Baldur


Baldur - 24.11.1945, Síða 1

Baldur - 24.11.1945, Síða 1
UTGEFANDI: SÓSIALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 24. nóv. 1945 34. tölublað. Togarakaupamálið : Það er skýlaus krafa ísfirðinga að hing- að komi togarar. Hvernig „Alþýðuflokksmenn horfa fram og undirbúa kaup tveggja dieseltogara“. Vítavert athafnaleysi kratanna í málinu má ekki hindra framgang þess. Bæjarbúar þurfa að fylgjast vel með því, sem gerist í tog- arakaupamálinu. Isfirðingar þurfa togara. Það er bæði nauðsynlegt og eðlilegt, að togarar séu gerðir út héðan úr bænum. Nauðsyn- legt vegna þess að í dag, eftir aldafjórðungsstjórn kratanna á bæjarfélaginu, eru atvinnu- tækin, sem eru grundvöllurinn undir lífsafkomu Isfirðinga, bátarnir, algjörlega ónógir og meginþorri þeirra þannig, að ekki henta til róðra héðan, sbr. Dísirnar og Stjörnurnar. Eðli- legt er það að gera út togara héðan frá Isafirði vegna þess að skamrnt undan landi liggja fengsælustu fiskimið veraldar- innar. Togarar eru stórvirkustu og arðbærustu atvinnutækin, sem þjóðin á. Að meðaltali aflar hver togarasj ómaður allt að því þrem sinnum meir en hver sjómaður gerir að meðaltali á vélbátunum. Ef við Isfirðing- ar fengjum togara, þá myndu allir atvinnuhættir hér breyt- ast frá því sem nú er. Stórum meiri afli myndi berast á land, atvinna myndi aukast, afkoma manna batna. I sumar, sem leið, ritaði ég grein í Baldur, sem nefndist Togaraseljendur — togara- kaupendur. I grein þessari rakti ég nokkuð afskipti krata- meirihlutans í bæjarstjórninni að togaraútgerð héðan úr bæn- um. Minnti ég á, að þeir ásamt þrem bæjarfulltrúum íhalds- ins, hefðu seinnt á árinu 1941 (þegar gróðatímabil íslenzka togaraflotans var hafið) selt togarann Skutul út úr bænum fyrir lítið meira fé en þá ný- lega hafði verið greitt í klöss- un á togaranum. Minnti ég á, að þeir Hagalín og Hannibal, sem mest börðust fyrir sölunni (og meira að segja vildu selja skipið kratabróður sínum í Reykjavík fyrir um 200 þús- und krónum minna) hefðu varið Skutulssöluna með því að segja: „Engin framtið fyrir togaraútgerð héðan úr bæn- um“. Loks lét ég í ljós gleðilega undrun mína í greininni yfir þeirri hugarfarsbreytingu, sem átt hefði sér stað hjá krötun- um, þar sem þeir þá nýlega höfðu pantað tvo togara. Þótt- ist ég þar sjá ákveðið sam- band á milli þessarar togara- pöntunar og væntanlegra bæj- arstj órnakosninga. Hannibal Valdimarsson skrif- aði grein í blað sitt, 25. ágúst, og átti grein þessi að vera svar til mín. I einni af feit- letruðum fyrirsögnum sínum segir Hannibal m. a.: „Alþýðu- flokksmenn horfa fram og undirbúa kaup tveggja diesel- togara...“. Nú skal ég skýra bæjarbú- um frá þessum „undirbúningi“ kratanna og hvað annað hefur gerst í þessu máli. Hinn 12. þ. m. birtist í blöðum og útvarpi tilkynning frá Nýbyggingar- ráði viðvíkjandi hinum 30 tog- urum, sem Ríkisstjórn Islands hefur af miklum dugnaði fest kaup á í Bretlandi. I tilkynn- ingu þessari segir m. a. að endurnýja þurfi allar eldri umsóknir um togarana, að hin- ar nýju umsóknir þurfi áð ber- ast fyrir 1. des. n. k., að um- sækjendur þurfi að setja bankaábyrgð fyrir kaupverði togaranna en hinsvegar geta þeir látið umsóknir sínar vera háðar því skilyrði, að mjög veruleg og hagkvæm stofnlán fáist, en þar mun vera átt við lán allt að þrem fjórðu hlut- um eins og frumvarp Nýbygg- ingarráðs gerir ráð fyrir. Kratameirihluti bæj arstj órn- arinnar, sem hefur fram- kvæmdavaldið í höndum sér, gerir ekkert í málinu frá því að samþykkt er í júlí s.I. að festa kaup á tveim tog- urum. Engar tilraunir eru t. d. gerðar til þess að fá fjármagn, enda þótt vitað sé, að enginn peningur er til i bæjarkassan- um. Nú skyldi maður halda að þetta framkvæmdavald hefði skjótt brugðið við þegar til- kynning Nýbyggingarráðs barst hinn 12. þ. m. En það er öðru