Baldur


Baldur - 08.12.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 08.12.1945, Blaðsíða 1
CTTGEFANDI: SÖSlALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 8. des. 1945 35.-36. tölublað. Enn um togarakaupamálið. Sósíalistar knýja kratameirihlutann til að hverfa frá aðgerðaleysispólitík sinni. Tillaga sósíalista um kosningu þriggja manna nefnd- ar, eins frá hverjum flokki, sambykkt í bæjarstjórn. Fulltrúum sósíalista í bæjar- stjórninni hefur nú loks tekist að knýja kratameirihlutann til raunhæfra aðgerða í togara- málinu, raunhæfra aðgerða i stað þess skipulagða aðgerða- leysis, sem verið hefur stefna kratanna i þessu mikilsverð- asta máli allra Isfirðinga. Sem dæmi má nefna aðgerða- leysi þeirra þegar N>Tbygging- arráð, hinn 12. f. m., tilkynmti, að endurnýja þyrfti umsóknir um togarana, að umsóknirnar þyrf tu að komast í hendur Ný- byggingarráðs fyrir 1. des. — eða eftir rúmar tvær vikur, — og ennfremur, að umsækjend- ur þyrftu að setja bankatrygg- ingu f yrir a. m. k. einum f j órða hluta af kaupverði togaranna. Tæp vika leið af þeim rúmum tveim, sem voru til stefnu, og kratarnir hreyfðu hvorki legg né lið. Það var ekki fyr en að sósíalistar í bæ j arstj órninni rituðu bæjarstjóra, hinn 19. f. m., bréf það, sem birtist í síð- asta. Baldri. Þá fyrst sáu krat- ar að þeim myndi ekki hald- ast uppi að vera aðgerðafcaus- ir lengur í þessu stórmáli. Þá fyrst simtalaði bæjarstjóri við bankastjóra í Reykjavík — og fékk neitandi svar við beiðni um bankatryggingu. Var nú öllum ljóst, að hend- ur þyrftu að standa fram úr ermum. <Tíminn var skammur þar til umsóknum skyldi skil-" að, enginn peningur til í bæj- arkassanum, ekkert gert til fjáröflunuar annað en símtal- að við bankastjóra í Reykja- vík, ekkert annað allan tím- ann frá því 25. júlí i sumar, þegar bæj arstj órnin samþykkti að kaupa hina tvo togara, ef þeir fengjust. En kratarnir kipptu varla höndum sínum úr ermum. Þó varð sá annar árangur af bréfi sósíalista, að þeir voru boðaðir á fundi bæjarráðs þá er tog- aramálið var til umræðu, og gátu þar með frekar beitt á- hrifum sínum til framgangs málinu. Voru símskeyti send til Ríkisstjórnar Islands og Nýbyggingarráðs og þessir að- ilar beðnir aðstoðar. Enn varð sá ^árangur af bréfi sósíalista, að á bæj arráðsfundi, sem hald- inn var um síðustu mánaðar- mót — en þá hafði Nýbygging- arráð framlengt umsóknar- frestinn til 15. des. — lagði bæjarstjóri fram uppkast af tillögu til ályktunar um tog- arakaupamálið. I uppkasti þessu var gert ráð fyrir um- boði til handa bæjarstjóra einum til að vinna að mál- inu. — Sósialistar héldu fast við fyrri tillögu sina um að kosin yrði þriggja manna nefnd, einn maður frá hverjum flokki i bæjarstjórn- inni, og ynni nefnd þessi með harðneskj u að f ramgangi máls- ins. Töldu sósíalistar, sem fyr, að líkurnar fyrir því að fá togara inn í bæinn myndi stór- um aukast við þessa ráðstöfun. I bæjarstjórninni sætu einmitt þeir þrír flokkar, sem standa að ríkisstj órninni og gæti þá hver nefndarmaður beitt á- hrifavaldi sínu í sínum flokki. Auk þess myndi slík nefndar- skipun sýna einhug bæjarbúa í málinu. Kratarnir urðu loks við þessari kröfu sósíalista. Var uppkasti bæjarstjóra þvi breytt og það þannig lagt fyr- ir bæjarstjórnarfund, sem haldinn var hinn 4. þ. m., og þar samþykkt einróma. Jafn- íramt tilnefndu flokkarnir fulltrúa sína í nefndina, en fyrir valinu urðu: Sigurður Thoroddsen fyrir Sósialista- flokkinn, Finnur Jónsson fyrir ki-atana og Sigurður Bjarna- son fyrir íhaldið. Ályktun bæj- arstjórnarinnar var á þessa leið (breytingar sósíalista eru með breyttu letri): „k bæ j arstj órnarf undi 4. desember 1945 samþykkti bæj- arstj órn Isafj arðar einróma, og staðfestir með undirskrift sinni, svohljóðandi ályktun og umboð: Bæjarstjórnin er einhuga um