og 214 290 at- kvæðum síðan í kosningunum 1939. Er nú fjórði stærsti stjórnmálaflokkurinn í Danmörku.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.