Baldur


Baldur - 14.12.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 14.12.1945, Blaðsíða 1
UTGEEANDI: SÓSlALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 14. des. 1945 37. tölublað. Vindmylluriddarinn og vest- rænt eða austrænt lýðræði. Það er alkunnugt fyrir- brigði, að menn, sem þurfa að verja verk sín eða at- hafnaleysi i opinberum mál- um, gripa til þess ráðs að beina athygli fólksins frá því, sem er aðalatriðið, og reyna að beina henni að ein- hver j u, sem raunverulega kemur málefninu litið, - eða allra helzt ekkert við. Þetta hefur verið mjög á- berandi í kosningabaráttunni í Reykjavík í haust. Sjálfstæðismenn, sem stjórn- að hafa Reykjavíkurbæ á und- anförnum árum og þurfa þar af leiðandi, bæði að svara fyrir aðfinnslur og ádeilur, sem að þeim er beint fyrir þessa stjórn þeirra, eða sýna fólkinu fram á hversu vel þeir hafa stjórn- að, nota minnstan part af blaðakosti sínum til þeirra hluta. 1 stað þess er í mörgum greinum og löngum, með stór- um og áberandi fyrirsögnum, reynt af mikilli mælsku og sannfæringarkrafti að sýna reykvískri alþýðu fram á það, að ein sú ægilegasta hætta sem nú vofir yfir henni, sé lj'ðræðið í Rússlandi!! Eftir þessum blaðaskrifum að dæma, virðist það algert aukaatriði í þessum kosningum, hvort Reykj avík- urbær geri stórfellt átak til þess að auka atvinnutæki i bænum, byggir sómasamlega yfir íbúana eða annað slíkt, sem snertir hag og afkomu hvers einstaklings, heldur virð- ist það vera aðalatriðið, hvort hér á að ríkja austrænt eða vestrænt lýðræði. Þessi lýðræðisbarátta íhalds- mannanna er sérstaklega merkileg vegna þess, að ekki hefur komið fram ein einasta rödd um það, að i þessum kosningum ætti að kjósa á milli austræns og vestræns lýð- ræðis. öll þessi barátta gegn þessu voðalega austræna lýð- ræði er því barátta við vind- myllur og annað ekki. En það eru fleiri en sjálf- stæðismenn, sem látið hafa slá sig til vindmylluriddara. Krat- arnir og framsóknarmenn hafa verið með í baráttunni frá önd- verðu og hvorki hræðst sár né bana, svo sem sönnum riddur- um sæmir. Jafnvel við óverðugir, hér úti á hjara heims, höfum eign- v ast okkar vindmyllu-riddara. 1 Skutli 7. þ. m. veður þessi riddari fram á vígvöllinn al- vojmaður, og hann er svo sem ekki í vafa um að hann er þátt- tákandi í heilögu stríði, því eftir að hann hefur varið vest- ræna lýðræðið af dásamlegri riddaramennsku, snýr hann sér til sóknar gegn því aust- ræna af enn meiri ákaf a, vopn- fimi og hetjuskap og hrópar að lokum svo-hlj óðandi heróp: „Framundan eru tvennar kosningar alfrj álsar — með al- mennum og jöfnum kosninga- rétti í anda hins vestræna lýð- ræðis. — Hvort ætlar þú að velja — hvort telur þú þjóð þinni líklegra til farsældar — hið austræna — eða hið vest- ræna lýðræði. (Leturbreyting Baldurs.) Hér er ekki dregið í efa um hvað kosið verður við tvennar í hönd farandi kosningar. Það á hvorki að kjósa um mismunandi stefnur í bæjar- málum i bæj arstj órnarkosn- ingunum né mismunandi stefn- ur í innanlandsmálum í al- þingiskosningunum, heldur milli hins austræna og hins vestræna lýðræðis. En nú skulum við athuga muninn á austrænu og vest- rænu lýðræði, sem vindmyllu- riddarinn i Skutli segir að bar- ist verði um í næstu kosning- um. Réttasti mælikvarðinn við þann samanburð er stjórnar- skrá Sovétríkjanna og stjórn- arskrá einhvers vestræns ríkis, t. d. lýðveldisins Island; hana þekkjum við allir. 1 stj órnarskrám beggj a þess- ara ríkja er þegnunum t. d. tryggð ýms mannréttindi, svo sem jafnrétti karla og kvenna, trúarbragðafrelsi, skoðana- frelsi, málfrelsi, ritfrelsi og funda- og samkomufrelsi, frið- helgi einstaklinga og heimilis, bréfhelgi o. fl. I stjórnarskrá Sovétríkjanna er þegnunum auk þess tryggður réttur til vinnu, hvíldar og hressingar. Slíkt ákvæði væri f j arstæða. að setja í íslenzku stjórnarskrána. Þetta er þó ekki aðalmiínurinn á þessum tveimur stjórnar- skrám, heldur það, að í stjórn- arskrá Sovétríkjanna er skýrt tekið fram hvernig þessi mann- réttindi eru tryggð, hvernig þegnunum er gert mögulegt að njóta þeirra. I stjórnarskrá lýðveldisins Islands er ekkert á slíkt minnzt. 