Baldur


Baldur - 16.11.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 16.11.1945, Blaðsíða 3
a B A L D U R 131 BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frd Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: Smlðjugötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. Skiðaskóli á Isafirði. Skíðafélag Isfirðinga lét i fyrri viku sprengja nokkra stóra steina fyrir utan Stórurð- arhrygginn og ruddi þar með úr vegi torfæru, sem á hverj um vetri hefur hindrað að þarna væri hægt að stunda skíða- íþróttir. Fyrir þessa framtakssemi Skiðafélagsins, geta bæjarbú- ar hér eftir stundað skíðaí- þróttir svo að segja, við hús- hliðina hjá sér og einnig verð- ur nú auðveldara en áður, að kenna á skiði i barnaskólan- um og öðrum skólum hér í bænum, en það yrði nemend- um áreiðanlega bæði til gagns og skemmtunar og þeim tíma vel varið, sem til þess færi. En i þessu sámbandi er rétt að vekja athygli á því, að það er viðurkennt af íþróttafull- trúa ríkisins og fjölda annara dómbærra manna, að hvergi á landi hér eru betri skilyrði til þess að stunda skíðaíþrótt- ir en einmitt hér á Isafirði og að hér eigi að vera skíðaskóli fyrir allt landið. Þessi skilyrði er sjálfsagt að nota. En til þess þarf sameig- inlegt átak allra bæjarbúa, og þá aðallega Skíðafélagsins og annara íþróttafélaga, sem sjálfsagt er að hafi samvinnu um framkvæmdir, þó að Skiða- félagið hefði þar forystu. Það, sem gera þarf til þess að hér sé hægt að starfrækja myndarlegan skíðaskóla, sem allir landsmenn eiga aðgang að, er fyrir það fyrsta að ljúka við skíðaveginn upp á Seljalandsdal, en til þess vant- ar aðeins herzlumuninn, og byggja nýjan skíðaskála á dalnum, auk ^ansra annara framkyæmda, sem nauðsyn- legar eru vegna íþróttarinnar. Vitanlega kostar þetta mikið fé. En nú væri ríkinu skylt að styrkja slíkan skóla að veru- legu leyti. Bæjarsjóður ætti líka að láta eitthvað af mörk- um og bæta þar með fyrir það, að hann hefur enn ekki látið eyrisvirði til Skíðafélagsins, þrátt fyrir það að félagið hef- ur haft með höndum ýmsar framkvæmdir sem bæjarbúar hafa notið góðs af, og meira að segja bærinn sjálfur, sem notaði skíðaveginn mikið, þeg- ar vatnsveitan var lögð og sparaði sér þar með stór fé. Aðalfjármagnið yrði þó að koma frá almenningi í gjafa- vinnu, fjárframlögum og á annan hátt. Svo framarlega sem allir Húsnæðismálið. Framhald af fyrstu síðu. nú þegar fyrir um lán til bygg- inga á 30—36 ibúðum, 3—4 herbergi að stærð, ásamt þæg- indum. Hús þessi séu tvær hæðir og 4 íbúðir i hvoru þeirra, og hverjar tvær íbúðir saman um inngang. Ibúðir þessar verði seldar við kostnaðarverði, eftir að byggingu þeirra er að fullu lokið. Greiðsluskilmálar séu þeir, að kaupendur taki að sér að greiða þau lán, sem hvíla á viðkomandi íbúðum, enda hafi bæjarstjórn komið lánunum svo fyrir, að þau jafngildi hag- kvæmustu byggingarlánum, sem völ er á. Sá hluti byggingarkostnaðar, ' sem liggur i innlendu bygg- ingarefni (möl, sandi, muln- ing) komnu á byggingarstað, svo og vinnu skurðgröfu, ef notuð er við kjallaragröft, skal færður á sérstakan reikning, og eigi krafist greiðslu eða vaxta á þeim kostnaðarlið