Baldur


Baldur - 16.11.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 16.11.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÓSlALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG ísafjörður, 16. nóv. 1945 33. tölublað. Geröir bæjarstjórnar í húsnæðismálinu. Svo er að sjá seni nokkur áhugi sé vaknaður hjá stjórn- endum þessa hæjar fyrir því að eitthvað verði gért, til þess að bæta úr þeim húsnæðis- skorti, sem hér er og hefur verið undanfarin ár. Og það er vissulega ekki hægt annað en að fagna þessum áhuga, enda þótt þeirri hugsun hljótj að skjóta upp í huga mSnns, að'hæj arstj órnarkosningar eru nú fyrir dyrum og meirihluti bæjarstjórnar ætli að sýna kjósendum, að hann hafi minnsta kosti hug á að gera riieira í húsnæðismálúnum í framtíðinni en þeim aldar- fjórðungi, sem liðinn er og hann hefur liaft aðstöðu til framkvæmda. Ibúðarhiísnæðisnefncl. Á bæjarstjórnarfundi 7. þ. m. voru húsnæðismálin aðal- dagskrárefnið. — Bæjarstjóri lagði fram svohljóðandi til- lögu „Bæjarstjórn kjósi hlut- fallskosningu 3ja manna nefnd: Ibúðarhúsnæðisnefnd. Það verði hlutverk nefndar- innar að finna leiðir til þess, að hæta úr húsnæðisskorti bæjarbúa, meðal annars með því: 1. Að gera tillögur til bæj ar- st j órnar. 2. Annast framkvæmd þeirra ráðstafana, sem bæjarstjórn kann áð samþykkja. 3. Hafa með höndum fjár- útveganir, fjárreiður og reikn- ingshald þessu viðvíkjandi. 4. Útvega kaupendur að í- búðum, sem bæjarfélagið kann að láta byggja, eða hefja hygg- ingu á. 5. Stofna til félagsskapar húsnæðislausra manna um húsbyggingar. 6. Haga öllum framkvæmd- um þann veg, að þær falli, eða geti fallið, undir gildandi lög- gjöf — Lög um verkamanna- hústaði og byggingarsamvinnu- félög — eða væntanlega lög- gjöf um byggingu íbúðarhús- næðis. 7. Beina störfum sínum sér- staklega að því að örva bygg- ingarhug borgaranna og veita leiðbeiningar og aðstoð, þeim er hug hafa á að koma sér upp húsnæði, einir sér, eða i bygg- ingarfélögum. Nefndin haldi gerðabók og verði fundargerðir lagðar fyrir bæjarstjórn jafnóðum. Endurskoðendur bæjarins endurskoði reikningshaldið. Allur kostnaður, annar en þóknun til nefndarmanna sjálfra, falli á viðkomandi ^yggingar. Þóknun til nefndarmanna sjálfra úrskurðist af bæjar- stjórn og greiðist úr bæjar- sjóði“. — Tillögunni fylgdi greinargerð. 1 sambandi við þessa nefnd- arkosningu lögðu fulltrúar Sj álfstæðisflokksins til að hún yrði skipuð fimm mönnum, þannig að tryggt væri að allir flokkar í bæj arstj órninni ættu fulltrúa í henni. Fulltrúár sósíalista studdu þá tillögu. Ekki vildu A1 þýðuf 1 okksmcnn gangast inn á það, heldur feldu tillögu sjálfstæðismanna gegn atkvæðum þeirra og sósíalista. Að því búnu var tillaga bæj ar- stjóra samþykkt og kusu Al- þýðuflokksmenn og sjálfstæð- ismenn í sameiningu þessa menn í nefndina: Eyjólf Jónsson Þorleif Guðmundsson Böðvar Sveinbj arnarson. Fulltrúar sósíalista stungu upp á Halldóri Ólafssyni, rit- stjóra, í nefndina. Að nefndarkosningu lokinni var samþykkt að vísa öllum þeim tillögum í húsnæðismál- inu, sem fyrir fundinum lágu til nefndarinnar, og voru þær þessar: Tillaga Alþýðuflokksmanna: „I beinu framhaldi af þeim tillögum bæjarstjóra um hús- næðisvandamálið, sem bæjar- stjórn Isafjarðar hefir nýlega samþykkt og sent félagsmála- ráðuneytinu, bera bæjarstjóri og bæj arráðsmenn Alþýðu- flokksins fram svohljóðandi tillögu til úrbóta um íhúðar- húsnæði hér í hænum: 1. Bæjarstjórn hefjist þegar handa um byggingu tuttugu og fjögra þriggja herbergja íbúða í einni sambyggingu, og verði byggingin staðsett á bökkun- uni, neðan Sundstrætis noi’ðan- vert við framhald Silfurgötu. Þegar bærinn hefir lokið byggingu ytra-byrðis hússins með aðalraflögnum, hitalögn- um og vatns- og skólpæðum, svo og séð um