Baldur


Baldur - 24.11.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 24.11.1945, Blaðsíða 4
136 B A L D U R Samið um kaup og kjör háseta og kyndara Grein á kaupskipaflotanum. Almenn reiði sjómanna yfir samningunum. Togarakaupamálin. Framh. af 1. síðu. lög um sveita- og bæjarfélög að þessir aðilar safni í sjóði. Það er beinlínis verið að brjóta þessi lög ef sjóðum er saínað!“ — Isfirðingar eiga lengi eftir að súpa seyðið af fjármála- sjjeki þessa manns. Það er illt til þess að vita, að bankastj órnin sá sér ekki fært að verða við beiðninni um bankaábyrgðina. — Því við ísfirðingar þurfum togara. 1 samráði við alla flokka bæjarstjórnarinnar hefur bæj- arstjóri símað til ríkisstjórnar- innar og Nýbyggingarróðs og beðið þessa aðila um aðstoð. Það verður að vera skýlaus krafa okkar Isfirðinga, að við fáum togarana hingað til bæjarins — ^ þrátt fyrir óstjórn kratanna undanfarna áratugi. Jafnframt verður að halda hæjarstjórn- arfund þann, sem áætlað var að halda á næstunni, nú um vikumótin ng kjósa þar þrjá menn skv. tillögu okkar sósí- alista og verði það hlutverk þeirra, að fylgja málinu fram með festu og dugnaði hjá rík- isstj órninni og Nýbyggingar- ráði. Því við Isfirðingar þurfum togara. Það er bæði nauð- synlegt og eðlilegt að héðan úr bænum séu slík skip gerð út. Haukur Helgason. Prentstofan Isrún h.f. I fyrradag samdi stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur við Ríkisskip og í gær við Eim- skipafélag Islands, um kaup og kjör háseta og kyndara á kaupskipaflotanum, sem stað- ið hafa í verkfalli að undan- förnu. Eftir þeim upplýsingum, sem Baldur fékk i simiali við Reykj avík í dag, verður gruun- kaup liáseta eftir þessum samningum kr. 440,00 á mán- uði og kyndara kr. 520,00 á mánuði, og auk þess svonefnd- ir „dýnupeningar“ kr. 30,00 á mánuði, sem bæði hásetum og kyndurum eru greiddir. Áhættuþóknun í inpanlands- siglingum verður kr. 360,00 á mánuði til 1. maí en lækkar þá um helming, var áður kr. 450,00. I ulanlandssiglingum verður áhættuþóknunin kr. 480,00 á mánuði, var áður kr. 80,00 á dag eða kr. 2400,00 á mánuði. Rrafa sjómanna var kr. 40,00 á dag eða kr. 1000,00 —1200,00 á mánuði. Samningar þessir eru hreint hneyksli.-Upphafleg krafa sjó- manna var kr. 616,00 í grunn- kaup á mánuði fyrir háseta og lægsta krafa stjórnar Sjó- mannafélagsins var kr. 462,00 fyrir háseta og kr. 546,00 fyr- ir kyndara. Reiði sjómanna. yfir þessum samningum stj órnar S j ó- mannafélags Reykjavíkur er mjög almenn. Á fundi í Sjó- mannafélaginu í gærkvöldi deildu sjómenn mjög hart á stjórnina fyrir samningana og fyrir að leita ekki aðstoðar Al- þýðusambandsins, en það var ekki gert, þrátt fyrir það að vitað var að sú aðstoð var til í’eiðu ef eftir var leitað. Jón Rafnsson erindreki Alþýðu- sambandsins mætti á fundin- um en var neitað um orðið, þrátt fyrir það að hann þurfti að bera árásir af Alþýðusam- bandinu, og sjómenn krefðust þess, að hann fengi að tala. Kratarnir voru í algerðum minnihluta á fundinum, bæði i umræðum um samningana og eins í uppstillingu til stjórnar í félaginu, en á fundinum átti að kjósa þriðja manninn til að vera í kjöri í hvert stjórnar- sæti, tveir eru tilnefndir utan fundar. Fór sú kosning svo, að sjómenn höfðu þá menn, er þeir stungu upp á í fjögur stj órnarsætin en kratarnir og lið þeirra úr landi í eitt sætið. Enn hefur ekki verið samið fyrir stýrimenn. -------0 Nýtt gæzlu- og uarðskip fyrir Vestfirði. Eitt af. nýju varðskipunum kom hingað til bæjarins i dag. Slysavarnasveitirnar á Vest- fjörðum hafa lagt kr. 200- 000,00 til varðskipakaupanna, gegn því að eitt skipið verði hér við gæzlu frá 15. okt til aprílloka ár hvert og mun ætl- unin að þetta nýkomna skip verði hér. frá Elíasi Pálssyni, forstjóra Smjörlíkisgerðar Isafjarðar, út af ummælum hér í l)laðinu um smjörlíkið, verður að bíða næsta blaðs sökum rúmleysis. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Laugardag og sunnudag kl. 9: FJÖRAR EIGINKONUR (Four Wives) Framhald myndarinn- ar „Fjórar dætur“. Aðalhlutverk: Priscilla Lane Rosemary Lane Claude Rains Sunnudag kl. 5: ELTIN G ALEIKUR I ALPAFJÖLLUM Allra síðasta sinn. Mánudag kl. 9: Deanna Durbin-mynd- in. „MANNI ÉG UNNAÐ HEF EINUM“ Sýnd samkvæmt áskor- unum. Allra síðasta sinn. TAMANGO. 34 ina hafði hann safnað að sér matarbirgð- um og ekkert virtist benda til þess að hann hefði i hyggju að yfirgefa virki sitt. Vínið var ekki ennþá þrotið. Það gat því hjálpað þeim til þess að gleyma hinu ömurlega umhverfi, þar sem ekkert ann- að beið þeirra en kvalafullur dauðdagi. Hver eftir annan féllu hinir útúrdrukknu svertingjar í svefn. I draumi sáu þeir æskustöðvar sínar, strákofaþorpin undir skuggsælum blöðum trjánna í hinum undurfögru skógum Afríku. En þetta var aðeins draumur. Þegar þeir vöknuðu næsta morgun tóku við sömu hörmung- arnar. Nokkrir þeirra dóu af völdum á- fengisins, aðrir köstuðu sér í sjóinn eða frömdu sjálfsmorð á annan hátt. Einn morguninn kom Tamango fram úr virki sínu, gekk aftur á þilfarið og hrópaði: — Þrælar! I nótt birtist' andinn mér og sagði mér hvernig ég gæti bjargað ylckur. Raunar verðskuldið þið þessi ör- lög, en ég kenni í brjósti um konurnar og börnin og þessvegna fyrirgef ég ykkur. Allir svertingj arnir lutu honum í lotn- 35 ingu og söfnuðust í kringum liann. — Aðeins hvítir menn kunna að stjórna stóru skipi, — hélt Tamango áfram, — en við kunnum allir að stjórna litlum bátum — og hann benti þeim á björgun- arbáta skipsins. — Við skulum setja þá á flot, ltirgýa okltur af vistum og róa undan vindinum. Guðirnir munu láta hann blása í áttina til heimkynna okkar. Þessi tillaga var samþykkt í einu liljóði, enda þótt hún væri mjög fráleit, þar sem enginn þeirra kunni að nota áttavita eða vissi í hvaða átt þeir áttu að halda. Tamango trúði því fastlega, að með því að róa þeint áfram mundu þeir fyrr eða síðar koma að landi,.sem væri byggt svörtum mönnum, því að hann hafði heyrt móður sína segja, að hvitu mennirnir byggju aðeins í skipunum, en svörtu mennirnir á landi. Það reyndist ómögulegt að koma þeim áttatiu þrælum, sem eftir lifðu, í báða bátana, svo að þeir, sem sjúkir voru eða sárir, voru skildir eftir í skipinu. Flestir þeirra grátbáðu félaga sína að drepa sig, heldur en að skilja þá eftir lifandi í skipinu. \ 36 Eftir mikið erfiði tókst að koma bát- unum á flot, en svo lilaðnir voru þeir, að á hverju augnabliki mátti báast við að þá fyllti. Tamango og Ayche voru i stærri bátnum, sem brátt drógst aftur úr, vegna þess hve hlaðinn hann var. Enn mátti heyra kveinstafi þeirra, sem eftir voru skildir í skipinu, þegar brotsjór reið yfir bátinn og færði hann í kaf. Þeir, sem á minni bátnum voru, sáu slys- ið, en hröðuðu sér í burtu, án þess að reyna að bjarga. Nær því allir, er á stærri bátnum voru, drukknuðu. Aðeins tólf þeirra, þar á meðal Tamango og Ayche komust aftur til skipsins. Þegar leið að sólsetri sást ennþá til minni báts- ins út við sjóndeildarhringinn. Siðan hefur elckert til hans spurzt. Ómögulegt er að lýsa þrautuni þeirra, sem eftir lifðu í skipinu. Matarbirgðirn- ar voru að þrotum komnar, og um hvern bita var barizt upp á líf og dauða. Eft- ir fáa daga voru aðeins tvær lifandi ver- ur eftir í skipinu, Tamango og Ayche Eina nóttina skall á fárviðri. Stór- sjóir gengu yfir skipið og nætur-myrkr- ið var svo svart, að ekki sást stafna á

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.