fyrr en viðkomandi íbúð hefir ver- ið greidd niður i fasteigna- matsverð. Upphæðin sé hins vegar tryggð með þriðja veð- rétti i viðkomandi íbúð“. Haraldur Guðmundssort. Jón Jónsson. Á þessu stigi málsins er ekki ástæða til að fara mörgum orð- um um þessar tillögur, til þess gefst sennilega tækifæri, þeg- ar nefndin hefur sagt álit sitt á þeim og komið með sínar til- lögur. Þó verður ekki hjá því komist að benda nú þegar á þá galla sem eru á tillögum Alþýðufloklcsmanna, sérstalc- lega livað viðkemur bygging- unni við Sundstrætið. I fyrsta lagi er það, að staðurinn er í alla staði mjög óheppilegur, vegna þess hve landrjani er þar lítið, meðan ekki hefur ver- ið fyllt upp út á rifið. I öðru- lagi er það mjög fráleit hug- mynd að byggja blokk af þriggja hæða húsum, eins og þarna er ætlunin að gera, þar leggjast á eitt í þessu máli þá er hægt að framkvæma- það. Og það er fullkomlega þess vert. Iþróttakennsla er talin mjög mikilsverður liður í öllu upp- eldisstarfi og skíðaíþróttin hlýtur að vera þar í fremstu röð, bæði vegna þess hve holl og skemmtileg hún er og al- menningur á hægara með að stunda hana en flestar aðrar íþróttir. En það er einmitt aðaltilgangur allrar íþrótta- kennslu, að íþróttirnar verði stundaðar af almenningi, hon- um til heilsubótar og skemmt- unar, en ekki af nokkrum lit- völdum, til þess að pressast við að setja einhver met, þó að það geti stundum verið gott. sem sex fjölskyklur yrðu um sama inngang og mætti búast við að því fylgdu ýmsir örðug- leikar og árekstrar. Þá yrði heldur ekkert eftirsóknarvert að búa uppi á hæsta lofti i slíkri byggingu, minnsta kosti ekki fyrir barnmargar fjöl- skyldur, en búast mætti við að það yrðu einmitt þær, sem öðrum fremur lentu í þeim i- búðum. I þriðja lagi er það mjög hæpinn búhnykkur að ætla að selja íbúðirnar óinn- réttaðar, vegna þess að megin- hlutinn, um það bil tveir þriðju hlutar, af byggingarkostnaðin- um er einmitt innréttingin og hún verður ekki unnin nema af fagmönnum svo í lagi sé; þámá telja víst, að nokkur dráttur yrði hjá sumum að innrétta að fullu sínar íbúðir, þegar aðrir, aftur á móti, gætu lokið við sínar að öllu leyti strax, og geta allir séð hver óþægindi geta af því stafað í sambygg- ingu eins og þessari. Þar að auki gerði slik tilhögun bygg- ingarnar raunverulega miklu dýrari en ef allt væri unnið af einum og sama aðila þegar i stað, og hætta á að verkið yrði mjög misjafnlega vel af hendi leyst. Það mundi því reynast erf- itt, nema fyrir þá, sem veruleg fjárráð hafa, að eignast þessar íbúðir. Þessi atriði, sem hér er drep- ið á, sýna að tillagan er sá gallagripur að því verður ekki trúað að óreyndu, að nefndin leggi til að farið verði inn á þessa braut í byggingarmálum. Um tillögu sósíalista gegnir allt öðru máli. Þar er gert ráð fyrir raunhæfu átaki af hálfu bæjarfélagsins til þess a,ð bæta úr því hörmungar ástandi, sem nú rikir í húsnæðismálum. En vitað er, að í dag — eftir aldar- fjórðungs stjórn kratanna eru fleiri hundruð Isfirðingar, sem húa í íbúðum, sem ekki eru mannabústaðir. Fyrst og fremst má benda á þann hluta tillögunnar, sem fjallar um að sá hluti