múrhúðun þess hið ytra í heild og annað það, sem bezt fer á að leysa af hendi í einu og af sama aðila, gefi bærinn þeim bæjarbúum, sem þess kynnu að óska, kost á að kaupa einstakar íbúðir fyrir kostnaðarverð. Bærinn taki hráðabirgðalán í þessu skyni til efniskaupa — og fyrir hús i byggingu. Verði lán þetta síðan greitt upp með andvirði ibúðanna á sínum tima. 2. Allt að tuttugu heimilis- feðrum í bænum, einkum þeim, sem við húsnæðisskort eða lélegt húsnæði eiga að búa, verði hoðnar byggingarlóðir fyrir einnar hæðar hiis ofan og neðan Engjavegar. Þeir, sém hafa hug á og að- stöðu til að leggja fram eigin vinnu að meira eða minna leyti, til þess að koma húsun- um upp, verði að öðru jöfnu látnir ganga fyrir öðrum. Hús þessi verði byggð úr vikurhol- steini eða öðrum tegundum hyggingarsteina, ef hentara þykir. Einnig verði athugað, hvort ekki reynist unnt að veita þeim, er ])ess kynnu að óska, aðstöðu til að steypa sjálfir byggingarsteina i hús sín i tómstundum sínum. Stærð hvers húss verði 90— 100 Dm og verði þau byggð samkvæmt teikningum, er bærinn útvegi hjá færum húsa- meistara. Þá geri bærinn heildarsamn- inga um smíði allra glugga, hurða og eldhúsinnréttinga i hús þe's^i í vetur. Bærinn taki heildarlán fyrir efni til bygginganna o. fl. lit á fyrsta veðrétt bygginganna, sem húsa í byggingu. Síðan verði fengið veðdeildarlán út á hvert hús gegn 1. veðrétti á nafn eiganda hvers húss um sig, strax þegar byggingu er lokið, eða húsin það langt kom- in, að þau séu talin veðhæf. Bærinn sjái um framkvæmd þessa byggingarfyrirtækis í heild og veiti húseigendum nauðsynlega leiðbeiningu* til sem víðtækastrar sjálfshjálp- ar við byggingu húsanna". Tillaga sósíalista: „Með tilliti til þeirra hús- næðisvandræða, sem í bænum eru, samþykkir bæjarstjórn: að fela bæjarstjóra að leitast Framh. á 3. síðu. Fimmta þing Æ, F. Fimmta þingi Æskulýðsfylk- ingarinnar — sambands ungra sósialista — er fyrir nokkru lokið í Reykjavík. Voru þar gerðar ýmsar merkar ályktanir varðandi hagsmuna- og menningarmál æskulýðsins i landinu og mun Baldur hirta þær helztu þeirra i þessu og næstu blöðum. I. Sjálfstæðismálið: 5. þing Æskulýðsfylkingar- innar — sambands ungra sósí- alista — lýsir sig eindregið andvígt því, að nokkru erlendu ríki verði veittar hernaðar- bækistöðvar á Islandi. Slíkt mundi verða hinri mesti háski fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, tungu og menningu. Islenzkur æskulýður telur það skyldu AI- þingis við islenzku þjóðina að allri slíkri ásælni erlendra rikja verði vísað á hug. II. Lækkun kosningaaldursins. 5. sambandsþing Æskulýðs- fylkingarinnar — sambands ungra sósíalista — ítrekar allar fyrri ályktanir Æskulýðsfylk- ingarinnar um lækkun kosn- ingaaldursins niður i 18 ár. Þingið vill benda á það, að með því að miða kosningaald- urinn við núverandi takmark, er um sjötti hluti allra starf- andi þjóðfélagsþegna sviptur rétti til íhlutunar um þjóðfé- lagsmál, enda þótt þeim séu á herðar lagðar allar sömu skyldur sem öðrum borgurum. Þingið átelur harðlega, að slíkt misrétti skuli viðgangast i skjóli stjórnarskrárinnar og skorar því á Alþingi og stjórn- arskrárnefnd að taka til greina lækkun kosningaaldursins við setningu hinnar n5rju stjórnar- skrár. III. Ályktanir um iðnskóla. 5. þing Æ. F. ályktar að stefna beri að þvi: 1. Að allir iðnskólar verði ríkisskólar, eins og sjómanna- skólar og bændaskólar. 2. Að eigi verði krafist minni almennrar menntunar til inngöngu í iðnskóla, en sem svarar til hins fyrirhugaða miðskólaprófs. 3. Að öll kennsla í iðnskól- um fari fram að deginum til á venjulegum vinnutíma. 4. Að verkleg kennsla iðn- nema fari að mestu fram innan skólanna á fullkomnum skóla- verkstæðum.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.