að gera allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að út- vega til bæjarins þá 2 togara, sem hún hefur pantað handa bæ j arf élaginu. Bæj arstj órnin treystir því, að málum verði svo hagað, að skortur á reiðufé verði ekki látið standa í vegi fyrir þvi, að bæjarfélög geti komið á fót hjá sér togaraútgerð. Bæjarstjórnin samþykkir að kjósa 3ja manna nefnd til þess að vinna að fram'- gangi málsins og tilnefnir hver flokkur í bæjarstjórn- inni sinn fulltrúa í hana. Veitir bæjarstjórnin nefnd- inni og Jóni Guðjónssyni, bæj arstj óra, hér með umboð til að vinna að framgangi málsins. Fáist ekki lán án ríkisá- byrgðar fyrir því fé, sem kraf- ist kann að verða, að bæjar- félagið leggi fram, eða hafi handbært, til togarakaupanna, verði leitað til þingflokkanna uni ríkisábyrgð. Undirritaðir bæjarfulltrúar, hver fyrir sig og allir í sam- einingu, heita máli þessu full- um stuðningi sinum og vilja vinna því allt það gagn, er í þeirra valdi stendur". Bæj^arst j óri er nú farinn til Reykj avíkur og verður ekki annað sagt, en að úr því sem komið var, fyrir margfaldan trassaskap kratameirihlutans, að þá sé nú búið að vinna þannig að málinu, að búast má við jákvæðum árangri. I nefndinni sitja þrír Alþingis- menn, sem auðvitað hafa góð- an aðgang að sínum flokkum. Mun ekki standa á þeim að benda bæði ríkisstj órninni, Ný- byggingarráði og lánsstofnun- um á nauðsyn Isfirðinga fyrir því, að fá togara hingað til bæjarins. Og þótt bæjarfélag- inu hafi verið stjórnað undan- farinn aldarfj órðung á þann veg, sem raun ber vitni um, þá mega Isfirðingar nútímans og Isfirðingar framtíðarinnar ekki gjalda þess. Fyrst Og fremst verður að táka tillit til þess, að frá náttúrunnar sjónarmiði er eðlilegt og sjálfsagt að hogarar verði gerðir hér út ^f rá Isaf irði. Vonandi tekst nefndinni að rækja hið þýðingarmikla hlut- verk sitt vel af hendi. Afreksverk meirhluta bæjar- stjórnarinnar á ísafirði. Alþýðuflokksmenn eru nú byrjaðir að telja upp af- reksverk sín frá yfirstand- andi kj örtímabili, svo sem venja þeirra er við allar kosn- ingar. I Skutli 27. nóvember er byrjað á þessari upptalningu i grein, sem ber yfirskriftina Lítið yfir farinn veg. I eftirfarandi grein verður lýst í réttu Ijósi þeim afreksverk- um, sem Skutull segir að Al- þýðuflokkurinn hafi unnið hér í bænum undanfarið kjörtíma- bil. Afreksverk nr. 1. Skutull hampar því mjög að Isafj arðarbær hafi greitt upp allar skuldir sínar við sið- ustu áramót, nema lítilsháttar af skuldum við eigin sjóði, sem beinlínis sé hagkvæmt að á- vaxta í lánum hjá bæjarsjóði. Fljótt á litið sýnist þetta glæsileg útkoma og mikið af- rek. En þegar það er athugað, að meginhluti þess fjár, sem varið var til skuldagreiðslunn- ar, var tekinn af því fé, sem á- ætlað var til verklegra fram- kvæmda og lofað var að gera þegar á fyrsta ári kjörtímans, þá fer glansinn óneitanlega að fölna á þessu afreksverki. — Þannig voru árið 1944 greidd- ar upp í skuldir állt að kr. 300 000,00 umfram það, sem áætlað var til þess á fjárhags- áætlun, og samþykktar bæjar- stjórnar á þeirri ráðstöfun var ekki leitað fyrr en löngu eftir að greiðslurnar höfðu farið fram, í sumum tilfellum rúmu ári síðar. — En þessi skulda- greiðsla var því aðeins mögu- leg, að bæði hafði kratameiri- hlutinn og hjálparmaður hans í bæjarráði, íhaldsmaðurinn Haraldur Leósson, svikist um að láta koma til framkvæmda ýms mikilvæg verk, sem lofað hafði verið, og með því að leggja hlutfallslega miklu þyngri útsvör á Isfirðinga en þekkist í nokkru öðru bæjar- félagi hér á landi. En með þessu er þó ekki öll sagan sögð. Svo að segja á sama tíma sem Skutull gortar af því, að búið sé að greiða all- ar skuldir bæj arins, þá er bær- inn nú að hleypa sér í stór- Framhald á bls. 142.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.