bygg- ingarkostnaðar, sem liggur í innlendu byggingarefni, komnu á byggingarstað, og væntanleg vinna skurðgröfu, verði færð- ur á sérstakan reikning og eigi krafist greiðslu og vaxta af þeim kostnaðarlið, fyr en við- komandi íbúð hefur verið greidd niður í fasteignamats- verð. I öðru lagi verða íbúðirnar seldar við kostnaðarverði, eft- ir að byggingu þeirra er að fullu lokið. I þriðja lagi er gert ráð fyr- ir þvi i tillögu sósíalista að tvær fjölskyldur verði um inn- gang, í stað sex fjölskyldna, eftir tillögu Alþýðuflokksins. Síðan. framanskráð er ritað, hefur þetta gerst í málinu: Auka-bæ j arstj órnarfundur var haldinn í fyrradag, til þess að kj ósa mann i húsnæðisbygg- ingarnefndina i stað Böðvars Sveinb j arnarsonar, sem sagt hafði af sér störfum í nefnd- inni sökum anna. Það hafði nefnilcga gleymst að tala við Böðvar, áður en hann var kos- inn. Hann var ekki einu sinni spurður, hvort hann hefði vilja eða ástæður til að starfa í nefndinni, enda þótt vitað væri að störf hennar hlytu að verða mikil og tímafrek. Sýnir þetta eitt meðal annars flaustur og yfirborðshátt Alþýðuflokks- fulltrúanna í þessu máli og hversu það er illa undirbúið og vanhugsað frá þeirra hendi. Á fundinum báru sjálfstæð- ismenn fram sömu tillögu og á fundinum 7. nóvember, að nefndin yrði skipuð 5 mönn- um, svo að tryggt væri að allir flokkar ættu þar fulltrúa. Jafn- framt lýsti Halldór Halldórs- son því yfir, að sjállstæðis- menn mundu ekki taka þátt í kosningu í nefndina, ef tillaga þeirra yrði feld. Fulltrúar sósíalista lýstu stuðningi sín- um við tillögu sjálfstæðis- manna um fjölgun í nefndinni, en Alþýðuflokksfulltrúarnir voru ekki á þvi að víkja frá fyrri ákvörðun sinni og var til- lagan feld með 5:4 atkvæðum. Allharðar umræður urðu á fundinum. Deildu sósíalistar hart á Alþýðuflokksmenn fyr- ir aðgerðaleysi þeirra og svik i húsnæðismálunum á undan- förnum árum og sýndu fram á hvernig þeir nú ætluðu að slá sig til riddara fyrir kosning- arnar með þessum vanhugsuðu tillögum sem þeir hafa lagt fyrir nefndina. Einnig lýstu þeir þvi yfir, að þeir mundu gera allt, sem í þeirra valdi stæði til þess að húsnæðismál- ið fengi viðhlýtandi lausn og því gera uppástungu um mann í nefndina, til ])ess að geta fylgst með gerðum hennar og fylgt fram tillögum sínum, sem vísað hefur verið til hennar. Að loknum þessum umræð- um, var Þórarinn Jónsson kos- inn í nefndina, eftir tillögu sósíalista. Aðrir voru ekki í kjöri og varð hann þvi sjálf- kjörinn. Hér verður látið staðar num- ið um þessi mál. Áreiðanlega gefst tækifæri til að ræða þau síðar. Má vera að þá komi sitt- hvað í ljós, sem mönnum er hulið nú. En það verður að segjast nú þegar, að ekki dug- ar að flana að framkvæmdun- um í þessu máli, enda þótt ein- hverjir bæjarfulltrúar telji það vænlegt til fylgisauka við næstu kosningar. Mál eins og ])etta þarf að leysa með sam- eiginlegu átaki allra bæjarbúa. Og það situr vissulega illa á þeim flokki, sem i áratugi sveikst um allar aðgerðir i hús- næðismálum bæjarins, að ætla að slá um sig með tillögum eins og þessum, núna rétt fyr- ir kosningarnar.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.