Baldur


Baldur - 16.11.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 16.11.1945, Blaðsíða 4
128 B ALDUR Afgreiðsla og ritstjórn Baldurs er flutt i Smiðjugötu 13 (Áður verzlun Sveinbjarnar Kristjánssonar). Á sama stað er einnig afgreiðsla Þjóðviljans og umboð Máls- og menningar. Munið Smiðjugata 13. — Sími 80. Kjörskrá til bæjarstjórnarkosninga í ísafjarðarkaupstað, sem fram eiga að fara sunnudaginn 27. janúar 1946, hefir verið lögð fram á skrifstofu bæjarins, almenningi til athugunar. Kærur, út af því, að einhvern vanti á kjörskrá, eða sé þar ofaukið, skal senda bæjarstjóra eða af- henda honum, eigi síðar en 5. janúar 1946. Isafirði, 8. nóvémber 1945. Jón Guðjónsson. | Sigurður Eggerz | fyrverandi forsætisráðherra og sýslumaður, andaðist i morgun. Hann var á tímabili einn af mest áberandi stjórn- málamönnum hér á landi og stóð alla tíð fremstur í flokki í sjálfstæðisbaráttu Islendinga og var nú síðast formaður ráð- gjafanefndar í stj órnarskrár- málinu. -------O------ Sakadómari Finns Jónssonar dæmir i fyrsta heidsalamálinu Sakadómari Bergur Jónsson hefur nú kveðið upp fyrsta dóminn í heildsalamálunum. Er það dómur í máli heild- verzlunarinnar O. Johnsen & Kaaber. Dómsniðurstöður eru þær að eigendurnir eru hvor um sig dæmdir í 80 þúsund króna sekt eða 160 þúsund króna sekt samanlagt, og auk þess að endurgreiða ólöglegan hagnað er nemur kr. 369 855,00. Með þessum dómi eru þeir algerlega sgknaðir af kæru þess opinbera fgrir brot á XV. kafla liegningarlaganna og að- eins dæmdir samkvæmt á- kvæðum verðlagslaganna. Eftir þessum dómi virðist sakadómari Finns Jónssonar ætla að láta heildsalana sleppa vel. Baldur mun taka þetta mál nánar fyrir síðar. Eiríkur Finnsson, verkstjóri, átti sjötugsafmæli 10. þ. m. Eiríkur hefur haí't á hendi verkstjórn frá því hann var innan við tvítugt og var hér um áratuga skeið verkstjóri við umfangsmesta atvinnufyr- irtækin á Vestfjörðum, Ás- geirsverzlun og Hinar Samein- uðu íslenzku verzlanir. Varðeldar, félagsblað ' skátafélagsins Einherjar, 1. tbl. 11. árg. hefur verið sent Baldri. 1 inngangsorðum segir að 1930 hafi Einherjar gefið út prentað blað með þessu nafni 16 síður að stærð í vandaðri kápu í sama broti og Æskan. Síðan hefur blaðið ekki komið út fyr en nú með þessu blaði og er ætlunin að það komi út mánaðarlega framvegis. Það mun flytja fréttir og tilkynn- ingar frá skátastarfinu og greinar um öanur mál varð- andi æskulýðinn. 7. nóvemberblaðið 1945: Nýsköpun atvinnulífsins. Greinar og ræður fomianna Sósíalistaflokksins um þau mál 1944 og nokkur fleiri Plögg. Fæst á afgreiðslu BALDURS. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Föstudag kl. 9: Eltingaleikur í Alpa- fjöllum. Skemmtileg mynd. Laugardag og Sunnudag kl. 9: DEANNA DURBIN °9 JOSEPH COTTON í músik og söngvamynd- inni „Manni ég unnað hef einum“. 1 myndinni syngur DEANNA eftirfarandi lög: „Begin tlie Beguine“ eftir Cole Porter. „Kashmiri Song“ eftir A. M. Finden. „Sag a Prag’r“ eftir J. McHugh og „Seguidilla“ úr „Charmen“ eftir G. Bizet. Sunnudag kl. 5: Ehtingaleikur í Alpa- fjöllum. Siðasta sinn. Prentstofan Isrún h.f. T A M A N G O . 