nær. Hver dagurinn líður af öðrum, og er þó skammt til stefnu, og ekkert er gert. Að morgni þess 19. þ. m. skrifuðum við bæjarfulltrú- ar sósíalista bréf það, sem liér fer á eftir. Afhenti ég bréfið á skrifstofu bæjarstjóra klukkan rúmlega eitt sama dag. Bréfið var þannig: Isafirði, 19. nóv. 1945. Eins og yður er að sj álfsögðu kunnugt um, hr. bæjarstjóri, pöntuðu þeir bæj arfulltrúarn- ir, Guðmundur Gíslason Haga- lín og Grímur Kristgeirsson, hjá Nýbyggingarráði síðastlið- ið sumar tvo af þeim togurum, sem Ríkisstjórn Islands var að leita fyrir sér um kaup á frá Bretlandi og/eða Svíþjóð. Um- sókn sína sendu nefndir bæjar- fulltrúar fyrir hönd Bæjar- stj órnar Isafj arðarkaupstaðar enda þótt engin samþykkt um togarakaup hefði verið gjörð. Hinsvegar var áður vitað, að fulltrúar Sósíalistaflokksins i bæjarstjórninni voru eindreg- ið fylgjandi því, að bæjar- stjórnin beitti sér fyrir útgerð togara héðan úr bænum. Á fundi bæjarstjórnarinnar hinn 25. júli s.l. var svo samþykkt að stofna til bæjarútgerðar um ofangreinda tvo togara, ef þeir fengjust keyptir. Var þar með liætt úr formgalla þeim, sem var á umsókn nefndra tveggja. bæjarfulltrúa. Þar á eftir mun- uð þér, hr. bæjarstjóri, hafa staðfest umsóknina með bréfi til Nýbyggingarráðs. Með tilvísun til ofanritaðs leyfum við undirritaðir bæjar- fulltrúar Sósíalistaflokksins okkur að vekja athygli yðar, hr. bæjarstjóri, á tilkynningu frá Nýbyggingarráði, sem birt- ist i dagblöðum Reykjavíkur um miðjan þennan mánuð, viðvíkj andi umsóknum um togara þá, sem Ríkisstjórn Is- lands hefur nú fest kaup á í Bretlandi. 1 tilkynningu þess- ari er m. a. skýrt frá því, að endurnýja þurfi fyrri umsókn- ir um togarana. og ennfremur, að allar umsóknir þurfi að vera komnar í hendur Nýbygg- ingarráðs fyrir 1. des. n. k. Með því að okkur er eigi kunnugt um, að bæj arstj órnin eða þér liafið annað aðhafst en um getur i fyrstu málsgrein hér að ofan, en hinsvegar vit- að að ýmsar ráðstafanir þarf að gera í viðbót — m. a. öflun fjár — og ennfremur að skamur tími er þar til umsókn- arfrestur er liðinn, þá leyfum við okkur, hr. bæjarstjóri, að fara þess á leit við yður, að þér mjög bráðlega kajlið sam- an fund í Bæjarstjórn Isafjarð- ar og að á þeim fundi verði togarakaup bæjarins tekin til umræðu. Virðingarfyllst, Haukur Helgason. Jón Jónsson. Seint sama dag, — eða eftir að bæjarstjóri og kratameirihlutinn er búinn að fá bréfið, rumska þessir herrar við. Sím- talað er við bankastjórn Út- vegsbankans í Reykjavík og beðið um bankaábyrgð. Tveim dögum siðar er svo fundur haldinn i bæjarstjórninni. Var togaramálið til umræða og urðu um það snarpar deilur. Við sósíalistar lögðum fram til- lögu þess efnis, að þriggja manna nefnd, einn frá hverj- um flokki, yrði send til Reykjavíkur til að leita aðstoð- ar lánsstofnana og ennfremur hafa tal af Ríkisstjórn Islands og Nýbyggingarráði ef þurfa þætti. Þótti okkur vænlegar að liafa mann frá hverjum flokki, þvr ekki þótti okkur undanfar- andi aðgerðir — eða réttar sagt: aðgerðarleysi — krat- anna benda til þess, að þeir væru mjög eindregnir í mál- inu. Á fundinum upplýsti Hanni- bal Valdimarsson að neitandi svar hefði borist frá Otvegs- bankanum þá um morguninn. Þykist ég vita að svarið varð á þann veg vegna þess, að far- ið var fram á ábyrgð á heild- arandvirði togaranna en ekk- ert fé lagt fram af bæjarfélag- inu sjálfu. En ekkert fé er hægt að leggja úr bæjarsjóði vegna þess að hann er tómur. Og þar finnast ekki peningar vegna þess að Skutull var seld- ur, vegna þess, að þeir, sem með völdin fara, í þessu bæjar- félagi, kunna hvorki að stjórna þessu bæjarfélagi né fjármál- um. Sbr. það, sem aðalkratinn Hannibal sagði í umræðunum á bæj arstj órnarfundinum: „Það er ekki í samræmi við Framh. á 4. siðu. V

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.