1 báðum þessum ríkjum, Is- landi og Sovétríkj unum, eru leynilegar kosningar með j öfn- um og almennum kosninga- rétti. Kosningarétt á Islandi hafa allir ríkisborgarar 21 árs og eldri, ef þeir hafa óflekkað mannorð og eru fjárráðir. I Sovétríkj unum hafa allir kosn- ingarétt, sem eru 18 ára og eldri, nema vitskertir menn og þeir, sem sviptir hafa verið kosningarétti með dómsúr- skurði. (Samkvæmt austrænu lýðræði mega þeir t. d. ekki kjósa, sem hafa löngun til að éta atkvæðaseðlana, og það er kannské þess vegna, sem í- haldsmönnum í Reykjavík er svo bölvanlega við það). - En nú segir ísfirzki vind- mylluriddarinn: .....eftir þessum austrænu kenningum má aðeins einn flokkur, kommúnistaflokkur- inn hafa menn í kjöri (Letur- breyting riddarans sjálfs.) Um þetta segir í stjórnar- skrá Sovétríkj anna: Réttur til framboðs er tryggður félagslegum samtök- um alþýðunnar: Deildum Kommúnistaflokksins, verka- lýðsfélögum, samvinnufélög- um, æskulýðsfélögum og menn- ingarfélögum. Og ennfremur: Sérhverjum fulltrúa er skylt að gera kjósendum sínum grein fyrir starfsemi sinni og ráðs þess, er hann á sæti í, og geta kjósendur hve nær sem er svipt hann umboði sínu með meirihluta-ákvörð- un, á þann hátt er lög skipa. Þetta síðast nefnda ákvæði finnst ekki í okkar ágætu stjórnarskrá, hér mega full- trúar þjóðarinnar svíkja gefin loforð, eftir því sem þeim sýn- ist og hentar. Reikningsskap þurfa þeir aðeins að gera fjórða hvert ár. Þessar tilvitnanir sýna að það er hrein blekking, að aðeins kommúnistaflokkurinn hafi rétt til að hafa menn í kjöri. Annars ætti kennari í þjóðfé- lagsfræði við gagnfræðaskóla að vita svo mikið, að í landi, eins og Sovétríkj unum, þar sem aðeins er ein stétt í þjóð- fræðilegum skilningi — hið starfandi fólk — eru alls ekki skilyrði fyrir marga flokka eins og í auðvalds löndunum. Það er þess vegna ekki hægt að tala um, að öllum flokkum nema kommúnistaflokknum sé bannað að hafa menn í kjöri í Sovétríkjunum. Þessir jaðrir flokkar eru alls ekki til þar, af þeirri einföldu ástæðu, að starf sgrundvöllur þeirra, — stéttaþj óðf élagið — er úr sög- unni. Þetta er mjög augljóst mál, sem gaman væri að ræða nán- ar, en til þess er ekki tæki- færi hér. En í þess stað Væri fróðlegt að athuga lýðræðisbaráttu vindmylluriddarans okkar og annara hans líka, sem nú berj- ast svo ákaft fyrir hinu vest- ræna lýðræði. Það eru ekki nema fá ár síð- an þau ákvæði voru í lögum fjölmennustu félagssamtak- anna hér á landi, Alþýðusam- bandi Islands, að eingöngu al- þýðuf lokksmenn voru kj ör- gengir í trúnaðarstörf innan sambandsins, og það kostaði langa og harða baráttu við vindmylluriddarann og sálu- félaga hans að fá þessu breytt. I stj órnarskrárnef nd haf a flokksbræður þessa sama ridd- ara talið nauðsynlegt að auka vald forseta á kostnað þjóð- kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Þannig vilja þeir gera okkar vestræna lýðræði ennþá vest- rænna,því fyrirmyndina, sækja þeir til Vesturheims. Að lokum má svo minna á ummæli vindmylluriddarans í Skutli um okkar ágætu vestrænu lýðræðisstj órnarskrá bæði fyrir og eftir lýðveldis- kosningarnar. Þá var hún blað eftir blað nefnd „stjórnar- skrárnefna" og öðrum álíka virðihgarnöfnum, og engar svívirðingar sparaðar. Síðast en ekki sízt vill svo Baldur taka þetta fram: 1 bæjarstjórnarkosningun- um verður ekki kosið um aust- rænt eða vestrænt lýðræði, heldur um mismunandi stefn- ur í bæjarmálum, í þingkosn- "ingunum sömuleiðis. En aftur á móti skal það fúslega játað, að blaðið vill leggja fram sína litlu krafta til þess að við ls- lendingar getum bætt í stjórn- arskrá okkar ákvæðum, er tryggja þegnunum rétt til vinnu, hvíldar og hressingar og að hér verði sköpuð þau efnisleg skilyrði, að fólkið geti notið þessara réttinda, þannig að þau verði meira en ákvæði í stj órnarskránni:

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.