31 ar. Við vorum svo heimskir að treysta þér, en þú hefur ln-ugðist okkur. Tainango hvessti augim á þrælana, sem næst honum stóðu, meira þurfti ekki, þeir hörfuðu aftur á bak fyrir augnaráði hans. Síðan greip hann tvær byssur, ruddi sér braut gegnum mann- þröngina, benti Ayche að fylgja. sér og fór fram á stafn skipsins. Þar hróflaði hann upp varnargarði úr plönkum og lunnum, lagði síðan báðar byssurnar þar ofan á, þannig að hlaup- in vísuðu aftur á þilfarið. Að þessu loknu lagðist hann niður. Meðal þrælanna rílcti nú algert öng- þveiti. Sumir þeirra krupu frammi fyrir áttavitanum og grátbændu hann að vísa þeim veginn heim. Aðrir lágu á þilfar- inu hreyfingarlausir og höfðu gefið upp alla von. Grátur kvemia og barna bland- aðist saman við stunur og andvörp liinna særðu og deyjandi þræla. Allt í einu kom eirín svertingi neðan úr skipinu og hrópaði: — Ég hef fundið vínbirgðir skipsins — og útlit hans bar þess óræk- an vott, að hann sagði satt. Þrælarnir þustu undir þiljur og réð- 32 ust ú vínforða skipsins með þeim afleið- iií'gum, að innan skamms var þilfarið ið- andi af útúrdrúkknum svertingjum, sem sungu og dönsuðu og höfðu í frammi önnur drykkjulæti. Þegar leið á nóttina hljóðnuðu svertingj arriir og sumir þeirra féllu í svefn. Þegar þeir vöknuðu morguninn eftir, gagntók þá aftur sama vonleysið og áð- ur. Um nóttina höfðu margir þeirra dáið af sárum sínum, og allt í kringum skip- ið flutu lík þeirra, sem látist höfðu. Þrælarnir héldu nú ráðstefnu. Nokkrir þeirra, sem af ótta við Tamango, liöfðu ekki þorað að gefa sig fram, gerðu nú riokkrar mishepnaðar tilraunir, til þess að ná stjórn á skipinu. Við hverja misheppnaða tilraun óx vonleysið, og að lokum sneru þeir sér aftur til Tamangos, sem þrátt fyrir ailt var sá eini, sem þeir treystu. Hann hélt stöðugt kyrru fyrir í virki sínu frammi á skipinu. Gamall negri nálgaðist og bað hann grátandi að gefa þeim einliver ráð. En Tamango svaraði engu. Ilann hafði um nóttina sótt birgð- ir af kexi, keti og vatni, sem hann hafði 33 komið fyrir i virkinu bjá sér. Ekkert benti til þess að hann hefði í hyggju að yfirgefa þennan dvalarstað. Vínföng- in voru ennþá ekki þrotin. Þrælarnir tóku því aftur til drykkjunnar og hugð- ust drekkja hörmum sínum í víninu, unz þeir féllu í svefn. Þegar þeir vöknuðu morguninn eftir, var ástandið enn hörmulegra. Um nótt- ina hafði mikill fjöldi hinna særðu dáið. Ut við sjóndeildarhringinn dróg upp svarta skýj abólstra, sem vörpuðu skugga á úfið hafið. Nokkrir þrælanna, sem af ótta við Tamango höfðu ekki þorað að liafa sig í franimi áður, báru saman ráð sín og,gerðu nokkrar misheppnaðar til- raunir til þess að ná stjórn á skipinu. Þetta varð aðeins til þess að auka ör- vænting þeirra, og að lokum sneru þeir sér til Tamangos, sem ennþá hélt kyrru fyrir i virki sínu. Þrátt fyrir allt var harin vitrastur þeirra og einn líklegur til þess að geta bjargað þeim úr þessari von- lausu aðslöðu. Gamall svertingi tók sig út úr hópnum, fór til Tamangos og bað liann að leggja þeim einhver ráð. En Tamango virti hann ekki svars. Um nótt-

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.